Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Qupperneq 17
DV. MANUDAGUR 25. OKTOBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Deilan hjá Iðn- nemasambandi íslands: SEGLUM HAGAD EFTIR VINDlf MÁLEFNUMINSÍ? Óskar I. Sigurðsson skrifar: I grein Haralds Kristjánssonar í tímaritinu Stefni, þar sem hann ræöir m.a. málefni INSI, lýsir hann ánægju sinni vegna þeirrar stefnu- breytingar sem hefur átt sér stað innan samtakanna í þjóðmálum. Segir hann að samtökin starfi ópólitiskt. Þykir mér þetta stangast nokkuð á við skoðanir ..nýkjörinnar stjómar” þar sem hún gaf þá yfir- lýsingu í Mbl. þann 20.10. að það væri fjarstæða að fráfarandi stjórn starf- aði ópólitískt. Af þessu dreg ég þá ályktun að H.K. og co hagi seglum sem mest eftir vindi og birti það sem hentar best hverju sinnL „Hingað tiihafa bðm getað farið til heimilistannlœknis sins. Siðan greiddu foraltfrar honum og fengu endurgreitt hjá Sjúkrasamlagi Reykjavikur," — segir Sóirún Konráðsdóttir. Nýjar reglur um tannlæknaþjónustu skólabama: FREKLEGUR YFIR- GANGUR OG BROT Á PERSÓNUFRELSI? Sólrún Konráðsdóttir hringdi: Um daginn kom auglýsing frá tryggingatannlækni og yfirskóla- tannlækni þess efnis, að öll böm 6—15 ára eigi nú að fara til sins skóla- tannlæknis. (Að öðrum kosti verða for- eldrar sjálfir að greiða fyrir tannviðgeröir bama sinna.) Nemendum í fáeinum skólum er að vísu heimilt að leita til heimilis- tannlækna sinna, eða „einka- tannlæknis”, eins og komist er að orði. Yfirleitt eiga börn samt að leita til skólatannlækna í öörum skólum eða upp á heilsuvemdarstöð, ef ekki er tannlæknir við þeirra skóla. Þessu mótmæli ég eindregið. Hingað til hafa börn getaö farið til heimilistannlæknis sins. Síöan greiddu foreldrar honum og fengu endurgreitt hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Mér finnst þessi nýja ráðstöfun vera freklegur yfirgangur og brot á per- sónufrelsi. Foreldrar, ég skora á ykkur að láta til ykkarheyra um þetta mál. Samkvæmt samningi milli T ryggingastof nunar ríkisins og Tannlæknafélags íslands „Þegar Tryggingastofnun ríkisins gerði samning við Tannlæknafélag Islands, 1974 eða 5, að mig minnir,” — sagði Stefán Yngvi Finnbogason, yfir- skólatannlæknir — „þá var það í tilefni þess að tryggingalögunum var breytt þannig að Tryggingastofnun ríkisins fór að taka þátt í tannlækninga- kostnaöi. I samningi þessum segir að tann- lækningar hinna tryggðu skuli fara fram hjá skólatannlæknum eða á heilsugæslustöðvum, þar sem því verði viö komið. Til skamms tíma gátu skóla- tannlæknar Reykjavíkur ekki annað öllum börnum og unglingum sem rétt áttu á þessari þjónustu. Nú hefur stofn- uninni vaxið sá fiskur um hrygg að hún telur sig geta uppfyllt þetta atriði samningsins,” sagöi yfirskóla- tannlæknir a ö lok um. Þorgrímur Jónsson tryggingatann- læknir sagði: „Auglýsing þessi er í fullu samræmi við samning Tryggingastofnunar ríkisins og Tannlæknafélags Islands, 1975”. Tannlæknafélag íslands í við- ræðum við heilbrigðisyfirvöld Reykjavíkurborgar „Um 90% foreldra skólabama í Reykjavík eru ánægð með skóla- tannlæknakerfiö,” sagði Gunnar Þor- mar, formaður Tannlæknafélags Islands. — „Svo að þeir fáu aðilar, sem fremur kjósa að senda böm sín til heimilistannlækna ættu ekki að valda kerfinu þaö miklum aukakostnaði að á- stæöasétilþess aðtakafyrir þetta. Um þessar mundir á Tannlækna- félag Islands í viðræöum við heil- brigðisyfirvöld Reykjavíkurborgar um þetta mál.” -FG. USA POLARIS USA - USA— USA - USA— USA- USA- USA- Ameríkureisa með Polaris Ótakmarkað fíug um Bandaríkin í a/lt að 90 daga. Verðið ótrúlega hagstætt Kr. 13.850 Ferð í sérf/okki í samvinnu við Fiugieiðir og Pan Am Ferðaskrifstofa S* PÓLARIS POIARIS Bankastræti 8 Reykjavík. Símar 28622 og 15340. USA— USA— USA— USA— USA- USA- USA- USA- USA- USA- Afsláttarkjör fyrir ellilíf eyrisþega á ári aldraðra Náttúrulækningabúðin veitir 10% AFSLÁTT til áramóta 1982/1983 Þeir sem njóta afsláttar eru: • ellilífeyrisþegar • öryrkjar • þroskaheftir • og aðrir þeir sem standa verr að vígi en við sem heilbrigð erum. Afslátturinn er veittur af eftirafarandi vöruflokkum: • vítaminum • ginseng-töflum, í belgjum og ampúlum • lecithini — í belgjum og granulat • Royal Jelly í belgjum og ampúlum • og öllum öðrum vörum okkar sem flokkast undir f æðu-uppbótarefni. Auk þessa afsláttar fá allir okkar viðskiptavinir 10% magnafslátt af þessum upptöldu vöru- flokkum þegar úttekt þeirra fer yfir kr. 1.000 — eitt þúsund krónur — Við sendum í póstkröfu um allt land. Þeir sem senda greiðslu með pöntun losna við póstkröfukostnað. NÁTTÚRULÆKNINGABIJÐIN Laugavegi 25, símar 10262 og 10263, og við Óðinstorg, sími 10228.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.