Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR4. OKTOBER1982. DAGBLAÐIÐ-VISIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjdri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og dtgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 1». Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verö í iausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr. Einkarétturinn afnuminn Útvarpslaganefnd hefur skilaö áliti sínu. Hún leggur til aö einkaréttur ríkisins verði afnuminn. Hún vill leyfa fleiri útvarpsstöövar, bæöi hljóövarps og sjónvarps. Nefndin hefur endursamið útvarpslögin með nýju frumvarpi og afhent menntamálaráðherra. Ekki er ástæöa til aö ætla annað en ráöherra leggi frumvarpið fram þegar í þingbyrjun og góöar vonir eru bundnar við aö máliö fái hraöa afgreiðslu. Fulltrúar allra stjórnmála- flokka hafa átt sæti í útvarpslaganefndinni og mælt meö breytingunum. Allar likur eru á því aö nýjar útvarpsstöðvar geti hafið starfsemi strax á næsta ári. Þetta eru góö tíðindi. I raun og veru marka þau tímamót. Örar breytingar í tækniþróun og fjölmiðlun, ásamt meö breyttum viðhorfum almennt, kalla á skjót viðbrögð lög- gjafans. Einkaréttur ríkisins á útvarpsrekstri er tíma- skekkja, einokun, sem er liöin undir lok. Segja má að hér sé aöeins veriö aö viöurkenna oröinn hlut, laga lögin aö breyttum aöstæöum. Á undanförnum misserum hafa ris- iö upp litlar stöövar sjónvarps, bæði á höfuðborgarsvæð- inu og í heilum byggðarlögum, annars staðar hafa fjöl- mennir hópar tekið sig til og skipulagt útsendingar í kapalstöövum. Myndbandabylting hefur hundsaö úrelta löggjöf einkaréttarins og það væri hreinasta afturhald ef einhverjum dytti í hug aö loka fyrir eöa hefta þetta fram- tak fólksins. Stjómmálaflokkarnir hafa gert sér grein fyrir þróun- inni. Þeir hafa vit á því aö bjóða ekki almenningsálitinu byrginn með áframhaldandi einkarétti ríkisins. Jafnvel þeir flokkar eða stjórnmálamenn sem sífellt hafa horn í síðu frjálsræðisins. treysta sér ekki lengur til annars en fylgja straumnum. Auövitaö eru til öfl í þjóðfélaginu sem hræðast sjálfsábyrgð einstakhnganna og vilja aUsráöandi ríkisforsjá. Þau munu sverta tillögur útvarpslaganefndar og tala um atlögu aö Ríkisútvarpinu. En þær raddir veröa fáar og einangraðar. Ríkisútvarpiö mun áfram halda stööu sinni. Það verður áfram eina útvarpiö sem nær tU allra landsmanna. Hlut- ur þess veröur bættur samkvæmt frumvarpinu aö því er varðar f járhag og aðstöðu. Þaö sem gerist hinsvegar er aö Ríkisútvarpið fær sam- keppni sem verður því til góðs. Þaö fær aðhald og saman- burð og það veröur í auknum mæli aö taka tillit til áhorf- enda og áheyrenda. A sama tíma má búast viö því aö staðbundnar útvarps- stöðvar þjóni viðkomandi byggðarlagi meö fréttum og öðrum upplýsingum sem aUa jafna eiga ekki erindi í landsútvarp. Fleiri rásir gera þaö mögulegt að sérhæfa efni, hvort heldur í menningu, íþróttum, tónlist eða frétta- flutningi. Þannig getur hver einstaklingur valiö sér efni eftir eigin höföi, fjölbreytnin verður meiri þegar hver stöð bætir aöra upp. Einokun í útvarpsrekstri þjónar engum tilgangi. Fyrir fúnmtíu árum var kannski réttlætanlegt að ríkiö sæti eitt að rekstri útvarps, en það er liðin tíð. Fjölmiðlun á aö vera frjáls, jafnt á sviði útvarps sem útgáfu blaða og tímarita. Útvarpslaganefnd hefur stigið fyrsta skrefið. Nú eiga menntamálaráðherra og Al])ingi næsta leik. ebs Skipulagsmál í brennidepli Fyrir borgarstjórnarkosningarnar gáfu sjálfstæöismenn kjósendum tíu loforö. Þaö tíunda var að þeir myndu efna hin níu. Þeir lofuöu jafnvel að fella úr gildi ákvöröun sem aldrei haföi veriö tekin, t.d. um íbúðabyggð í Laugardalnum. Eftir kosningarsigur- inn hafa sjálfstæöismenn látið hendur standa fram úr ermum undir kjörorö- inu: tilgangurinnhelgarmeöaliö. í þessari grein veröur fjallaö nokkuö um stefnubreytingu í skipulagsmálum sem var meginmál kosninganna. Skipulagsmálin eru stórmál sem eiga eftir að veröa framhaldssaga í borgar- stjórn þetta k jörtímabil. Merk skipulagsvinna Á síðasta kjörtímabili var unniö geysimikið og gott starf aö skipulags- málum. Aö Borgarskipulagi réðst þá tii starfa sem forstöðumaður Guörún Jónsdóttir arkitekt. Voru skipulögö fjögur þéttingasvæði vestan Elliöaáa sem var nýjung. Það hefur augljósa kosti fyrir íbúa að setjast aö í grónum hverfum. Eftir valdatökuna afturköll- uöu sjálfstæðismenn úthiutun lóöa und- ir 120 íbúðir og fór þar meö í súginn dálagleg fúlga af peningum skatt- borgaranna sem fariö höföu í skipu- lagsvinnu. Þá var í tíö fyrrverandi meirihluta endurskoöað skipulag sjálfstæöis- manna frá 1977. Kom í ljós aö ýmsar forsendur höföu breyst. Má nefna aö íbúaspáin var of há, samningar höföu ekki náöst um Keldnaland og þaö sem skiptir einnig miklu máli í þessu sam- bandi: boranir eftir neysluvatni í Heið- mörk höföu breytt viðhorfi til Rauða- vatnssvæöisins sem ekki haföi komið til álita vegna vatnsverndunar árið 1977. Nýtt skipulag austursvæða sá dagsins ljós og var samþykkt í mars 1982. Þaö felur í sér útfærslu byggðar viö Árbæ (Ártúnsholt), í Selási og um- hverfis Rauöavatn. Tillagan gerir jafnframt ráö fyrir byggö í landi Keldna, Gufuness og Korpúlfsstaöa en ekki fyrr en eftir aldamót. Var skipulag Keldnalands unniö í samráöi viö y f irmenn þar. íbúðabyggð í stað rannsóknastofnana Sjálfstæðismenn höfnuðu Rauða- í vor birtust hér í blaöinu nokkrar greinar um landvörslu friölýstra svæöa Islands. Tveir félagar mínir í Landvaröafélaginu, sem tóku þátt í þessum skrifum, vitnuöu í erindi mitt á Feröamálaráðstefnu Landverndar í mars og óskuöu eftir aö ég léti líka í mér heyra á þessum vettvangi. Undan beiönum þeirra vil ég ekki skorast þótt dregist hafi að verða viö þeim. Eg mikia fyrir mér aö koma í litla blaöa- grein heilstæðri umfjöllun um þaö hvemig staðiö er aö vörslu okkar friö- uöu svæöa. Landvarsla á Islandi er ekki skýrt afmarkaður þáttur í þjóölífinu, heldur á sér gamlar og nýjar ástæöur, tengist viöhorfum fólks í landinu, menningu þess og sögu. Náttúruvernd og friðun Náttúruvemd er nauðsynleg öllum þjóöum alls staöar. Án náttúruverndar göngum viö stööugt á auöæfi jaröar þangaö til þau eru uppurin og viö meö. Náttúrufriöun er ekki þaö sama og náttúruvernd þótt margir virðist halda svo. Deila má um hvort náttúrufriðun sé nauösynleg á sama hátt og deila má um varðveislu menningar og menning- arminja, fomgripa og listaverka, en þó veröur aö telja náttúrufriöun nauösyn- lega a.m.k. svo lengi sem viö kunnum ekki náttúravemd. Þegar land er friöað er þaö í raun viðurkenning á aö viökomandi svæöi sé svo merkilegt aö gerö frá náttúrunn- ar hendi aö til þess að halda afrakstri af svæöinu í hámarki veröi menn aö leyfa náttúrunni áfram aö hafa öll völd viö mótun þess. Mikilvægi svæðisins getur t.d. veriö fólgið í lífríki þess, landmótun, fjölbreytileik eöa fegurö og það að taka þessi svæöi frá sem n.k fymingar fyrir komandi kynslóöir er Kjallarinn Sigrún Helgadóttir einnig viöurkenning á því aö við menn erum ekki óskeikulir. Hugsast gæti að ef við færum aö brambrölta eitthvað innan þessarra merkilegu svæöa þá rýrðum viö gildi þeirra og gæfum af- komendum okkar ekki kost á aö njóta svæöanna á sama hátt og viö höfum gert. Síðan 1959 hafa Alþjóðlegu náttúm- verndarsamtökin (International Union for Conservation of Nature and Nat- ural Resources eöa IUCN) í samvinnu viö Sameinuöu þjóöirnar safnað upplýsingum um friöuð svæði í heimin- um og samkvæmt þeirra upplýsingum teljast aöeins tveir hundraðshlutar af yfirboröi lands á jöröinni friðaðir. Með alla hina 98 hundraöshlutana ráösk- umst viö að vild og stjórnum ekki skynsamlegar en svo aö vegna eyðing- ar skóga og slæmrar landnýtingar glötum viö þúsundum milljóna tonna af jarðvegi árlega og á sama tíma, og þaö aðeins í hinum svokölluöu þróuðu ríkjum heims, byrgjum við um 3000 km2 af góöu landbúnaöarlandi undir byggingum og vegum. Möguleikar þjóða til friðunar Möguleikar þjóöa til aö halda svæö- um af landi sínu utan hinnar mótandi handar mannsins eru æriö misjafnir. Framskilyröi er augljóslega aö enn séu á landinu nokkum veginn náttúru- leg svæöi sem aftur er háö því hversu langa sögu hinn tæknivæddi vestræni maður á í landinu. önnur atriði sem miklu máli skipta era hversu landiö er þéttbýlt, hvemig eignarhaldi á landi er háttaö’og hvaða möguleikar era á ann- ars konar landnýtingu en friðlýsingu. Til nánari skýringa má nefna dæmi: • „Sú spurning er áleitin hvers vegna Is- lendingar eru svo áhugalitlir um að vernda mestu dýrgripi náttúru lands síns. Svarið virðist vera það að okkur skortir virð- ingu fyrir náttúrunni. Það sem menn bera ekki virðingu fyrir reyna þeir að móta að sínum vilja, beygjaundir vald sitt (sbr. Geysi).” Frá helgistað þjóðarinnará Þingvöllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.