Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Page 40
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG ISJÆMFYRIR LITUM ÓDYRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR AFGREIOSLA ÞVERHOLTI 11 PIERPOÍIT Svissnesk quartz gæða-úr. Fást hjá flestum úrsmiðurn 866'1 AUGLÝSINGAR MIÐVIKUDAGUR 27.QKTOBER 1982. Maðurínn sem saknað er, Hafþór Helgason, kaupfélagsstjórí á ísa- firði. DV-mynd Bjarnleifur Enn ekkert spurst til vélarinnar Enn hefur ekkert spurst til flugvél- arinnar TF-MAO sem saknað er frá því í gærmorgun. Með vélinni er einn maður, Hafþór Helgason, kaup- félagsstjóri á Isafirði, þrjátíu og sjö áraaðaldri. Myndin af Hafþóri er tekin fyrir um hálfum mánuði er DV var á ferð á Isafirði og átti viðtal við Hafþór. Leit að vélinni veröur haldið áfram idag.______________ -JGH. Sambandslaust við ísafjörð Símastrengur á Breiðadalsheiði slitnaði skömmu eftir miðnætti í nótt. Af þeim sökum er símasambands- laust við Isafjörð, Bolungarvík, Suðureyri og Súöavík. Slæmt veður er nú á Breiðadalsheiði. Ovist er hvenær viðgerð lýkur. -KMU. Engin ný tilfelli á fæðingar- deildinni , ,Við erum aö vona að við förum aö sjá fyrir endann á sýkingu, liklega veirusýkingu, sem gengið hefur hér í borginni og komið hefur fram í bæði börnum og fullorðnum, sérstaklega síðast í september,” sagði Gunnar Biering, yfirlæknir á vökudeild Bamaspítala Hringsins, á fæðingar- deild Landspítalans. — „Þessi sýking er frábrugðin venjulegri veirusýkingu í þvi að nýfædd börn virðast vera móttækileg fyrir henni. Nú eru þó engin nýtilfelli á fæðingardeild. Þetta kom upp í innan við tveimur tugum barna og greindum viö heilahimnubólgu hjá tæpum helmingi þeirra. Veikindin hafa þó, sem betur fer, verið væg. Fyrir einum tíu dögum síðan fundum við að vísu tvö tilfelli, en engin höfðu þá gert vart við sig í tvær vikur. Við erum því vongóðir um að nú sé verulega að draga úr þessu,” sagðiGunnaraðlokum. -FG. Skreið tii baka frá Ítalíu verður forsíðufréttin okkar á morgun Hundruð lífeyrisþega misstu símafríðindi Nærri 300 ellilífeyrisþegar misstu eftirgjöf afnotagjalds síma í septem- ber. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma eru margar orsakir til þess. Helstar eru þær að fólk dettur út af lista Tryggingastofnunar um þá sem njóta óskertrar tekjutryggingar eða fer á sjúkrahús. Samkvæmt lög- ein króna getur skipt sköpum um eiga þeir sem njóta óskertrar tekjutryggingar rétt á að fastagjald símans sé fellt niður. Sigurlaug Ottesen hjá Trygginga- stofnun ríkisins sagði að með því að miða við svokallaö frítekjumark sem Þjóöhagsstofnun reiknaði út væri fundiö út hverjir ættu rétt á óskertri tekjutryggingu. I ár heföi þetta mark hækkaö um 60% sem væri talsvert meira en í fyrra. Hún sagði einnig að margir aldraðir nytu nú lífeyris- greiðslna úr Lífeyrissjóði aldraöra sem gæti oft þýtt að fáriö væri fram úr mörkum um skerta tekjutrygg- ingu. Þama væri ákveðin lína og þannig yrði það að vera. Ein króna til eða frá gæti skipt sköpum um hvort fólk fengi skerta eða óskerta tekjutryggingu og þar með niðurfellt símagjald. JBH Mozart fékk skömm íhattinn fyrir Töfraflautuna þvíþar var hann talinn hafa ijóstrað upp leyndarmálum frímúrara. íslenska óperan frumsýnir þetta sívinsæla verkannað kvöld. DV-mynd: Bjarnleifur. TVÆR TÆKNIDEILDIR HJÁ SJÓNVARPINU — og tveir verkfræðingar forstöðumenn Tæknimálum Sjónvarpsins hefur nú verið skipaö í tvær tæknideildir í stað einnar. Jafnframt hefur verið ráðinn annar verkfræðingur til stofn- unarinnar og eru verkfræðingar hennar báðir forstöðumenn. Starfi forstöðumanns þróunar- deildar Sjónvarpsins mun gegna Hörður Frímannsson, sem verið hef- ur yfirverkfræðingur og eini verk- fræðingur stofnunarinnar. Þá hefur Eyjólfur Valdimarsson verkfræðingur veriö ráðinn forstöðu- maður almennrar tæknideildar. DV skýrði frá aðdraganda að þess- um skipulagsbreytingum í síðustu viku. I framhaldi af því óskar Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri eftir því að skýrt komi fram að heimild til þess að ráöa annan verkfræöing hafi legið fyrir 18. ágúst. Einnig að staða deildarverkfræðings hafi verið aug- lýst undir nafni stofnunarinnar. Frétt DV um þetta mál í síðustu viku barfyrirsögnina: „Tæknistríðí Sjónvarpi að ljúka?”. Samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Sjónvarpsins var framtíðarskipulag tæknimálanna samþykkt skömmu eftir að DV ræddi við framkvæmda- stjórannummálið. HERB Alusuisse Á næsta aðalfundi Alusuisse verða talsverðar breytingar á yfirstjórn. Þá tekur dr. Sorato við formennsku framkvæmdastjómar og einnig við daglegum störfumsemstjórnarfor- maður hefur annast. Dr. Miiller lætur af formennsku framkvæmdastjómar en verður áfram í stjórn. Mayer heldur áfram sem stjórnarformaður nema í dag- legum rekstrarþáttum. Hinn nýi aöalstjórnandi daglegs reksturs Alusuisse, dr. Sorato, er ítali sem verið hefur varamaður dr. Miillers umárabil. Þeir dr. Miiller og Mayer ákváðu fyrir nokkrum ámm og tilkynntu síðast sérstaklega fyrir tveim árum að þeir myndu láta af daglegum stjórnunarstörfum við 65 ára aldur. Annar þeirra nær þeim aldri í janúar næstkomandi og hinn í mars. Aðalfundur Alusuisse verður lík- legaí apríl. , HERB. ym r m m m Farviðri á Siglufirði Fárviðri með mikilli úrkomu gekk yfir Siglufjarðarbæ í gærkvöldi. Þök fuku af húsum, bátar sukku og raf- magnslaust varð í bænum um tíma. Engin meiðsl urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði byrjaði aö hvessa verulega á milli fimm og sex í gærdag. Síðan gekk á með fárviðri. Tjón er verulegt á hús- um. Af nokkmm þeirra fuku þök í heilu lagi og mjög víða fuku þakplöt- ur af. Trilla og árabátur sukku í höfninni. Lögreglan á Siglufirði sagði enn- fremur að þetta væri. eitt alversta veður er gengið hefði yfir bæinn í langa tíð. Var ekki stætt utan dyra. Þá skapaðist mikil slysahætta vegna þakplatna er f uku um aUt í bænum. -JGH Lögreglunemar gerðustnjósnarar Nemendur í Lögregluskóla ríkisins léku njósnara á stórslysaæfingunni í gær. Af hálfu þeirra sem stóöu að æf- ingunni var aUt gert tU að hvers kon- ar hnökrar sem fram kynnu að koma kæmu upp á yfirborðið svo af þeim mætti læra. Vom því fengnir 26 lög- reglunemar og höfðu þeir það hlut- verk að vera óvirkir njósnarar hér °?Þar. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.