Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Page 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982. úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. . . r. iFréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86411. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. „Svört skýrsla” „Svört þjóðhagsáætlun fylgdi stefnuræðu forsætisráð- herra. Viö höfum áður séö „svartar skýrslur” frá fiskifræð- ingum. Stundum reyndust þær svartari en útkoman varð. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ber okkur þó að taka fullt tillit til þeirrar svörtu skýrslu, sem sérfræðingarnir senda nú frá sér um efnahagsmálin. Hvernig er staðan? Við vitum, að aögerðirnar í bráðabirgðalögunum duga lítið til að stööva vandann á yfirstandandi ári. Vandinn er einkum halli á viðskiptum viö útlönd og veröbólga. Viðskiptahallinn við útlönd leiðir til þess, að viö hlööum á okkur og komandi kynslóðir óbærilegum skuldaklafa. Þetta eru helztu vandamálin, ef litið er fram á veginn. Nú liggja fyrir bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar. Þau hamla vissulega gegn óheillaþróuninni. Þau eru spor í rétta átt. Verðbólgan hefði getað orðið 75—80 prósent um mitt næsta ár, hefði ekki verið aö gert. Hallinn á við- skiptum viö útlönd hefði vaxið en ekki minnkað án aðgeröa. Þetta lagast með bráöabirgðalögunum. Hvílík fásinna er þá að tala um, að fella beri bráðabirgðalögin án þess að nokkuö komi í staðinn? Þrátt fyrir bráðabirgðalögin er mikil vá fyrir dyrum. Hvað segja sérfræöingarnir um það? Þeir segja í þeirri þjóðhagsáætlun, sem lögð var fram með stefnuræðunni, að þjóðartekjurnar muni á næsta ári minnka um 3 prósent eða um 4 prósent á hvert manns- barn í landinu. Framleiðsla þjóðarinnar muni minnka um 2,5 prósent. Þeir segja, að viðskiptahallinn við útlönd gæti orðið um 6 prósent af framleiðslu þjóðarinnar, samanborið við 10,5 prósent í ár. Þeir segja, að þetta sé „töluverður bati” en þessi halli sé þó mun meiri „en þjóðarbúið þolir til nokkurrar lengdar”. „Hinum mikla viðskiptahalla þessa árs verður að hluta mætt með erlendum lántökum en að hluta meö því að rýra gjaldeyrisstööu þjóðarbúsins,” segir í skýrslunni. Erlendar skuldir námu 37 prósentum af framleiöslu þjóðarinnar í árslok 1981. Horfur eru á, að þær fari í 45 prósent í lok þessa árs og stefni enn hærra á næsta ári. Greiðslubyrðin svokallaöa, það eru afborganir og vextir af erlendum lánum var 16,5 prósent af tekjum okkar af útflutningi áriö 1981. Nú stefnir í 23 prósent í ár og jafnvel 25 prósent á næsta ári. Sérfræöingarnir segja, að verðbólgan gæti orðið 58 prósent á næsta ári, verði ekki að gert, þrátt fyrir bráða- birgðalögin. 1 því sambandi skiptir töluveröu, hvort unnt verður að breyta vísitölukerfinu. Einkaneyzla hefur farið vaxandi. Innflutningur gæöa okkur til handa hefur verið mikill. Kaupmáttur launa var snemma á þessu ári orðinn svipaður og við höfum þekkt hann beztan. En hvað skal gera? Eigum við að reyna að halda uppi þægindum okkar með því að auka enn skulda- söfnunina erlendis, þótt það stofni jafnvel sjálfstæði okkar í hættu, eins og sérfræðingarnir segja oft í seinni tíö? Eigum við að binda komandi kynslóöum þennan bagga? Svariö hlýtur að vera, í samræmi við afstöðu flestra okkar, að viö tökum á næstunni á okkur þær byröar, sem bera þarf. Við lifum ekki til einnar nætur. Við viljum ekki láta þá, sem við taka, bera þessar byrðar. Þess vegna þarf að fylgja bráðabirgðalögunum eftir með öflugum aögerðum, hverjir svo sem þeim munu ráða. Haukur Helgason. Vinnuaðstaða Vinnuaðstaða er orö sem nýlega var fundiö upp og getur þýtt nánast hvað sem er og fer þaö eftir starfsgreinum og stofnunum hvað við er átt hverju sinni. Ýmist er vinnuaðstaða góð eöa slæm, að sögn þeirra sem gerst þekkja, en ég komst að raun um fyrir skömmu hvar hún er verst, hún er verst fyrir neban svalirnar mínar. Svalir eru til margra hluta nytsam- legar, sbr. svalirnar á Alþingishúsinu, mínar svalir eru á hinn bóginn notaðar til að þurrka á þeim þvott. Til að byrja meö strengdum viö snúrur yfir svalim- ar á ská og bundum í handriðið, en þeg- ar fram í sótti fóru þær aö þvælast fyr- ir okkur, og að lokum kviknaði í þeim einn góöan veðurdag þegar ég var að grilla sunnudagssteikina. Voru nú góð ráö dýr, en svo eru þau ráö almennt kölluð sem eiginkonur finna, og sáum við í hendi okkar aö á þessu varð aö ráða bót meö einhverjum hætti. Auð- vitað fann konan ráðiö sem dugði, hún- skrapp í jámvörubúð og keypti átta króka og sagði mér síðan að skrúfa þá neðan í svalirnar því að þar myndu snúrur ekki þvælast fyrir neinum, nema ef vera skyldi körfuboltahetjum, ef því væri að skipta. Nú háttar þannig til á mínu heimili aö þar eru ekki verkfæri á hverju strái, enda telja kunnugir vafasamt að þau kæmu að gagni þótt til væru, þar sem húsbóndinn er með þeim ósköpum gerður að hann vantar það sem kallaö er verksvit og á meöan allir sem vettl- ingi geta valdið eru að flisaleggja bað- ið hjá sér eöa dúkleggja íbúðina, eins og hún leggur sig, tekst honum ef til Háaloftið Benedikt Axelsson vill að hengja mynd upp á vegg, ef hannerheppinn. En þótt ég sé kannski ekki klókur í þeim greinum sem menn era í fjögur ár að læra í iðnskólum sá ég strax aö það yrði vonlaust verk að skrúfa krók- ana í svalirnar án þess að bora fyrir þeim fyrst og kunni konan ráð við þeim vanda eins og öðram. Hún fékk lánaöa borvél og var mér þar með ekkert að vanbúnaöi aö bora, en hins vegar vant- aði mig það sem mestu máli skipti, vinnuaðstöðuna. Svalirnar eru nefni- lega það hátt frá jörðu að þótt ég teygi mig eins og ég framast má næ ég ekki nema rúmlega hálfa leið og sá ég því á augabsagði að nú vantaði mig eitthvað til að standa á. Af gamalli reynslu vissi ég aö Morgunblaðið myndi ekki duga svo að ég náði í stól eftir að hafa leitað lon og don að einhverju betra. Er nú ekki aö orölengja þaö að ég snakaði mér út í garð vopnaður borvél, átta krókum, jafnmörgum töppum, hamar og borðstofustól. Eg byrjaði á að koma stólnum fyrir á réttum stað, steig síðan upp á hann og fór að bora og kom þá strax í lj ós h vað vinnuaöstaðan var léleg því að um leið og ég þrýsti bornum af öllum kröftum upp í svalirn- ar sökk stóllinn í gljúpan jarðveginn í garöinum og þegar ég haföi með erfiðismunum lokið við að bora fyrir fyrsta króknum og steig ofan af stóln- um var hann sokkinn svo langt niður í jörðina að þaö var engu líkara en hann hefði verið gróðursettur þama í vor. Verð ég aö segja þaö alveg eins og er Iðnnemasambandið dautt eða lifandi? Viö hvað eru þeir hræddir? öllum ætti nú aö vera ljóst, að Iðn- nemasamband Islands stendur á tíma- mótum. Þing sambandsins, hiö fertug- asta í röðinni, leystist upp í múgæsingu og lögleysu sunnudaginn 17. október sl. Síðan það var, hafa miklar fréttir veriö af málinu í dagblöðum og kynni því einhver aö segja, að nóg væri komið. En þörfin er brýn einmitt nú, til að iönnemar og aörir áhugamenn hafi möguleika á að skoöa grunndvallar- atriði málsins en flækist ekki í auka- atriöum. Fyrir INSI, framtíð þess og gæfu, er grundvallaratriðið hvernig koma megi lifi í starfið, hvernig virkja má þá sem vilja starfa, hvernigendur- reisa á Iðnnemasambandið félagslega. Einhverjum gæti verið sú spuming í huga, af hverju verið er að bera málið á borð fyrir alþjóð í blaðagrein? Svarið er: Af því að reynt hefur veriö að skýra starf og stefnu hinnar nýju stjómar á fundi meö iðnnemum en fyrrverandi stjóm kom í veg fyrir það, með því að hleypa upp fundi, sem haldinn var í Iðnskólanum í Reykjavík, þann 22. október sl. Sú stjórn hefur haft síðasta kjörtímabil til að koma sínum málum í höfn og það er óskiljanlegt af hverju hún getur ekki gefiö hinni nýju mögu- leika á aö kynna sig, heldur hleypir fundi hennar upp. Rétt er að spyrja um, við hvað fyrrverandi stjómar- menn era hræddir? Eru þeir hræddir um að nýja stjórnin standi sig betur en fyrri stjómir? Ef þaö er málið, má f ull- vissa þá ágætu menn um að nýja stjómin getur a.m.k. ekki staðið sig verr,— svomikiöer víst. Líf og dauði Best er að ræða þessi málánþeirrar rislitlu persónuumræðu, sem ýmsum er hætt við að falla í. Persóna mín + ' Haraldur Kristjánsson hefur gersamlega mistekist aö halda uppi líflegu félagsstarfi. Hér skilur á milli feigs og ófeigs. Hin nýja stjóm er með margar hugmyndir og góðar um hvemig auka skuli félagslifið í sam- bandinu. Sett hafa verið niður á blaö nokkur atriði varðandi þetta efni og nokkuð er víst að sú áætlun mun auka lífið í samtökunum um nokkur hundrað prósent. Sum era þessi atriði frá félagsmálanefnd 40. þingsins, sem aðilar úr stjóminni sátu og önnur sem sömu aðilar hafa ákveðiö síðan. Stjómin hefur ákveðið að á þessu starf sári verði ef tirf arandi möguleikar á eflingu starfsins og kynningu sam- bandsins kannaðir: 1. Samráö verði haft við sérfræðinga í almannatengslum um útbreiöslu samtakanna. ^ „Á síðasta kjörtímabili bera þeir ábyrgð á andvana samtökum og á þessu kjörtímabili leggja þeir stein í götu nýkjör- innar stjórnar.” viröist vera föst á milli tanna sumra manna, sem haga s.ér eins og börn sem verið er að rífa af leikfang og þeim finnst þeir eiga, sama hvað á dynur. Gaman væri aðJjenda á starf sumra fyrrverandi stjörnarmanna og gerðir, að ekki sé minnst á blóðbönd við Alþýðubandalagið, en það er ekki til umfjöllunar hér. öllum er ljóst aö í nokkur ár hefur félagsstyrkur INSI verið í lágmarki og fyrri stjómum 2. Málgagn samtakanna Iðnneminn veröi aukið og endurbætt, þaö komi oftar út og reglulega. 3. Hafnar verði kynningar í efstu bekkjum grunnskóla á starfi og stefnu INSI ásamt kynningu á iðngreinum. 4. Húsakynni samtakanna, aö Skóla- vörðustíg 19, verði endurhönnuð með tilliti til, að þar verði komið upp samkomuaðstööu smárri í sniðum. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.