Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Qupperneq 37
DV. MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982. 37 DÆGRADVOL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Stórkostlegt að vera úti á sjó í góðu veðri” — rabbað við Kristmund Jónsson á Bæjarins bestu Þeir eru ófáir, sem komið hafa við á pylsuvagninum í Tryggvagötu, sem jafnan er kenndur við Bæjarins bestu, og fengið sér eina meö öllu eins og það er kallað. En þeir eru ekki margir sem vita að eigandi hans, Kristmundur Jónsson, er mikill sportbátaáhugamaöur. „Eitthvað það stórkostlegasta sem maður lendir í er aö vera úti á sjó í góðu veðri á bjartri sumar- nóttu,” sagði Kristmundur, er við röbbuöum nýlega við hann um dægradvöl hans, siglingar á sport- bátum. Hann sagði okkur að hann hefði byrjað í þessu sporti í kringum ’56 og hefði ætíð haldið sig eingöngu viö sjóinn. Hann sagöi ennfremur að þau hjónin veiddu talsvert af fiski og í mörg ár hafa þau ekki keypt fisk. „Við notum eingöngu sjóstöng og okkur finnst mesta sportið í að veiða stórufsann,” sagði Kristmundur. Aðspuröur sagði Kristmundur að þau hjón hefðu aldrei farið hringinn Bátur Kristmundar, Jón Sveinsson, er 24 feta norskur ptastbátur. „Dásamlegt að sigla um Breiða fjörðinn og skoða eyjamar," segir Kristmundur. tjósmynd: Einar Kristinsson. „STEFNIR í RÉTTA ÁTT” — segir Jón Ó. H jörleif sson varaformaður Snarfara „Þetta stefnir allt í rétta átt,” sagði Jón 0. Hjörleifsson, varafor- maður í Félagi sportbátaeigenda, Snarfara, er við spurðum hann um aðstööu siglingamanna. „Við gerum okkur vonir um aö geta tekið í notkun smábátahöfn næsta vor, en hún verður Súðarvogs- megin vestan við Elliðaámar. Það verður algjör bylting þegar hún kemst í gagnið. Jón sagði að um þrjú hundruð og fimmtíu félagar væru í Snarfara og væru um áttatíu og fimm bátar á skrá í klúbbnum. Hann sagði einnig að starfið væri lítið á vetuma, en byrjaði af krafti í apríl. „Við höldum árshátíð og erum með nokkra rabb- fundi á veturna,” sagði Jón aðspurður aö lokum. JAn Ú. Hjörieifsson: „Um þrjú hundruð og fimmtfu félagar eru i Snarfara." svokallaða á bát, en þau hefðu oft skroppið til Isafjarðar og Breiða- fjarðar. „Það er dásamlegt að sigla um Breiðafjörðinn og skoða eyjarnar.” Sigríður Júliusdóttir, kona Krist- mundar, kom og fékk sér sæti hjá okkur á meðan viö spjölluðum saman. Eg spuröi hana strax hvort þeirra hjóna væri meiri afiakló. Sigríöur hló og sagðist nú ekki vita þaö, en Kristmundur sagði þá strax að hún ætti stærri lúður en hann. „Hún hefur veitt tvær um tuttugu kíló rétt fyrir utan Straumsvík og slíkum hef ég ekki náð.” Kristmundur sagði einnig að siglingamar væru ákaflega skemmtileg dægradvöl. Það væri í reynd ólýsanlegt að vera úti á sjó og dorga og að menn hefðu það á tilfinn- ingunni að þeir ættu heiminn. Kristmundur er í félagi í Hafiiar- firði er heitir Bátaver og hann sagði að um þrjátíu bátaeigendur væra í þessu félagi. Þeir hefðu sínar eigin reglur og sú mikilvægasta væri sú að þeir hjálpuðu hver öðrum í nauð, ef slíkt skyldi henda. En hvenær skyldu þau Krist- mundur og Sigríður helst sigla? „Langmest um helgar. Oft hefur komið fyrir að við höfum farið á laugardagsmorgni og ekki komið i land aftur fyrr enásunnudeginum,” sagði Kristmundur. Að lokum sagði Kristmundur að á því léki enginn vafi að siglingar á sportbátum yrðu sífellt vinsælli hér á landi og þyrfti það ekki að koma á óvart. „Sjórinn, fiskurinn og sjávar- loftið heillar alltaf. ” JARINS T U SUR Kristmundur Jónsson fyrir utan pyskrvagnarm i Tryggvagötunni. SigKngar i sportbátum hafa verið hans dægradvöl í um tuttugu og sjö ir. Hanna ásamt syni sínum, Sigurði Ú/farssyni, mað góða lúðu fyrir nokkrum árum. Ekki annað að sjá en að Sigurður sá hreykinn af feng mömmu. Ljósmynd: Úlfar Björnsson. „Geysilega skemmtilegt” segir aflaklóin Hanna Georgsdóttir, félagi í Snarfara „Þetta sport á hug okkar allt sum- arið,” sagði Hanna Georgsdóttir, Félagi sportbátaeigenda, Snarfara í Reykjavík, en hún veiddi stærstu ýsuna á Sjóstangaveiðimóti Snarfara í sumar. Og vó ýsan um þrjú kíló. „Það eru um fjögur ár síðan við byrjuðum í þessu, en þá keyptum við hjónin átján feta bát. Það má segja að við bíðum á vetuma eftir að kom- ast á sjó, enda er þetta geysilega skemmtilegt. Og fjölskyldan fer mikiö saman út,” sagði Hanna enn- fremur. Hún sagði einnig að það væri ekk- ert sem jafnaðist á við það að fara út á sjó á fallegu sumarkvöldi. „Kyrrö- in sem þá er er dásamleg,” sagði Hannaaðlokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.