Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Síða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982. Nýja komþaníið—Kvölda tekun FRUMRAUN EFl m IGRA JASSLEIKARA Þær eru ekki margar jass-hljóm- sveitirnar sem starfaö hafa hér á landi, en meö auknum áhuga á jassi og tilurð Jazzvakningar hafa atvinnu- möguleikar fyrir þá hljóöfæraleikara sem vilja eingönguspila jass aukist. Nýja kompaníið er skipaö fimm ung- um hljóöfæraleikurum, sem eingöngu spila hefðbundinn jass og hafa gert þaö undanfarin ár. Kompaníiö er skipað þeim Siguröi Flosasyni, sem leikur á altosaxófón og altfiautu, Jóhanni G. Jóhannssyni píanóleikara, Sveinbimi I. Baldvinssyni á gítar, Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa og á tromm- unum er Sigurður Valgeirsson. Nú er komin út fyrsta plata Nýja kompanísins og ber hún nafniö Kvölda tekur, eftir samnefndu þjóölagi sem er á plötunni í útsetningu Jóhanns G. Jóhannssonar. Á plötunni eru átta lög, tvö þjóölög og sex eru eftir þá félaga. Platan byrjar á þjóðlögunum tveim- ur Kvölda tekur og Grátandi kem ég nú guö minn til þín, og eru þessi lög einna best heppnuö á plötunni. Samleikur þeirra félaga er góöur og útsetningam- ar ágætar. En samleikur á plötunni í heild er mjög góöur og er greinilegt aö vel hefur verið æft. Tvö síöari lögin á hlið eitt eru Blúsinn hans Jóns míns, sem er eflir Sveinbjörn I. Baldvinsson, rólegur blues og Stolin stef Tómasar R. Einarssonar, sem einnig er í rólegri kantinum. Dettur tempóiö nokkuð niö- ur í þessum tveimur lögum. Nóg fyrir þetta kaup er fyrst á hliö tvö, er þaö Sveinbjörn sem hefur sam- ið lagiö og þar kemur fram helsti veik- leiki plötunnar, einleikskaflar þeirra félaga. Þaö er eins og herslumuninn vanti til að gera þá kafla plötunnar eins áhugaverða og þeir ættu aö vera, ef miðað er viö samleikinn. G.O. Sigurðar Flosasonar og Frý- gískt frumlag eru að mínu mati best frumsömdu laganna. G.O. er virkilega falleg melódía og verö þess að vera til- einkuð hinum látna saxófónleikara okkar, Gunnari Ormslév. Siguröur Flosason leikur lagiö af mikilli innlifun og sýnir svo ekki verður um villst aö þar er mikið efni á feröinni. Frýgískt frumlag eftir Jóhann er hratt og Hljómplötur skemmtilegt, þar sem samleikur þeirra nýtur sín vel og þaö lag sýnir vel aö mikils má vænta af piltum þessum í framtíöinni. Platan endará rólegu lagi Jóhanns,Dögun. Nýja kompaniiö er efnileg hljóm- sveit, hefur alla burði til að veröa góö- ur jass-kvintett. Kostur þeirra er góö- ur samleikur sem skapast af þekkingu hverra á öörum, en sólóin helsti veik- leiki þeirra enn sem komið er, en meö aukinni reynslu og æfingu er enginn vafi á aö þar veröa framfarir. Kvölda tekur er áheyrileg plata, kannski heldur róleg í heildina, en nógu góö til aö spennandi verður aö sjá hvaö kemur næst frá Nýja kompaní- inu. HK. Nýja kompaníið. Stevie Winwood - TalkingBack To The Night: GÓUR SPRETTIRINN Á MIUJ Það telst ávallt til tíðinda þegar Stevie Winwood sendir frá sér nýja plötu, bæði er aö maðurinn er óhemju- vinsæll og svo er hann frábær laga- höfundur og hljóöfæraleikari. Nýjasta plata hans, Talking Baek To The Night, hefur nú litið dagsins ljós, aðdá- endum hans til hinnar mestu ánægju. Stevie Winwood er einn hinna fáu sem hófu feril sinn í upphafi sjöunda áratugarins sem ennþá er nógu frjór tónlistarmaöur til að vert sé aö fylgjast með honum, en það verður ekki sagt um marga kollega hans frá bítlatímabilinu svokallaöa. Allt frá því aö hann hóf feril sinn meö Spencer Davis Group, sem hálfgert undrabam, hefur hann verið í fremstu röö breskra tónlistarmanna. Margt af því sem hann geröi meö Traffic stendur enn vel fyrir sínu. Talking Back To The Night er mjög persónuleg plata, ekkert sem kemur á óvart enda er hann nánast einn síns liðs á plötunni. Stevie Winwood stjórn- ar upptökum á lögum sínum sem hann hefur gert í samvinnu við Will Jennings, syngur einn og sþilar á öll hljóðfærin sjálfur, aö því er ég held. Stevle Winwood. Eins og oft vill verða þegar tónlistar- maöur gerir allt sjálfur, og svo til eng- inn annar kemur nálægt plötugeröinni, verður útkoman oft einhæf. Má þar benda á þær tvær plötur Paul McCartneys sem hann gerði einn, o^ féllu báöar í þá gildru aö vera svo per- sónulegar að áheyrandinn fékk lítið út úr þeim, þetta á einnig við um Talking BackToTheNight. Þrátt fyrir góöa spretti inn á milli' nær Stevie Winwood aldrei aö halda at- hygli áheyrandans alla plötuna, til þess er hún of einhæf. Nú er ég ekki aö segja að platan sé léleg, hún er frekar í hærri gæðaflokknum af því sem er á boöstólum þessa dagana, en þegar listamenn í sama gæðaflokki og Stevie Winwood senda frá sér hljóm- plötu ætlast maður alltaf til mikils af þeim og því er manni hættara við aö vera dómharður á framleiðslu þeirra en annarra minni spámanna. Talking Back To The Night hefur aö geyma níu lög og af þeim eru tvö virkilega góö. Eru þaö lögin Valerie og Help Me Angel, önnur lög eru ekki eins eftirminnileg, útsetningar oft einhæf- ar, og þótt söngur Stevie Winwood bregöist ekki, þá ná þau ekki að vera nógu eftirminnileg. Stevie Winwood á langa frægöar- sögu aö baki og þótt Talking Back To The Night teljist ekki meðal hans bestu verka þá er ekki annaö hægt að ætla en ferill hans haldi áfram meö sama glæsibragogáhonumhefurverið. HK. Time Bandits — Time Bandiis: HOLLENSK SUPERGRUPPA SERHÆF1R SIGIFOTMENNT Skyldi þaö ekki vera draumur allra hljómsveita utan hins engilsaxneska markaöar aö slá einmitt þar í gegn? í Bretlandi og Bandaríkjunum bíður heimsfrægöin aö margra mati og hvergi annars staðar. Hinar örfáu undantekningar ná aðeins að sanna regluna. Þetta vita poppgrúppur á meginlandi Evrópu mætavel og því er málum þannig háttað aö þegar hljómsveitum þar tekst óvenjuvel upp er leitað hófanna hjá risunum tveimur og í nágranna- löndunum sömuleiöis. Gjarnan fylgja Kanada, Ástralía, Suöur-Afríka og Japan meö í pakkanum. I sumar reyndi hollenska popphljóm- sveitin Time Bandits aö slá þannig í gegn. Og tókst víst þokkalega.Platan hét eftir höfundum sínum og var fyrsta stóra platan frá þeim. Mér sýnist í fljótu bragöi að Time Bandits hafi á sér nokkurn „súpergrúppu” stimpil meöal hoUenskra. Þar skriöu saman fjórir drengir sem alhr höföu áöur skapaö sér nafn á öðrum vettvangi. Fyrstan skal telja söngvarann, gítaristann og aðallagasmiöinn AUdes Hidding sem var sólóstjarna meöal hoUenskra. Bassistinn Peter Smid haföi verið með hljómsveit sem kallaði sig The Houseband og átti diskóhit í Bandaríkjunum hér í eina tíð. Tommy Baehmann trommari er svissneskur aö ætt og uppruna en haföi áöur en hann gekk í Time Bandits leikið meö mörgum stórum nöfnum í HoUandi. Og loks hljómborösleikarinn mans sem einnig hefur Time Bandits. Otto Cooy- mörgum hljómsveitum, sú síöasta á Sem sagt, einavalaUÖ á hoUenskan leikið með undan Time Bandits hét HoUander. mæUkvaröa. En þá er nú komið aö plötunni sjálfri. Þar eru 9 lög aUs og músík- stílnum má lýsa þannig: „melódískt diskópopp meö nýrómantísku ívafi”. Time Bandits eru því fremur nútíma- leg diskógrúppa og aö því er virðist ekki ómerkari heldur en margar fræg- ari hljómsveitir meöal engUsax- neskra. Á plötunni eru meöal annars þrjú hit-lög hljómsveitarinnar (en vart þarf aö taka fram aö alUr textar eru á ensku) sem öU eru eftir Hidding. Lögin þrjú eru í sjálfu sér ekkert slæm og meira að segja er Live It Up örugglega eitt besta danslag sumarsins. Hin hit- lögin heita Lookin’ Out og Sister Para- dise. önnur lög standa þessum þremur nokkuö aö baki. Kapparnir reyna fyrir sér í fönkinu í laginu Good Timin’ og tekst svona miölungsvel upp. Þá vU ég geta um „instrumental” lagið Cues Part 2 þar sem bregður fyrir skemmti- legumkafla. Fjórmenningamir spUa ágætlega á hljóðfærin sín þótt svo snUldartaktar séu engir. Hidding sjálfur sér um söng- inn. Stundum minnir hann mjög á Stevie Wonder en það er bara stundum. Hidding er nefnUega væmn- ari, tUgerðarlegri og óagaörí. Eigin- lega leiðinlegur stundum. Time Bandits er því danshljómsveit/ — plata númer eitt, tvö og þrjú og ekkert slæm sem slík. En hún er heldur akkúrat ekkert meira. Bestulög: Hit-löginþrjú. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.