Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 6
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER1982.
6
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Það er útbreiddur misskilningur að elliárin séu slæm og að aidraðir siu heimskir eða þurfí að verða ein
mana. Féir verða heimskari með árunum og eiiin er góður tímt tíl að sinna áhugamáium.
* msk-1 i ' Ws
M $ :i \ |
FORDOMAR
UM
ELLINA
— vitleysa að gamlir þurfi að vera leiðir,
einmana eða heimskir
Þaö er skoöun margra að eitthvaö
sé leiöinlegt viö þaö aö veröa gamall.
Halda margir aö þá veröi maöur
einmana, kalkaöur og óvinsæll. Þessi
misskilningur veldur því aö margir
líta á ellina sem æviskeiö án gleði og
lífsgæða, áður en að henni kemur. Án
þess að vita nægilega mikið um
þennan „þriðja aldur” ævinnar þá
erum við fljót aö segja ellina vera
orsök ýmissa hluta.
Oft heyrist sagt: „Æ, hún er svo
gömul, hún skilur þetta ekki.” Er
þar meö sagt að allir sem yngri eru
m
heföu skilið sama hlutinn? Það er oft
ástæöulaust að kenna aldrinum um
það sem úrskeiðis fer, þaö er oftast
hægt að finna aðrar ástæður og líta á
málið frá öðrum hliðum! Þriöji
aldurinn eða árin frá 60—90 ára er sá
hluti lífsins sem ný tilvera hefst hjá
okkur. Það er gott aö skipuleggja
þessi ár á einhvern hátt, þau eru hjá
mörgum einstaklingum einu árin
sem verulega er hægt að nota til að
sinna áhugamálum.
Ekki má álíta sem svo að allt sé
slæmt við ellina. Þá minnkar kapp-
hlaupið við timann, en þetta er mjög
einstaklingsbundið. Það er flestum í
sjálfsvald sett hvernig þeir verja
árunum og hvenær menn gefa sér
tíma til að sinna áhugamálum. Alla-
vega er ekki ráölegt aö draga það í
svo mörg ár aö áhugamálin falli
niður. Þó koma oftast önnur þeirra í
stað.
Það er einmitt stór kostur við
þriðja aldurinn, ef heilsan er góö þá
eru þetta oft betri ár en þau sem á
undan hafa gengið.
(Þýtt og endursagt — RR)
Að fá sér permanent, lltun, strípur eða klippingu gefur alltaf nýtt Utllt og
veitir andlega vellíðan.
OLÍA í HÁRIÐ
- EDIK í SKOLVATN
— ýmsar ráðleggingar varðandi hár
Oft heyrist sagt: „Þessi þarf ekkert
að gera fyrir háriö á sér, það er alltaf
fallegt.” En það er staðreynd aö allir
þurfa að þvo hár sitt og getur hárþvott-
ur haft mikil áhrif á útlit hársins. Þaö
er ekki gott að nota alltaf sama
sjampóið. Hámæring er nauösynleg
eftir hárþvott, einkum á lituðu hári.
Hárnæring er góð fyrir allt hár, en það
má ekki nota mikið af henni eftir hvem
hárþvott, þá vill hárið fitna fyrr. Best
er að nudda næringunni vel í enda
hársins.
Það era ýmis góð ráð til fyrir þá sem
hafa tíma til að gefa hárinu sérstaka
meðferð. Þá er einnig bent á ýmislegt
sem mörgum kemur ekki til hugar eins
og að breyta vemlega til og skipta al-
gerlega um greiðslu eða klippingu.
Jafnvel að lita hárið, fá í þaö strípur
eða permanent. Kostnaður við slíkt er
gefinn upp.
1. Þvoðu hárið daglega ef það fitnar
fljótt — fitugt hár er aldrei aölaö-
andi. Best er að þvo hárið að
morgni.
2. Besta hámæringin fyrir slitið,
„dautt” og þurrt hár er ólífuolía,
majones eða eggjahvítur. Hvað af
þessu sem notað er þá haföu það i
hárinu í 20 minútur, þvoöu þaö úr
mildu s jampói og notaðu borðedik í
skolvatnið.
3. Ertu með fíngert barnahár? Hafðu
þá endilega permanent í því til að
fá meiri lyftingu í það. Permanent
kostar frá 380 krónum í 450 krónur,
efháriðersítt.
4. Gamalt franskt ráö fyrir klofna
hárenda er: Taktu smáhárbrúsk
snúðu upp á hann (þéttingsfast),
strjúktu síðan snúningslengjuna
niður á við (frá endanum að hárs-
rót), þannig færðu þessa fíngerðu
slitnu enda til aö standa út og
renndu síöan kertaioga hratt um
þá(óþarft ætti að vera að taka
fram að ef einhver lesenda hefur
áhuga á að reyna þetta franska ráð
— þá verður að fara mjög gæti-
lega).
5. Hægt er að fá í snyrtivöruverslun-
um glitrandi „gel” til að strjúka yf-
ir hárið fyrir kvöldsamkvæmið og
gerir það hárið sérlega „sam-
kvæmislfigt”.
6. Strípur eru ennþá sígildar til að
lífga upp á hárið. Hafðu þær þó
þunnar. Fyrir grannleitar á að
hafa meira af strípum í hliðunum
en ofan á hvirflinum, þaö gefur
andlitinu meiri fyllingu. Til að
virka langleitari er best að hafa
meira af strípum ofan á hvirflinum
en í hliðunum. Strípur kosta 290—
400 kr.
7. Athugaðu möguleika hártoppa.
Hártoppar geta gert kraftaverk,
bæði fyrir þær þunnhærðu og einn-
ig hinar til að gefa sérstakan stíl
fyrir spennandi tækifæri.
8. Þurfirðu að fara í boð snögglega og
hárið er ómögulegt, hreint en
„lúpulegt”, sáldraðu smá talkúmi
yfir hárið og burstaðu þaö síðan vel
með bursta sem færður hefur verið
í nælonsokk.
9. Láttu klippa hárendana a.m.k.
fjórða hvern mánuð til að fá meiri
rækt í hárið.
10. Er hárið á þér orðið of ljóst af of
miklum strípum? Athugaöu þá að
hægt er að fá dökkar strípur ekki
síöur en ljósar.
11. Beygðu þig fram og burstaðu hárið
vel í áttina að gólfinu, sveigðu síð-
an höfuöið aftur og lagaðu hárið að-
eins til. Þessi aðferð fær hárið til að
liggja ekki eins „klesst” að höfð-
inu.
12. Mikilvægt atriöi: hafðu ekki sömu
hárgreiðsluna árum saman. Að fá
sér permanent, litun, strípur eða
klippingu gefur alltaf nýtt útlit og
veitir andlega vellíöan. Hárlitun
kostar um 250 krónur en klipping
130—190 ef blásið er einnig.
13. Þær ljóshæröu geta lýst á sér hárið
með því að greiða sítrónusafa í
hárið meðan verið er í sólbaði.
14. Til þess að hárið virki einstaklega
hreint er ágætt ráð að bursta
hársrótina mjög vel með hörðum
bursta áður en hárið er þvegið, núa
síðan sjampói vel í hársvörðinn,
þannig næst upp flasa, dautt skinn
og óhreinindi sem oft verða eftir
við fljótfæmislegan hárþvott.
15. Sagt er aö fiskur skerpi heila-
sellumar, en að borða fisk hefur
einnig mjög góð áhrif á hárið.
16. Þegar þú sefur ein(n) notaðu þá
tækifærið og gefðu hárinu extra
þjónustu: Nuddaöu í það hreinni
ólifuolíu eða kókoshnetuolíu, sofðu
síðan með baðhettu. Þvoist vel úr
að morgni og árangurinn lætur
ekkiásérstanda.
17. Ekkert fær hár til að glansa eins
mikiö og ef það er skolaö upp úr
ediki. Borðedik er best fyrir
ljóshært fólk en vínedik fyrir
dökkhærða. Blöndunin skal vera
tveir hlutar vatns á móti einum
hluta ediks. Hellist yfir vel skolað
hár.
18. Ekki nota heitan hárblásara á
viðkvæma hárendana. Þurrkaðu
endana með blásaranum þangað
til þeir eru næstum þurrir.
19. Geföu máttlausu hári extra
lyftingu með því að núa „geli” í
hárið við hársvörðinn eftir aö hafa
þurrkað það vel með handklæöi.
Láttuhárið (með gelinu) þoma vel
og burstaðu það síðan.
20. Ljóst hár mun haldast fallega
„upplitað” eftir sumarsólina með
því aö skola það úr kamillutei eftir
hvern hárþvott.
-RR.