Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 33
DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982.
41
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
]
IISLANDIA.—OJmlludur (2); Oraar-(1). Erllngxier (2),
OU (I). Hastoa (1); Aáaatdn m, Jondeas (2>, Rag-
nar (I), Slgutooo i9)i ZoUfor (1) y Helli 2). A los w-
senta > slete mimitoe, Jostan (») pojr Slgutoon. Y 8 *os
setenta y nueve. Neton (—) por HelU.
Ögmundur
kallaður
Ojmlindur
Upplýsingar um nöfn leik-
manna íslenska unglinga-
landsliösins í knattspyrnu,
sem Iék á Spáni í síðustu viku,
virðast eitthvað hafa skolast
til á leiðinni til spánskra
blaða. Sem dsemi má taka að
nafn ögmundar Kristinsson-
ar markvarðar birtist sem
Ojmlindur á síðum spánskra
blaða, Hafþór Sveinjónsson
er kallaður Haston, Aðal-
steinu Aöalsteinsson fær
nafnið Adllstcin, Jón Gunnar
Bergs er sagður heita
Jondeas, Óli Þór Magnússon
fær heitið Zolifor, Trausti
Ömarsson er kallaður Jostan,
Valur Valsson Nelon og
Helgi Bentsson er sagður
heita Helli. Þá fær Sigurjón
Kristjánsson nafnlð Sigutoon.
Sögusagnir hafa verið á
kreiki fyrir norðan þess efnis
að dr. Björn Dagbjartsson,
forstöðumaður Rannsóknar-
stofnunar fiskiðnaðarins,
hyggist gefa kost á sér í próf-
kjör hjá sjálfstæðismönnum í
Norðurlandsk jördæmi
eystra. Af því tilefni hafði
umsjónarmaður Sandkorns
samband viö Björn. Játti
Björn því að hann hefði
ákveðið að taka þátt í próf-
kjöri ef það á annað borð yrði
haldið.
Dr. Björn Dagbjartsson er
Þingeyingur, fæddur í Álfta-
gerði i Mývatnssveit árið
1937.
Tekið hefur verið eftir því
að ailtaf þegar Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráð-
herra þarf að ræða mál
Alusuisse og ÍSAL opin-
berlega er Ingi R. Helgason,
forstjóri Brunabótafélagsins,
sjaldan langt undan. Svo var
til dæmis þegar álmálln
komu til umræðu á Alþingi
síðastliðinn fimmtudag
vegna tillögu Birgis ísleifs
Gunnarssonar. Ingi R. er
nefnilega ráðgjafi Hjörleifs í
álmálum. Vill Hjörleifur hafa
Inga í kallfæri þegar þau mál
berágóma.
Margar konur hyggjast
fara i prófkjör hjá Sjálf-
stæðisflokknum i Reykjavík
fyrir næstu þingkosningar.
Þær Bessí Jóhannsdóttir,
Björg Einarsdóttir og Elín
Pálmadóttir hafa þegar
ákveðið að fara i slaginn.
Ragnhfldur Helgadóttir mun
enn vera tvístígandi. Þá er
talaö um Ester Guðmunds-
dóttir, formann Kven-
réttindafélags tslands.
Alþýðubandalagiö í
Reykjavik hafði skemmti- og
kaffikvöld í síðustu viku. Þar
var ýmislegt til gamans gert,
söngur og upplestur, en
tromp kvöldsins var leyni-
gcsturinn. Auglýst hafði ver-
ið að gesturinn væri umdefld-
ur og þekktur maður.
Sem vera bar áttu sam-
komugestir að geta sér til um
hver leynigesturinn væri. Sá
var bak við luktar dyr og
svaraði með annaðhvort jái
eða neii. Ertu stjórnmála-
maður? Ertu atvinnurek-
andi? var spurt og gesturinn
svaraði eftir því sem við átti,
reyndi auðvitað að breyta
röddinni. Eftir tólf spurning-
ar tókst mönnum að geta upp
á þeim rétta. Leynigesturinn
var Ragnar S-. Halldórsson,
forstjóri ÍSAL og formaður
Verslunarráðs.
------------------lUmsjón:
KristjónMár Unnarsson.
Kvikmyndir Kvikmyndir
Franska sendiráðið
sýnir okkur rokk!
Regnboginn sýnir Rokk í Frakk-
landi (New wave-French Connecti-
on) um þessar mundir. Sýning
myndarinnar er í tengslum við sam-
nefnda sýningu í Listmunahúsinu,
hvar gefur að líta ljósmyndir, video-
spólur, bækur og margt fleira. Er
þaö menningardeild franska sendi-
ráðsins I Reykjavík sem stendur á
bak við þessa kynningu. Menningar-
deildin og Alliance francaise hafa
verið sérlega iðin við að kynna ýms-
ar hliðar franskrar menningar und-
anfarin misseri, en þó virðist sériega
mikill kraftur í starfseminni í ár.
Kvikmyndaklúbbur Alliance
francaise er kominn með aðsetur í
Regnboganum og fer ekki hjá því að
aðstaöan hafi batnað frá því að kvik-
myndasýningar klúbbsins voru í
■franska bókasafninu. Vetrar-
prógramm klúbbsins er býsna álit-
legt og margs góðs að vænta úr þeirri
átt.
Það hlýtur að teljast harla óvenju-
legt að svo ihaldssöm stofnun sem ut-
anríkisþjónusta er skuli taka að sér
að kynna rokktónlist á erlendum
vettvangi.
En það er nú samt staðreynd.
(Hvenær ætli íslenska utanríkisráöu-
neytið fari að reyna að koma Rokk í
Reykjavík á framfæri?!) Hvort
þetta er hluti af yfirlýstri stefnu
Jack Lang, menntamálaráðherra
sósíalista, um aö vinna gegn banda-
rískum menningarimperíalisma
skal ósagt látið, en hins ber að geta
aö þetta er afskaplega lofsamlegt
framtak.
Eg verð að játa að frönsk rokktón-
list hefur öldungis ekki átt upp á pall-
borðið hjá mér, enda þótt ég hafi af
bestu getu reynt að hlusta eftir
henni.
Kvikmyndin sem hér er til umræðu
var tekin upp á rokktónleikum í Lyon í
júlímánuði 1978 og er því orðin fjög-
urra ára gömul. Ef til vill má segja
að fjögur ár séu langur timi í hinni
sviptingasömu listgrein sem rokk-
tónlist er. Að minnsta kosti finnst
manni margt af því sem boðið er upp
á í myndinni vera hreinlega gamal-
dags.
Myndin er byggð upp á hefðbundinn
hátt. Tónlistin er vissulega aðal-
atriðið en inn í er skotiö viðtölum við
rokkarana.
Satt að segja verð ég að játa að
mér fannst bróðurparturinn af tón-
listinni vera hálfgert drasl og á ég
bágt með að trúa að þarna séu bestu
sveitir Frakklands saman komnar,
enda þótt einstaka séu mjög vel
þekktar (s.s. Telephone).
En það er ekki gott að dæma um
gæði tónlistarinnar er hljómburður-
inn er eins slæmur og raun ber vitni.
Hvort hann er svona lélegur í mynd-
inni eða sökin sé hjá Regnboganum
get ég ekki dæmt um. En annar
ókostur var að hún var afskaplega
lágt stillt.
Það sem á skorti í frumlegum og
skemmtilegum tónlistarflutningi
bættu margar sveitimar upp með
hressilegri og ærslafenginni sviðs-
framkomu. Fyrir vikiö verðurmynd-
in oft og tíðum skemmtileg á að
horfa. Til dæmis er atriðið með
hljómsveitinni Marie et les Garcons
(María og strákamir) kostulegt.
Endar atriði þeirra með því að áhorf-
endur gera uppreisn enda sveitin
vart sökuð um að sligast undan tón-
listarhæfileikum. Hljómsveitin er
grýtt með bjórflöskum og öðru laus-
legu og allt endar í upplausn, er
áhorfendur hertaka sviðiö og dansa
ogsyngjameöhljómsveitinni! Fleiri
atriði mætti nefna, svo sem kostu-
lega reggíhljómsveit sem fram kem-
ur.
Með ágætri myndatöku tekst
stjórnendum myndarinnar að koma
til skila lífsgleði og kostulegheitum
flytjendanna og þeirra sem á þá
hlýða, en því miður er tónlistin í
myndinni afskaplega léleg, að mínu
mati.
ÁmiSnævarr.
________________
Rokk í Frakklandi (New wave-French connection):
Kvikmyndir Kvikmyndir
fFélagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Dagvist barna Fornhaga 8 sími 27277
Dagvist barna óskar aö ráöa:
fóstrur,
þroskaþjálfakennara
eða starfsfólk með aöra uppeldisfræðilega menntun. Starfs-
svið: umönnun barna með sérþarfir á dagheimilum og
leikskólum. Upplýsingar í síma 27277 og 85911.
NÝTTFRÁ ÍTALÍU