Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Page 40
ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR Útvegsbankinn: Kreditkortin vinsælli en búistvarvið „Kreditkortin njóta mikilla vinsælda, og viö höfum þegar gefiö út 700 kort,” sagði Bjarni Guöbjörnsson, bankastjóri Útvegs- bankans, í samtali viö DV. „Satt best aö segja bjuggumst viö ekki viö aö þróunin yröi svona ör. 95% af kortunum sem viö höfum gefið út eru ætluð til notkunar í útlöndum,” sagði Bjarni. Otvegsbankinn, Verslunar- bankinn og fyrri eigendur Kreditkorta sf. standa nú aö útgáfu Eurocard kreditkortanna. Bjami sagöi aö kortin væru einnig notuð innanlands en hann kvaöst ekki telja aö þau heföu dregiö úr notkun manna á heföbundnum bankareikningum, til dæmis ávísanareikningum. „Kreditkortin sem gefin eru út til . notkunar erlendis maekki nota lerrxa í vissum tilgangi. Menn mega ekki nota þau til aö versla heldur aöeins til aö borga uppihald, fæði, flugfarog annan slíkan kostnaö. Ef menn mis- nota kortin eru þeir sviptir þeim. Reikningamir sem hingað berast frá útlöndum bera ævinlega meö sér í hvaöa tilgangi kreditkortin hafa veriö notuö og því er auövelt aö fylgjast meö því aö þau séu ekki mis- notuð,”sagöiBjarni. -SKJ. Krafa stjórnar- andstæðinga: Stjórnin sitji sem „starfsstjóm” 1 kröfu stjórnarandstæðinga um aö ríkisstjórnin fari frá felst aö hún sitji áfram sem „starfsstjóm”. Stjórnin segöi þá af sér en sæti áfram meö þessum hætti fram yfir kosningar aö beiðni forseta. Slík stjórn gæti annast venjulegan erindisrekstur en ekki gefið út bráöabirgöalög. Sjálfstæöismenn í stjórnarandstööu og alþýöuflokksmenn munu telja aö staöa þeirra í kosningum yröi betri ef svona færi. Þeir stæöu betur aö vígi ef risið á stjórninni yröi þannig lækkaö. Fundir verö,' í dag í þingflokki Framsóknar og framkvæmdastjórn og Þingflokki Alþýðubandalags. Búist er viö aö kröfu stjórnarand- stöðunnar veröi vísað á bug. Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannsson settu fram kröfu um aö rikisstjórnin færi frá á fundum meö ráðherrum á föstudag. -HH Ætii Pólverjarnir hafí fengið nóg af efnahags- ástandinu? Ballið er byrjað. Á höfuðborgarsvœðinu var mikil hálka í morgun og ösin að byrja á dekkjaverkstæðunum. Allir drífa sig nú í að „umtútta" eins og töffarinn sagði. Það ku heita að umfelga á finna máli. DV-mynd: Bjarnleifur. PIERPOm Svissnesk quartz gceða-úr. Fást hjá flestum úrsmiðurn AUGLÝSINGAR SIÐUMULA 33 IFSTOFA AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1982. Unglings- piltar réð- ustátvær gamlar konur miklum eymslum í mjööm, en þar mun hún hafa átt við talsverð meiösli að stríða lengL I veski konunnar voru gleraugu og skilríki. Konan sem ráðist var á á laugar- dagskvöld var á gangi á Klappar- stígnum. Þegar hún var stödd rétt fyrir ofan verslunina Hamborg komu aö henni tveir unglingspiltar og réð- ust á hana. Tókst þeim aö ná veskinu af henni og koma sér í burtu. Konan hlaut enga áverka við þessa fólsku- legu árás, en í veski hennar voru sex hundruö krónur í peningum, auk gleraugna og skilríkja. Engir sjónar- vottar voru að árásinni, sem var um klukkan hálfátta á laugardagskvöld. Unniö er aö rannsókn þessara þjófnaöa en engir piltanna hafa veriö handteknir. -JGH Ráöist var á tvær gamlar konur í gærkvöldi og á laugardagskvöld. önnur þeirra var flutt á slysadeild Borgarspítalans eftir árásina og mun vera nokkuð slösuð. Unglings- þiltar munu hafa veriðað verki í báö- um tilvikum en enginn þeirra hefur náðst'. Gamla konan, sem ráðist var á um klukkan átta í gærkvöldi, var að koma úr heimsókn frá sjúklingi á Landakotsspítala. Hún er lítillega bækluð og gekk þvi viö staf. Hún býr í vesturbænum og var á leið heirh til sín eftir Ægisgötunni er tveir unglingspiltar réöust skyndilega á hana. Hentu þeir henni harkalega í götuna, tóku af henni veskið og hlupu síðan á brott. Maöur er átti leið framhjá konunni sá hana liggja í göt- unní. Gamla konan var flutt á slysa- deildina og kvartaöi hún undan Raf magnsveita Reyk javíkur: Tekur 67 milljóna króna eiient lán Rafmagnsveita Reykjavíkur tók í Markaðsvextir eru nú um 12 prósent. síöasta mánuði erlent lán aö f járhæö „Lániö er til aö greiöa upp 4,3 milljónir dollara, sem eru um 67 skammtímalán frá því í fyrra sem millj ónir íslenskra króna. tekin voru vegna tregöu til hækkana. „Lánið er tekið vegna rekstrar- Auk þess er lániö tekið til aö mæta erfiöleika Rafmagnsveitunnar. Þaö hallaáþessuári,”sagöiAöalsteinn. má segja að lániö komi í stað gjald- „Það er andstætt okkar stefnu að skrárhækkana sem ekki hafa fengist taka lán. En við höfum verið á undanförnum tveim árum,” sagöi þvingaðir til þess vegna tregðunnar. Aðalsteinn Guöjohnsen rafmagns- Það er ekki nokkur vafi á því að stjóri. lántaka af þessu tagi kemur út í Lánið er tekið hjá Gulf-bankanum hærra rafmagnsverði tU neytenda íBahrain. Þaðertilfimmára.Afþví þegar upp er staðið,” sagöi raf- ber að greiða markaðsvexti að magnsstjóri. viðbættu hálfu prósenti á ári. -KMU. BROTSJÓR REIÐ YFIR VÉL- BÁTINN SIF Vélbáturinn Sif IS 225 fékk mikinn brotsjó á sig á laugardag er hann var á leið frá Siglufiröi til Flateyrar. Báturinn var út af Homvík á leiö vestur er hann fékk mikinn brotsjó á sig. Vélin stöövaöist, sjór komst í tæki og lest og báturinn brotnaöi nokkuö mikið. Gátu skipverjar ekki komiö boðum frá sér. Þrír menn voru um borð í bátnum og slasaðist einn þeirra nokkuö. Um klukkan fimm á laugardag sigldi Bæjarfoss fram á Sif þar sem hún var hjálparvana. Er Bæjarfoss' ætlaði að koma hjálpartaug til Sif jar tókst ekki betur til en svo að taugin festist í skrúfu Bæjarfoss. Vom því bæði skipin þama hjálparvana. Nokkuö mikill sjór var er þetta gerö- ist og norð-norðaustan 3—4 vindstig. Skipin vom skammt frá landi og sagði Hannes Hafstein hjá Slysa- vamafélaginu að þetta hefði litið nokkuð illa út um tíma. Tilkynninga- skyldan hafði samband við báta á svæðinu og varðskip var nærri. Leystist máliö þannig aö vélbátur- inn Öm frá Keflavík kom á staöinn og tók Sif í tog en Bæjarfossmönn- um tókst að losa taugina og komast tilFlateyrar. Örn hélt með Sif í togi til Isafjaröar og tók varðskipið viö áhöfninni til aö koma hinum slasaða sem fyrst á sjúkrahús á Isafirði. Aö sögn Hannesar Hafstein vom meiðsli hins slasaöa ekki eins alvar- leg og talið var í fyrstu. ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.