Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur í Þyngsti skattur sem neytendur þurfa að bera hlutfalli söluskatts hef ur verið breytt 10 sinnum síðastliðin 20 ár Á neytendaráðstefnu í Borgamesi í byrjun október flutti Árni Árnason framkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands erindi. Hann fjallaði þar meðal annars um myndun vöruverðs og kom fram í máli hans aö sölu- skattur er í dag um 1/5 eöa 19% af heildar söluverði vöru. Við höfðum samband við Árna og báðum hann um aö segja okkur nánar frá tilurð söluskatts og þróun til dagsins í dag. Á síðastliðnum 20 árum hefur skatthlutfall söluskatts hækkað úr 3% í 23,5% og er líklega fróðlegt fyrir neytendur að sjá nánar hvernig sú atburðarás hefur verið. — Með lögum nr. 100 frá 29. des. 1948 var söluskattur fyrst lagður á hér á landi með svipuðu sniði og enn gildir. í fyrstu varhanntímabundinn skattur, en var jafnan framlengdur um eitt ár um hver áramót. Árið 1960 var skatturinn hins vegar gerður varanlegur með lögum nr. 10/1960, og var skatthlutfall þá 3%.Síöan 1960 hafa breytingar oftsinnis átt sér stað, sem nær eingöngu hafa falið í sér hækkun á skatthlutfalli. Eins og áður sagði var söluskattur 3% árið 1960, en 20 árum síðar, árið 1980, er hann kominn upp í 23,5%. Mun óhætt að fullyrða að þessi skattur sé nú þyngsti skattur sem neytendur og að ýmsuleyti verslunþarf aðbera. Helstu breytingar á söluskatti a. Skatthlutfall. Á síðastliönum 20 árum hefur skatthlutfall söluskatts hækkaö úr 3% í 23,5%. Eftirfarandi tafla skýrir nánar atburðarásina. TAFLAI Hækkanir á söluskatti 1960—1980 1.4 1960 •3.% (Söluskattur til neytenda) 1.2. 1964 5,5% 1.1. 1965 7,5% 1.3. 1970 11% 1.3. 1973 13% (2% viðlagagjald bætist við) 1.3. 1974 13% (1% viðlagagjald +1% olíugjald) 22.3. 1974 17% (4% söluskattsauki bætist við) 1.10. 1974 19% (13% söluskattur + 4% viðauki + 1% viðlagagjald +1% olíugjald) 1.3. 1975 20% (Viðlagagjald hækkar um 1 stig) 15.9. 1978 20% (almenn niðurfelling af matvælum) 16.9. 1979 22% (2% söluskattsauka bætt við) 14.4. 1980 23,5% (1,5% orkujöfnunargjaldi bætt við) Eins og fram kemur í töflunni hér að skattbyrði er tæplega átta sinnum ofan hefur hlutfalli söluskatts verið meiri 1980 en 1960. breytt tíu sinnum síðastliðin 20 ár, og -ÞG. Lófastærð á sviðahausum Sláturneytandi hafði samband við DV. „Eg keypti tíu slátur í haust, en var ekki ánægð með útkomuna. I fyrsta lagi uppgötvaði ég að verðmunur á slátri er á milli verslana. Til dæmis kosta 5 slátur í Hagkaupi um 300 krón- ur. SS í Glæsibæ tekur 340 krónur fyrir sama magn, þannig að það munar 80 krónum þegar tekin eru tíu slátur. í öðru lagi þá voru sumir sviða- hausarnir ekki stærri en kvenmanns- lófi, eða um 800 gr. Þegar ég kvartaði viö afgreiöslustúlkuna sagðihún: „Þið eigið bara aö taka við því sem að ykkur er rétt.” Ekki vildi ég sætta mig við þetta enda er ég búin að búa til slátur í 45 ár og veit alveg hvað ég er að tala um. Mér var bent á að hafa samband við Búnaðarfélagið, sem ég gerði. Þeir vísuöu mér á æðsta ráð landbúnaðar- ins. Þar fékk ég þau svör að lágmarks- haus ætti að vega 1.100—1.200 grömm.” Rætt við Vigfús Tómasson starfsmann SS: „Þegar keypt eru tíu slátur, má allt- af reikna með að einhverjir hausar séu smáir,” sagði Vigfús, þegar hann heyrði sögu konunnar. „Það er reynt aö setja misstóra hausa í pokana. Sumir þeirra eru smáir en aðrir allt upp í 1,3 kíló. Viö látum fimm slátur í poka og setjum marga þeirra á vigt, það losar ávallt um 5 kíló.” Allra minnstu hausana, eða „afturkreisting- ana”, eins og Vigfús orðaði það, nota þeir í sultugerð. Blm. hafði samband við Framleiðslu- ráð landbúnaöarins: Svörin frá Bændahöllinni eru þessi: Meðalþungi á sviönum lambshausum er 1.100—1.200 grömm, en það getur alltaf verið helmings munur á hausum. Ein- hver lágmarksþyngd ætti að vera á sviöahausum og réttast væri að selja þá allra minnstu eftir vigt. Verð á 5 slátrum í 10 verslunum: Hagkaup 300 Kaupfélag Hafnfirðinga ■ 330 ww Ekki þarf að kvarta yfir matarbakkanum, sviöahausinn er mun stærri en lófi, enda kokkurinn kátur yfir því. Kaupgarður 330 Verslunin Breiðholtskjör 325 Kostakaup 310 Verslunin Nóatún 330 SS-Austurveri— Verslunin Sunnukjör 330 Sparimarkaður 328,50 Vörumarkaöurinn 309 SS-Glæsibæ 340 -RR SORPFUJTNINGURIGAMUM — á vegum Aðalbrautar hf. og Garðafells Gunnlaugur Kárason bifreiðastjóri hafði samband viö neytendasíðu vegna greinar sem birtist nýlega á neytendasíðu um nýja þjónustu hér- lendis, sem sé gámaflutninga á vegum Garöafells með úrgang, bú- slóð og önnur efni. Vildi hann benda á að fyrirtækið Aðalbraut hf. að Ásgarði 20 hefur ekið sorpi í gámum frá ýmsum stöðum í 4 ár. Þá er al- gengt að ýmis fyrirtæki fái leigða gáma í einn mánuö og kostar þaö 880 krónur. Losunargjald er síðan 572 krónur. Þetta miðast við Reykjavík ogKópavog. Bifreiðin sem til þessa starfa er notuð og gámarnir sem eru 30 alls voru keyptir frá Keflavíkurflugvelli, Þar hafa verið teknir upp aðrir starfshættir. Gámamir eru losaðir í þar til geröa bíla, en ekki ekið meö þá á öskuhauga eins og gert er hjá Aðalbraut hf. og Garðafelli. -RR Treysta menn sérútúr kaupæðis- hringekjunni? —spyr kona fyrir austan Frá neytanda einum á Austfjörð- um hefur okkur borist nokkuð langt og fróðlegt bréf. Við birtum hér nokkrar glefsur úr því: Heil og sæl. Oft sé ég að fólk furðar sig í bréf- um til ykkar þegar aðrir eru með lágan meðaltalskostnað. Eg get upp- lýst að hjá okkur fóru flestir aurar fjölskyldunnar í húsiö sem er í smiö- um og þá þarf aö sniöa stakk eftir vexti. Galdurinnerþessi: Menn hætta að kaupa það sem þá langar mest í en aðeins það helsta keypt til aö lifa af. Ekki er keypt steik á sunnudögum, grænmeti i verslunum, (aðeins kartöflur eru niðurgreiddar), aldrei nokkum tíma áfengi, nautakjöt, góðir ostar, niöur- suöuvörur, kex og þess háttar mat- vörur. Engar sjoppuferðir, fötin látin endast, brauðið bakað heima og svona má lengi telja. Já, það er líka of dýrt að kaupa vörur eins og ís, rjóma, smjör, júgúrt, blandaö skyr og tilbúna rétti. I staö tilbúnu rétt- anna er heldur reynt að finna upp alls kyns nýstárlegt góögæti úr til dæmis innmat, fiski og annars flokks kjötiogkæfukjöti. Eg vil gefa eitt lítið heilræði til þeirra stressuðu sem eru með marga víxla í gangi. I guðanna bænum, ekki streðast viö að kaupa marga hluti í einu meö afborgunum. Að minnsta kosti ekki þaö marga hluti aö þiö náið því ekki að greiða afborganir af venjulegum launum ykkar. Reynið að gera áætlanir fram í tímann og sjá hvort ekki sé hægt að nurla saman á vissum tíma fyrir ein- hverjum ákveðnum hlut, utanlands- ferðeða slíku. Sparilán bakanna eru líka nokkuð sniðug. Þau er hægt að eiga sem varasjóö. Til dæmis þarf maður alls ekki aö taka lániö um leiö og sparn- aöi er lokið, heldur er hægt aö eiga þarna varasjóð ef eitthvaö bjátar á, til dæmis ef þvottavél, isskáp- ur eða bíll bilar stórlega. Ef við höf- um sparað einhverja tiltekna upp- hæð þá verður bankinn aö tvöfalda hana að minnsta kosti. Nú sé ég marga fyrir mér sem hrista höfuðiö og hneykslast, því aö hver ætli eigi peninga til að spara? Þetta gætu verið þeir sömu sem hafa nokkra víxla og lán í gangi til þess að borga af nýja bílnum, myndsegulbandinu, nýju heimilistölvunni og slíkum tækjum. Mitt álit er að þjóðin lifi um efni fram og hafi raunar gert í mörg ár. Eg vil eyða mínum launum þannig að ég sé fjárhagslega sjálfstæö en ekki svo að lánardrottnar fái meiri- hluta launanna. Til bóta væri að koma á umræðu um þessi mál, til dæmis um hvaö kostar að lifa í þjóðfélagi okkar og hvort menn treysta sér út úr kaup- æðishringekjunni. Kona á Austf jöröum. Oppskrift fylgdi bréfinu, ein af þessum nýstárlegu sem bréfritari talar um. Rauðsprettuflök með skyrsósu Rauösprettuflök 2 matsk. h veiti, 2matsk. rasp, 1/4 tesk. pipar, salt, karrý. Þessu er blandað vel saman. Rauð- sprettuflökunum er velt upp úr hveiti- blöndunni ásamt eggjablöndu. Síðan eru fiskstykkin steikt í smjörlíki á pönnu. Skyrsósa: 2 matsk. af óhrærðu skyri, þynnt með vatni og bætt meö örlitlum sykri. sitrónudropum bætt i (alls ekki nota sitrónusafa ef hiö sér- staka bragð á að nást.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.