Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR 4. OKTOBER1982. 17 Lesendur Lesendur OVÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ OG VANKUNNÁ TTA I PRJÓNAGARN - ÚTSAUMUR - SMYRNA m NÝJAR SEND/NGAR: Hjertegarn Alull — Bómull — Fleur Mohair JAKOBSDALSGARN — sama villan margoft endurtekin Jón Gíslason skrifar: Margt skrýtiö heyrist í fréttum Ríkisútvarpsins en það gerir kannski ekkert til; það er hægt að hlæja að margri vitleysunni. Á laugardags- kvöldið fyrir rúmri viku. var Hildur Bjarnadóttir aö fjalla um stjómmál í Vestur-Þýskalandi og sagði þá aö Franz Josef Strauss væri leiötogi „kristilegra sósíalista”. Hvemig skyldi nú Strauss, þessi harðsvíraði hægrimaður og hatursmaður sósíal- ismans, bregðast við ef hann frétti af slíkri nafngift í fréttaskýringaþætti? Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þessi villa veöur uppi í fréttum Ríkisútvarpsins. Þar hefur CSU, flokkur Strauss, margoft verið kallaöur „Kristilegi sósíalistaflokkur- inn” en ég hef ekki fyrr en nú heyrt Strauss kallaðan leiðtoga sósíalista. Þessi fáránleiki orsakast sennilega m.a. af vankunnáttu í erlendum málum. Flokkur Strauss heitir Christlich soziale Union (sem mætti kannski þýða „Kristilegi félags- flokkurinn”) og er rammefldur hægri flokkur. „Sozial” þýðir allt annað en „soziahstisch” eins og alhr ættu að vita sem fást við erlendar f réttir. En þessi vankunnátta í málum er samt smámunir hjá þeirri fáfræði sem skín í gegnum slíkan fréttaflutning. Sá sem heldur að CSU sé sósíalískur flokkur og að Strauss sé leiðtogi sósía- Usta, hefur tæpast lokiö barnalærdómi í alþjóöa stjórnmálum og þyrfti aö mennta sig svoUtið betur áður en hann fer að fræða landslýöinn í Ríkisút- varpinu. Skylt er að taka það f ram að Ríkisút- varpið hefur líka á aö skipa vel upplýstum fréttamönnum sem aldrei myndu láta slík mistök sem þessi henda sig. Eigi að síöur er augljóst að Ríkisútvarpið virðist ekki, frekar en aðrir íslenskir f jölmiðlar, gera miklar kröfur til fréttamanna um vönduð vinnubrögð. ert til; þaö erhægtaö hlæja að margri vitieysunni, "segirJón Gislason. Andnews hitablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjölmörgum stærðum og gerðum Algengustu gerðir eru nú fyrirliggjandi Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Angorina Lyx — svarti liturinn — er loksins kominn. Hinir 59 litirnir eru einnig fyrirliggjandi. Harpunalull fyrir sveraprjóna. Aukþess mikið úrval afprjónum — smávörum — tilhúnum dúkum — smyrna og jólaútsaumi | SJÓN ER SÖGU RÍKARi. H PÓSTSENDUM DA GLEGA. ......... HOF - INGOLFSSTRÆT11 (gegnt Gamla bíói). Sími 16764. NC plast akrcnnur norsk gæóavara NC plast-þakrennur eru sérhannaðar fyrir breytilegt veðurfar og standa því auðveldlega aí sér harða íslenska vetur. Sérlega létt og einföld uppsetning gerir þér kleift að ganga frd rennunum sjálíur án mikillar fyrirhaínar. NC plast-þakrennur eru skynsöm fjárfesting GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333 BUKKVER , Skeljabrekka 4 - 200 Köpavogur - Sími: 44040.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.