Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 14
MOTOROLA
Alternatorar
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Asabraut 4 í Keflavík, þingl. eign Birgis
Sveinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar
rikisins, Veðdeildar Landsbanka Islands, Jóns G. Briem hdl. og fleiri
miðvikudaginn 27. okt. 1982, kl. 10.30.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
HefUbekkir
Lárus Jónsson hf.
Laugarnesvegi 59 Rvík.
Simi37189.
Lengd 130 cm, og 212 cm,
fyrírliggjandi.
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi:
RARIK—82040 Aflspennar.
Opnunardagur: Þriðjudagur 30. nóvember 1982,
kl. 14.00.
RARIK—82045 Stauraspennar.
Opnunardagur: Þriöjudagur 30. nóvember 1982,
kl. 14.00.
RARIK—82046 Rafbúnaöur í dreifistöðvar.
Opnunardagur: Þriöjudagur 16. nóvember 1982,
kl. 14.00.
RARIK—82049 Vír fyrir háspennulínur.
Opnunardagur: Þriðjudagur 23. nóvember 1982,
kl. 14.00.
RARIK—82050 Götugreiniskápar ásamt tengibúnaöi.
Opnunardagur: Fimmtudagur 18. nóvember
1982, kl. 14.00.
RARIK—82051 Afl-og stýristrengir.
Opnunardagur: Fimmtudagur 2. desember 1982
kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma, og verða
þau opnuö á sama staö að viðstöddum þeim bjóöendum er þess
óska.
Utboðsgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 26. októ-
ber 1982, og kosta kr. 25,- hvert eintak.
Reykjavík 21. október 1982
Rafmagnsveitur ríkisins
_______' _______DV, MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982.
Askan og eldurinn—2. grein
FEÐRAVELDIÐ
29.9. ’82 kom í blaöinu fyrsta grein
mín af f jórum sem allar eiga aö bera
yfirskriftina Askan og eldurinn. Efni
þeirra er þróun feðraveldis/patri-
arkats um 400 ára skeið eða frá því um
aldamótin 1600 til okkar daga og um
afleiðingar þeirrar þróunar fyrir
konur. I fyrstu greininni ræddi ég aðal-
lega spuminguna: Hvers vegna urðu
konur vandamál? I þessari grein fjalla
ég fyrst um skilgreiningar á hugtakinu
feöraveldi/patriarkat en ætla því
næst að lýsa í megindráttum einkenn-
um hins foma feðraveldis. Breytingar
á feöraveldinu verða teknar fyrir í
þriðju greininni og í þeirri síðustu mun
ég taka til umf jöllunar lausnimar tvær
á vandamálum nútímakvenna.
Faðirinn
Eg hef undanfarið talsvert notað
oröið karlaveldi/patriarkat um það
valdakerfi sem útbreiddast er í
heiminum í dag. Þetta valdakerfi
byggist á hugmyndafræði hvítra karla
(yfirstéttar þeirra) og miðast fyrst og
síöast við markaðshagsmuni hins iðn-
og tæknivædda heims. Þetta valda-
kerfi viðurkennir ekki menningu
kvenna sem hefur tekið minni breyt-
ingum en karlamenningin undanfarin
300—400 ár. Völd kvenna eru því nær
engin og þær konur sem samt sem áður
láta aö sér kveða í heimspólitíkinni
hafa stokkið yfir í karlaheiminn og
tileinkað sér menningu hans en afneit-
aö (að mestu leyti a.m.k.) kvenna-
menningu. Þær eru steinsteypukonur.
Hvernig þeim reiðir þar af er svo
önnur saga sem ég mun e.t.v. ræða
síðar.
Umrætt valdakerfi hefur aö sjálf-
sögðu ekki fallið af himnum ofan. Það
á sér rætur í annarri menningu, öðru
hag- og valdakerfi sem um margt var
ólíkt því sem við búum við nú, en
einnig líkt um margt. Meðal annars er
í báðum kerfum að finna valda karia
yfir konum, burtséð frá stéttamun og
misjöfnum ytri aðstæðum.
Orðiö pater, sem partriarkat er
myndað af, er latneskt og merkir faðir
og því er réttasta þýðingin á orðinu
feðraveldi. Það er einnig sá skilningur
sem lengst af var lagður í hugtakið og
ekki að ófyrirsynju þar sem hin forna
skipan var veldi „feðra” nánast í orös-
ins fyllstu merkingu. Eg mun nú leitast
við að rekja hver voru megineinkenni
hins foma feðraveldis.
Við skulum staðnæmast í Pisa á
italíu árið 1610 þegar Galileo Galilei er
aö kynna lærisveinum sínum og fleiri
fræðimönnum nýjar niðurstöður af
rannsóknum sínum í stjörnu- og eðlis-
fræöi. Þá var hann búinn að smíöa for-
láta stjömukíki og í gegnum hann sá
hann m.a. landslagið á tunglinu og
bletti á sólinni. Eins og allir vita varð
Galileo síðar aö láta í minni pokann
fyrir feðraveldi kirkjiuinar og aftur-
kalla opinberlega niðurstööur sínar,
var settur í stofufangelsi en fékk að
halda þar áfram rannsóknum sínum.
Hann lést eftir níu ára vist í prísund-
inni, heill á sálinni en nýorðinn blindur
áriö 1642,78 ára gamall.
Að sigra
Því nefni ég Galileo Galilei til
þessarar sögu aö ég tel ekki vafa á að
rannsóknir hans marki tímamót í
þeirri menningarbyltingu sem þá var
fyrir allnokkru hafin í hinum gamla
heimi og kennd er við endureisn eöa
renessans (stafsett upp á íslensku). Þá
er ný hugmyndafræði að mótast og
ryðja sér til rúms og miklir atburðir
taka aö gerast. Æ fleiri karlar láta sér
ekki lengur nægja aö vera bændur og
yrkja jörðina, þeir vilja út aö skoöa
heiminn. Viðhorfin til náttúrunnar og
jarðarinnar sem fóstrar mannkyn fara
að breytast smám saman. 1 staö þess
aö fara vel með jörðina þykir nú rétt að
líta á hana sem óvin sem þurfi að
sigra. Sigra og brjóta undir sig á sama
hátt og áöur ókunnar menningarheild-
ir voru sigraöar og eyðilagðar. Það má
segja aö um þetta leyti hafi veriö lýst
yfir stríði á hendur jörðinni í nafni
nýrrar þekkingar og framfara.
Jafnframt þessu taka menn að afneita
flestum fomum sannindum, draga
vald feðranna í efa og setja sig upp á
móti ríkjandi þjóðfélagsskipan, hinni
fornu skipan sem oftast er nefnd
bændasamfélagið. Venjulega er talið
Galilei markaði tímamót.
Kjallarinn
Helga Sigurjónsdóttir
að iðnbyltingin hafi verið orsök alls
þessa en ég aðhyllist fremur þær
kenningar sem telja að iðnbyltingin
hafi öllu heldur veriö afleiðing nýrrar
hugmyndafræði en orsök. Hin víðtæka
menningarbylting sem farin var af
stað þarfnaöist vélaaflsins vegna hiús
nýja efnahagskerfis sem reis úr
rústum hins gamla samfélags.
Hvemig var þá þetta horfna sam-
félag, hin forna skipan sem ég kalla
svo? Er hér ekki á ferðinni gamla
bænda- og sveitarómantíkin enn einu
sinni, afturhvarf til náttúmnnar og allt
það? Allt var svo gott í gamla daga.
Mér þykir eðlilegt að slíkar spumingar
vakni og því vil ég taka fram strax að
fegrun hins liðna er mér fjarri. Það
dettur engum í hug aö halda því fram
aö miðaldasamfélag Evrópu með léns-
skipulagi og bændaánauð hafi verið
einhver paradís á jörðu þar sem úlfur-
inn lék sér við lambiö og syndin, lævís
og lipur, var víösf jarri. Vitaskuld var
þetta slæmt þjóðskipulag á margan
hátt og eðlilegt að gegn því yrði risið
sem og varö. Samt var ekki heppilegt að
fleygja barninu út með baðvatninu
heldur átti að gæta þess vel og hlúa að
því — hinu góða og nýtilega úr því
gamla. Það vill oft gleymast í umróti
og byltingum.
Það var
heildstætt
Þrennt var það sem einkum ein-
kenndi hina fomu skipan. Fyrst ber aö
nefna aö samfélagið var heildstætt.
Það sem nú er kallað opinbert líf ann-
ars vegar og einkalíf hins vegar var
ekki glöggt aöskilið. Heimili og vinnu--
staður var ævinlega nátengt, oft eitt og
hið sama. Skilin milli launaðrar vinnu
og ólaunaðrar (produktion og re-
produktion) voru með allt öömm hætti
en nú. Raunar var tæpast unnt að tala
um nokkur skil þar á milli, öll vinna
var sýnileg og mikilvæg, það lá í aug-
um uppi og það skildu allir. Hagkerfi
hinnar fomu skipanar þurfti líka á öllu
sínu fólki aö halda, konum, körlum og
bömum, eftir því sem þau höfðu aldur
og þroska til. Enginn var óþarfur,
hvorki kona né karl. Vinna allra skipti
máli fyrir heildina. I þessari
þjóöfélagsskipan vom vörar vissulega
seldar á markaði en sá markaður var
annars eðlis en hinn sem við þekkjum
nú og hefur aUt mannlíf á valdi sínu.
Markaðskerfi hins hömlulausa gróða
sem ég mun hér eftir aðeins nefna
Markaðinn (með stórum staf) og
undanskil ekki hagkerfi sósíalskra
ríkja.
Það var
feðraveldi
Annað megineinkenni þessa þjóð-
félags var vald föðurins. Þetta var svo
sannarlega feðraveldi í orðsins fyllstu
merkingu. Hina föðurlegu forsjá og
föðurímynd var alls staðar að frnna.
Það var húsbóndinn á heimilinu,
presturmn í kirkjunni, þorpsfeðumir,
páfinn og kóngurinn sjálfur. AlUr
höfðu þeU- mikiö og óumdeilanlegt
vald, komið frá Guði sjálfum, eftir