Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Síða 2
2 KONUR UM LAND ALLT VÖKTU UM HELGINA Um síöustu helgi gengust kven- félög um allt land fyrir vinnuvöku til styrktar öldruöum. I Kópavogi fékk Kvenfélagasambandið Þinghóls- skóla lánaðan og var vakað og unnið þar frá föstudegi til laugardags- kvölds. Konumar bökuðu, saumuðu, föndruðu og geröu sitthvað fleira. Einnig var slegið á léttari strengi með glensi og söng. Frá klukkan 18 á föstudagskvöld var selt kaffi og kökur. Ágóðinn rennur tii hjúkrunar- heimilis Kópavogs. Innan Kvenfélagasambands Kópa- vogs starfa nú þrjú kvenfélög meö um það bil 500 félaga. Þau eru Kven- félag Kópavogs, Sjálfstæðiskven- félagið Edda og Freyja, félag Fram- sóknarkvenna. Tilgangur sambands- ins er að koma á samvinnu aðildar- félaganna við störf þeirra að menn- ingar- og mannúðarmálum. Á vegum KSK starfa mæörastyrksnefnd, fót- snyrtinefnd og orlofsnefnd hús- mæðra. Stjórnina skipa nú: Sólveig Runólfsdóttir formaður, Sigríður Jónsdóttir ritari og Valgeröur Sigurðardóttir gjaldkeri. -gb. Glatt var á hjalla í Þinghólsskóla í Kópavogi um helgina en þá héldu kvenfélagskonur vinnuvöku til styrktar öldruðum. DV-mynd: GVA. Korktöffíur með skinnklæddu korkinnleggi. VERA Litur: rauður Stærðir: 35-42 Kr. 252,00 MYRA Litir: hvítur — blár Stærðir: 35—42. Kr. 252,00 SiNATRA Litir: hvítur — drappaður. Stærðir: 35 — 42. Kr. 297,00. FARO Litir: hvítur — drappaður — blár - rauður Stærðir: 35 - 42. Kr. 289,00. SENDUM í PÓSTKRÖFU. SBttHn VIÐ STEINDÓRSPLAN Veltusundi 1, sími 21212 Rafdeild JL-hússins augiýsir: NÝK0MIÐ Loftljós í barnaherbergj, 10 gerðir. Svefnherbergisljós. Bastljós. Hollenskir og íslenskir standlampaskermar. Þýsk útiljós. Bað og eldhúskúplar, 25 gerðir. Kúluborðlampar, margar geröir. Þýskir og hollenskir kastarar og standlampar. Eigum fyrirliggjandi gott úrval af perum. Stóraukið úrval rafbúnaðar. Opió í öllum deildum: mánud.— miðvikud. kl. 9- fimmtud. kl. 9 — fostud kl. 9-22 l<nuj;irH 9 1? Ótrúlega hagstæðir graiðsluskilmálar á flestum vöruflokkum. Allt nkJur i 20% út borgun og lánstimi allt eð ■ mánuöum. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild Sími 10600 Deildin er á 2. hæð í JL-húsinu DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982. Félagáhuga- manna um réttarsögu stofnað Félagi áhugamanna um réttar- sögu var hleypt af stokkunum á dög- unum. Hlutverk félagsins er að efla réttarsögu (íslenska og almenna) sem fræðigrein. Þann 7. október sL var gengið frá stofnun félagsins og kosin stjórn. Fyrsti formaður er dr. Páll Sigurðsson dósent en aðrir stjórnarmenn eru Davíö Þór Björg- vinsson sagnfræðingur, Gunnar F, Guömundsson sagnfræðingur, dr. Ingi Sigurðsson lektor og Stein- grímur G. Kristjánsson borgar- dómarí. Tilgangi sínum hyggst félagið ná m .a. með því aðörva og sty rk ja rann- sóknir í réttarsögu, efla réttarsögu- kennslu við æðri menntastofnanir, kynna fræðigreinina og niðurstöður nýrra rannsókna fyrir félags- mönnum og öðrum með erindaflutn- ingi og fræðslufundum, að annast eða hlutast til um útgáfu á þessu sviði, og með því að efla kynni og samstarf við erlenda réttarsögu- fræðinga og efla tengsl við erlendar rannsóknarstofnanir á sviði réttar- sögu. Allir áhugamenn um réttarsögu eiga rétt á aö vera félagsmenn í Félagi áhugamanna um réttarsögu. ás. Öldrunar- frumvarpið endurflutt Frumvarp til laga um málefni aldraðra hefur nú verið endurflutt á Alþingi, í neðri deild, frá síðasta þingi. Þetta er ríkisstjórnarfrum- varp. Markmiðiö er aö aldraðir fái þá heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa og á því stigi sem er eðlilegast og hagkvæmast. Miðað er við aö aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf, en að jafnframt taki stofnanaþjón- usta við þegar hennar er þörf. Tildrög frumvarpsins eru rakin í athugasemdum. Þar er vitnað til frumvarpa Péturs Sigurðssonar og tveggja annarra sjálfstæðismanna á 103. löggjafarþingi og ríkisstjórn- arinnar á sama þingi. Svo og til skip- unar nefndar í ráöherratíð Magnúsar H. Magnússonar. Frumvarpiö er samið af sjö manna nefnd sem skipuð var i júÚ 1981 og laut stjóm Páls Sigurössonar ráöu- neytisstjóra. HERB. Miðstjórn ASÍ: Fordæmir vinnulöggjöf pólsku her- foríngjanna Miðstjóm Alþýðusambands Islands samþykkti samhljóöa á fundi sínum 21. október ályktun þar sem hin nýja vinnulöggjöf herstjóm- arinnar í Póllandi er harðlega fordæmd. I ályktun miðstjórn- arinnar segir: „Miðstjóm ASI fordæmir harðlega hina nýju vinnu- löggjöf herstjórnarinnar í Póllandi, sem gengur þvert á samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um faglegt frelsi og réttindi, en Pólverjar eru aðilar að þeim sam- þykktum. Tilgangur laganna er augljóslega að leysa upp verkalýðs- samtökin S amstöðu. ” „Samstaða . . . verður að fá fullt athafnafrelsi í pólsku þjóðfélagi, ef nást á sú þjóðareining sem nauðsyn- leg er til að leysa þau miklu vanda- mál sem við er að stríða. Miðstjórn Alþýðusambands Islands krefst þess að pólsk stjórnvöld láti af mannrétt- indabrotum og virði rétt verkafólks til þess að bindast samtökum.” -ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.