Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 32
40 DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982. Andlát Bjamey Jörgensen lést 18. október. Hún fæddist á Patreksfiröi 21. janúar 1901. Bjarney lærði fatasum í Dan- mörku. Hún giftist Alfred Jörgensen, sem lést árið 1960. Þeim varð þriggja barna auðið. Utför Bjarneyjar verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Hrefna Eggertsdóttir lést 17. október. Hún fæddist 14. júní 1897 í Fremri- Langey á Breiðafirði. Foreldrar henn- ar voru Eggert Gíslason og Þuríður Jónsdóttir. Hrefna fluttist ung til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf. Hrefna giftist aldrei. Utför henn- ar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Marteinn Marteinsson, Hverfisgötu 29, Siglufirði, verður jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudag- inn 26. október kl. 13.30. Kristin G. Sigfúsdóttir, Álftamýri 16, andaöist í Lahdspítalanum að morgni 22. þ.m. Utför tilkynnt síðar. Þorsteinn Steinsson frá Vestmannaeyjum, Vesturbrún 16, lést í Landakoti, fimmtudaginn 21. októ- ber. Guðfinnur Jónsson, Heiðarvegi 5, Sel- fossi, andaöist í Borgarspítalanum, fimmtudaginn 21. október. Helga Marinósdóttir frá Skáney, Reykholtsdal, Kaplaskjólsvegi 39, lést 21. október í Landsspítalanum. Hallgrímur Oddsson varð bráökvadd- ur á Grand Kanarí 21. október sl. Magnea Ósk Halldórsdóttir, Kjartans- götu 7, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 26. okt. kl. 13.30. Gyða Guðmundsdóttir, Hjaröarhaga 28, verður jarðsungin miðvikudaginn 27. október kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Valdimar Eliasson, garðyrkjumaöur veröur jaiðsunginn frá Fossvogs- kirkjii þi iðjudaginn 26 október kl. 15.00. Sigurbjörg Sigríður Þorbergsdóttir veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni 26. október kl. 13.30. Tilkynningar Áhugahópur um orgeltónleika Nýlega komu nokkrir organleikarar í borg- inni saman til ráðagerða um einhverskonar styrktarfélagakerfi fyrir orgeltónleikahald í höfuðborginni. Fundur organleikaranna sam- þykkti að leita eftir undirskriftum þeirra sem áhuga hefðu á slíku reglubundnu tónleika- haldi í höfuðborginni. I þessu skyni munu áskrifendalistar liggja frammi á tónleikunum í Fíladelfiukirkjunni. Undirskriftin verður á engan hátt bindandi, en haft verður bréflegt samband við þá sem skrifa sig á listana þegar viöbrögðin verða ljós því að mikið veltur á því hvemig undirskriftalistunum verður tekið. Listarnir munu einnig hggja frammi í kirkjum og víðar á næstunni. Sænsk myndlistarsýning í Norræna húsinu Tveír sænskir listamenn, Erland Cullberg og Peter Tillberg sýna í sýningarsölum Norræna hússins frá 26. okt. til 7 nóv. nk. Á sýningunni eru 17 olíumálverk eftir Erland Cullberg og 22 kolteikningar eftir Peter Tillberg. Listamenn- irnir koma og setja sýninguna upp og verða viðstaddir opnunina, þriðjudaginn 26. okt. kl. 18.00. Erland Cullberg er fæddur 1931. List- nám stundaöi hann við listaakademiuna i Stokkhólmi og við Valands listaskólann í Gautaborg. Hann hefur haldið margar einka- sýningar í Svíþjóð og tekið þátt í samsýning- um. Peter Tillberg er fæddur 1946. Hann nam við listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið j)átt í samsýningum á Norðurlöndum og víðar. Sýningin, sem þeir nefna Snjógöngur, hefur farið víða um Svíþjóð. Héðan fer hún til hinna Norðurlandanna. Listamennirnir hafa fengið styrk úr norræna menningarmálasjóðnum til Islandsferðarinnar. Útvarp Um helgina Sjónvarp Færeysk myndlist í Norræna húsinu Amariel Norðoy frá Kalksvík í Færeyjum sýnir 8 pastelmyndir og sex litógrafíur í and- dyri Norræna hússins. Sýningin stendur til 1. nóvember nk. Amariel Norðoy er fæddur 1945 í Klaksvík. Hann hefur stundað listnám viö listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Hann var meöal listamanna sem sýndu í Norræna húsins 1973, meðan færeyska vikan stóð yfir í húsúiu. Amariel Norðoy hefur sýnt víða í Fær- eyjum og Danmörku, auk þess sem hann hefur sýnt í Osló og á norrænu listamiðstöð- inni i Helsinki. Sýningin er opin á opnunar- tima hússins, kl. 9—19 alla daga nema sunnu- dagakl. 12-19. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur basar að Hallveigarstöðum laugardag- inn 30. október kl. 14. Félagskonur og aðrir velunnarar kirkjunnar eru beðnir um að koma kökum og munum sem þeir vilja gefa að Hallveigarstöðum eftir kl. 17, föstudaginn 29. október. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Kjörskrá vegna væntanlegra prestskosnúiga liggur frammi á skrifstofu kirkjunnar á þriðjudögum og fúnmtudögum til 2. nóvem- ber nk. kl. 17—19, súni 14579. Fríkirkjufólki sem haft hefur aðsetursskipti er sérstaklega bent á að athuga hvort það sé á kjörskrá safnaðarins. Kærufrestur er til 9. nóv. nk. Frá „Hálft í hvoru" Sönghópurinn „Hálft í hvoru’’ situr ekki auð- um höndum þessa dagana. Að undanfömu hefur hann haldið tónleika i allmörgum fram- haldsskólum á höfuðborgarsvæðmu, og n.k. þriðjudag (26. okt.) verða stórtónleikar í sal Menntaskólans við Hamrahlíö. Tónleikamir eru öllum opnir og hefjast kl. 20.30. Miðvikudaginn 27. okt. verður síðan haldið á Akranes, þar sem sönghópurinn kemur fram á nokkrum vinnustöðum á vegum Mennmgar- og fræðslusambands alþýöu. Um kvöldið verða tónleikar í Fjölbrautaskólanum og er það í fyrsta sinn sem „Háift í hvoru” sækir Skagamenn heim. Styrkur til háskóla- náms í Noregi (Brunborgar-styrkur) Ur Minningarsjóði Olavs Brunborg verður veittur styrkur að upphæð fúnm þúsund norskar krónur á næsta ári. Tilgangur sjóðsins er að styrkja íslenska stúdenta og kandídata til háskólanáms í Noregi. (Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsúis er styrkurinn aðeins veittur karúnönnum). Umsóknir um styrkúin, ásamt námsvott- oröum og upplýsingum um nám umsækjenda, sendist skrifstofu Háskóla Islands fyrir 15. nóvember 1982. Samhygð Hefurðu áhuga á að kynnast Samhygð? Kynn- úigarfundir alla þriðjudaga kl. 20.30 að Ár- múla36 uppi. (GengiðinnfráSehnúla). Félagssamtök og aðrir sem hafa áhuga á að fá kynningu til súi geta hrúigt í súna 37829 milli kl. 16 og 18 alla virka daga. Ensku knattspymuna í beinni útsendingu Dagskrá sjónvarpsins og útvarps- ins var nokkuö lífleg um helgina og munar þar mestu um nýju fram- haldsþætti sjónvarpsins Schultz í her- þjónustu og Félagsheimilið, en þessir þættir ásamt Fjandvinunum, sem sýndur er á mánudagskvöldum, eru allir léttir og oft á köflum stór- fyndnir. Aö vísu var ég ekki eins ánægöur meö Félagsheimiliö á laugardaginn var og þann sem sýndur var fyrir hálfum mánuöi. Þátturinn var ekki nógu fyndinn og eins var hann alltof langdreginn. Þó voru þama skemmtilegar senur og minnist ég sérstaklega hrepps- nefndarfundarins. Gaman er aö vita til þess aö íslenska sjónvarpið hafi áhuga á aö framleiða innlent skemmtiefni. Eg hefi haft þann siö undanfarin ár aö horfa á ensku knattspymuna og minnist ég ekki aö ég hafi misst úr leiki hátt á tíunda ár. Þess vegna fer þaö mjög fýrir brjóstiö á mér aö viö Frón- búar sitjum ekki viö sama borö og aörir Noröurlandabúar í sambandi viö knatt- spymuleiki á laugardögum. I Danmörku, Noregi og Sví- þjóö er á veturna sýndur í beinni útsendingu leikur úr ensku knatt- spymunni á hverjum laugardegi. Finnst mér þaö hart aö hafa ekki sama tækifæri og aörir knattspyrnu- unnendur aö fylgjast meö ensku knattspymunni því leikir sem viö sjáum hér á Islandi em orönir viku- gamlir þegar þeir em sýndir. Reynslan sýnir aö sjónvarpiö hefur haft hagnað af beinum útsendingum á knattspyrnuleikjum vegna auglýsingatekna og skora ég því á forráöamenn sjónvarpsins aö gera þaö bragarbót á. Væri til dæmis tilvaliö aö sýna leiki í beinni útsendingu um jólin en þá leika Englendingar oftar venju. Mér leist ekkert á nýju menningar- þáttinn Gluggann í upphafi en nú líkar mér hann stórvel. Er hann mjög f jölbreyttur og áhugavekjandi. Otvarpið er nokkuö traust þó svo alls konar synfóníutónlist tröllríöi þeirri stofnun. Fréttimar eru til dæmis mjög vel unnar og er víöa farið til aö leita fanga. Spuminga- þátturinn sem geröur er út frá Akur- eyri hefur skánað mjög en var algjör hörmung í byrjun. Til dæmis var gaman aö vita aö krækiber geti veriö hvít þó svo aö sá fróðleikur muni ef til vill aðdrei verða manni aö gagni. Það sem þó kom mér mest á óvart í dagskrá ríkisfjölmiðlanna um helgina var framlag stúlkna frá Seyöisfiröi í barnatimanum. Var ég alveg hlessa hve ófeimnar þær voru og lagvissar. Og alltaf var útkoman betri og betri eftir því sem þær héldu áfram og bjóst ég satt aö segja viö því aö næsta lag þeirra yröi Take Five en þá hættu þær snögglega. Þess vegna hef ég alltaf sagt aö sjón- varpiö sé ekki alvont þar sem það færir heiminn inn í stofuna hjá manni. Eiríkur Jónsson. Rithöfundakynning Héraðsbókasafn Kjósarsýslu og Leikfélag Mosfellssveitar gangast. fyrir rithöfunda- kynningu í dag, mánudag 25/10 kl. 20.30, í bókasafninu Mosfellssveit. Að þessu sinni verða þeir Anton Helgi Jónsson og Jón Ormur Halldórsson kynntir og lesið verður úr nýjum skáldsögum þeirra. Fótaaögerö á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju fyrir eili- og lífeyrisþega er byrjuð og verður hvern þriðjudag á milli kl. 13 og 16 í vetur (inngangur í norðurálmu kirkjunnar). Upplýsúigar og túnapantanir í súna 39965. Fuglalíf í Papey Fyrsti fræðsiufundur Fuglaverndarfélags Is- lands á þessum vetri verður í Norræna húsinu þriðjudaginn 26. okt. kl. 20.30. Þorsteinn Eúiarsson fyrrverandi íþróttafulltrúi flytur erúidi með litskyggnum um fuglalif í Papey. öllum heúnill aðgangur. Stjórnúi íþróttir Afmæli 60 ára er í dag, 25 október, Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Happ- drættis DAS, Alfheímum 38, Reykja- vik. Afmælisbamiö ætlar aö taka á móti gestum á heimili sinu og eigin- konu sinnar, Magneu Haraldsdóttur, í Álfheimum milli kl. 16—19 á afmælis- daginn. 80 ára afmæli á í dag Jón Eiríksson. Jón er fæddur 25. október 1902 í Garð- húsum í Gerðahreppi. Áriö 1928 kvænt- ist Jón Mörtu Jónsdóttir, hún lést áriö 1948 þau eignuðust 4 böm. Núverandi kona hans er Ingibjörg Ingólfsdóttir. Jón starfar nú hjá kassagerð Reykja- víkur. 50 ára er i dag Páll Árnason málarameistari á Selfossi. Hann er kvæntur Benediktu Guönadóttur. Æfingatafla knattspyrnu- deildar Þróttar, gildir frá 10. október ISunnudaga kl. 9.40—11.10 5. flokkur, kl. 11.10-12.45 M. flokkur, kl. 12.45-13.50 6. flokkur, kl. 13.50-15.10 3. flokkur, kl. 15.10- 16.40 4. flokkur, kl. 16.40—18 2 flokkur. Fimmtudaga kl. 22—23.30 eldri flokkur. Allar æfingar fara fram í Vogaskóla. Mætiö stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Ekiðáfull- orðna konu Ekiö var á fulloröna konu á móts viö hús númer 54 viö Hverfisgötu um hádegisbilið á laugardaginn. Konan var á leið noröur yfir götuna er hún varö fyrir bifreiö sem ók upp Hverfis- götu. Konan fékk höfuöhögg en ekki eru' meiösli hennar talin alvarleg. -ás. Innbrot á Skaganum: Þjófurog þýfi náðust Brotist var inn í Söluskálann Björg á Akranesi aöfaranótt laugardags. Innbrotsþjófurinn braust inn í vöra- bílastöö og þaðan inn í söluskála sem er í sama húsi. Stal hann sælgæti, sam- lokum og skiptimynt og haföi á brott meðsér. Lögreglan á Akranesi haföi hendur í hári þjófsins og náöi þýfinu aftur. Reyndist þjófurinn vera strákur úr plássinu og haföi framið verknaöinn undir áhrifum áfengis, aö sögn lögregl- unnar á Akranesi. ás. Alþingi: Stef nuræða forsætis- ráðherra í kvöld Stefnuræöa forsætisráöherra veröur flutt á alþingi í kvöld og veröur ræö- unni og umræöu um hana útvarpað. Eldhúsdagsumræöumar hefjast meö því aö forsætisráðherra flytur stefnu- ræöu sína og hefur hann allt að 30 mín- útur til umráöa. Því næst fá þing- flokkamir 20 mínútur. I seinni umferð umræönanna fá síöan þingflokkamir og sjálfstæöismenn í ríkisstjóm 10 mínúturhvertil umráöa. Auk forsætisráöherra tala Pálmi Jónsson landbúnaöarráöherra fyrir hönd sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Fyrir sjálfstæðismenn í stjórnarand- stööu tala þeir Geir Hallgrímsson og Lárus Jónsson. Fyrir Framsóknar- flokkinn tala Steingrímur Hermanns- son og Halldór Ásgrímsson, fyrir Al- þýöuflokk þeir Vilmundur Gylfason, Magnús H. Magnússon og Eiöur Guðnason og fyrir Alþýðubandalag þeir HelgiSeljan ogSvavarGestsson. Stefnuræöunni og umræöum um hana er sem fyrr segir útvarpaö og hefst útvarp frá alþingi kl. 20.00 ás. Vísitölunefnd aftur af stað: Reynt til þrautarað semja um vísitölumálið Vísitölunefndin fór aftur af staö í morgun. Nú á aö þrautreyna hvort samkomulag getur oröiö um nýtt vísitölukerfi. Þaö var eitt af fyrir- heitunum þegar stjómin setti bráöa- birgðalögin. Vísitölunefnd hóf fundi í ráðherra- bústaönum klukkan 9 í morgun. Þar mættu fyrstir fulltrúar Alþýðusam- bandsins. Síöan var von á fulltrúum Vinnuveitendasambandsins, banda- lags háskólamanna, BSRB, banka- manna, Farmanna- og fiskimanna- sambandsins og Stéttarsambands bænda. Ágreiningur er um ýmis at- riöi sem vísitölunefndin haföi komið sér niöur á í ágúst. Alþýðubanda- lagiö tók aö tefja málið eftir aö ljóst var aö bráðabirgðalögin kynnu aö falla á jöfnu í neöri deild alþingis. alþýöubandalagsmenn óttast aö í hinni nýju vísitölu felist hætta á að stjórnvöld geti dregiö úr niður- greiðslum á búvörum og notaö féð til tollalækkana til dæmis, sem gæti við vissar aöstæöur þýtt 3—4 prósentu- stiga skerðingu á launum. Þrátt fyrir ágreininginn mun Þröstur Ólafsson, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, aö líkindum taka þátt í hinum miklu f undahöldum í dag. -HH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.