Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Page 10
10 Útlönd Útlönd DV. MANUDAGUR 25. OKTOBER1982. Útlönd ALVA MYRDAL FETAÐI í FÓTSPOR BÓNDANS — hjónin Alva og Gunnar Myrdal hafa nú bæði hlotið nóbelsverðlaun „Nú veröur samræmi í fjölskyld- unni,” sagði hinn 83 ára gamli Gunnar Myrdal er fréttamenn inntu hann álits á því aö eiginkonu hans, Ölvu, hefðu verið veitt friöarverð- laun Nóbels. Sjálfur hafði Gunnar nefnilega fengið nóbelsverðlaunin í hagfræðiárið 1974. Viðbrögöin í Svíþjóð voru yfirleitt á þá leið að það hefði verið tími til kominn að Alva fengi friðar- verðlaunin. Hún hefði margsinnis áður verið nefnd meðal þeirra sem Uklegastir væru til að fá þau og ekki hefði verið verjandi að ganga enn einu sinni framhjá þessum mikla friðarpostula Svía. Sjálf lýsti Alva mikilli ánægju með að verðlaununum skyldi deilt milli hennar og Alfonso Garcia- Robles, utanríkisráðherra Mexikó. Hún sagöi að það væri á margan hátt skemmtilegra heldur en ef hún hefði fengið verðlaunin ein. „Við höfum unnið mikið saman að afvopnunar- málum. Hann er góður vinur minn og land hans (Mexíkó) er kjarnorku- vopnalaust og utan hernaðarbanda- laga eins og mitt land. ” „ölvu bar óskipt verðlaun" Ekki voru þó allir Svíar samþykkir ölvuum ágæti þess aö verðiaununum skyldi deilt. „Alva Myrdal hefði átt að fá verðlaunin óskipt,” sagði t.d. í leiðara Expressens, útbreiddasta dagblaðs Svíþjóöar 14. október. daginn eftir að skýrt var frá því hverjum verðlaunin hefðu fallið í skaut. Leiðarahöfundur sagði að út- hlutun friðarverðlaunanna væri mis- heppnuð í þrjú af hverjum fjórum skiptum og svo hefði einnig verið nú. „Ekki þarf að upplýsa neinn hér á landi um að Alva Myrdal hefur ára- tugum saman unnið fómfúst starf að afvopnunarmálum og barist gegn tilvist kjamorkuvopna,” sagði Gunnlaugur A. Jónsson skrifarfrá Svíþjóð ennfremur í leiðara Expressens. „En úthlutun verölaunanna hefur á sér svipmót málamiðlunar. Það er eins og úthlutunamefndin vilji segja að kandídatamir tveir hafi hvor um sig ekki uppfyllt kröfurnar en til samans með því að bæta hvor annan upp séu þeir fulltrúar fyrir eitthvað semberiaðverðlauna... Tvösaman virðast þau par diplómata sem af færni og fagmennsku hafi meðhöndl- að þær reglur sem gilda í alþjóðleg- um samningum, skilið þá sálfræöi, þær umgengnisven jur og þá rökfræði sem úrslitum ræður. En Alva Mjrdal er miklu meira en þetta. Fyrst og fremst hefur hún þann eldmóð sem þarf til að láta ekki staönæmast frammi fyrir því sem virðist ómögu- legt. Hún hefði átt að njóta heiðurs- ins ein og það heföi verið hylling við hugmyndina um friðarbaráttu, sprottna af djúpri þekkingu og heit- umvilja.” „Walesa átti verðlaunin skilin" Fleiri Svíar urðu til aö gagnrýna val Nóbelsnefndarinnar þrátt fyrir að flestir samgleddust ölvu. Einn fjölmargra sem vonast hafði til að Pólverjinn Lech Walesa fengi verðlaunin er Ernst Klein, einn kunnasti dálkahöfundur Expressens bæði á sviði utanríkis- og menningar- mála. Spurningunni um hvort hægt sé að segja að Walesa hafi unniö mál- stað friðarins gagn s varar hann svo: ,,Ég hika ekki við að svara því ját- andi. Aldrei má líta á frið bara sem andstæðu stríðs. Raunverulegur friöur er aldrei mögulegur í heimi þar sem menn eru meðhöndlaöir sem skepnur af valdhöfum sem ekki byggja vald sitt á neinu öðru en beru ofbeldi. Þess vegna er aldrei unnt að skilja baráttuna fyrir friði frá bar- áttunni fýrir mannlegum réttind- um... Nóbelsnefndin kaus að verðlauna þá friðarbaráttu sem ekki reynir að ráðast að rótum árekstr- anna heldur einbeitir sér eingöngu að vopnum sem orsökum striðs. .. Ekkert bendir til að verðlauna- veitingin muni leiða afvopnunar- viðræðumar millimetra nær árangri.” Sjálf er Alva Myrdal hins vegar bjartsýn á að barátta friðarhreyfing- anna muni skila árangri og verð- launaféö, 675 þús. norskar krónur, mun hún nota til að styðja við bakið á þeim hreyfingum sem mótmæla víg- búnaðarkapphlaupinu. GAJ, Lundl. Alva Myrdal, áttræður nóbels verðlaunahaf i og öfiugur talsmaður f riðarhreyf inganna ásamt bónda sinum, Gunnari Myrdal, 83 ára. Hann hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1974. 71ÁRIEFTIR NÓTT- INA í SVEFNSÓFANUM —málaferli hafin vegna ástarævintýris á Skáni árið 1912 „Það var svo þröngt að ég komst ekki hjá því að verða vör viö hvað átti sér stað.” Það er 88 ára gömul kona sem segir frá og atvikið sem hún talar um átti sér stað á svefnsófa á bóndabæ á Skáni fyrir löngu, löngu síðan. Það var árið 1912 og hún var þá aðeins sautján ára gömul. Hún var vinnukona á bænum og deildi sóf- anum með annarri vinnukonu, jafn- öldru sinni. Umrædda nótt voru þau þrjú í sófanum. Sautján ára gamall piltur, sem var vinnumaður á bæn- um, var ástfanginn af vinstúlku hennar og sú ást var endurgoldin. Innan skamms mun undlrréttur í Hassleholm á Skáni dæma i barnsfaðernismáli þar sem vitni hinnar 88 ára gömlu konu kann að hafa úrslitaáhrif. Það er sjötiu ára gömul kona sem vonast til að fá vitneskju um hver faöir hennar var. Báðar höfuðper- sónurnar í ástarævintýri þessu eru þegar Iátnar. Eftir er bara vitni sem er ekkert spennt fyrir því að rifja upp hið 71 árs gamla atvlk úr hinum ofmannaða svefnsófa. Vinnumaöurinn ungi vildi á sinum tíma kvænast hinni ungu móður en faðir hans var þeirrar skoðunar að hann væri ekki nægilega þroskaður til að ganga í hjónaband og keypti hann undan skyldum faðernisins og sendi stráksa á brott. Hann kom nokkrum árum siðar heim aftur en biðin var þá orðin of löng fyrir kær- ustu hans og hún hafði gifst öðrum og cignast annað barn. Engu að siður óx dóttirin, sem nú stendur á sjötugu, upp í þeirri trú að vinnumaðurinn væri faðir henn- ar. Hún var sannfærð um að sú trú hennar styddist við kirkjubækur.' Hún hefur nú sér til undrunar komist að því að svo er ekki. Hún hefur allan tímann borið það sem hún taldi vera eftirnafn föður síns. í kirkjubókun- um hefur hins vegar verið strikað yf- ir þaö en nafn móður hennar sett í staðinn. Astæðu þess hefur enginn getað upplýst. Vinnumaðurinn fyrrverandi lést í fyrra. Þá vellauðugur verksmiðju- eigandi. Sú dóttir er hann eignaðist innan hjónabands haföi aldrci heyrt að hún ætti hálfsystur og visar kröf- um hinnar sjötugu konu til baka. 1 Það er þess vegna sem undirrétt- urinn í Hassleholm hefur boðað hina 88 ára gömlu konu til að vitna um hvað gcrðist i svefnsófanum fyrir 71 Útlönd Kóngur olli von- brigðum hjáÞjóð- verjum Karl Gústaf, konungur Svía, var á dögunum í heimsókn í Vestur-Þýska- landi ásamt Sylvíu, sinni þýsku eigin- konu. Kóngur vakti mikla athygli er hann kom fram í sjónvarpi meöan á heim- sókninni stóð fyrir að tala ensku. Olli þetta Þjóðverjum vonbrigðum eftir því sem f jölmiðlar í Svíþ jóð hafa skýrt frá. Heimamenn áttu von á aö konungur væri sæmilega talandi á þýsku enda var móöir hans þýsk og hann sjálfur er kvæntur þýskri konu. Silvía drottning vekur á hinn bóginn mikla athygli fyrir góöa málakunnáttu hvar sem hún kemur enda er sagt aö hún tali ekki færri en fimm tungumál reiprennandi. GAJ, Lundi Ingmar Bergman krefst betrí borgunar Ingmar Bergman á nú í útistöðum við Samtök kvikmyndaiðnaðarins, SF. Bergman vill fá betri borgun frá sam- tökunum heldur en þau telja að þeim beriaöborga. I ágúst í fyrra seldi SF sænska sjón- varpinu 22 af kvikmyndum Bergmans. Hann hefur enn ekki fengið eyri greiddan frá SF af þeirri upphæö sem SF fékk frá sjónvarpinu. Ástæðan er sú aö ágreiningur er um hversu mikil sú greiðsla eigi að vera. I samningi Bergmans við SF er aö finna grein þar sem kveðið er á um að honum beri bætur ef SF selur eitthvað af myndum hans til sjónvarpsins. Ágreiningurinn nú er að því er sænska blaðið Expressen segir sá að Bergman vill fá misjafnlega mikið fyrir myndir sínar en SF vill borga honum jafnt fyr- ir þær allar. Gerðardómur mun í nóv- ember fjalla um mál þetta. GAJ, Lundi Bodström tekinnað vekja ásér athygli k Ekki kom skipan neins ráöherra í stjórn Olofs Palme jafnmikiö á óvart og skipan utanríkisráðherrans Lenn- art Bodström. Aður hafði hann nefni- lega sáralítið nálægt stjórnmálum komið og var ekki einu sinni flokks- bundinn sósíaldemókrati. Fæstir vissu hver þessi Bodström var þegar Palme tilkynnti að hann hefði orðiö fyrir valinu sem utanríkis- ráðherra. Nú er Bodström hins vegar tekinn að vekja á sér athygli. Er hann flutti sína jómfrúrræðu á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku réðst hann gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna á þann hátt að einn af fastafulltrúum Svía hjá S.Þ. krafðist þess án árangurs aö utanríkisráðherr- ann breytti ræðu sinni. Bodström sagði m.a.: „I Mið-Amer- íku hefur aldalöng kúgun leitt til bylt- ingarástands. Það er fjarstæðukennt að halda því fram að verkamennirnir, bændurnir, stúdentamir og miðstétt- irnar í Nicaragua, E1 Salvador og Guatemala hafi risið upp vegna þess að eitthvert útlent stórveldi, Bandarík- in, leikur þýðingarmesta hlutverkið þegar um það er að ræða að styðja við bakið á harðstjórum sem eru að falli komnir.” Talsmenn Bandaríkjastjóm- armótmæltu ræðunni harðlega. GAJ, Lundi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.