Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Page 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Príscilla Presley í fyrsta sinn í kvikmynd - verð að lifa af kvikmyndaleik, segir hún FTiscilla Presley, fyrrum eigin- kona Elvis heitins Presley, er þessa dagana aö leika í sinni fyrstu kvik- mynd. Kvikmyndin heitir Come- back. Ekki viröist allt ganga eins og í sögu því að orðrómur hefur borist um að reynsluleysi hennar hafi vald- ið töluverðum töfum við kvikmynda- tökuna. Reyndari leikarar eins og Michael Landon (Húsið á sléttunni, Bonanza) létu þetta fara svo i taug- arnar á sér að um tima ætlaði Prisc- illa að hætta. En kærasti hennar, Michael Edwards, taldi hana á að halda áfram. „Ég er mjög heppin að hafa hann mér við hlið,” segir Priscilla. „Hann er eini maðurinn sem ég hef hitt síð- an við Elvis vorum saman, sem ég get í senn treyst og treyst á. Það gengur allt mikið betur ef maður get- ur borið vandamál sín undir þann sem maður elskar. ” Priscilla segir aö hún verði að treysta á laun sín fyrir kvikmynda- leik til að framfleyta sér. Dóttir hennar og Elvis Presley erfði allar milljónirnar og framfærslugreiðslur vegna skilnaöar þeirra verða stöðv- aðaríár. Hún hefur hafnað tilboöum um að skrífa bók um hjónaband sitt og rokkstjörnunnar. ,,Ég mundi aldrei segja neinum öðrum frá ævintýra- stundum mínum með honum,” segir hún, „við skildum ekki sem óvinir. Þetta bara gekk ekki vegna þess að hann verndaði mig of mikið.” H „Hann er eini maðurinn sem ég hef getað treyst síðan ég skildi við. Presley,” segir Priscilla Presley um kærastann, Michael Edwards. Góðgerðartónleikar Karls Bretaprins — hámark kvöldsins er prinsinn fór j ' V | úrjakkanum Pete Townshend og George Martin tóku að sér í sumar að halda rokktón- leika að beiðni Karls Bretaprins. Þetta voru að sjálfsögðu góögeröar- tónleikar. Tónleikarnir hófust að sjálfsögöu með þvi aö prinsinn og allir hinir pönkaramir risu úr sætum og hlýddu á þjóðsönginn. Því næst hófu Madn- ess leik, klæddir afkáralegum bún- ingum og léku m.a. God save the queen á kazoo-hljóöfæri. Prinsinn fór upp á svið á tónleikun- um, ekki til að taka lagið heldur til að veita hljómsveitinni Unity verðlaun fyrir sigur í hljómsveitasamkeppni. Unity var raunar hljómsveit kvölds- ins að áliti gagnrýnenda. Hápunktur kvöldsins var er Karl prins stóð upp og klæddi sig úr jakkanum. Á tónleikunum komu fram auk Madness og Unity Joan Armatrad- ing, Jethro Tull, Robert Plant, Phil Collins og fleiri. Og aö lokum tróð sérstök sveit upp undir stjórn Peter Townshend, foringja The Who. Fyrir utan Townshend sjálfan voru í sveit- inni Phil Collins á trommur, Gary Brooker á píanó, Mick Kam í Japan á bassa, Midge Ure, gítarleikari Ultravox, og Dave Formula, hljóm- borðsleikari Magazine. Kari Bretaprins heiöraði sjö rastafarí-stráka úr hljómsveitinni Unity með nærveru sinni á tónieikunum. Til vinstri: Pete Townshend sem skipulagði tónleikana ásamt eiginkonu sinni, Karen. Eiginkona Larry Hagman hannar sundlaugar og potta Maj Hagman, eiginkona Larry Hagman, leikarans góðkunna úr Dallas, nýtur góðs af vinsældum eiginmanns síns í vinnu sinni. Hún teiknar sundlaugar og heita potta með góðum árangri og ekki spillir það fyrir að f jölmiðlar eru svo sólgn- ir í tíðindi af „vonda manninum í Dallas” að hún eyðir tæpast miklu í auglýsingar. Þetta byrjaði allt er hún teiknaði og sá um byggingu á laug í garðinum þeirra. Vinur þeirra sem átti viö veikindi í baki að stríða var svo hrif- inn af lauginni að hann bað hana um að hanna eina slíka fyrir sig. Og þetta spurðist út og að lokum hafði Maj svo mikið að gera við að hanna laugar og heita potta aö hún ákvað að gera þetta að bisness. Að sögn eiginmanns hennar, Larry Hagman, er Maj svo fær í sínu fagi að hún getur tekið röntgenmyndir og hannað eftir þeim laug eða heitan pott meö það í huga hvemig sé best fyrir einstakling að hafa laugina og þá einkum hvemig eigi aö staðsetja innstreymi heits vatns. „Hún er ein aöalmanneskjan í þessu fagi héma í Kalifomíu — ekki hvað varðar magn heldur gæði. Hún er alltaf í símanum að tala við bygg- ingarmenn um byggingu lauga og potta. Hún kemur til með að hanna 35—40 potta á árinu. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.