Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐID-VÍSIR 239. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — MIDVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982. YLRÆKTARVER í SVARTSENGI? — til stendur að kaupa 4ra hektara gróöurhúsabreiöu frá Svíþjód Ylrækt gæti oröiö næsta stóriðja Islendinga. Miklar líkur eru reyndar á því og stofnun félags til kaupa og reksturs á ylræktarveri er í burðar- liðnum. Helstu frumkvöðlar í málinu eru Þorsteinn Garðarsson fram- kvæmdastjóri og Steingrímur Steingrímsson, sem rekur eigið fyrirtæki íSvíþjóð. Fyrir nokkrum árum voru gerðar umfangsmiklar athuganir á hag- kvæmni ylræktar á Islandi og voru niöurstööur jákvæðar. Ekkert varð þó úr framkvæmdum, „málið var reiknað í hel" eins og einn embættis- maður Reykjavíkurborgar orðaði það. Nú þykja aðstæður allar jafnvel enn betri vegna hækkandi olíukostn- aðar erlendra f ramleiðenda. Af þeim sökum býður sænskt fyrirtæki nú til sölu gróðurhúsabreiðu sem er 4 hekt- arar eða 40 þúsund fermetrar að stærð. Breiðuna er hægt að fá keypta fyrir 15—16 rmlljónir sænskra króna eöa 30—32 milljónir íslenskra. Stofn- kostnaður er helmingur af því sem ráð var fyrir gert í áður nefndum athugunum. Breiðan er fullbúin tækjum og er niðurrif í Svíþjóð og uppsetning hér einnig innifalin í verðinu. Húsin voru reist á árunum 1950— 1960 en þykja í fullkomnu ásigkomu- lagL Leigusamningur, um landið sem ylræktarverið í Svíþjóö stendur á, rennur út næsta haust og þurf a husin að vera farin fyrir þann tíma. For- kaupsréttur að kaupunum hefur þegar verið tryggður. Ef fer sem horfir ættu húsin aö geta risið hér þegarnæstavor. Samkvæmt lauslegum athugunum er stór markaður fyrir framleiðslu íslensks ylræktarvers: I Skandinavíu f yrir græðlinga og blóm og i Hollandi fyrir græðlinga. Verðið er sagt mjög hagstætt. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um staðsetningu ylræktar- versins, en þau mál eru í athugun. Svartsengi þykir vænlegasti kostur- inn en Krísuvik kemur einnig til greina. -JBH. Strókurinn stóð af tur úr vélinni Mönnum varð heldur bilt við á Reykjavíkurflugvelli á mánudaginn þegar gríðarlegur reykjarstrókur stóð úr ö'ðrum hreyfli vélar sem var að hefja sig til flugs. Flugvélin, seríi er í eigu Flugfélags Norðurlands, sneri snarlega við og var lent innan tíu minútna frá flugtaki. Slökkvilið vallar- ins kom þegar á vettvang, en í ljós kom að ekki var mikil hætta á ferðum. Boltafestingar í einum strokk annars mótorsins höfðu slitnaö og orsakaði þaö mikinn olíuleka. Vélin missti þó ekki aflið. Hún var að leggja upp til Olafsfjarðar með 8 farþega. Engan sakaði um borð. -PÁ. Kötturinn! — sjá Dægradvöl bls.37og38 WTf^W Ml. Wl Norömenn undirbjóða skreiðina — sjá bls. 3 • Lestirkónga- fólksins — sjá S viösljós bls.34og35 Hveráaöráða áskrifstofunni -sjábls.2 • Hábölvaðað verasmábóndi — sjáviðtalið bls.ll FYLGIFRUMVÖRPINISALTI — beðið eftir fyrirmælum forsætisráðherra um hvenær þau skuli tilbúin Sáralítið hefur verið unnið að visi- tölufrumvarpi og frumvarpi um lág- launabætur síðustu vikur, en þau áttu að fylgja framlagningu bráða- birgðalaganna á Alþingi ásamt or- lofsfrumvarpi. Aö sögn embættis- manna hafa engin fyrirmæli borist frá forsætisráðherra um að ljúka við frumvörpin. „Þaö væri hægt aö ljúka gerð þess- ara frumvarpa á nokkrum dögum," sagði einn embættismannanna sem DV ræddi við um málin. Annar kvað það þó taka 10—15 daga, en þá mætti raunar ekkert út af bera. Viðmældendum blaðsins bar sam- an um að ýmsar aðstæður hefði dregið úr öllum krafti við samningu frum- varpanna. „Talsmenn launþega hafa verið ákaflega óhressir undanfarið yfir verðhækkunarskriöunni. Þeir eru tregir til þess að fjalla um breytt- an visitölugrundvöll i allri þcssari súpu, enda má telja vist að ný og rétt vísitala raski nokkuð kaupmætti launa þá frekar niður á við," sagði embættismaður nákunnugur vísi- lölumálinu. „Menn hafa hinkrað víð þar sem alger óvissa hefur rfkt um það hvenær ætlunin er að leggja bráða- birgöaiögin og fyigifrumvörpinfram á Alþingi. Það hefur ekki verið talin ástæða til þess að flýta sér ef fram- iagning dregst, hugsanlega þangað tilundirvor." „Það sker þó úr að forsætisráð- herra hefur engin fyrirmæli gef ið um það hvenær samningu frumvarp- anna skuli lokiö. Við bíðum rólegir eftir þeim fyrirmælum." HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.