Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982. 11 VIÐTAUÐ: Jóhannes Sigurjónsson, rrtstjóri, auglýsingastjóri, dreifingarstjóri, Ijósmyndari og framkvæmda- stjóri Víkurblaðsins. D V-mynd GS/Akureyri „Víkurblaðið er meira sveitablað en mörg önnur blöö. Við segjum frá því hvað fólk er að dunda sér við, les- endum til skemmtunar og fróðleiks, auk þess sem blaöið er vettvangur fyrir alla til að koma skoðunum sin- um á framfæri. En við ætlum ekki að reyna að bjarga heiminum.” Við erum komin í heimsókn á rit- stjórnarskrifstofu Víkurblaðsins sem gefið er út á Húsavík. Það er sjálfur ritstjórinn, Jóhannes Sigur- jónsson, sem hefur orðið. Hann er borinn og barnfæddur á Húsavík; hefur ekki sótt annaö nema til náms. Hann var spurður um upphafið að Víkurblaðinu. „Ætli hugmyndin hafi ekki kvikn- að í öldurhúsi í upphafi,” svaraði Jóhannes., jSíöan fór boltinn að rúlla og hlaöa utan á sig. Arnar B jömsson og Kári Kárason voru með mér í þessu í upphafi og við Amar stöndum saman að útgáfunni enn. Okkur þótti það skömm að ekki skyldi vera gefið út blað í Þingeyjarsýslum þar sem Þingeyingar hafa verið þekktir fyrir að hafa alltaf haft nóg til málanna að leggja. 31. júlí 1979 sá síöan fyrsta blaðiðdagsinsljós.” — Hefur blaöiö komið reglulega út síðan? „Nei, ekki alveg,” svarar Jóhann- „Ætlum ekki að bjarga heiminum” — Spjallað við ióhannes Sigurjónsson, ritstjóra Víkurblaðsins es. „Við hættum á timabili vegna fjárhagserfiðleika. En viðbrögðin voru ánægjuleg fyrir okkur. Við fengum hátt í 200 bréf þar sem skor- að var á okkur að halda áfram og góðir menn komu okkur til styrktar á ýmsan máta. Það má því segja að lesendurnir hafi komið fótunum undir blaðið á ný og málunum var kippt í lag á einum mánuði. Síðan hefur blaöiö komið út reglulega og stendur vel undir einum starfs- manni.” — Hvað um útbreiðslu? ,,Við höfum hátt í 1000 áskrifendur, þar af um 500 á Húsavík, sem er mjög gott,” svarar Jóhannes og er greinilega stoltur af. Við gefum hon- um orðið áfram. „Síðan bætast við um 150 áskrifendur hér í nærsveitum en þess utan eigum við lesendur um allt land, meira aö segja fara ein 15 blöð til annarra landa. I nær öllum tilfellum er þar um að ræöa burt- flutta Þingeyinga sem vilja fylgjast meðgangimálaheimafyrir.” " - vlkurblaðið er „frjálst og óháð”, en hvernig hefur gengið að halda því utan við flokkapólitík? „Það hefur tekist hingaö til, það á enginn flokkur hauk i blaðinu. Hins vegar er búið að kenna mig við alla flokka. Það eru nefnilega til þeir menn sem liggja yfir blaðinu til að reyna að finna höggstað á „óháða” stimplinum. Og það er aUt tínt til. Mér er til að mynda minnisstætt þegar við birtum mynd af Eyjólfi Konráð Jónssyni með grein um fund sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt. Myndin af Eyjólfi þótti slæm. Þar með vorum við stimplaðir andstæð- ingar Eyjólfs og Sjálfstæðisflokks- ins. Við þiggjum heldur ekki ríkis- styrk, eins og flest önnur blöð gera. Hins vegar hefur einn og einn vel- unnari blaðsins litið inn tU okkar og gaukað aö okkur pening. Oftast eru þar gamlar og góðhjartaðar konur á ferðinni.” — Hefur blaðið vakiö athygU á hagsmunamálum ykkar Húsvíkinga eða Þingeyinga sem síðan hafa kom- ist i höfn, beint eða óbeint fyrir þrýst- ing fráblaðinu? „Sko, við ætlum ekki að bjarga heiminum, eins og ég sagöi þér í upphafi,” sagði Jóhannes. „Það er hins vegar rétt að ýmis verkefni hafa farið í gang eftir' að við höfðum bent á nauðsyn þeirra í blaðinu. Menn eru til með að skammast og rífast úti í horni, jafnvel við sjálfa sig, en síðan gerist ekkert í máUnu nema þá aö um það sé fjaUaö í fjöl- miðlum. Það er eins og málefnið sé ekki trúverðugt fyrr en það er komið á prent,” sagði Jóhannes Sigurjóns- son í lok samtalsins. -GS/Akureyri. TIL SÖLU Varahlutir og aukaútbúnaður á J.C.B. III—D 1978, opnanleg afturskófla. Snjóskófla. Olíuverk nýtt, afturdekk á J.C.B. felgum. Uppl. í símum 36135 og 44018. ÍTALSKAR STERKAR OG GÓÐAR SNJÓÞOTUR Teg: 780 kr. 326,00. Teg: 781 kr. 383,00. 'J \ Teg: C 811 Competition kr. 496,00. PÓSTSENDUM ÚTILÍF Glæsibæ — Sími 82922 AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! AUKABLAÐ UM AKUREYRI KEMURUTUM MIÐJAN NOVEMBER Þeir auglýsendur á Akureyri og nágrenni, sem áhuga hafa á að auglýsa vöru sína og þjónustu í þessu aukablaði, vinsamlegast hafi samband við Pál Stefánsson auglýsingastjóra DV sem verður á Hótel KEA, Akureyri, sími 22200 dagana 27.-29. okt. og mun hann aðstoða við auglýsingagerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.