Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. Deilurnar í Iðnnemasambandinu: Hver á að ráða skrifstofunni? „Það er mjög eölilegt að fyrrver- andi formaöur haldi að einhver flokkspólitísk samtök séu gegn honum,” sagði Haraldur Kristjáns- son um þau ummæli Pálmars Hall- dórssonar, fráfarandi formanns Iðn- nemasambandsins, að framagosar í Sjálfstæöisflokki hafi leyst þing sambandsins upp. „Hann skilur ekki að iðnnemar hreinlega hafni forystu hans og klíku hans. Þeim hefur á síð- ustu árum tekist að drepa starf hreyfingarinnar gersamlega niður. Það væri kannski fróðlegt að fá að skoða í skjölum hreyfingarinnar hversu margir stjómarfundir voru löglegir á árinu. Þessi nýja og óreynda stjórn sem tók við hafði hugsað sér aö lyfta starfi hreyfing- arinnar upp úr þeirri lægð sem æskulýösnefnd Alþýðubandalagsins og Pálmari Halldórssyni hefur tekist að koma henni í. Samviska Alþýðu- bandalagsins virðist vera í veði. Nú hefur þú látið svo ummælt að þú dragir afsögn þína sem formaður til baka. Er þetta ekki marklaust? „Það hafa margir aðilar í stjórn- inni farið fram á þetta og ég ákvað að verða viö því. Þetta verður líklega rætt ástjómarfundiíkvöld.” Hefur þessi stjórn einhvern rétt tilaðstarfa? ,,Já, hún hefur fullan rétt til þess að starfa milli þinga. Hún hefur rétt kjörinn varaformann og getur hafið störf undir stjóm hans.” Það hefur komið skýrt fram aö þú ert sjálfstæðismaöur og Pálmar Haraldur Kristjánsson gat i fyrrádag notað lykil sinn til að komast inn á skrifstofu Iðnnemasambandsins. Siðan hefur tvívegis verið skipt um læsingu og hörð deila stendur um hver skuli ráða yfir lyklinum. D V-myndir Bjarnleifur. Drápu starf hreyf- ingarinnar niður — segir Haraldur Kristjánsson, kjörinn formaöur Iðnnemasambandsins, um fráfarandi st jórn þess Deilumar innan Iðnnema- sambandsins halda áfram og snúast nú einkum um hver ráða skuli skrif- stofu sambandsins að Skólavörðustíg 19 í Reykjavík. Stjómin sem kjörin var á sambandsþinginu fyrir skömmu fylkti liði í fyrradag og ætlaði aö krefja fyrrverandi stjóm um lykla að húsnæðinu. Enginn var fyrir á staönum svo bmgðið var á það ráð að yf irtaka húsnæðið og set ja nýjar hurðalæsingar. Haraldur Kristjánsson, kjörinn formaður sem sagði þó af sér, hafði lykil sem fyrmm stjómarmaður og því komst lið hans inn. Seinna um daginn kom á vettvang fólk sem tilheyrði hinum arminum, fyrri stjómarmenn og starfsinaöur skrifstofunnar meðal annarra. Þeir vom með tæki sem notuð höfðu verið á ráðstefnunni og ætluðu að skila á skrifstofuna. Vegna þess að nýir lásar voru komnir, komust þeir ekki inn. Þeir brutu þá upp og settu aðra í. Og þannig standa málin eins og er. Menn Haralds Kristjánssonar krefjast þess að fá skrifstofuna og hafa fengið lögfræðing í málið. Frá- farandi stjórn lítur svo á að þar sem þingið lauk aldrei störfum geti ný stjórn ekki tekið við. Auk þess sé hróplegt að taka yfir skrifstofuna, meðal annars vegna þess að hún sé vinnustaður manns sem ráðinn sé af sambandinu og sá hafi þriggja mánaða uppsagnarfrest. Honum sé því ekki hægt að úthýsa. —JBH. alþýðubandalagsmaður. Veröur því á móti mælt að deilan sé flokka- slagur? „Ég er yfirlýstur sjálfstæðis- maður. Þetta fólk sem með mér stendur hefur sjálfsagt allar hugsanlegar stjórnmálaskoðanir og margir enga. -JBH. Er ekki sjáif- stæðismaður — segir Björn Indriðason, 1. varamaður á þingi Iðnnemasambandsins Eg er hlutlaus maöur og hef aldrei verið í stjómmálaflokki,” sagði Björn Indriöason sem kjörinn var 1. vara- maður á þingi Iðnnemasambandsins en sagði af sér skömmu seinna. „Eg sagði þarna strax af mér vegna þess að fráfarandi sambandsstjórnarmenn vom með skítkast um að allir nýkjömir stjórnarmenn væru í Sjálf- stæðisflokknum. Undir því vildi ég ekki sitja. Reyndar var ég furðu lostinn yfir því skítkasti sem þessir menn komu meö eftir kosninguna hver á eftir öðmm. ’ ’ -JBH. Ég fór rétt meðþingsköp — segir Guðmundur Árni Sigurösson, þingforseti Iðnnemasambandsþings IDV á mánudaginn kom fram gagn- rýni Haralds Kristjánssonar, kjörins formanns Iðnnemasambandsins á störf þingforseta sambandsþingsins. Guðmundur Árni Sigurðsson var 1. þingforseti: „Eg hafði samband viö lögfræðing og rakti gang þingsins fyrir honum. Hans skoðun er að ég hafi farið aigjörlega rétt með þingsköp. Eg bað menn Haralds í lok þingsins, þegar hver af öðrum sagði af sér störfum, að benda á einhverja lagagrein sem ég hefði brotiö. Þeir gátu ekki bent á neina. Þetta eru því ekkert annað en hrein og bein ósannindi hjá þessum mönnum og tilraun til að hafa áhrif á þingfulltrúa sem ekki þekkja nægilega vel lög og þingsköp sambandsins.”jBH. Háskóli Islands: Kosið til hátíða- nefndar 1. ber annað Kosningar til hátíðanefndar 1. desember í Háskóla Islands fara fram annaö kvöld. Verður kosið á almennum stúdentafundi í aðalbyggingu Há- skólans frá klukkan 20 til 24. Að þessu sinni verða tveir listar í kjöri: A-listi Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta og B-listi Félags vinstrimanna. ypíka býður fram efnið , J’jölmiðlun ogírelsi”. „Með því vill Vaka hefja umræðu meðal stúdenta um þá hröðu þróun sem nú á sér stað í heimi fjöl- miðlanna og ræöa hvernig jafn réttur og frelsi einstaklinganna verði best tryggt í þessu mikilvæga máli.” Svo segir m.a. í greinargerð sem fylgir framboðiVöku. Félag vinstri manna býöur fram efniö „Vísindi og kreppa”. I greinar- gerð félagsins segir m.a.: „Ljósasta desem- kvöld dæmið um áhrif kreppunnar á vísinda- starf er sífelit þrengri f járhagur Há- skólans, sem hlýtur aö leiða tii þess aö hann verði ófær um að gegna hlutverki sínu sem visindastofnun. ” Hvor framboöslisti er skipaður sjö háskólanemum. Lista Vöku skipa, Benjamín Jósefsson viðskiptafræði, Eiríkur Ingólfsson viðskiptafræði, Guömundur Már Stefánsson læknisfræði, Jóhann Baldursson lögfræði, Páll Bjömsson sagnfræði, Sigrún Traustadóttir viðskiptafræði og Sigurbjöm Magnússon lögfræði. Á lista Félags vinstri manna eiga sæti: Aðalsteinn Eyþórsson íslensku, Asa Arnadóttir íslensku, Brynja Ásmundsdóttir sálfræði, Gunnlaugur Ölafsson sálfræði, Hilmar Garðarsson sagnfræði, Jóna Hálfdánardóttir mannfræði og Stefán Aðalsteinsson bókmenntafræði. GSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.