Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 29
DV. MÁNUDAGUR 4. OKTOBER1982. 41 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Nú ð að vemda fugla gegn köttum Mörgum þéttbýlisbúum er mjög í nöp við ketti. Vilja margir meina að kettir hrekji fugla á brott og hafi þannig af mönnum fugiasöng og aðra ánægju sem hafa megi af fuglum. Bæjarráð Húsavíkur hefur nú samþykkt að fela bæjar-* stjóra að afla upplýsinga um bvort til séu reglugerðir um kattahald í einhverjum sveitarfélögum. Segir Víkur- blaðið á Húsavík að bæjar- ráðsmenn séu mjög inní á því að takmarka kattahald með ákveðnum reglum til vernd- unar fuglalif i í bænum. Sandkorn er ekki frá þvi að borgarráð Reykjavíkur megi fara að hugsa svipað og þeir á Húsavík. Ratvísi íslend- ingurinn tslenskur námsmaður í Arósum fer að jafnaði með þriggja ára gamlan son sinn á reiðhjóli á dagheimilið. Leiðin er um þriggja kíló- metra löng og yfir þrjár f jöl- farnar akbrautir að fara hið fæsta. Dag einn, nú fyrir skömmu, varð uppi fótur og fit þegar námsmaðurinn kom til að ná í soninn og var ekki að undra. Sonurinn var nefni- iega horfinn af dagheimilinu. Þegar var farið að gera ráðstafanir til leitar. Náms- manninum brá vltaniega illa við tíðindin en ákvað að hringja heim og láta móður- ina vita um hvarfið. En hver haldið þið að hafi svarað í simann: Auðvitað enginn annar en litli snáðinn: „Sæll, pabbi, ég er kominn heim,” sagði hann i símann. Nýr framkvæmdastjórí Þörungavinnsl- unnar Nýr framkvæmdastjóri hefur nú verið ráðinn til Þörungavinnslunnar á Reyk- hólum. Heitir hann Kristján Þór Kristjánsson. Kristján hefur verið deildarstjóri við framhaldsskólann í. Vest- mannaeyjum. Blaðamenn á Mogga með menningarþátt sjónvarps Menningarþættir sjónvarps- ins, sem gengið hafa undir nöfnunum Vaka og Á döfinni, fá brátt nýtt nafn, Glugginn. j Upphaflega hafði verið gert ' ráð fyrir að Þráinn ; Bertelsson og Aslaug 1 Ragnars önnuðust þáttinn en j nú hefur Þráinn helst úr lest- | inni. 1 hans stað hefur Svein- björn Baldvinsson skáld og j blaðamaður verið fenginn til umsjónar með Aslaugu. Þau hafa bæði verið blaðamenn á Morgunblaðinu. Besti maður liðs- j ins í hand- boltaleiknum var handarbrotinn. Umsjónarmaður Sandkorns las það í íþróttafréttum eins dagblaðanna I síðustu viku að besti maður hand- knattleiksliðs Þróttar í leik þess við KR á miðvikudags- kvöld hefði verið Guðmundur Sveinsson. Hafi hann leikið handarbrotinn en þó verið besti maðurinn. Ur þvi að handarbrotinn maður er besti maður Þróttar í handboltaleik, hvernig ætli hinir leikmennirnir hafi þá verið? Þeir hljóta að hafa verið mjög lélegir. Marka- talan bendir reyndar til þess að svo hafi verið. Þróttarar töpuðu nefnilega með tíu marka mun. Umsjón: Kristján Már Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Keith Carradine og Powers Boothe fara með hiutverk tveggja hermanna sem lenda i svaðiiför i fenjum Louisiana. Hafnarbtó: Dauðinn i fenjunum (Southern Comfort). Leikstjóri: Walter Hill. Höfundur handrits: David Giler, Walter Hill og Michael Kane. Stjórnandi kvikmyndatöku: Andrew Laszlo. Höfundur tónlistar: Ry Cooder. Aðalleikarar: Keith Carradine, Powers Boothe, Fred Ward, Franklyn Seales, T. K. Carter, Lewis Smith og Peter Coyote. Bandarísk, árgerð 1981. Louisiana er eitt af minni fylkj- unum í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Einu sinni var Louisiana nafn á óhemju stóru landssvæöi eða því sem næst einum fjórða hluta Bandarík janna. Svæðið var þá str jál- býlt og íbúarnir flestir indíánar og franskir innflytjendur. Franski kóngurinn hafði slegið eign sinni á spilduna en dag nokkurn, þegar hann sá að franski ríkiskassinn var galtómur, seldi hann skikann. Kaupandinn var Benjamin Franklin og Bandaríkin voru á góðri leið með að verða stórveldi. Landsalan breytti litlu fyrir íbúana. Þeir héldu áfram aö tala frönsku og í ýmsum sveitahéruðum í Suðurríkjunum er franska enn þann dag í dag aðaltungumáliö. Frönskumælandi minnihlutinn í Louisiana er kallaöur cajuns og mál hans cajun-franska. Flestir cajuns líkjast venjulegum Bandaríkja- mönnum í háttum en þó nokkrir þeirra lifa enn í fenjaskógunum við Missisippi og hafa lífsframfæri sitt af veiöum. Þessum veiðimönnum er ekkert um það gefið að ókunnugir valsi um veiðilönd þeirra. Kvikmyndin Dauðinn í fenjunum fjallar einmitt um ferö níu hermanna gegnum veiðilönd frönskumælandi cajun-veiðimanna. Efni myndar- ihnar er nokkurs konar dæmisaga um árekstra sem verða milli innfaxidra og utanaðkomandi afla. Feröasagan úrfenjunum Hermennirnir í Dauðinn í fenjunum eru vaskir strákar úr heimavarnarliði Louisiana. Einn þeirra er margverðlaunaður Víetnamhermaður og tveir til viðbótar hafa hlotiö nokkra reynslu í hernaði. Hinir sex eru ósköp venju- legir menn sem hafa gengiö í heima- varnarliðiö vegna þess að æfingar liðsins eru talsvert sport eða fyrir þá sök að meö því aö ganga í liðið er hægt aö sleppa við herþjónustu. Hópurinn sem leggur af stað inn í fenjaskóginn á að ganga 39 kíló- metra á einum degi. Fyrir bragðiö er farangur þeirra léttur og birgðirnar af skornum skammti. I byssum her- mannanna eru aðeins púöurskot en þeir hafa hnífa og byssustingi meöferðis. Fyrsta skyssa hópsins er að taka þrjá fiskibáta traustataki. Skyssa númer tvö er að einn heima- varnarliðsmanna skýtur púður- skotum í átt að eigendum fiskibát- anna. Veiðimennirnir svara skot- hríðinni með því að skjóta fyrirliða hermannanna. Eftir dauða fyrirliöans er fjandinn laus. Hermennirnir hvolfa fiski- bátunum og missa kortið, áttavitann og talstöðina í vatniö. Hermennirnir þvælast um fenjaskógana og virðast ganga í hringi. Þeir gera hver mistökin öðrum verri og brátt er þolinmæði heimamanna þrotin. Vamaliðsmenn taka að týna tölunni og að lokum eru einungis tveir eftir. Þeim er vísað á vegarslóða og fy rir tilviljun lenda þeir á skemmtun í cajun-þorpi. Þar er enginn sími og fátt virðist til ráöa. Á ballinu í þorpinu leikur þekkt danshljómsveit undir forystu fiðluleikarans Dewey Balfa. Tónlist cajun-manna er sam- bland af gamalli, franskri tónlist og tónlist sem svartir þrælar komu með frá Afríku. Walter Hill leikstjóri og samverkamenn hans við handrits- gerð hafa greinilega áhuga á menningu cajun-fólksins’.og eftir Dauðanum í fenjunum aö dæma þykir þeim óþarft aö utanaðkonlandi aðilar ráðist inn.í heim þessa sijjeita- fólks. Dauðinn í fenjunum er ekki venju- leg spennumynd um nokkra menn í bófaleik og fyrir bragðið gæti sumum þótt hún ívið langdregin. Myndin er hins vegar afar vel gerð í alla staði og kvikmyndatakan undir- strikar sérkenni fenjasvæðanna. Dauðinn í fenjunum er viövörun til þeirra sem umgangast menningu ókunnra þjóða með fyrirlitningu. Solveig K. Jónsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir úrval af regnkápum frá B0RMAX Margir litir Verð kr. LAUGAVEGI 61 - SIMI 22566

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.