Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. 3 Lítid gengur að selja skreið til Nfgeríu: Framhaldsaðalfundur kjördæmisráðs sjálf- Loftbrú milli Austfjarða og Snæfellsness Þórshafnar- togarinn f iskar vel — en rjúpnaveiði er treg I gær landaöi togarinn Arnarfell á Þórshöfn 150 tonna afla eftir 10 daga útivist. Hluta aflans var ekiö til Rauf- arhafnar og Bakkafjaröar. Skipstjóri í forföllum Olafs Aöalbjörnssonar var 1. stýrimaður, Siguröur Friðriksson. Alls mun togarinn vera búinn aö fá 1000 tonn á tveimur og hálfum mánuöi sem teljast veröur mjög gott. Meö tilkomu togarans hefur atvinnuástand Þórs- hafnar og nágrennis gjörbreyst til batnaöar. Sauöfjárslátrun lauk í gær hjá Kaupfélagi Langnesinga og er tala sláturfjár 14.500 og fallþungi dilka að meðaltali 15 kíló. öndvegis tíö hefur veriö hér að und- anförnu og fjárleitir gengiö vel. All- mikiö hefur sést af rjúpu inn til heiða en veiöi veriö treg enn sem komiö er. -AA, Þórshöfn/JBH. stæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra: Ákvörðun um prófkjör var frestað Sigurður Hannesson var k jörinn for- maöur kjördæmisráös Sjálfstæöis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra á framhaldsaðalfundi ráðsins sem haldinn var á Akureyri um helgina. Svanhildur Björgvinsdóttir, fráfarandi formaöur, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hún var þess í staö kosin í stjórn ráðsins, ásamt Sverri Leóssyni, Höskuldi Sigurgeirssyni og Sigurði Björnssyni. Helsta mál fundarins var framboð flokksins í kjördæminu viö væntanleg- ar alþingiskosningar. Stöldruöu fund- armenn helst viö þá spumingu, hvort viöhafa ætti prófkjör viö uppstDlingu listans eöa ekki, samkvæmt heimild- um DV. Ákvöröun var hins vegar frest- aö. I fyrsta lagi vegna þess aö enn er óljóst hvenær kosningar veröa og í ööru lagi vegna þess aö nýsamþykktar prófkjörsreglur Sjálfstæöisflokksins bárust kjördæmisráðsmönnum á fundinn. Þar er m.a. gert ráö fyrir þrenns konar fyrirkomulagi á próf- kjörum, sem viðkomandi ráö geta valiö um. Þá kveður reglugeröin á um það aö krefjist 25% flokksbundinna manna íkjördæminuprófkjörs, 2 mán- uðum áöur en framboösfrestur rennur út, þá skuli fara fram prófkjör, hvaö sem hver segir. Gátu f undarmenn ekki betur séö en ráöin væru tekin af kjör- dæmisráöi flokksins meö þessu á- kvæði. Þaö væri því tilgangslaust nú aö ákveöa hvort prófkjör ætti aö vera eða ekki. -GS/Akureyri. Loftbrú var milli Rifs á Snæfells- nesi og Egússtaöa um helgina. Sjötíu síldveiöisjómenn víðsvegar að af Snæfellsnesi voru fluttir heim flugleiðis frá Austfjöröum í helgar- frí. Þrjár flugvélar frá Arnarflugi fluttu sjómennina, sem hafa verið aö síldveiöum úti fyrir Aust- fjöröum, frá Egilsstööum til Rifs á föstudag. Sjómennimir voru fluttir aftur til Austfjaröa í fyrradag, mánudag. -KMU/Hafsteinn, Hellissandi. íbúar í húsi við Rauðavatn slátruðu fjórum eftirlegukindum heima á laugardaginn. Þegar lögreglan kom á vettvang var slátrunin yfirstaðin. DV-mynd: a. Kvartað yfir heimaslátrun Kvartaö var yfir því á laugardaginn aö verið væri aö slátra kindum í húsi einu viö Rauðavatn. Heimaslátrun er bönnuö meö lögum. Þegar lögreglan og heilbrigöisfulltrúi komu á staöinn höföu fjórar kindur veriö drepnar og verkinu lokið. „Þetta voru fjórar eftirlegukindur sem íbúamir áttu og höföu ekki komið fram í göngum. En verkinu var lokiö þegar ég kom á svæöiö,” sagði Hróbjartur Lúthersson heilbrigöis- fulltrúi í samtali viö DV. „Við sáum um að vel yröi gengið frá öllu og var innvolsið grafiö. Þaö var ekki fariö óþrifalega aö viö þetta en heimaslátrun er stranglega bönnuö. Ibúarnir fengu áminningu og þeim sagt aö senda eftirlegukindur fram- vegis í sláturhús en ég á ekki von á þvi aö meira veröi gert í málinu. Þeir kváöust ætla að nota kjötið fyrir heim- iliö og sumpart held ég aö þetta hafi stafaö af misskilningi,” sagöi Hróbjarturaölokum. Nýja leðurdeildin bjður nú upp á margar gerðir af hornsófum og leðursófasettum. Munið okkar hagstœðu greiðsluskilmála jn ' -■ ■% Jón Loftsson hf. riTui Hringbraut 121^ HUSGAGNADEILD,- A A A *■ v ^ I -1 .1 juuu^j i-,.'jg ^ -i»tP u:j :i iv!i Sögur um gífurleg undirboð Norðmanna Sögur, um aö Norömenn bjóöi Nígeríumönnum skreið fyrir allt aö f jórðungi lægra verð en samkomulag er um, ganga nú um meöal íslenskra skreiöarútf ly tj enda. „Viö höfum heyrt þessar sögur. Viö höfum hins vegar ekkert sem staðfestir þetta,” sagöi Atli Freyr Guðmundsson í viöskiptaráðuneyt- inu. „Reynist það rétt sem okkur er sýnt og sagt um vinnubrögö Norðmanna á markaðnum þá er þaö framferði eitt þaö svartasta sem ís- lenska þjóðin hefur mætt frá hendi norskra útflytjenda,” sagði Jón Ármann Héöinsson sem er nýkominn fráNígeríu. Svo til engin hreyfing hefur veriö á skreiðarsölumálum til Nígeríu frá því síðastliðið vor. Taliö er aö á Islandi séu nú til um 300 þúsund pakkar af skreiö og meira magn í Noregi. Nýlega gáfu þó stjórnvöld í Nígeríu leyfi til kaupa á 30 til 40 þúsund pökkum. Ovíst er hve mikinn hluta Islendingar fá af þeirri sölu. Árni Bjarnason hjá Islensku um- boössölunni sagði aö Norðmenn fengju mestan hlutann. Ámi Bjamason sagði aö sögurnar um undirboð Norömanna gætu verið tilbúningur hjá Nígeríumönnum til aö fá betri kjör. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.