Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 33
DV. MÁNUDAGUR 4. OKTOBER1982. 45 Sviðsliósið Sviðsljósið Sviðsljósið ÁHUGIERLENDRA TÓNLISTARMANNA ÁAÐSPILAÁ ÍSLANDIHEFUR AUKIST TIL MUNA —segja Ásmundur og GuðnS Rúnar hjá Gramminu Utgáfufyrirtækið Gramm við Vesturgötu hefur verið nokkuö um- svifamikið upp á síðkastið. Á dögun- um kom út á vegum þess plata með hljómsveitinni Jonee Jonee og einnig kom í sumar út fjóröa platan með Purrki Pillnikk sem útgáfan hefur gefið út. En starfsemi Grammsins er ekki einungis fólgin í hljómplötuút- gáfu. I húsnæði Grammsins að Vesturgötu 53 eru einnig seldar hljómplötur sem þeir flytja inn. Og síöast en ekki síst hefur Grammið séð um tónleikahald erlendra lista- manna hér á Iandi, til að mynda tón- leika Eyeless in Gaza og Comsat Angelsnúísumar. Aðaldrifsprautan í Gramminu er Ásmundur Jónsson, en hjá Gramm- inu starfa ýmsir sjálfboöaliöar að þeim verkefnum sem fengist er við hverju sinni. Meðal þeirra sem starfa þannig við Grammiö er Guðni Rúnar Agnarsson, en hann og Ásmundur hafa síðastliðinn 7—8 ár séö um þáttinn Áfanga í útvarpinu. Blaðamaður DV hélt til fundar við þá Ásmund og Guðna í höfuðstöðvar Grammsins við V esturgötu. Ásmundur var inntur eftir því hvað væri á döfinni hjá Gramminu. Hann sagði að Grammið hefði þegar gefið út 4 plötur meö Purrki Pillnikk, sú síðasta kom út í sumar, og einnig væri komin út plata með Jonee Jonee. Á næstunni kæmu svo plötur meö Vonbrigðum og Þorsteini Magnússyni. Og enn síðar er ráögert að gefa út plötur með Askeli Mássyni og Sveinbirni Beinteinssyni. Og ekki má gleyma því að unnið er áfram að tónleikahaldi. Eg spurði hvert væri markmiðið meö starfsemi Grammsins. „Allt og í senn ekkert,” svaraði Guðni. ,,I raun er engin ástæða til að skilgreina þessi markmið. En það er sífellt verið að stefna að þeim. Við vonum auðvitað að starfsemin gefi af sér einhvern arð, en hann fer ekki í velsæld okkar heldur til að gera eitthvaðmeira.” Næst barst talið að tónleikahaldi Grammsins. Guðni taldi að það væri grundvöllur fyrir tónleikahaldi eins og Comsat Angels og Eyeless in Gaza. Að vísu heföi orðið nokkurt tap á þeim, en þaö heföi veriö vegna utanaökomandi ástæöna. Comsat Angels hefðu til dæmis ætlað að koma hingað í sambandi við Banda- ríkjaferð en oröiö að f resta því vegna veikinda bassaleikarans. Því hefði orðið aö kaupa sérstaklega ferö und- ir þá. Og vegna frestunarinnar uröu aðsiandendur tónleikanna fyrir barðinu á gengisfellingu og fleira í þeim dúr. Ásmundur taldi að ef allt heföi gengið eins og ætlast var til í upphafi heföi þetta orðiö taplaust. Guöni og Ási voru á einu máli um aö það ætti aö vera grundvöllur fyrir því að fá hingað erlendar hljómsveit- ir, jafnvel svo oft sem einu sinni í viku. Þeir sögðu að mikill áhugi væri hjá aðilum erlendis að koma hingað og spila. Ef kostnaði væri haldið í lagmarki, t.d. aö hýsa hljómlistar- menn í heimahúsum, þá væri þetta hægt. „Þessi hópur, sem starfað hef- ur í kringum Grammið, sýndi þaö á tónleikunum í sumar að það er hægt að gera svona án þess að mikið fé sé fyrir hendi. Þetta fólk gerir ekki kröfu til launa. Það sýndi sig í sumar að fólk getur unnið saman að svona verkefnum. En það er sorglegt að það eru aðallega unglingar sem hafa þörf fyrir tónlistarstarfsemi af þessu tagi, þ.e. að þeir eru fúsastir til að leggja eitthvað á sig til að þetta verði aðveruleika.” Draumur þeirra í Gramminu er að takast á hendur innflutning á erlend- um listamönnum í stórum stíl, þ.e. að reyna að halda uppi mjög reglu- legu tónleikahaldi. Þeir mundu þá grípa gæsina þegar hún gefst, t.d. þegar hljómsveitir eru á leiðinni til og frá Bandaríkjunum. Þeir búast við að það yrði 200—300 manns sem kæmu á slika tónleika og segja að það sé nóg. Það kom fram í máli þeirra aö þeir eru ekki hrifnir af því að vera að reyna að trekkja á slíka tónleika. Þeir vilja helst kynna shka tónleika einungis stuttlega í blöðum og á auglýsingaspjöldum, og þá komi einungis þeir sem finna hjá sér ein- hverja raunverulega þörf til að sjá tónlistarmennina hverju sinni. ökuníðinga” — mjöggóðurárangurafnotkunþess, segir Hilmar Þorbjörnsson varðstjórí Ásmundur Jónsson og Guðni fíúnar Agnarsson. Aðstandendur Grammsins hafa mörg járn i eldinum um þessar mundir. Grammiö hefur leitað hófanna erlendis um að koma „sínum” plöt- um á framfæri þar. Er þá ekki einungis átt við þær plötur sem Grammið hefur gefið út, eins er ýmislegt haft með sem þeir hafa trú á. Þeir í Gramminu hafa haft hönd í bagga með dreifingu á Þeysplötunni og eins komið plötum Purrks Pillnikks í dreifingu hjá Crass merk- inu. Ásmundur sagði að nokkur áhugi virtist vera á þessu erlendis. Grammið stefnir að því að komast smátt og smátt í samband við fyrir- tæki í ýmsum löndum sem taki að sér aö dreifa plötum þess, hvert í sínu landi. Er Ási og Guðni voru spurðir að því hvaða hljómsveitir kæmu næst til landsins á þeirra vegum, sögðu þeir aö það væri ekki fastmælum bundiö, Ásmundur sagði að viðhorf erlendra tónlistarmanna til tónleika- halds hér heföi breyst gifurlega mik- ið. Nú gerðist það æ oftar aö erlendir tónlistarmenn sýndu áhuga á að koma hingað, að eigin frumkvæöi. Og auk þess hefðu ýmsir sem hér heföu leikið látið í ljós áhuga á að koma hingað aftur, t.d. The Fall og Eyeless in Gaza. Vegaeftirlitsmennirnir Lúðvik Eiðsson, Kari Magnússon, Sigurjón Pálsson, Steinn Karlsson og Óskar Ólason yfirlögregluþjónn. Hiö fullkomna radartæki vegalögreglunnan Ógnvaldur og því höfum við haldið námskeið fyrir lögreglumenn í vinnu við radarana. Þetta eru mjög góð tæki, en þau verða náttúrlega aldrei betri en mennirnir sem þeim stjórna. En árangurinn af notkun þessara tækja ermjöggóður. — Finnst þér hraðinn í umferðinni vera meiri þessa dagana en oft áður, eins og margir vilja halda fram? „Eg veit ekki hvort hægt er aö spyrja svona, en það eru alltof margir teknir á miklum hraöa, og þaðmjög miklum.” Nú er feröamannatimanum úti á landi lokiö og þá eru vegaeftirlitsbíl- arnir fluttir nær höfuðborgarsvæð- inu. Eins og mörgum ökumönnum er kunnugt eru þessir bílar búnir full- komnum radartækjum sem mæla hraða bifreiða. En munurinn á þessum nýju rödurum og þeim gömlu er sá að nú geta lögreglubíl- arnir mælt hraða bíla sem á móti koma, enda þótt lögreglubíllinn sjálfur sé á ferð. DV sló á þráðinn tU Hilmars Þor- björnssonar varöstjóra og rabbaði við hann um umferðina og radarana. „Jú, það má segja að þetta tæki sé ógnvaldur ökuníðinga. En þetta eru tæki sem eru vandasöm í meöförum Og þetta er sjálft radartœkið. DV-myndir: S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.