Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. Utlönd Utlönd Hjálpar- starf FAO lendir oft í klúðri Skýrsla endurskoðenda leiðir í Ijós mikið klúður og óþarfa kostnaðarauka við framkvæmd hjálparáætlana Mikið fjaðrafok hefur orðiö út af tveim skýrslum sem nýlega birtust í Róm og þykja fletta ofan af klúðurs- legum vinnubrögðum hjá hjáipar- stofnunum Sameinuöu þjóðanna. Um er að ræöa klúöur sem kostar Sam- einuðu þjóðimar of fjár. Skýrslumar eru frá endurskoð- endum reikninga FAO, Matvæla- og landbúnaöarstofnunar Sameinuöu þjóðanna, og þykja þær draga upp dökka mynd af seinagangi vinnu- bragöa, agaleysi í framkvæmd f jár- hagsáætlana og ýmsum dæmum um aö hægri höndin viti ekki hvaö sú vinstri sé aö gera í samkeppni deildarstjóranna innbyrðis. önnur skýrslan er um fasta starfs- áætlun FAO fyrir fjárhagsáriö 1980- 81 en hin er um systurstofnunina, Þróunaráætlun S.Þ., daglega skammstöf uð UNDP. Sú fyrri greinir frá því aö sum verkefni sem Edourad Saoumi, for- stjóri FAO, hafði lagt blessun sína yfir hafi ekki skilað neinum áþreifanlegum árangri eftir ára- langar tilraunir og hundruða þúsunda dollara fjáraustur. Nefnt er dæmi í ónefndu Afríkuríki þar sem FAO varð að leggja 200 þúsund dollara aukalega af mörkum til þess að ljúka verkefni sem tók tvö ár í stað sex mánaöa, eins og gert hafði verið ráö f yrir. V erkefnið haföi f alið í sér aðstoö viö þetta ríki vegna áætlunar um matvælaframleiðslu, sem var einn þátturinn í fimm ára áætlun viðkomandi ríkis. En niöur- stöður undirbúningsins bárust þessari ríkisstjóm ári eftir að áætlunin átti að heita komin til fullra framkvæmda. I öðru ótilgreindu Afríkuríki hafði FAO skipulagt leið til þess að stjóm- völd yrðu í tæka tíð vör við hungur- vofuna þegar hún steðjaöi að þjóö- inni. En þetta verkefni lenti í fjár- svelti vegna þess að innan FAO gátu menn ekki orðið ásáttir um úr hvaða sjóðum veitt skyldi fé til þess. Eitt velferöarríki haföi gefið 700 þúsund dollara til verkefnisins í þeirri trú að UNDP mundi fjármagna síðari Þessi mynd er frá Tanzaniu tekin af sementsverksmiðju, sem reist var með tiistyrk danskrar aðstoðar, en verksmiðjan komst aldrei i gang þvi að aidrei fókk hún neitt rafmagnið, eins og þó hafði verið ráðgert, og grotnar hún nú niður. áfanga þess. En af því að menn í Afríkuríkinu höfðu eitthvað misskilið málið á þann veg aö gefandinn mundi reiöubúinn til aö láta meira af hendi rakna var verkefnið strikaö út af fjárhagsáætlun UNDP varðandi þetta land. Embættismenn voru á stööugum ferðum út og inn í landiö áður en tókst aö greiöa úr skriffinna- flækjunni, uns aðalstöövarnar í Róm fyrirskipuðu forstjórum FAO og UNDP að veita hvor öðrum fullar upplýsingar um hvað hinn var að gera í málinu. Loks leystist málið með því að upphaflegi gefandinn fjármagnaöi einnig síðari áfanga verksins. I Austurlöndum fjær hafði verið hrundið í framkvæmd áætlun til útrýmingar sjúkdómum í búfé lands- manna og veitt til þess þrjár milljón- ir dollara. En tregða hafði verið á fjárstreyminu, sem olli seinkunum, en af því jókst afturkostnaður og um leið dró úrárangri framkvæmdanna. Eftir töluvert þref og prútt við gjafa- ríkiö yfir kostnaðinum áttaði FAO sig á því aö misskilningur hafði oröið um gjaldmiðilinn sem áætlunin hafði miðast við. Athuganir á framgangi áætlunar- innar leiddu í ljós að sums staðar hafði árangur orðiö fullkominn en annars staðar enginn árangur eftir sjö ára basl, og var þar hætt við. Sums staðar haföi alveg verið látið undir höfuð leggjast að gera sótt- kvíar og einhvers staöar ryðgaði tækjakostur niður vegna þess að fjármagn skorti til þess aö koma honum endanlega í gagniö. Onnur áætlun miöaði aö því aö aðstoða eitt Asíuríki viö að þróa baðmullarframleiðsluna og var sú í níu áföngum. Eftir heilan áratug hafði einum áfanga veriö náð. Þar hafði láðst að ráöa til FAO sérfræð- ing, sem viðaði úr efnahagslegum upplýsingum sem verkefnið gæti grundvallast á, og leiddi það til óþarfa kostnaðar og seinkunar svo að veita varö til viöbótar hálfa milljón dollara til þess að ljúka málinu. I öðru Asíuríki hafði FAO ráðgert að reisa þrjár skrifstofubyggingar fyrir embættismenn ríkisstjómar- innar og ljúka því fyrir október 1978, en verkið átti að kosta 240 þúsund dollara. Þegar hér er komið sögu hefur ein verið fullkláruð, önnur hefur verið rifin niður aftur að hálfu vegna hönnunargalla, arkitektinn hefur sagt skilið við verkið og kostnaðurinn er kominn upp í 662 þúsund dollara. — Endurskoöandinn lætur það fylgja meö í skýrslu sinni að hjá þessu hefði auöveldlega mátt komast með betri stjórnun og skipu- lagningu á staðnum og tækniþekk- ingu. Segist hann hafa fengið loforö hjá FAO um að þessa skuli betur gætt í framtíðinni. Þá kemur fram í skýrslunni að starfsmenn FAO hafi brotið eigin reglur með því að reiða fram fé til embættismanna til kaupa á vörum og þjónustu vegna framkvæmda í Asíu, án þess að taka kvittanir fyrir. Þannig voru engir reikningar fyrir 13 þúsund dollurum. Fann endur- skoðandinn hvergi neinn staf fyrir þessum útlátum, en kvaðst ekki draga í efa að allt væri þaö þó meö heiöarlegum hætti gert. Skýrsla endurskoðendanna sýnist renna stoðum undir fullyrðingar vestrænna ríkja, sem látið hafa fé rakna til þessara mála, en þau hafa um nokkurra ára bil haldið því fram að þau hafi lítil eða engin ítök í því hvert peningarnir fari sem þau gefa FAO, sem er stærsta stofnun Sameinuöu þjóðanna. 99 bátar standa enn óseidir i bátasmiðastöðinni, sem Danida lét reisa i Chittagong i Bangladesh, en spilltir embættismenn mötuðu krókinn á sölu margra bátanna, sem áttu annars að hjálpa fátækum Bangladesh-fiskimönnum til sjálfsbjargar. Danir vonsviknir með þróunaraðstoð sína í Bangladesh Danskir fréttamenn frá Extra- bladet voru nýlega á ferð í Chitta- gong í Bangladesh þar sem unnið hefur verið að sérstöku verkefni með danskri aöstoð og segja þeir að sú áætlun hafi algerlega lent í molum og 20 milljónir danskra króna þar meö runnið í vaskinn. Dönsk aðstoð við þróunarlöndin, kölluð daglega DANIDA, fól í sér meöal annars að sett var upp báta- smíðastöð í Chittagong. Með því skyldi fátækum fiskimönnum Bangladesh gert kleift að komast yfir báta til meiri sjálfsbjargar. Báta- smíðastöðin var sett á laggimar 1975 og átti á næstu fimm árum að byggja 550 fiskibáta í samstarfi við sérstaka stofnun þarlendra, svokallað fisk- veiðiþróunarráð (skammstafað hér- eftir BFDC). Á áætlunum 1976 var gert ráð fyrir að hver bátur skyldi seldur á því nær kostnaðarverði sem var áætlað 23.690 taka, eins og gjaldmiðill þeirra í Bangladesh heitir. Mánaðar- laun verkamanns í Bangladesh eru að meðaltali 800 taka. Það tókst aö ljúka smíði þessara 550 báta á sjö árum í stað hinna ráð- gerðu fimm, sem kannski þykir eng- in frágangssök, en um hitt munaði meira að hver bátur kostar í dag 100 þúsund taka, enda situr bátasmíða- stöðin uppi með 99 báta óselda. Dönsku fréttamennirnir segja svindl, skriffinnsku og spillingu í embættismannakerfinu hafa staðið þessari áætlun fyrir þrifum. Þeir segja að fyrrverandi sjávarútvegs- ráöherra landsins, sem jafnframt hafi verið formaöur BFDC, hafi verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir spillingu í embættisfærslu. Meðal annars haföi hann í krafti for- mennsku sinnar séð til þess að bátarnir voru seldir hinum og þess- um á bak viö tjöldin með vænum ágóða fyrir hann sjálfan. Nýr maður hefur veriö settur í for- mannsembættið og telur danskur vélstjóri, Kristian Lyngborg, sem verið hefur við bátasmíðina á vegum DANIDA, aö sá sé allur af vilja gerð- ur til þess að gera vel en kannski ekki nógu kunnugur öllum hnútum. Lyngborg þessi segir í viðtali við landa sína að hann haldi að báta- smíðin leggist senn niður. Segir hann að allt hafi færst til verri vegar í seinni tíð. Áður hafi veriö unnt að stytta sér leið í gegnum skrifstofu- báknið en skrifstofufargið hafi lagst á allt aftur. Nefnir hann sem dæmi að þaö þurfi þrjá menn ef senda eigi til borgarinnareftir nýjum bókhalds- bókum og síöan geti liðið margar vikur áöur en unnt verði að taka þær í gagniö. Hinir og þessir þurfi að samþykkja fjárveitingu til kaup- anna, enda treysti enginn neinum lengur. Hann kunni engin dæmi aö nefna þess að fátækir fiskimenn hefðu fengið bát úr stöðinni. Ennfremur segir hann að mikil vandræði hafi komið upp varðandi vélarnar í bát- ana. I fyrstu voru notaðar dansk- smíðaðar Bukh-vélar, en þær bræddu úr sér. Ekki vegna slæmra skilyrða frá loftslaginu, eins og haldið var í fyrstu, heldur vegna þess að Bengalamir notuöu tjöru og bensín í stað dísilolíu á vélarnar. Sagði Lyngborg að flestir af dönsku sérfræöingunum, sem þama höfðu starfað, hefðu snúið heim vonsviknir og langþreyttir af því að berja hausnum við steininn. Sjálfur ætlaöi hann að leita sér starfa hjá einkaframtaksmönnum, sem hann sagðiskaplegra. Kristian Lyngborg váistjóri segir orlendu tæknimennina verða vonsvikna og uppgefna á þvi að berja hausnum við steininn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.