Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Side 5
DV. MANUDAGUR 25. OKTOBER1982. 5. NýrMorganKane Ut er komin 35. bókin í bóka- flokknum um Morgan Kane og nefnist hún Hefndarenglarnir. Fjallar hún um flokk ribbalda, sem ríöur um héruð Utahfylkis meö ránum og gripdeildum og fremja þeir illvirki sín undir yfir- skini trúar. Þar kemur, aö mönnum þykir mælirinn fullur, og er Morgan Kane þá að sjálfsögöu kvaddur á vett- vang. -pa. ÓlafurProppé doktor íuppeldisfræði Olafur Proppé varði doktorsverkefni sitt í uppeldisfræði viö University of Illinois í Bandarikjunum 23. september síöastliöinn. Olafur hefur einkum rannsakaö forsendur og áhrif ólíkra rannsókna- og matsaöferöa sem tengdar eru skóla- og uppeldisstarfi. 1 doktorsritgerðinni, sem er 420 blað- síöur og skrifuð á ensku, er bent á ýmsar neikvæðar afleiðingar hefö- bundinna mats- og rannsóknaaðferða. Sett er fram kenning um gagnvirkt mat og sýnt fram á aö slíkt mat hafi ekki eins neikvæð áhrif og geti fremur en heföbundið mat i skólum leitt til aukinnar sjálfsvitundar og þroska þeirra sem hlut eiga aö máli. 1 ritgeröinni er námsmat i íslenskum skólum skoöaö í menningarlegu og sögulegu ljósi. Bent er á hvernig ýmsar aögeröir, svo sem landsprófið og grunnskólaprófiö, sem á ólíkum tímum hafi verið ætlað að stuöla aö auknu jafnrétti til náms, hafi oft snúist upp í andstæðu sína. Dr. Olafur Proppé hefur starfaö viö skólarannsóknadeild menntamála- ráöuneytisins frá árinu 1975. Hann hefur um árabil verið stundakennari við Kennaraháskóla Islands og Há- skóla Islands. -KMU. Mdskiptaferðirnar med Amarflugi réttl tónninn strax í fhigtakinu Vel heppnaðir samningar í viðskiptaferð krefjast útsjónarsemi og rökréttra ákvarðana. Með því að notfæra þér Amsterdamflugið og sértilboð Arnarflugs fyrir fólk í viðskipta- erindum leikurðu skynsamlega strax í byrjun og gefur um leið hárrétta tóninn fyrir ferðina alla. Áætlunarflugið til Amsterdam opnar við- skiptamönnum ótal nýjar leiðir til annarra landa, jafnt í Evrópu sem öðrum heimsálfum. Flugvöllurinn sjálfur, Schiphol, hefur verið kjörinn besti flugvöllur heims af lesendum hins virta tímarits „Business Traveller", og var þá bæði tekið tillit til aðbúnaðar og fram- haldsflugs. Og engan skyldi undra þessa niðurstöðu því á Schiphol er m.a. stærsta flug- vallarfríhöfn veraldar og frá flugvellinum er flogið reglulega til 175 borga í 83 löndum. Amsterdam er ekki síður heppilegur áfanga- staður. Þettaósvikna „Evrópuhjarta" tekur í æ ríkara mæli á sig hlutverk miðpunkts alþjóð- legrar verslunar og viðskipta og staðsetning borgarinnar gerir ferðir til nálægra staða í bílaleigubíl eða lest tilvaldar. Og Arnarflug býður meira en frábæran flug- völl og heppilega borg. Innifalið í farmiðaverði fólks í viðskiptaerindum er m.a. : • Tvær gistinætur með morgunverði á Hilton Airport hótelinu. • Símtöl eða telexsendingar úr flugvélinni á báðum flugleiðum. • Öll aðstoð við skipulagningu og pantanir framhaldsflugs, hótela, bílaleigubíla, lestarferða o.s.frv. Brottför til Amsterdam er alla þriðjudaga og föstudaga. Við minnum sérstaklega á að brottfarartími er kl. 14.00 og tíminn fyrir hádegi er oft kærkominn til síðustu út- réttinga og undirbúnings. Sfldveiðar með lagnetum stöðvaðar Sjávarútvegsráðuneytiö hefur ákveöiö aö stöðva síldveiðar með lag-, netum. I fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu segir aö þar sem aflakvóta hafi verið náö hafi sjávarútvegsráöu- neytiö ákveöið aö síðasti veiöidagur báta, minni en 50 lestir, sem veiöa meö síldametum, veröi 31. október næst- komandi. Schiphol og Amsterdam - vel þegin nýjung í viðskiptaheiminum Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 cf3 F\ HJOL6ARÐAHUSIO h f SKEIFAN 11 (við hliðina á bílasölunni Braut) SÍMI 31§50. Vorum að fá MJÖG ÓDÝRA radial vetrarhjólbarða. Gerið verðsamanburð — Mikið úrval af dekkjum — nýjum og sól- uðum. GÓÐ INNIAÐSTAÐA OPIÐ ALLA DAGA 3» 1082-4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.