Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 37
DV. MANUDAGUR 25. OKTOBER1982.
45
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið
Kate Bush: Upptekin afsjálfri sór.
Kate
Bush
vill
ekki
giftast
Enska söngkonan Kate Bush hefur
undanfarin 6 ár búið með sama mann-
inum og þykir það nú heldur betur
trygglyndi hjá poppstjömu. Heitir sá
Del Palmer og hafa margir vinir
þeirra undrast aö þau skuli þá ekki
bara skella sér í hjónabandiö.
— En við höfum það svo gott saman
án allra slikra pappíra, segir Kate
Bush við þeirri spumingu. Hjóna-
bandið skiptir engu máli nema fólk ætli
sér að eignast börn. Og til þess langar
mig ekki enn þá. Mörg stúlkubörn
hugsa ekki um annað en giftingu alveg
frá 12 ára aldri en þannig hef ég aldrei
verið. Eg er alltof upptekin af sjálfri
mér. Og ef einhverjum finnst það galli
verður bara að hafa það.
Philippe og Fabíóla sinna opinber-
um skyldustörfum saman.
Bláttblóö
heillarPhil-
ippe mest
Baldvin Belgíukonungur og Fabíóla
drottning láta nú Philippe, bróðurson
Baldvins, æ oftar taka við opinberum
skyldum fyrir sig. Enda veitir ekki af
aö æfa hann í slíku þar sem hann mun
síðar taka við ríkinu því Baldvin og
Fabíóla em sjálf baralaus.
Philippe er 22 ára og þykir ákaflega
aðlaðandi ungur maður. Hann er hinn
mesti lestrarhestur en ekki við eina
fjölina felldur í þeim málum því hann
hefur jafnmikla ánægju af fagbók-
menntum og fagurbókmenntum.
Hann þykir heldur ekki við eina f jöl-
ina felldur í kvennamálunum þótt það
séu nú einkum stúlkur með blátt blóð í
æöum sem hann hefur áhuga á. I því
sambandi hafa þær verið nefndar
Elena dóttir spænsku konungshjón-
anna og Farahnaz dóttir fyrrverandi
Iranskeisara og Fömh Díbu.
Skálað fyrir
vináttu
fslendinga
og Finna
Forseti Finnlands og kona hans
héldu af landi brott á laugardag.
Hinni opinberu heimsókn var þar
með lokið en flugvél þeirra fór frá
Reykjavík klukkan 10 um
morguninn.
A miðvikudagskvöld hélt forseti Is-
lands veislu til heiðurs hinum er-
lendu gestum sínum að Hótel Sögu.
Vigdís Finnbogadóttir tók á móti
Mauno Koivisto og Tellervo, konu
hans, er þau komu í hótelið laust fyr-
ir klukkan tuttugu. Gengu forsetam-
ir síðan í Súlnasal.
Boöið var upp á fimmréttaðan
kvöldverð. Byrjað var á kjötseyði
með kjúklingakjöti og svartsvepp-
um. Því næst var borin fram laxa- og
sjávarfiskkæfa. Aðalrétturinn var
steiktur lambahryggur með íslensk-
um kryddjurtum. I eftirrétt fengu
gestir f jólu- og ananasís og loks var
drukkið kaffi.
Þriggja manna hljómsveit lék
borðtónlist. Leikin vom verk eftir
Mozart, Sibelius, Jón Leifs, Pál
tsólfsson, Sigvalda Kaldalóns og
Waldteufel. Hljómsveitina skipuðu
Þorvaldur Steingrímsson, Jóhannes
Eggertsson og Carl Billich. Á tromp-
et léku Lárus Sveinsson, Jón Sigurðs-
son og WilliamGregoria.
Tvær ungar stúlkur, þær Ásta
Kristjana Sveinsdóttir og Katja
Ahlfors, lásu úr Hávamálum og
Kalevala. Manueala Wiesler lék á
flautu.
Meðal veislugesta má nefna ráð-
herra Islands, forseta Alþingis, for-
menn stjórnmálaflokka, ritstjóra
dagblaða, sendiherra, ráðuneytis-
stjóra, lögreglustjóra, leikhússtjóra,
forseta Hæstaréttar, formenn ým-
issa samtaka og kunna listamenn.
Hér á síöunni birtum við nokkrar
svipmyndir úr veislunni.
—KMU
Glösum lyft fyrir vlnáttu islandsogFlnnlands. DV-myndir: GVA.
Davið Oddsson borgarstjóri heilsar Herði Sigurgestssyni, forstjóra Þær Ásta Krlstjana Svainsdóttir og Katja Ahlfors lásu úr Hávamalum og
Eimskipafólagsins, ianddyrinu. Kalevala. Manuela Wiesler lók á flautu.
Forsoti Sameinaös þings, Jón Helgason, og kona hans, Guðrún Þor- Hlýttá þjóðsöngva.
kelsdóttír, koma til kvöidveröarins.