Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Side 14
14
DV. MIÐVKUDAGUR 27. OKTOBER1982.
MOTOROLA
Alternatorar
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
AÐALFUNDUR
&&&
Aöalfundur Samtaka áhugafólks um áfengis-
vandamáliö verður haldinn fimmtudaginn 28.
október nk. í húsakynnum samtakanna Síðumúla
3—5, og hefst fundurinn kl. 20.30.
Dagskrá: Aðalfundarstörf.
Stjórnin.
„Karlleg”
og
„kvenleg”
gildi
FISKKYNNING
er á morgun
Gjörið svo vel —
komið og smakkið
Kjörbúð Hraunbæjar
Hraunbæ 102 — Sími 75800
SNYRTING '82
Velkomin á hið glæsilega fræðslu- og
skemmtikvöld Félags íslenskra snyrti-
fræðinga að Hótel Sögu (Súlnasal)
þann 4. nóvember nk. kl. 20.30. Húsið
opnað kl. 19.30.
Skemmtiatriði
Glæsilegt happdrætti
Tískusýning,
o.m.fl. óvænt.
Míssið ekki af þessu stórgíæsiíega og
skemmtilega kvöidi okkar jafnframt
því sem þið kynnist öllu því nýjasta
fyrír haustið og veturínn hjá hinum
ýmsu snyrtivörumerkjum.
Félag ís/enskra snyrtifræðinga
Ath.: Miðar seldir við innganginn.
„Eg vil minna á eftirfarandi setn-
ingu Marx: „Mönnum ber framar
öllu að forðast þaö, að stilla upp ein-
staklingi og samfélagi sem nýjum
sértekningum.” Og það ekki einung-
is af þeim sökum að ÖB samfélög eru
mynduð af einstaklingum og að allir
einstaklingar lifa í samfélögum, sem
í sjálfu sér er meinlaus orðhengils-
háttur; heldur í mun dýpri skilningi
af þeim sökum, aö þaö sem við
köllum „einstakling” er félagslegt
sköpunarverk og í innviðum
einstaklingsins felst „sálin”, sem
ekki er félagslegt sköpunarverk. En
það er fyrir tilstuðlan hinnar félags-
legu mótunar einstaklingsins ásamt
með starfsemi hinna sálrænu ferla
og íhlutun þeirra í samfélagsþróun-
ina, sem samfélagið helst viö lýði og
endurskapast og breytist án afláts.”
(Constantin Castoriadis í Castoriad-
is og Cohn-Bendit: „De l’écologie 'a
l’autonomie.” — Editions du Seuil
1981, s. 63).
Greinar þær er hér fara á eftir eru
tilraun til að gæða þá umræðu er síð-
asta kastið hefur farið fram um
kvenmenningu og karlmenningu
nýrri vídd. Utgagnspunktur þessara
greina eru þannig ekki skrif t.d.
Helgu Sigurjónsdóttur (DV) eða
Guðmundar Sæmundssonar (DV),
sem eru raunar hin athyglisverð-
ustu. Ekki heldur hin velviljuðu, en
kannski eilítið skammsýnu skrif
GuðjónsFriðrikssonar (Þjv).
I þessari fyrstu grein er gerð
tilraun til að varpa ljósi á fyrirbærin
„karllegt” og „kvenlegt” á grund-
velli söguskoðunar s.k. „kven-
menningarsinna”. Að stofnin-
um tií byggir grein þessi einkum á
bók Dananna Lis Thorbjörnsen og
BentWindelöv: „HunogHanSymbo-
lik”, — Viborg 1979.
Tilvitnuninni í grísk-franska heim-
spekinginn Castoriadis er ætlað aö
endurspegla þá grundvallarsýn, að
það séu ekki einungis efnislegir, hag-
rænir eöa félagslegir þættir, sem
taka ber tillit til við greiningu á sam-
félagslegum fyrirbærum og/ eöa
þróunarferlum eins og verið hefur
hinn ríkjandi andi marxískrar sögu-
skoðunar, heldur beri þar einnig að
taka mið af óefnislegum,
einstaklingsbundnum þáttum.
Manneskjan —
hluti af
náttúrunni
Fyrmefnd bók Thorbjömsen og
Windelöv er tilraun til að rita at-
vinnu- og hugmyndasögu í ljósi
fornra tákna og út frá s.k. kven-
menningarsjónarmiði. Hér mun að
sjálfsögðu stiklað á mjög stóru og
byrjað á f ornum akuryrk jusamf élög-
um.
T og W telja aö þessi samfélög hafi
snemma gert sér ljóst sambandiö
Kjallarinn
Lárus Már Björasson
milli gangs himintungla og hring-
rásar náttúrunnar. Á hellisveggjum
má víða finna hringi, sem tákna
sólina; stundum er hesti beitt fyrir
tvíhjólaðan vagn og á þriðja hjólinu,
sem haft er í togi, hvílir hringurinn,
sólartáknið, sem keyrt er um himin-
hvolfið á daginn, en til baka á bát
þegar nátta tekur. Akuryrkjusam-
félögin voru sér einnig meövituð um
sambandið milli árstíðanna og gangs
himintungla svo og áhrif tunglsins á
sjávarföllin. Sólhjóliö, sem er upphaf
almanaksins, hringur með tólf
merkjum, hefur t.a.m. fundist á
hellisveggjum í Egyptalandi til
foma, svo og í Kina, meðal indíána í
Ameríku og á Krít. Á Norðurlöndum
var sólhjólið þekkt á mörkum stein-
aldar og bronsaldar, eða ca 2000
árum f. Kr.
Ekkert bendir til aö gert hafi verið
upp á milli sólar og tungls hvaö
mikilvægi eða mikilfengleika
áhrærði.
t tímans rás virðist sólhjólið hafa
fengið yfirfærða merkingu meðal
hinna ýmsu fornþjóöa. Þannig
verður það að „rás tilverunnar”,
„rás heimsins” og að „rás kærleik-
ans”, enda kærleikurinn skoöaður
sem sameiningarafl heimsins. Með
þeim hætti tengjast því hugmyndir
um frjósemi náttúrunnar og sam-
runa konu og karls. Manneskjan er
hér skoðuð sem hluti af náttúrunni,
sem samstarfsaöili, ekki drottnari.
Svik karlsins
Til er forn goðsaga frá Mesópóta-
míu (Súmerum) sem greinir frá
svikum karlsins við konuna, svikum,
sem urðu til þess, aö stoðunum var
kippt undan heföbundnum atvinnu-
vegum Súmera, akuryrkjunni, og í
kjölfar drottnunar karlsins yfir kon-
unni fylgir borgar- og stríðsmenning,
samþjöppun eigna og framleiðslu-
tækja, varnarmúrar eru reistir
umhverfis borgarsamfélögin og sér-
hæfð verkaskipting verður til, en sér-
hæfð verkaskipting er skv. T og W
það form vinnunnar, sem stétta-
skipting og arðrán hvílir á.
Hver stríðsmenningin tók viö af
annarri, allar brenndar sama
markinu, þ.e.a.s. firringunni frá
náttúruöflunum og drottnunaraf-
stöðu gagnvart leifum eldri
menningarsamfélaga. Þannig tóku
Babylóníumenn við af Súmerum sem
drottnarar landsins milli fljótanna
tveggja. Babylóníumaðurinn Abra-
ham, er yfirgaf bæinn Ur í Kaldeu
og lagði í gönguna miklu, sem varð
upphaf Israelsríkis, var talsmaöur
og tákn hins nýja tíma. Bein lína
leysti hringinn af hólmi sem tákn
framþróunar ogsem tákn mannlegr-
ar drottnunar yfir náttúruöflunum.
Hringurinn varð tákn fjölgyðistrúar
og heiöni, fordæmdur af gyðingum.
Ýmislegt bendir þó til þess að konur
Israelsríkis hafi haldið áfram að líta
hringinn sömu augum og forverar
þeirra í Mesópótamíu (T og W, s. 24).
Þannig ættu konur snemma að
hafa orðið „berar” hinnar fomu
heimssýnar, sem fól í sér einingu
með náttúrunni og óskir um friðsam-
leg samskipti meðan kariar böröust
og lögðu undir sig ný lönd. Hin nýja
heimssýn „hinnar beinulínu” endur-
speglast í Mósebók og er hún skrifuð
á þeim tíma er konan hefur veriö
firrt þeirri valdaaðstöðu er hún naut
í akuryrkjusamfélagi Súmera.
Sköpunarsaga Biblíunnar þar sem
konan er gerð úr rifbeini karlsins á
sér samsvörun meðal Súmera en þar
með öfugum formerkjum; rifbein
konunnar er þar notað til að lækna og
endurskapa hinn sjúka vatnsguð
Enki, sem hefur svikið gyðjuna Nin-
Hursog og þar með rofið eininguna í
hringrás náttúrunnar. T og W eru
þeirrar skoöunar að margt hinnar
fomu sköpunar, syndaflóða og ann-
arra goösagna hafi í sjálfu sér það
Rj „Með tilkomu borgar- og stríðssam-
félaga... verður umtalsverð breyting á
bæði þeim táknum, sem menn nota, svo og
virðingarstöðu „kventákna” annars vegar og
„karltákna” hins vegar.”