Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 36
44 DV. MANUDAGUR 25. OKTOBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Marilyn Monroe: Skrifaði ijóð i dagbókina sína. Dagbók Marílyn Monroe Löngum var talið að Marilyn Monroe hefði haldið dagbók þótt ekki væri unnt að finna hana að henni látinni. En nú er dagbókin loks komin í leitimar eftir 20 ár. Segir leikarinn Ted Jordan að hann hafi grafið hana í jörð niður í Lancast- er, Ohio,áriöl962. Sl. sumar hélt leynilögreglumaður- inn Milo Sperigilo því fram að Marilyn hefði verið myrt af fulltrúum CIA. Sagðist hann hafa sannanir þess efnis. Opinberlega var talið að leikkonan hefði látist af of stórum lyfjaskammti. ■ Speriglio segir aö Marilyn hafi trúað dagbókinni fyrir þvi aö CIA ætlaði aö láta myrða Castro Kúbuleiðtoga. Hafði hún frétt þetta hjá þáverandi dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, Robert Kennedy. Réttarlæknirinn Lionel Grandison sagðist einnig hafa flett bókinni áður en hún hvarf og staðfestir hann sögu leynilögreglumanns- ins. Grandison segist hafa verið t neyddur til að undirrita falskt dánar- vottorð fyrir Marilyn. Einnig er sagt að lögreglumaðurinn sem kom fyrstur til íbúðar Marilyn hafi fundið þess merki að einhver hafi gert húsleit hjá henni. Eftir allar þessar morðfullyrðingar sl. sumar buðu yfirvöld rúma milljón króna í verðlaun þeim til handa sem fundið gæti dagbókina. Og nú hefur Ted Jordan komiö henni fram í dags- ljósið. Ted Jordan segist hafa verið elsk- hugi filmstjömunnar á fimmta ára- tugnum. Og fyrir 22 árum lagði hann Ted Jordan: Segist hafa verið elsk- hugi Marílyn á fimmta áratugnum. að eigin sögn dagbók hennar ásamt öðmm munum í skartgripaskrín og gróf það niður í nágrenni við heimili sittíOhio. Jordan vill þó ekki taka undir morð- tilgátuna, heldur þvert á móti. — Mér finnst kominn tími til að binda enda á allar þessar sögusagnir, segir hann. — Ég vil að Marilyn fái að hvíla í friði. Þess vegna hef ég ákveðið að láta dagbókina í hendur yfirvöldum „Rauða" dagbókin hennar Marilyn: Lá grafin i skríni i 22 ár. í Kaliforníu. Hún inniheldur nefnilega' ekki annað en nokkur ljóð og heimilis- föng fólks sem er alveg laust við að vera dularfullt eða líklegt til að standa í sambandi við morð. Þolinmæði þrautir vinnurallar Fyrir 29 árum reyndi Betty Tudor frá Exeter í Englandi að þreyta öku- próf en hún stóðst ekki prófið. Hún vildi þó ekki gefast upp við svo búið. A næstu ámm tók hún 300 kennslu- stundir og reyndi 11 sinnum við próf, en árangurslaust. Þá voru 3 aksturs- skólar búnir að neita að taka hana í kennslu og einn ökukennari var flutt- ur á sjúkrahús með taugaáfall eftir að hafa gert tilraun til að kenna henni. En í síöustu viku tókst Betty (51 árs) loks að ná hinu langþráða prófi — í 13. tilraun. Betty rekur veitinga- hús í Exeter ásamt manni sinum og var haldin mikil veisla þar í tilefni ■ökuprófsins. Fullyrti maður hennar, Tom Tudor, að hann væri þrátt fyrir allt ekkert hræddur við að láta konu sína aka sér í framtíðinni. Ný bamastjarna f Ameríku Ameríka hefur nú loks fengið nýja bamastjörnu sem þykir verðugur arf- taki Shirley Temple. Heitir nýja stjarnan Bridget Andersen, 7 ára gömul og 105 cm á hæð. Ekki er Bridg- et heldur dónalega ættuö, því hún er af sama slekti og danska ævintýraskáldið fræga, H.C. Andersen. Voru það lang- afi hennar og langamma sem fluttu til Ameríku á tímum heimsstyrjaldarinn- arfyrri. Bridget var ekki nema tveggja ára þegar hún fói að auglýsa fyrir þekkt fyrirtæki í sjónvarpinu eins og t.d. McDonalds, símafyrirtækið Bell og leikfangaframleiöandann Matell. Varð kaupiö hennar brátt 1000 dalir á dag. 7 ára gömul tekur hún tifalda þá upphæö fyrir að koma fram í smáhlutverki í kvikmynd en fyrir hlutverk sitt í myndinni Savannah Smiles, sem frum- sýnd verður í Bandaríkjunum um jól- in, fær hún 50.000 dali. Segja þeir sem hafa séð hana leika að hún sé jafnvel betri en Shirley Temple var á sínum tíma. Bridget Andersen lærir allan texta á ótrúlega stuttum tima enda reyndist hún hafa gáfnakvótann 158 við mæling- ar á gáfnaprófi. Til samanburðar má geta þess að meðalkvótinn er 100 og af- burðasnillingurinn Einstein hafði gáfnakvótann 185. Foreldrar hennar segja að þær svim- andi háu upphæðir sem Bridget vinnur sér inn séu allar settar í bankann og eigi aö geymast þar til Bridget þarf á peningum aö halda til að kosta skóla- göngu sína. Þeir vilja nefnilega að dóttirin „læri eitthvað almennilegt” þegar þar að kemur. Bridget Andersen: Stórauðug þótt ekki sá hún há iloftinu. John James leikari tekur á afmiklum krafti. En afíeiðingamar oru ahrariegar, — hann brenndist illilega á hendi. REIPTOG BANDA- RÍSKRA SJÓN- VARPSSTÖDVA Bandariskar sjónvarpsstöðvar eiga í mikilli samkeppni hverjar við aðrar. Ekki nóg meö aö þær bítist um áhorfendur og auglýsingar heldur standa þær i meiriháttar slag. A dög- unum héldu þær sameiginlega reip- togskeppni og gerðu út um sin mál. ABC sjónvarpsstöðin sigraði glæsi- lega. Fremstur í flokki stjömuprýdds liðs fór John nokkur James, leikari í geysi-vinsælum framhaldsþætti sem heitir Dynasty. Ofsinn var svo mikill að John James brenndist svo alvar- lega á hægri hendi að flytja varð hann á sjúkrahús „meðdet samme”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.