Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Qupperneq 6
6 DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982. 'i Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neyten Feröir til fjarlægra heimshoma — hvert fara skammdegishrjáðir landar ? Nú þegar vetur er nýgenginn i garö, hrellir marga tilhugsunin um frosthörkur og myrkur. Aörir láta skammdegiö lítt á sig fá, taka tapp- ann af lýsisflöskunni og bíta á jaxl- inn. Hver árstíö hefur líka sínar björtu hliöar, veturinn eins og hinar. >6 er það viðurkennt aö viö Islend- ingar veröum obboölitiö þrúgaöir í skammdeginu. Þaö er talaö um að okkur vanti vítamin, og flestir sem vettlingi geta valdið næla sér í orku sólargeislanna, þá sjaldan sólin skín. Stutt sumarið hér á landi nægir í flestum tUfellum ekki tU aö safna vítamínforða fyrir langan og strangan vetur. Og ekki lýsið heldur. Því hafa margir Islendingar séð viö Kára. Þeir hafa sótt tU fjarlægra staöa á hnettinum, þar sem sólin skín daglangt, á meöan Kári er viö völd á Fróni. Þeim sem tök hafa á aö njóta sumars hér og sækja sumarauka út i heim fjölgar ár frá ári, að sögn ferðaskrif stof umanna. Margir atvinnurekendur hafa hin síöari ár lagt áherslu á vetrarfrí starfsmanna, telja báöa aöUa ánægð- ari séu möguleikar á vetrarfríum fyrir hendi. En hvert leggja þessir feröalangar leiö sína og hvaö kostar sumaraukinn og tilbreytingin? Hvaöa ferðamöguleikar eru í boöi hjá íslenskum feröaskrifstofum? Þegar þessar spurningar höfðu vaknaö lá best viö aö hafa samband við feröafrömuöi landsins og leita svara. Flestar feröaskrifstofur bjóða upp á skíöaferöir, meðal annars tU Austurríkis með Flugleiðum. Puerto Rico — Kanaríeyjaferöir eru líka skipulagöar i samvinnu við íslensku flugfélögin, Flugleiöir og Amarflug. Auk þess sem feröaskrifstofurnar bjóða upp á ótal ferðamöguleika bæði fyrir einstaklinga og hópa innanlands — sem utan, eru skipu- lagðar feröir á vegum Flugleiða og Amarflugs. Vetrar-feröalangar sækja yfirleitt í streitulaus sólböö, framandi umhverfi og tUbreytingu. TU að sameina þetta þrennt þarf aö leita um langan veg, og líka að seUast í bankabókina. Ekki geta allir hugaö að langferöum og myndu láta sér nægja styttri ferðir og gera auðvitað. Ef þú ert feitur, stressaöur eöa þarfnast tUbreytingar — segja þeir í auglýsingunni frá Hótel Húsa- vík, þá er heUsuvika þar á bæ lausnin. Kostar heUsuvikan fyrir manninn um fimm þúsund krónur. Ferðir til fjarlægari heimshorna fyrir skammdegishrjáöa Islendinga erumáUö sem efst á baugi er í dag og hér á eftir fara svör hinna ýmsu ferðafrömuða sem leitaö var svara hjá. Tekið skal fram aö einnig var leitaö tU Samvinnuferöa- Landsýnar og Ferðaskrifstofunnar Olympo. Svör frá þeim aöilum voru á þá leið að öU almenn ferðaþjón- usta væri í boði, selt í hópferöir á vegum flugfélaganna og einstaklingsferðir eins og hjá öðrum feröaskrifstofum. -ÞG. Ferðamiðstöðin: Kringum jöröina á 26 dögum „Viö skipuleggjum og seljum í ferðir til aUra heimshorna og þá í samvinnu viö erlendar feröaskrifstofur, bæði fyrir hópa og einstaklinga,” sagði Islaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Feröamiöstöövarinnar. „Vin- sælar hafa veriö feröir tU Marokkó í gegnum Luxemborg. Það er flogið með Flugleiðavél til Lux og gist þar eina nótt og síðan flogiö með Lux-Air til Marokkó og dvaUð þar í vikutíma. Á heimleiö er gist í tvær nætur í Lux. Þessar feröir kosta um 13 þúsund krónur fyrir manninn.” „I samvinnu viö Arnarflug verður lagt í heimsreisu 17. desember. Feröin í kringum jöröina tekur 26 daga og kostar kr. 58.500 fyrir manninn í tveggja manna herbergi, kr. 7.600 er aukagjald fyrir eins manns herbergi. Fyrst liggur leiðin héöan tU Amster- dam — síöan Bangkok, ManUa, Tokýo, Hónólúlú, San Francisco, Las Vegas, New York og Amsterdam aftur. I þessari ferð, sem er byggö upp af Arnarflugi, verður íslenskur farar- stjóri.” Einnig kom fram hjá Islaugu aö hjá Ferðamiöstöðinni eru í boöi Puerto Rico feröir annan hvern þriöjudag í vetur á vegum Flugleiöa. Líka Kanaríeyjaferðir í gegnum Amster- dam og beint flug þangaö. Áramóta- ferö til Amsterdam meö Arnarflugi veröur farin 28. desember. -ÞG Möja heimsreisan — Kenýa í nóvember ,,Ferðir tU fjarlægra staöa hafa notiö talsverðra vinsælda hjá Utsýn. Viö leggjum upp í Kenýa-ferö 6. nóv- ember og veröa um 100 manns í þeirri ferö. Reyndar eru nokkur sæti laus enn,” sagöi Pétur Bjömsson, einn þriggja fararstjóra Utsýnar í fyrirhug- aöri Kenýa-ferð. ,,Árið 1980 var fariö í afmæUsferö Utsýnar tU Mexíkó og í fyrra tU BrasUiu. Þriðja heimsreisan er núna tU Kenýa. Stór hluti feröa- manna sem fara meö okkur í nóvem- ber fóru einnig í hinar tvær ferðirnar.” Pétur tók í sama streng og aðrir viö- mælendur aö straumur feröamanna í austurátt hefði aukist undanfarin^ár. Margir ferðalangar heföu sótt tU land- anna við Miðjarðarhafið í gegnum tíö- ina, en þeir hinir sömu kysu nú aö leita til fjarlægari staöa. Þaö kom einnig fram í máli annarra starfsmanna hjá Utsýn að töluverð aukning væri á við- skiptaferöum til Austurlanda. Fyrir einstaklinga eru ferðamöguleikar margir meö hinum ýmsu erlendu feröaskrifstofum sem Utsýn hefur samvinnuvið. Heimsreisumar þrjár, tU Mexikó, BrasUíu og nú tU Kenýa, hafa veriö skipulagöar frá gmnni af Utsýn og þátttakendur eingöngu frá Islandi. Feröin til Kenýa kostar fyrir einstakl- ing tæpar 30 þúsund krónur og veröur farið sem fyrr segir 6. nóv. Komið tU baka 24. sama mánaöar. Flogið verður héðan til London og þaöan tU Nairobi. „1 Nairobi veröur gist í tværnætur,” sagði Pétur Bjömsson er hann var spuröur nánar um ferðatilhögunina. „Þaöan veröur fariö í þriggja daga safaríferö í þjóögaröana Amboseli og Tsavo. Garöarnir eru friölýstir og eina vopnið sem menn hafa í þessum veiði- feröum em ljósmyndavélar. Að lokinni safaríferöinni veröur haldiö tU Mombasa og dvaUö í 12 daga á Diani ströndinni rétt fyrir utan borgina Mombasa. Völ er á mörgum skoöunar- feröum á þessum slóöum og mannlíf er fjölbreytt.” Fariö veröur sömu leið til baka áleiö- is til Islands. I London verður ver- iö einn dag og möguleikar á fram- lengingu dvalar þar. 1 ferðinni er hálft fæöi innifaUð, auk fargjalda og gistingar. Reyndar er fuUt fæði einnig innifaUð þá daga sem fariö verður í safaríferöina. Hitastig í Mombasa á þessumárstíma er 30 gráöur (lofthiti). Á vegum Utsýnar er fimmtán manna hópur um þessar mundir í 17 daga Ind- lands- og Nepalferö. Sú ferö kostaði 41 þúsundkrónur. -ÞG Atlantik: Kamival í Ríó — sigling með Maxim Gorki „Mér finnst aö áhugi fyrir vetrar- feröum sé aö koma aftur hjá fólki. Miðað viö fjölda ferðamanna sem lögöu leiö sína til Kanaríeyja fyrir nokkrum árum hefur eftirspurnin frek- ar veriö í lægö, en er aö aukast aftur,” sagöi Oli Antonsson, sölustjóri hjá f eröaskrifstofunni Atlantik. „Viö erum meö eina sérstaka ferö á okkar vegum í febrúar, en þaö er kamival í Ríó og sigling meö lúxus- farþegaskipinu Maxim Gorki. Ferðin hefst 9. febrúar og stendur yfir í 26 daga. Fyrst er flogið héðan til Frankfurt og þaöan til Recife í Brasi- liu. Þar hefst siglingin. En dvaliö er um kyrrt í 4 daga í Rio de Janeiro og stendur þá yfir karnivalhátíöin. Af viðkomustöðum á siglingunni get ég nefnt Santos í Brasilíu, og Salvador Bahia. Siglt veröur þvert yfir Atlants- hafiö til Senegal, síðan til Las Palmas á Kanaríeyjum, Casablanca í Marokkó og endar siglingin í Genúa á ítalíu. Þaöan er fariö meö lest til Frankfurt og flogiö heim.” Verö á þessari ferö er tæpar 32 þús- und krónur og innifalið i verðinu er flug, gisting og fæði. Miöast þetta verö viö tveggja manna klefa. Skipið sem siglt verður meö (Maxim Gorki) er búiö öllum hugsanlegum þægindum sem feröamenn geta kosið, afþreying af flestöllu tagi um borð. Islenskur fararstjóri veröur meö í feröinni. „Viö erum líka meö jólaferö til Day- tona Beach á Florida,” sagöi Oli Antonsson ennfremur. ,,Sú ferð verður farin í kringum 20. desember og verður í hálfan mánuö. Kostar hún um 18 þús- undkrónur.” Eins og hjá fleiri feröaskrifstofum er einnig selt í Kanaríeyjaferðir (bæöi beint flug og í gegnum Amsterdam), og Puerto RicoferðFlugleiöa. Sagöi Oli einnig aö alltaf væri stööugur straum- ur fólks sem færi í styttri helgarferðir og eins einstaklingar sem færu á ráð- stefnur og sýningar erlendis á vegum Atlantik. -ÞG Polarís: Hnatt- og Ameríku- reisur — klæðskerasniðnar eftirþörfum „Hnattreisa með Flugleiöum og Pan American svo og Ameríkuflug er það tvennt sem hæst ber hjá Polaris,”. sagöi Pjetur Már Helgason, fram- kvæmdastjóri feröaskrifstofunnar Polaris. Nýlega var rekstri Polaris hf. breytt, en fyrirtækið hefur haft á hendi söluumboð fyrir Pan American flugfé- lagið á Islandi í nokkur ár. Nú hefur veriö fariö meira yfir í almennan ferðaskrifstofurekstur og annast feröaskrifstofa Pólaris alla almenna feröaþjónustu. „Hnattferöin er einföld í sniöum, hún er raunar klæöskerasniöin eftir hverj- um ferðamanni,” sagöi Pjetur Már. „Farþegarnir ákveöa sjálfir, hvaða lönd og borgir þeir heimsækja og hve lengi dvaliö er á hverjum staö. Lengd ferðarinnar er frá 14—180 dagar. Héöan er flogið meö Flugleiöavél til London og síöan flogiö meö Pan Am í austur- eöa vesturátt. Viökomustaðir eru ótakmarkaðir og eins vegalengdir. Veröið erfrá kr. 29.880.” Innifaldar í þessu veröi eru eingöngu flugferðir. Fyrstu flugleiöina með Pan Am þarf að panta með að minnsta kosti 3ja vikna fyrirvara og jafnframt þarf aö vera búiö aö ákveöa þá, hvaða borgir veröa heimsóttar. I hnattreis- unni er hægt aö hafa allar flugleiöir pantaðar eöa „opinn” farseöil, eftir fyrstu f lugleiö meö Pan Am. Við spurðum Pjetur um greiöslu á gistingu í hnattreisu hvort greiöa mætti hana í íslenskri mynt og hvort einhverjar tölur væri hægt að nefna í því sambandi. „Þaö er ekkert mál aö greiða allar gistingar hér heima áður en lagt er af staö og í íslenskum krónum. Einu tölur sem hægt er að nefna eru meðaltalstöl- ur og segja til dæmis aö í borgum kosti gisting á tveggja manna herbergi um 80 dali en helmingi minna á strand- hótelum,” svaraöi hann. (80 dalir tæparkr. 1.400.-). Ameríkuboö Pólaris er ótakmarkað flug meö Pan Am innan Ameríku og er flug meö Flugleiöum frá Keflavík vest- ur um haf innifalið. Verðiö er kr. 13.850. Ferðalangar ráöa sjálfir hvert þeir fara og hve lengi þeir dvelja á hverjum stað, en lengd feröar er frá 5—90 dagar. Hér er sama fyrirkomu- lag og á hnattreisunni, aöeins fargjöld innifalin, og meö fyrirvara þarf aö ákveöadvalarstaði. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.