Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1982, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 4. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd HELMUT SCHMIDT Vinsælasti stjómmálamað- uriim en samt felldur frá Helmut Schmidt, sem nýtur þess vafasama heiöurs aö vera fyrsti kanslarinn er vestur-þýska sam- bandsþingiö fellir úr embætti, er samt án nokkurs vafa langvinsælasti stjórnmálamaöur landsins og virtur um heim allan sem mikilhæfur þjóöarleiötogi. En þrátt fyrir þetta mikla traust erlendis reyndist honum þaö ofviöa aö hafa hemil á riölandi stjórnmála- straumum innan síns heimalands sem síðustu tvö árin hafa grafiö und- an samsteypustjóm hans. Þaö segja aðstoðarmenn hans aö á meðan ríkisstjórn Schmidts molnaöi niöur síðustu vikurnar hafi Schmidt hvarflaö huganum æ oftar aö spumingunni um hvemig sagan eigi eftir aö dæma átta og hálfs árs feril hans í kanslaraembættinu. — „Honum þætti vænst um ef menn minntust hans í sama anda og Konrads Adenauer (fyrsta kanslarans eftir stríð) og sámar lítilsháttar ef Willy Brandt mun skyggja á hann,” er haft eftir ein- hverjum skutilsveini Schmidts. Brandt, sem varð fyrsti kanslari ; 'aldemókrata (árin 1969 til 1974), verður sennilega minnst sem hug- sjónamanns er leiddi Vestur-Þýska- land til sátta viö kommúnistana í austri. Schmidt veröur fremur minnst sem hæfs framkvæmdamanns, „Macher”, sem kom til skjalanna þegar aö kreppti og leysti hnútana, þótt grafið hafi verið undan völdum haii;, jafnt af vinstrimönnunum inna.i hans eigin flokks sem stjórnar- andstæöingum á þingi. Væri Schmidt sjálfur spuröur hvað hann teldi sér til afreka síöan hann tók viö af Brandt í maí 1974 er sennilegt aö hann mundi helst tíundá: Aö hafa viöhaldiö hagsæld og félags- legu öryggi Vestur-Þýskalands. Aö hafa aukið álit landsins í augum umheimsins sem annarrar gráöu stórveldi og aö hafa unnið vináttu Frakklands sem á spjöldum mann- kynssögunnar var hefðbundinn óvinur Stór-Þýskalands. Aö hafa haldið gangandi viðræöum milli austurs og vesturs þegar loft varlæviblandiö. Schmidt hefur einlægt stagast á því undanfarin þrjú ár aö þaö mesta sem fólk gæti ætlast af lands- stjórn á þessum síöustu og verstu tímum séaöhúnkomiívegfyrirþað versta. Ýmis vandamál við samningu fjár- laga og deilur við samherjana í ríkis- stjórninni — frjálslynda demókrata — hrundu af staö skriðunni sem felldi stjórn Schmidts. En margir fréttaskýrendur eru samt þeirrar skoöunar aö undirrót stjómarkrepp- unnar sé aö finna í djúpstæöum klofningi innan raöa sósíaldemókrata sjálfra. Þeir segja aö Schmidt hafi í rauninni aðeins keypt sér friö og frestun fram til 1979 meö auknum framlögum ríkissjóös til almennra trygginga, útvíkkun vinnustaöalýöræöis, halla á fjárlögum til þess aö glæða efna- hagslífiö og utanríkisstefnu sem hnýtti V-Þýskaland fastari böndum viö austantjaldslöndin og þriöja heiminn. Allt til þess aö þóknast vinstri arminum í flokknum. Tvennt steöjaöi þá aö um sömu mundir sem gróf undan stööu Schmidts. Annað var innrás Sovét- hersins í Afganistan, sem batt enda á viðleitni Schmidts til aö halda á- fram ,."stpolitík” (austurstefnu) Brandts og var vatn á myllu hægri flokkanna sem kröföust þess aö utanríkisstefna iandsins tæki meira mið af sambúðinni viö önnurVestur- lönd. Hitt var oh'ukreppan síðari, sem hratt af staö heimskreppu og batt enda á „efnahagsundrið” vestur-þýska, en þaö haföi auðvitað veriö undirstaöa velferöarríkisins. Kanslarinn sagði Vestur- Þjóöverjum aö þótt efnahagslíf þeirra stæöi kannski ekki í rós- rauðum blóma þá stæöu þeir betur af sér umhleypingaveður þau sem næddu um efnahagslíf flestra landa heims heldur en nokkur keppinauta þeirra, aö undanskildu þá kannski Japan. En það nægöi ekki gagn- rýnendum Schmidts. I þeirra augum stóö hann fyrir meiri söfnun opinberra skulda en nokkur for- dæmi voru fyrir, meira velferðar- bákni en undir væri risiö meö góðu móti, sívaxandi atvinnuleysi og ört- versnandi sambúö við mikilvægasta bandamann V-Þýskalands, Banda- ríkin. „I lok Schmidt-tímabilsins ríkir algert neyöarástand í sambands- lýðveldinu,” sagöi Helmut Kohl, leiötogi hægrimanna sem leitt hefur miö- og hægriflokkana til stjómar- myndunar og samstarfs um aö fella Schmidtkanslara. Samtímis veittust vinstrisinna flokksfélagar Schmidts aöhormm fyrir aö leyfa of mikinn niöurskurð opinberra útgjalda og enn beiskari voru þeir honum fyrir hans þátt í áætluninni um aö setja upp skotpalla fyrir kjarnorkuhlaönar eldflaugar í Lambsdorf og Genscher, forystumenn frjálslyndra demókrata, hlupu af stjórnarskútunni í von um aó bjarga fíokknum fró algeru hruni. ' *■ fANftVS Vestur-Evrópu, en þaö var bragð sem hny kk ja átti Kreml til vopnatak- mörkunarviöræöna. Þaö var 1977 sem kanslarinn skoraði á NATO aö bregöast viö ógnuninni, er stafaði af uppsetningu SS—20 eldflaugna Sovétmanna í Austur-Evrópu. Þindarlausar tilraunir hans til þess aö fá Banda- ríkin og NATO til fylgis viö áætlanir hans um afvopnunarviðræður uröu til þess aö kljúfa flokk sósíaldemókrata. „Júsó”-arnir, eins og hinir yngri sósíalistar voru tíöast nefndir, léku lokkast yfir í raöir friöarhreyfingar, sem óx hraðfara, og til kjamorkuandstæöinganna í samtökum umhverfisvemdarsinna, „Græningjanna”. Þessi klofningur innan sósíaldemókrata leiddi til síminnkandi fylgis flokksins í fylkis- kosningum og skoðanakönnunum. Þó virtist persónulegt fylgi kanslarans enga hnekkibíöa. Á landsþingi sósíaldemókrata í Miinchen í apríl í vor lagöi Schmidt stjómmálaferil sinn aö veði til þess aö knýja fram nægan stuðning viö af- stööu hans til kjarnorkueld- flaugnanna. En vinstrisinnar seldu þaö okurveröi. I staöinn fengu þeir framkomiö þeim breytingum á stefnu flokksins í efnahagsmálum, sem samherjar kanslarans í ríkis- stjórninni fengu sig síöan ekki til að kyngja. Þar á meöal álagöan meiri tekjuskatt til þess aö standa undir atvinnubótaaögeröum. Forystumenn frjálslyndra demókrata, samherjanna í ríkis- stjóminni sem óttuöust að flokkur- inn þeirra mundi dragast með sósíaldemókrötum niöur í feniö, notuðu sér stefnumörkunina í Miinchen til þess að velta sökinni yfir á stóra bróður og loks til rétt- lætingar brotthlaupinu úr ríkis- stjóminni yfir í faöm hægri flokkanna. Hætt er viö aö hið pólitiska umrót síðustu tveggja ára skyggi nokkuö á annaö starf Schmidts þetta átta og hálfa ár sem hann hefur verið kanslari. En margir landar hans munu líta til hans sem kanslarans sem lét ekki haggast fyrir tilraunum hryðjuverkaflokka til þess aö bylta lýöræöiskerfi landsins og stóð þó um leið af sér kröfur um auknar lög- regluhamlandi aðgeröir. Þaö var um miðjan áttunda áratuginn þegar Baader-Meinhof-bófamir og fleiri hryðjuverkahópar óöu uppi. Aörir munu minnast náinnar samvinnu Schmidts viö verkalýðsfélög landsins, en undir hans handleiöslu jókst hlutdeild starfsfólks í stjómun stórfyrirtækja áriö 1976. 1 margra augum veröur þessi vinsæli kanslari ávallt hinn styrki leiötogi sem talaöi tungu alþýöunnar. Maöurinn sem færöi Vestur-Þýskaland upp á skör heims- veldanna, en féll af kringumstæöum sem hann gat ekkert sjálf ur við gert. Kohl og Strauss, leiðtogl kristilegra sósialista, hafa bundiö enda ó 16 ára samfellda stjórn sósíaldemókrata. „ .** m 1 fl 4l|ff £&£ %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.