Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Síða 13
DV. MANUDAGUR 25. OKTOBER1982. 13 þing og smalar þangað fulltrúum sem sitja áttu þingið og fá þá á sitt band. Þetta voru um 25 manns, og svikust þeir ekki undan merkjum enda var H.K. samþykktur inn á þingið og tónninn var gefinn. 2. dagur Nefndarstörf 3. dagur. Uppstillingamefnd skilar áliti og gengið er til kosninga um formann. I' framboði er Ingólfur Arnarsson og beðið er um uppástungur og er þá stungiö upp á Haraldi Kristjánssyni, en í pontu á föstudegi hafði hann sagt þegar hann var að tala sínu máli að hann hygðist ljúka störfum sínum hjá INSI á þessu þingi með sæmd. Fóru atkvæði svo að Haraldur Kristjánsson vann með 2 atkvæða mun, og var það mest megnis vegna stuðnings þeirra Valhallarmanna. Næst er stungiö upp á Gunnari Tryggvasyni sem varaformanni, en áður hafði Guðjón Kristjánsson er var á lista uppstillingamefndar dregið framboð sitt til baka er ljóst var að Haraldur Kristjánsson var oröinn formaður. En það má taka fram að Guðjón Kristjánsson sat í sambandsstjóm með Haraldi og vissi því nokkurn veginn að hverju gengið yrði ef farið yrði til samstarfs við Harald. Fóm leikar svo aö ekki bauð neinn sig fram á móti Gunnari og var hann sjálfkjörinn. Þegar litið er á gang mála fyrr á þinginu og málflutning Gunnars Tryggvasonar var auðvelt aö draga þá ályktun að hann var nokkuð traust handbendi Haralds Kristjáns- sonar. Síðan er kosinn ritstjóri Iðn- nemans og hafði þá Ari Gunnarsson dregið sig til baka af uppstillingar- lista og stungu þá menn úr flokki Haralds upp á Þorsteini Haraldssyni sem reyndar er í stjórn S.U.S. og fór svo að hann varð sjálfkjörinn. Af þessu má draga þá ályktun að ekki hefur Haraldur staðið einn fyrir f undinum uppi í Valhöll. Nú er borinn upp listi upp- PálmarHalldórsson stillingarnefndar og draga þá nokkrir menn sig til baka og voru þar á meðal menn sem höföu mikla reynslu í störfum INSI. Voru þessar afsagnir aUar byggðar á því að ekki treysti þetta fólk sér tU að starfa með Haraldi Kristjánssyni. Þegar ljóst er að fólk vantar i sambandsstjóm i stað þeirra sem dregið höfðu sig til baka stígur Haraldur í pontu og stingur upp á 14 mönnum í sam- bandsstjórn og voru þar á meöal menn sem höfðu setið ValhaUarfund Haralds. Kosningar fóru svo að sá maður sem hlaut flest atkvæði fékk ekki nema 39 atkvæði, en fæst með- atkvæði í sambandsstjórn voru 28 atkvæði. Á þaö ber að líta, að 23 seðlar vom auöir og 6 ógUdir og sýnir þetta aö ekki fór mikið fyrir trausti þingheims á Haraldi Kristjánssyni ogCo. Hefjast nú snarpar umræður annarsvegar mUli hinnar nýkjörnu stjórnar og svo fráfarandi stjórnar. I þeim umræöum flettir fráfarandi stjóm ofan af því „plotti” sem hafði átt sér stað með söfnun atkvæða tU handa Haraldi Kristjánssyni og hans mönnum. Verður þetta tU þess að 5 aðalmenn og einn varamaður segja sig úr sambandsstjórn. Þegar hér er komið hefur hluta þingheims sem ekki var handbf ndi Haralds Kristjánssonar og Þorsteins Har- aldssonar, en hafði gefið þeim sín at- kvæði, snúist hugur gagnvart hinni nýju stjórn og skiptist salurinn í tvennt, þar sem annars vegar var hin nýja stjóm og þeirra stuðnings- menn, rúmlega 20 menn og hins vegar andstæöingar um 40 menn. Nú er borin upp dagskrárbreytingartU- laga frá einum af stjómarmönnum Haralds. I henni felst aö kosningar í trúnaöarstöður skyldu endurteknar. Við afgreiðslu tUlögunnar var kosiö um hvort endurtaka ætti stjórnar- kjör. Kosning fór fram og skiluðu 44 þingfulltrúar atkvæðaseðlum inn til þingforseta. Þegar Haraldi var ljóst hvemig komið var steig hann í pontu og sagði af sér formannsstöðunni, en áður hafði hann haft í hótunum um að hann og stjórn hans mundi ganga út af þingi og gera það óstarfhæft. Sýnir þetta einna best að ekki er virðingin mikil fyrir þinginu né ábyrgö. Starfsmenn þingsins töldu um nóttina og af þeim 44 seðlum sem inn komu voru 39 sem vUdu láta endur- taka stjórnarkjör, 4 sögðu nei og einn seðUl var auöur. Af þessu er ljóst að borin hefur verið upp og samþykkt tUlaga þess. efnis að stjórnarkjör skyldi endurtekið. Frestun — biðstaða Að svo komnu máli em flestir þeir sem eftir eru menn sem vom and- stæðingar Haralds Kristjánssonar og Co. Eftir þinghlé er borin upp tiUaga um hvort halda skuli þingi áfram og kjósa nýja stjóm þar sem litið var svo á að hin nýja stjórn hefði sagt af sér þar sem hún var orðin óstarfhæf sökum mannfæðar. Fóm atkvæði svo að samþykkt var að fresta þinginu og er máliö í biðstöðu þar tU þing kemur saman á nýjan leUc. Ef Haraldur og hans menn skUja ekki niðurstöður kosninga og eru ekki tUbúnir tU að koma saman og ljúka þingi, þá geta þeir fyrir mér og minni stjóm kaUað sig löglega stjóm INSI eöa hvort sem heldur þeir vUja kaUa sig löglega stjóm hestamanna- félagsins Fáks og möst þar inn og skiptumlæsingar. Nú skyldu menn kannski ætla að Iðnnemasambandiö fengi að vinna úr sínum málum en því var nú ekki aldeUis að heUsa. DV slær því upp í stórri frétt mánudaginn 18. október aö þing INSI hafi leyst upp og Haraldur Kristjánsson hafi gengið út. I kjölfar fylgja fleiri fréttir. Þaö verður aö segjast, að hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa um hlut- laust fréttamat DV þá hlýt ég að benda á aö DV hefur í þessu máU komið fram sem algerlega hlutlaus og óháður f jölmiðUl, en sömu sögu er ekki aðsegja um Morgunblaöið. Það er kannski ekki alvarlegast hvernig lyktir þessa máls veröa, heldur hitt aö greinilegt er að upp- hlaupið á þingi INSI hefur verið skipulagt af stuttbuxnadeild Sjálf- stæðisflokksins, HeimdalU. Svo grímulaust kemur afstaðan fram eins og sjá má á frétt Morgunblaðs- ins þriðjudaginn 19. október, en hún ber yfirskriftina Dreg afsögnina tU baka — hún var neyðarúrræði. I texta blaðamanns Morgunblaðsins standa m.a. þessi orð. Gæsalappir eru mínar: „...Hin nýja stjórn fór i dag í húsnæði Iðnnemasambandsins tU að taka við húsnæði þess, en þar var þá enginn til að afhenda þeim lyklavöldin. Sem betur fer var lykill með í förinni og skipti síðan hin nýja stjórn um skrá...”. Af þessu er ekkert annað hægt að ráöa en að Haraldur Kristjánsson og félagar hafi farið með blaðamanni Morgunblaösins í skjóli myrkurs rétt áður en blaöið fór í prentun. Ljós- myndari, var og með í förinni eins og sjá má ef fréttin er skoðuð. Það kemur einnig í ljós í þessum texta að blaðamanni Mbl. hafi nú ekki beint litist á blikuna en veriö því dauð- feginn að lykill hafi verið með í för- inni. Ég vU biðja þá sem lesa þessa grein að skoða hug sinn vel áöur en þeir taka afstööu tU málsins. Það kann að vera aö HeimdaUur eða SUS hafi skipulagt upphlaup á borð við þetta og geta fróöari menn en ég sjálfsagt fundið þess dæmi. En hér er komið hættulegt fordæmi. Það er mergurmn málsins. Pálmar HaUdórsson, fráfaraudi formaður Iðnnemasambands íslands. Finnbogi Hermannsson öörum á hús, hvorki við Pólgötuna né Arnarhól, heldur hitt að koma manni nokkrum á spjöld sögunnar. I einstæðri kjaUaragrein í DV 14. október býður Jón Baldvin Hanni- balsson Gunnari Thoroddsen arminn og kveðst fús aö sveifla honum á spjöld sögunnar gegnum huröargatið á flokkskontór Alþýðuflokksins. Hann hafi þegar lagt lag sitt við komma og frammara, klofið Sjálf- stæðisflokkinn í herðar niður og því sé hann reiðubúinn að leggja lag sitt við krataræflana þegar önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Þetta er einnig röksemdafærsla sem Jón Baldvin er sáttur við, þegar hann gerist vakthafandi dyravörður við flokks- gám Alþýðuflokksins að bíða eftir Gunnari Thor. að sveifla honum á spjöldsögunnar. Söguspjöldin En hví skyldi niundi þingmaður Reykvíkinga leggja nótt við dag að skrifa heilsíðu kjaUaragrein í DV vikuna áöur en hann sest á þing, hvurs lags árátta er þetta eiginlega? Vafist hefur fyrir ýmsum að útskýra uppákomu Jóns Baldvins þann sama dag sem honum auðnast að velgja þingstóUnn til nokkurrar frambúðar. Skyldi þetta stafa af hjátrú, þar eð einatt hafa þing gerst skammæ, þeg- ar hann hefur komiö við sögu, og svo verði einnig um þetta, ef bráða- birgöalög Gunnars Thor. verða feUd. Er þetta ef til vUl hugljómun eins og Jón Baldvin iíbúðinni Pólgötu 10. Vilmundur fær, þegar hann er á hlaupum með samloku í annarri og kók í hinni og fram hefur komið í kjöUurum að undanförnu? DV-for- síðan þar sem hann, Jón Baldvin, bíður formann stjómarskrárnefndar velkominn í ráöherrabústaðinn frá SólvöUum með þéttu handtaki, sé ef til vUl sú opinberun sem knúið hafi Jón Baldvin til aö rétta Gunnari arminn að komast á söguspjöldin og bíöi hann þess vegna viö gáminn að knýi Hösmagi hurð einn daginn, svo sem í Drangey forðum. Þá er enn ein tUgátan eftir og varöar þessa eiUfu áráttu mannskepnunnar að verða „legend” og það helst í lifanda Ufi en þaö eru fleiri kaUaðir en Ajatolla Thoroddsen eins og léttlyndismenn eru teknir að kalla forsætisráöherra. Þessi síðasta varðar ef tU viU uppeldi refsins í Selárdal; hvemig til hefur tekist, hugleiöa ýmsir þessa dagana. Er það mögulegt, að einn þeirra sjái sjálfan sig í lágu skini haustsólarinnar leiðandi gamlan mann út úr flokksgámi Alþýðuflokksins og niður Hverfis- götu til myndatöku framan við ChristianlX? Finnbogi Hermannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.