Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 2
2
DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982.
Þiír flokkar að mestu sammála um „skref’ íkjördæmamálinu:
MNGMENN VERÐI67,
ÁTJÁN LANDSKJÖRNIR
Þrír þingflokkar á Alþingi eru nú
mjög nærri því aö ná saman um
„skref” aö lausn kjördæmamálsins,
fjölgun þingmanna úr 60 í 67. Sjö
nýju þingsætin komi inn í landskjör,
landskjörnir þingmenn verði því 18 í
stað 11 nú. Með breyttum landskjörs-
reglum komi fjögur þeirra á Reykja-
nes og þrjú til Reykjavíkur.
Framsóknarmenn á þingi eru lentir
utangátta og einnig lítill hluti alþýðu-
flokksmanna.
Með því að breyta reglum um
úthlutun uppbótarsæta á Alþingi til
jöfnunar milli kjördæma og flokka
ekki síður, á fjölgun þingmanna að
koma öll fram í þéttbýlustu kjör-
dæmunum. Ætlunin er að atkvæða-
magn ráði tveim þriðju á móti hlut-
falli við úthlutun, en nú er uppbótar-
sætum úthlutaö að hálfu eftir hvorri
aðferðinni fyrir sig.
Þessi líklega niöurstaða hefur
þróast frá því í vor, en þá lagði for-
maður Sjálfstæðisflokksins fyrir for-
menn hinna flokkanna drög að frum-
varpi um kjördæmamálið. Formenn-
imir hafa þingað lítils háttar um
málið og það nú síðast á fimmtu-
daginn var.
Máliö komst hins vegar á skrið
nýlega þegar formenn þingflokka
annarra en Framsóknarflokksins
tóku upp nær daglegar viðræöur um
það. Þeim þótti ekki ástæða til þess
að boða formann þingflokks
Framsóknarflokksins til þessara
viðræðna, sem segir sína sögu.
I útvarpsumræðunum frá Alþingi í
síðustu viku lýsti varaformaður
Framsóknarflokksins, Halldór
Ásgrímsson, andstöðu við fjölgun
þingmanna. Einn andstæðinga hans
og hans flokks sagði við DV í gær:
„Þetta er þeim útlátalaust. Þótt til-
færsla landskjörinna þingmanna að
óbreyttri þingmannatölu komi til
raskar það engu hjá þeim. Þeir hafa
þingmannatölu langt umfram kjör-
fylgiálandinu.”
Um andstöðu við líklegar breyt-
ingar á þingmannatölu og úthlutun
uppbótarsæta sagði sami heimildar-
maður DV ennfremur: „Tveir, þrír
kratar sigla nú með Framsókn. Þeir
eru í vinsældaleik eftir skoðana-
könnun DV og vegna prófkjörsbar-
áttu innan síns flokks. ”
Hvað sem þessum ummælum líður
er ljóst að kjördæmamálið er alfarið
úr höndum stjómarskrárnefiidar í
raunveruleikanum. Þingmenn eru
að stíga á stokk, alveg óháðir nefnd-
inni en með nálægar kosningar í
huga. -HERB.
mrn&m
Nýr litur á stofuvegg, eöa skálann, seturnýjan svip á heimilið
EFNl-Hin viöurkenda VITRETEX plastmálning.
Glært lakk á tréverkiö frískar það upp
og viðarlitaö lakk gefur því nýjan svip.
efni: cuprinol GOODWOOD*polyurethanelakk.
GQl^pOOD: Glæa|WB nýjung frá mm\no\ ætlu^|||:|isgögn,
gluggap^l’ÉÍ, hvers konw'æinað tréverk óg |>ilplötur. 3 áferðir í glæru:
gtansandi, hálfmatt og matt. 6 viðarlítir, sem viðarmynstrið
sést i gegnum. Dósastærð: allt frá '/< lítra.
GOODWOOD SPECIAL: Grjóthörð nýjung frá Cuprinol.
Sérstaklega ætlað á parkett og korkgólf.
Slippfélagið Málningarverksmiðja Sími33433
UTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVtK:
Litaver, Liturinn, P. Hjaltested,
Slippbúöin, JL-byggingavörur.
KÓPAVOGUR:
BYKO, Álfhóll.
HAFNARFJÖRÐUR:
Stjörnulitir, Véltak.
KEFLAVÍK:
Olafur Þ. Guömundsson málara-
meistari.
GRINDAVÍK:
Dráttarbrautin.
HVERAGERÐI:
Biátindur.
SELFOSS:
G.A.B.
HELLA:
Kaupfélagiö Þór.
EGILSSTAÐIR:
Fellhf.
NESKAUPSTAÐUR:
Bátastööin.
SE YÐISFJÖRÐUR:
Stál h/f.
HUSAVÍK:
Borg.
AKUREYRI:
Skipaþjónustan.
SAUÐÁRKRÓKUR:
Borg.
ISAFJÖRÐUR:
Pensillinn, G. E. Sæmundsson,
Friðrik Bjamason málarameistari.
STYKKISHÓLMUR:
Skipavík.
AKRANES:
Málningarþjónustan.
íslendingur í fangelsi á Spáni:
Leitum ekki
upplýsinga
um málið
— segir fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu
„Við höfum engar upplýsingar um
ástæðumar fyrir því að Islendingurinn
situr í fangelsi á Spáni og ráðuneytið
er ekki að leita þeirra,” sagði Þor-
steinn A. Jónsson, fulltrúií Dómsmála-
ráðuneytinu, í samtali viö DV. Eins og
áður hefur komið fram í fréttum DV
hefur Islendingur sætt fangelsisvist á
Spáni frá því í apríl síðastliðnum.
„Dómsmálaráðuneytið hefin- mjög
sjaldan afskipti af málum sem
þessu, nema þegar aðstandendur
fara fram á að það verði kannað. Þaö
var gert í vor og þá fékkst staðfesting á
því hvar maðurinn er niðurkominn,”
sagði Þorsteinn.
-SKJ.
Stjóravöld
hafa vanrækt
skreiðarmálin
—alvarlegt kæruleysi að hafa ekki
sendifulltrúa eða sendiráð í Nígeríu,
segir skagfirskur skreiðarverkandi
,j£g tel að íslensk stjórnvold hafi
gefið skreiðarmálunum allt of litinn
gaum og hreinlega vanrækt þau,”
sagði Ámi Gunnarsson, skreiðar-
verkandi á Sauðárkróki, er DV hafði
talafhonumígær.
Ámi mun eiga fleiri skoðana-
bræöur í þessum efnum. DV hefur
víðar heyrt óánægjuraddir með
frammistöðu stjórnvalda.
„Mér finnst að stjórnvöld verði að
fylgjast nákvæmlega með því hvort
markaður sé fyrir hendi og hvort
við eigum að reikna meö því að þetta
sé tímabundiö ástand eða varanlegt.
Sé þetta tímabundiö ástand ber
stjómvöldum skylda til að gera
framleiðendum kleift að safna
birgðum með því að tryggja að fyrir-
greiðsla banka tregöist ekki eða
stöðvist,” sagöi Ami.
„Eg tel það alvarlegt kæraleysi
hjá stjómvöldum að hafa ekki sendi-
fulltrúa eða sendiráð í Nígeríu til aö
fylgjast með þessum málum og
greiða fyrir þeim. Nígeríuskreiðin er
það stór og mikilvægur þáttur í
þjóðarbúskapnum.
Miöaö við framleiðslu ársins 1981
þá er skreiðarframleiöslan á dag
tæplega 54 tonn að brúttóverðmæti
rúmlega fimm milljónir króna. Að
auki framleiðum við tæplega 21 tonn
af þorskhausum daglega að verð-
mæti 770 þúsund krónur brúttó.
Menn sjá því að þarna er um mikla
peningaaöræða.
Það er alfarið í höndum stjóm-
valda í dag að úrskurða hvort við
eigum að hætta þessu eða ekki. Það
virðist því vera veigamikið að stjóm-
völd gefi þessu nægan gaum,” sagði
skagfirski skreiðarverkandinn.
-KMU.