Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kafbátaleitinni hætt í Svíþjóð Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVíLundi: Skipulagöri leit að óþekktum kafbát- um í skerjagaröinum út af Stokkhólmi var hætt í gær. Talsmenn sænska vam- armálaráðuneytisins segjast ekki í neinum vafa um aö óþekktur kafbátur hafi verið inni í Haarsfirðinum en telja að hann hafði sloppið út hinn 7. októ- ber. Þann dag taldi sænski sjóherinn sig hafa séð örugg merki þess að bátur- inn væri enn inni í firðinum. Síðari hluta þess dags voru sprengd- ar nokkrar sprengjur við kafbátagirð- inguna í noröurhluta f jarðarins vegna merkja um kafbát þar. Talsmenn vamarmálaráöuneytisins segja nú að kafbátagirðingarnar, sem loka áttu Haarsfirðinum, 'hafi aldrei verið eins þéttar og fjölmiðlar vildu vera láta. Hinsvegar hafði herinn ekki séð neina ástæðu til þess að leiðrétta fjölmiðla um þetta atriði. Hugsanlegt er talið að kafbáturinn hafi laskast við flóttann úr Haarsfirðinum vegna þess að stór olíubrák kom upp á þeim stað sem sprengjurnar sprungu á 7. októ- ber. Lennart Ljung, yfirmaður sænska hersins, segir það áfall fyrir herinn að svona hafi farið en augljóst sé að sænski herinn þurfi á betri tækniútbún- aði að halda í viðureigninni við kaf- báta. Alls var 36 djúpsprengjum varpaö í leitinni að kafbátnum. En Olof Palme forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hér eftir þurfi ókunnir kafbátar sem læðist inn í landhelgi Svía ekki að vænta neinna griöa. Þeir verði sprengdiríloftupp. Sósíaldemókratar mut — sem gef ur ekki kost á sér til kanslaraf ramboðs aftur. Sigurvonir Kohls kanslara og kristilegra demókrata stórauknar í næstu kosningum leiöi hans á andstöðu vinstri armsins í flokknum við stjómarstefnu hans í efnahags- og öryggismálum hefði tölu- verðu ráðið um þessa ákvörðun hans. Sósíaldemókratar þykja nú staddir á krossgötum eftir fráhvarf Schmidts og líklegt að flokkurinn þreifi fyrir sér um samstarf viö „Græningja”, umhverfis- verndarmenn, sem með vaxandi fylgi hafa náð oddaaðstöðu í tveim fylkis- þingum. I leit að hugsanlegum kanslara- efnum sósíaldemókrata í stað Schmidts beinast augu manna helst aö Hans-Jochen Vogel, leiötoga stjórnar- andstöðunnar í Vestur-Berlín, og Jóhannesar Rau, forsætisráðherra N or ður-Rín-V est-Phalíu. Vogel var dómsmálaráðherra í Bonnstjórninni 1974—81, en Rau leiddi Helmut Schmidt lætur af kanslara- embætti: Ætlar ekki að berjast um það á ný. Sigurhorfur Helmuts Kohls kanslara, ef til kosninga kæmi næsta vor í V-Þýskalandi, þykja hafa vaxið stórlega eftir að Helmut Schmidt, fyrrum kanslari sósíaldemókrata, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann mundi ekki gefa kost á sér aftur í kanslaraembættið. Þykir þaö mikiö áfall fyrir sósíal- demókrata því að persónulegt fylgi Schmidts hefur þótt flokknum til mikils framdráttar í átta og hálft ár sem hann var kanslari. Svo mikils- virtur hefur Schmidt veriö heima fyrir og erlendis að álit hans þótti engan hnekki bíða þótt mið- og hægriflokk- arnir felldu stjórn hans í byrjun þessa mánaðar með vantrausti. Fremur hafa skoðanakannanir og einstaka fylkiskosningar sýnt vaxandi fylgi flokksins, sem margir rekja til sam- úðar kjósenda meö Schmidt, eftir aö frjálslyndir demókratar hlupust úr stjórn hans. Kohl, kanslari kristilegra demó- krata, hefur ekki á sínum stutta valda- tíma áunnið sér slíkt traust og álit sem Schmidt en möguleikar hans þykja stórauknir ef í kanslaraframboð sósíaldemókrata kemur annar en Schmidt. Schmidt, sem verður 64 ára í desem- ber, ber viö heilsufarsástæöum, en hann hefur átt við hjartakrankleika að stríða og skjaldkirtilsveikindi. 1 fyrra var græddur í hann hjartagangráður. „Að mínu mati opnar þetta yngri öflunum í okkar flokki leið,” sagði hann í gærkvöldi og lét í veðri vaka að Kohl fyrir framan mynd af Adenauer, sem hann vill helst taka sér til fyrir- myndar: Meiri sigurlíkur ef Schmidt vill ekki kanslaraembættið. sósíaldemókrata til hreins meirihluta 1980 í fjölmennasta fylki V-Þýska- lands. Fjörutíu manna framkvæmdaráö flokksins mun taka til afgreiðslu á föstudaginn spurninguna um eftirmann Schmidts. missa mikils í Hel Schmidt Sovésk búhyggindi Kúabú eitt í Sovétríkjunum var bert að því aö kaupa mjólkuraf- urðir í verslunum og síðan leggja >ær aftur inn 1 ríkissamlagið tij )ess að rétta af framleiðslu- skýrslur sínar — og um leið hagnast verulega fyrir niöur- greiöslumar. Búið var í Tadzhik-lýðveldinu í Mið-Asíu og vakti á sér athygli fyrir að auka framleiðslu sína um 455% á einu ári. — Bústjórinn hefur nú verið dæmdur í fangelsi fyrir svik. Niðurgreiðslur á matvörum í búðum hafa einnig komið bændum til þess að kaupa braúö, kökur og kex í fóðurbæti fyrir nautgripi, enda ódýrara en venjulegt kjarnfóöur. Ágengirtílar Fílar, sem sjúkú em í appelsínur hjá ferðalöngum í þjóögarði einum í Zimbabwe, eru sagðir orðnir svo aðgangsharðir að Uggi við slysum, þar sem þeir geti troðiö fólk undir. Þjóðgarðsverðir segja að fílar hafi spillt tjaldbúðum gesta í Mana Polls-þjóðgarðinum í leit að appelsínum, sem þeim finnast svalandi við þorsta og raunar á- vallt hið mesta sælgæti. Þurrkar að undanförnu gera þá enn ólmari í appelsínumar. Feröafólk, í tilraunum til að ná nærmyndum af fílum í garöinum, hefur vanið marga fílana á að þiggja appelsínur og gert þá með því mannvana. Léstíátökum útaffótbolta Slagsmál milli aðdáenda fót- boltaklúbbanna Hamburg og Bremen í V-Þýskalandi leiddu ný- lega til dauða 16 ára drengs. Fannst lík hans í runna utan við íþróttavöllinn í Hanaburg eftir leik liðanna þar í borg. Sjálf ur var hann frá Bremen. Haföi hann hrygg- brotnað er til mikilla átaka kom á milh u.þ.b. 100 unglinga aðleiknum loknum. Slysáíþrótta- velliíMoskvu Talið er aö nokkrir áhorfenda hafi látist og a.m.k. 60 hafi slasast á LeniníþróttaveUinum í Moskvu sl. miövikudag. Geröist þetta í kjölfar leiks milli Moskvuliðsins Spörtu og hollenska liðsins Haarlem. Áhorfendur voru um 15.000 aö tölu og var þeim öllum komið fyrir á einum hluta íþróttavallarins. Aðeins tvær útgöngudyr voru opnar. Voru áhorfendur farnir að tínast í burtu er Sparta skoraði sigurmark sitt í leiknum (2—1) og tróðst fólk þá til baka með ofan- greindum afleiðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.