Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Side 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982. 11 „Sjúkrahúsin hafa verið svelt undanfarin ár” — segir Gunnar Sigurðsson, nýráðinn yf irlæknir lyf lækningadeildar Borgarspítalans Gunnar Sigurösson hefur veriö ráöinn yfirlæknir lyflækningadeildar Borgarspítalans frá 1. október aö telja. Tekur hann við af Þórði Harðarsyni sem skipaður hefur veriö próf essor viö Háskóla Islands. Gunnar Sigurösson er fæddur í Hafnarfiröi áriö 1942. Aö loknu stúdentsprófi frá M.R. 1962 stundaði hann nám viö læknadeild Háskóla Islands og lauk kandídatsprófi þar áriö 1968. Hann starfaöi sem aöstoðarlæknir um tveggja ára skeið en hélt síðan til Lundúna þar sem hann stundaöi framhaldsnám 1970— 1975. Lauk Gunnar doktorsprófi frá Lundúnaháskóla áriö 1975. Næstu tvö ár stundaði Gunnar rannsóknir viö Califomiuháskóla í San Fransisco. Hann var viðurkenndur sérfræö- ingur í innkirtla- og efnaskiptasjúk- dómum 1976. Siöan 1977 hefur Gunnar starfaö í Reykjavík, fyrst viö Rannsóknarstöð Hjartaverndar en síðan 1977 hefur hann starfað við lyflækningadeild Borgar- og Land- spítalans. Gunnar er jafnframt dósent við læknadeild Háskóla Islands. Hann er kvæntur Sigríöi Einarsdóttur og eiga þau þrjú böm. Blaöamaður DV innti Gunnar Sigurösson eftir því hvemig honum litist á nýja starfiö. „Mér líst ágætlega á þetta, hér er gott starfsfólk og góöur andi og ég vænti alls góös af því. Eg hef starfað hér aö hluta og þekki því staðinn.” — Ihverjuerstarf þitt fólgiö? „Þaö má segja aö þaö felist í því aö annast samskipti viö aörar deildir spítalans og aö starfið gangi snurðu- laust fyrir sig. Þetta er sem sagt stjómunarstarf. Á deildinni eru 30 rúm og jafnframt höfum viö á okkar könnu Hvítabandið aö hluta og Droplaugarstaði. Nú, hér starfa f jöl- margir læknar og aöstoöarlæknar. Hlutverk yfirlæknis er ekki að vera með nefið ofan í hvers manns koppi í lækningum heldur eins og ég segi aö sjá um aö alit gangi snuröulaust fyrirsig.” — Er nægjanlegt fjármagn veitt til spítalans? ,JIei, þaö finnst okkur ekki. Viö veröum náttúrlega aö sníöa okkur stakk eftir vexti, en okkur finnst að við höfum verið sveltir á undan- fömum ámm. Það er margt annaö en sjúkrarúm sem við þurfum aö greiöa fyrir. Það er kannski eðlilegt aö þeir sem veita fjármagn til okkar skilji ekki þá liði. Þaö mætti verja meira fjármagni Gunnar Sigurðsson yfirlsknlr. til spítalans. Það er frekar þörf fyrir fleiri sjúkrarúm en hitt. En til stendur að opna nýja álmu aö hluta á næsta ári, þannig aö það bætir aðeins úr skák. Að vísu er sá hluti ætlaður til öldrunarlækninga en þar opnast aö minnsta kosti rúm.” -ás. Rannveig Guömundsdóttir, formaður bæjarstjómar, afhendir Asgeiri Jóhannes- syni, stjóraarformanni Sunnuhlíðar, gjöfina frá Kópavogsbæ. Keflavík: Norðurland eystra: Forval hjá Framsókn Kjördæmisþipg framsóknarmanna í Noröurlandskjördæmi eystra fór fram um helgina á Húsavík. Þar var haft forval vegna framboöslista í væntan- legum alþingiskosningum. Þeir sem valdir voru eru: Aöalbjörn Gunnlaugs- son, Böövar Jónsson, Egill Olgeirsson, Guðmundur Bjarnason, Hákon Hákonarson, Hilmar Daníelsson, Ingvar Gíslason, María Jóhannes- dóttir, Níels Ámi Lund, Stefán Valgeirsson, Valgeröur Sverrisdóttir og Þóra Hjaltadóttir. Innan sex vikna skal kalla saman auka-kjördæmisþing þar sem valdir verða 6 úr þessum hópi og síðan verður kosiö í þriöja skipti og sexmenn- ingunum raöaö í sæti. Sú útkoma verður bindandi. -GS/Akureyri. Skóverksmiðja SÍS á Akureyri: Stefnir í stóraukná framleiðslu Skóverksmiöja SÍS á Akureyri fram- leiddi 50 þúsund pör af skóm á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Eru þaö jafn- margir skór og framleiddir voru þar allt árið í fyrra. Stefnt er aö því aö framleiöslan í ár nái 63 þúsund pörum. Sala skæöa frá verksmiðjunni hefur þó ekki oröiö eins mikil og menn vonuðust eftir. Allir skór verksmiðjunnar á Akur- i eyri eru nú framleiddir undir vöru- merkinu ACT. Þeir eru hannaöir af Krístni Bergssyni og Austurríkis- manninum Lehman. -SKJ. Tómstundaheimilið Ársel: Enn laus pláss fyrir skólaböm Enn eru laus pláss fyrir börn í tómstundaheimilinu Árseli, aö sögn Valgeirs Guöjónssonar forstööu- manns. Tómstundaheimilið er ætlaö átta til tólf ára börnum og geta þau dvalið í Árseli þann hluta dagsins sem þau eru ekki í skólanum. Tekiö veröur við fimmtán bömum fyrir hádegi og fimmtán eftir hádegi. -SKJ. Kópavogsbær veitti viðbótarframlag til Sunnuhlíðar — 1,1 milljón afhent í tilefni árs aldraðra Bæjaryfirvöld í Kópavogi afhentu nýlega 1,1 milljón króna til stuðnings og framkvæmda viö Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraöra í Kópavogi. Forseti bæjarstjómar afhenti gjöfina og sagöi viö þaö tækifæri aö þetta viðbótarframlag heföi verið samþykkt í tilefni af ári aldraöra. Sunnuhlíö var tekin í notkun sl. vor, og hefur nú tekiö á móti 80 sjúklingum, en alls er rúm fyrir 38 vistmenn í einu. Margt er enn ógert í Sunnuhlíö og verður áfram tekið við frjálsum fram- lögum til frekari framkvæmda, tækja- kaupa og uppbyggingar. -SKJ. Skuldir Sporsins enn óuppgerðar — ógemingur að láta sauma- stofuna bera sig, segir fyrr- verandi forstöðumaður Sporsins Ekki hefur enn verið gengiö endan- lega frá eignum og skuldum sauma- stofunnar Sporsins hf. í Keflavík. Tuttugu konur úr Verkakvennafélagi Keflavíkur og Njarðvíkur stofnuöu fyrirtækiö fyrir þrem árum. Að sögn Guðrúnar Olafsdóttur, sem veitti fyrirtækinu forstöðu, var þaö sett á laggirnar vegna þess að lítið er um atvinnu fyrir konur í Keflavík, ef fiskvinnslan er undanskilin. Kefla- víkurbær veitti bæjarábyrgö fyrir láni til saumastofunnar og aö sögn Guðrúnar eru vélar og aðrar eignir félagsins nú í höndum bæjarins. Allri vinnu í fyrirtækinu var hætt um síöustu áramót. Guörún sagði aö rekstur Sporsins heföi gengiö erfiölega eins og rekstur annarra iðnfyrirtækja á Islandi. Ogjörningur heföi verið aö láta fyrir- tækið bera sig því engar fyrir- greiöslur fengust. Konumar sem unnu í fyrirtækinu áttu allar hlut í því. Guðrún taldi að Keflvíkingar þyrftu ekki aö óttast auknar álögur þó aö Sporið hf. heföi neyðst til að leggja niöur starfsemi sína. Skuldir fyrirtækisins heföu verið litlar og ættu því ekki aö veröa bæjarfélaginu þungur baggi. -SKJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.