Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Síða 3
3 Björg Einarsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir að störfum við frágang á ævi- ágripum í stéttartal ljósmæðra, en það er meginefni ritverksins Ljósmæður á Islandi. Ljósmæðratal á leiðinni Ljósmæður á Islandi nefnist ritverk, sem Ljósmæðrafélag Islands gefur út og mun koma á markaðinn á næstunni. Verkiö er í tveimur bindum. Meginhluti ritverksins er stéttartal ljósmæðra. Nær það frá árinu 1761 til okkar daga og munu um tvö þúsund æviágrip birtast. Þá verður sextíu ára saga Ljósmæðrafélags Islands, skráð af Helgu Þórarinsdóttur, og ritgerð um ljósmæörastéttina eftir Önnu Sigurðar- dóttur, er einnig í ritverkinu. Ritstjórar Ljósmæðra á Islandi eru þær Björg Einarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir. -JGH. Stórauknir f erða möguleikar: Ný fería á næsta ári Frá og með 1. júní 1983 munu ferðamöguleikar Islendinga enn aukast því aö þá verður tekin í notkun bíla- og farþegaferjan m/s Edda. Eimskipafélag Islands og Hafskip hf. hafa stofnað hlutafélagiö Farskip hf. til að annast útgerð og rekstur skipsins. Farkosturinn m/s Edda var upprunalega byggður í Frakklandi fyrir finnska ferjufélagið Silja Line áriö 1972 og er 7800 brúttó- lestir að stærð. Edda er hið glæsi- legasta skip og sameinar kosti bíla- ferju og farþegaskips meö full- kominni aðstöðu um borð til afþrey- ingar og skemmtunar fyrir farþega. M/s Edda mun hefja siglingar frá Reykjavík 1. júní á næsta ári og mun síðan koma og fara vikulega á miðvikudagskvöldum frá Reykjavík til Newcastle og Bremerhaven allt sumarið, fram undir lok september. Erlendar viðkomuhafnir m/s Eddu hafa verið valdar í ljósi óska væntan- legra farþega. Newcastle er mjög miösvæðis í Bretlandi og er aðeins um 4 1/2 klukkustundar akstur þaöan til London. Bremerhaven í Þýskalandi er önnur helsta við- skiptaborg Norður-Þýskalands og er sem slík eins vel tengd samgöngu- kerfi meginlandsins og hugsast getur. Fyrir þá farþega sem ekki eru akandi verða feröir jámbrauta og bifreiða samræmdar komu og brott- för m/s Eddu. Þess skal að lokum getið, aö skipiö getur flutt allt aö 900 farþega og í því rúmast 150—170 bifreiðar. -PÁ Mn miiiiuiiniHiHn mnmmmm «» ........... , ,,, ... M/s Edda opnar tslendingum nýja ferðamöguleika. BÓKAHILLUHÁTALARI s . # > AR-Bókahilluhátalarinn er tæknilega eins útbúinn og stærri og dýrari hátalarar, þ. e. a. s.: i Tvískiptur tóndeilir, djúpur bassahátalari, hátíðni hátalari og samlímdur, loftþéttur viðarkassi. | Bókahilluhátalarinn hefur fr^bær tóngæði við lítinn tónstyrk og staðsetning hans á skáp s eða í hillu gerir það að verkum að stólar, borð og önnur húsgögn, spilla ekki hljómburði. Sönghæfni og raddstyrkur fólks er ekki metinn eftir stærð, og það á einnig við, um Bókahilluhátalarann. ar iss: sow/s ohm/9 9 ltr./skg /24x24.5x16 7 cm AR 28s: 50W/6OHM/ 18 LTR./10 KG./54.4x29.8. 18.8 CM AR 38s: 75W/8 OHM/ 37 LTR./13 KG./61 x34.35.3x27.5 CM * stófeísklýr',o“steZtíiegukr! FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8 SIMl 85884 KANARÍEYJAR SÓLSKINSPARADÍS ALLAN ÁRSINS HRING Kanaríeyjar hafa frá a/da öð/i veríð sveipaðar töfra/jóma sakir veðursældar og fagurrar náttúru og hafa notið mikilla vinsælda sem vetrarorlofsstaður. Vikuleg brottför, á þridjudögum. Við bjóðum ótrúlegt ferðaúrval til Gran > Canary með viðkomu i hinni heillandi borg, Amsterdam. Dvalið verður á hinni sólríku suðurströnd Gran Canary, Playa del Inglés, og i boði er gisting i góðum íbúðum, smáhýsum (bungalows) og hótelum. Á Playa del Inglós eru góðar baðstrendur, frá- bærír veitingastaðir og fjöl- breytt skemmtanalíf fyrir fólk á öllum aldri. VERO MIOAD VIO 1/10 V2.- ísfensk fararstjórn. Verð frá 10.937,- Ferðaskrifstofan Laugavegi 66 Sími 28633. Ferðamöguleikar: 11 dagar, 18 dagar og 25 dagar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.