Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Side 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982.
Tónleikar í Hamrahlíðarskólanum 24. október.
Flytjendur: Páll Jóhannesson tenórsöngvari
og Jónas Ingimundarson píanóleikari.
Á söngskrá: verk eftir: Caccini, Pergolesi,
Gluck, Sigfús Einarsson, Inga T. Lárusson,
Donizetti, Cilóa, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór
Stefánsson og Verdi.
Að undanfömu hafa Páll Jó-
hannesson tenórsöngvari og Jónas
Ingimundarson píanóleikari farið
vítt um landið og haldið tónleika. Nú
var röðinkominaðReykjavík.Fyr-
ir ári hélt PáU utan til frekara náms
og voru þessir tónleikar hinir fyrstu
eftir aö PáU lagði fyrir alvöru á
grýtta braut söngvaratilverunnar.
Efnisskráin var spunnin, eins og
svo oft, úr ítölskum óperaaríum og
íslenskum sönglögum. Þótt merki-
legt megi viröast þurfa þessir and-
stæðu pólar alls ekki að eiga Ula sam-
an á söngskrá. Eða öllu heldur — ef
vel er með farið sóma íslensk söng-
lög sér ágætlega við hliðina á ítölsk-
um frægðararíum. Og svo fór í þetta
sinn.
Falleg rödd,
frábær undir-
leikari
Tvennt stuðlaði einkum að því að
svo vel fór: í fyrsta lagi að PáU hefur
einkar þekkUega og faUega söngrödd
og í öðru lagi að hann hafði meö sér
. í
Páii Jóhannesson: Efni i stórtenór.
EFNISTENÓR
Tónlist
Eyjólfur Melsted
einstakan meðleikara til stuðnings.
PáU kunni að nota sér frábæran
undirleik Jónasar út í æsar. Satt best
að segja var ég stundum uppteknari
af því að dást að makalausum undir-
leiknum og því hvemig Jónas laðaði
með leik sínum fram sérstaka sam-
vinnu þeirra tveggja en því að hlusta
eftir hvort söngvarinn gerði sig sek-
an um hinar smæstu y firs jónir í með-
ferð verkefna sinna.
Tónleikar þessir báru það með sér
að PáU er efnistenór í miklum og ör-
um þroska. Ekki minnist ég að hafa
heyrt tU hans í einsöng síðan á ljóða-
tónleikum nokkru áöur en hann hélt
utan til framhaldsnáms. Síðan hefur
Páll stigið risaskref á þroskabraut.
Haldi svo áfram sem veriö hefur eig-
um við von í stórtenór þar sem Páll
er.
EM
Ferskur, framsækinn og frumlegur jass
Charlie Haden Liberation Music Orchestra f
Háskólabíói 24. október á vegum Jass-
vakningar.
Friðarhreyfing sú sem á síðustu
misserum hefur skotið stríðsagentum
skelk í bringu á sér marga fylgjendur í
listaheiminum, sem annars staðar.
Það sagði reyndar við mig einn glögg-
ur náungi, sem síður en svo aðhyUist
afvopnunarstefnu, sannkallaður grýlu-
málari, að söfnurum útrýmingar-
vopna stafaði ekki svo ýkja mikil hætta
af marsérandi boröa- og spjaldaber-
um. Það væri ekki fyrr en fjandans
listamönnum tækist að ná tökum á
lýönum að illt blóö hlypi í aUt saman.
Nefndi hann réttilega hveraig síðhærð-
um trúbadorum hefði tekist aö klúðra
stríösgæfu Bandaríkjamanna í Víet-
nam.
Endurtekning
Einn þeirra sem lagði andófinu gegn
Víetnamstríðinu lið var Charlie nokkur
Haden, jass-bassaleikari sem löngum
hefur notið mikillar virðingar inn-
vígðra í jassinum en síður en svo öðlast
þá frægð sem nægði tU að gera hann að
poppsöluvarningi. Hann hóaði á sínum
tíma saman hópi úrvalsmanna og lék í
nafni friðar undir heitinu Charlie Had-
en Láberation Music Orchestra. Það er
næsta ótrúlegt aö honum skuli takast
aö hóa sama hópi saman nú um þrett-
án árum síöar tU tónleikahalds í þágu
friðar á ný.
N.N.
Ekki var áheyrendum kynnt neitt
nafn á ópusi þeim sem CharUe Haden
og „liberatorar” hans fluttu í Háskóla-
bíói. Gerði það reyndar Utið til því
músík stendur mætavel fyrir sínu þó
hún heiti ekki neitt. Uppistaðan var tvö
stef ættuð úr Rómönsku Ameríku, að
mér heyrðist,fyrra stefið var bæna-
vers, eða sálmur, en hið síðara hógvær
gleðisöngur. Stefin birtust síðan í um-
myndunum á mUU þess sem einstökum
Uðsmönnum var leyft að leika frjálst.
Annars var músíkin töluvert bundin,
kirfUega skrifuð, jafnvel í smáatrið-
um, og því impróviseringar mun
bundnari en gengur og gerist í jassi
yfirleitt.
Á við Geysisgos
Það var mikU upplifun að hlýða á
meistara Haden (sumir bera nafnið
fram hæden) og Uðsmenn hans. Þar
eru innan um stórkostlegir músíkant-
ar. Má þar nefna píanistann, norrænn-
ar ættar, Cörlu Bley að nafni. Hún mun
Uka vera útsetjari hljómsveitarinnar
og sem sUk er hún löngu þekkt fyrir
vönduð vinnubrögð, auk þess sem hún
er frábær píanisti. Paul Motian
trommuleikari hélt huga manns gjör-
samlega föngnum. Makalaus frum-
kraftur hans er á við Geysisgos.
Frumflutningur
Ýmsar smáveUur mátti finna í leik
hljómsveitarinnar. Blásaramir voru
stundum fuUónákvæmir í innkomum
og héldu séreinkennum sínum um of tU
streitu í samleik. En það sem gerði tón-
leikana mest spennandi var að hér var
um frumflutning að ræða. Allur leikur
var svo innilega ferskur og laus við
rútínuyfirbragð. Vera má að við hefð-
um fengið slipaöri hljómsveitarleik ef
hópurinn heföi komið hingað i lok
Evrópuferðar en þá er líka hætta á aö
eitthvað hefði skolast burt af fersk-
leika þess frumlega og framsækna jass
sem Charlie Haden og kompaní jusu
yfir ánægöa áheyrendur í Háskólabíói
— svo hörkufínum jassi að maður
fyrirgaf þunghentum hljóðblandar-
anum syndirnar.
EM
Taiió frá vinstri: Mick Goodrick, Paul Motian, Chariie Haden.
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Gert út á spár og drauma
Eftir því sem harðnar á dalnum
æsast draumar og spár. Útvarpsum-
ræðurnar — um stefnuræðu forsætis-
ráðherra, svo og stefnuræðan sjálf,
— beindu ekki athyglinni að neinum
nýjum lausnum. Stjórnarliðið talaði
af bjartsýni um hlutina. Stjórnar-
andstaðan var svartsjTi. Þannig hef-
ur þetta verið frá því fariö var að út-
varpa umræðum upp úr 1930. Og
þannig verður þetta enn um stund.
Hins vegar eru nú tillögur uppi um
300% refsivexti í Seðlabankanum á
sama tíma og ríkisbankarnir eru
Iátnir standa undir löngum lánum
hallaútgerðar sem verður ekki
bjargálna á því að bankarnir fari á
hausinn. Áætlanir fyrir það ár sem
nú er að líða eru byggöar á spá Þjóð-
hagsstofnunar sem gerð var fyrir
margt löngu, en um hana gildh, eins
og aðrar spár, að enginn ber ábyrgð
á henni þótt tillögur í efnahagsmál-
um hafi verið byggðar á henni, næst-
um eins og áætlaðar tekjur og áætl-
aður vöruskiptajöfnuöur lægi þegar
á borðinu. Þjóöartekjur hafa sigið
ískyggilega og einstök fyrirtæki
iiggja . óseldan fisk fyrir tugi
milljóna ei ekki hundruð. Þjóðhags-
spár gera enga stoð í slíku ástandi.
Það vekur athygli að menn skuli
orða 300% refsivexti, að visu á
fimmtánda stigi ófamaðar, í pen-
ingamálum. Slík vaxtatala á sér
marga digra bræður sem koma á
undan henni. í sjálfu sér er með
svona hugmyndum verið að veita
innsýn í örvæntingarfullt hugarfar
þeirra sem gerst vita um ástand pen-
ingamála. Þessi örvænting samsvar-
ar því aö hér verði ekki hægt að um-
flýja hnm vegna þess að þjóðfélag er
komið í stórastopp Iöngu áður en far-
ið er að greiöa 300% refsivexti. Það
er einmitt verið að lýsa yfir yfirvof-
andi hruni með svona hugmyndum.
Enginn þingmanna minntist á refsi-
vaxtatillöguna. Hún var þeim of við-
kvæmt mál. Hins vegar gátu þeir
eytt tíma sínum í eitt af þeim sára-
fáu skiptum sem þeir ná eyrum
þjóðarinnar til að gera meiri spár og
ráða fleiri drauma.
Geir Hallgrímsson lýsti því yfir i
útvarpinu að við værum að sigla
hraðbyri inn í efnahagskerfi
kommúnista. Þetta eru tímabær að-
vörunarorð sem Svavar Gestsson
svaraði með því að hann vissi að allir
hinir skynsamari kjósendur ætluðu
að kjósa Alþýðubandalagið. Hann
var að auki sá eini mælenda sem tal-
aði eins og kosningar væru á næsta
leyti. Kannski hann viti það. Ríkis-
stjórn, sem sumpart er mynduð út af
hégómamálum, var auðvitað aldrei í
stakk búin til að snúast við af snerpu,
bæði fljótt og vel, gegn þeim áföllum
sem hér hafa verið að skella yfir eitt
af öðru. Fiskurinn er ekki lengur til í
s jónum í því magni sem hann var og
ætti raunar að selja eina fjörutíu
skuttogara nú þegar. í vetur ræðst
það af afla á grunnmiðum hvort ein-
hver umtalsverður þorskur er eftir
eða ekki. Má vera að eitthvað af
Grænlandsþorski koml til hjálpar.
Loðnan er horfin og ekki verður bætt
úr því. Mikið af skreið hefur safnast
upp í landinu sem framleiðendur
sitja með og greiða háa vexti á bið-
tímann. Mögulegt er, og reyndar lik-
legt, að sama og ekkert seljist af
henni á þessu ári.
Svona árferði er alveg kjörið til að
taka upp efnahagskerfi kommúnista.
Það hreinlega bíður við dyrnar með
þeim nýju viðhorfum sem því fylgja.
Engin fyrirtæki þurfa að bera sig,
aðeins ef þau eru í eigu ríkisins, og
hver og einn verður að lifa eins og
honum er skipað vegna þess að at-
vinnu og launum er stjórnað aö ofan.
Og loks þegar allir eru orðnir eigna-
lausir og fátækir og tvö prósent
landsmanna eru gengin í stjórnar-
flokkinn þá er komið á hið fasta og
varanlega ástand fátæktar og eymd-
ar og hungurs. Það er þetta sem
Svavar Gestson er að tala um þegar
hann segir að hinir skynsamari kjós-
endur kjósi Alþýðubandalagið næst.
Þeir sem eiga eftir aö fara í sólar-
landaferðina sina á þessu ári eða
kaupa enn eínn nýjan bíl ættu að fara
að hraða sér. Tækifærunum fer fækk-
andi enda verður nú gert út á aðrar
spár og aöra drauma en áður.
Svarthöfði.