Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982.
5
Eyjótfur Sigurðsson: Var einn af stofnendum Kiwanis á íslandi 1964.
„Klúbbamir á íslandi
hvað mikilvirkastir
af EvrópuklúbbununT
TA1 abarnaskórnir komnir
Teg. 362
BIAtt skinn m/hvitri bryddingu
Stærðir: 19—24
Verð kr. 244-257
Teg. 335
Hvitt eða rautt lakk
Stærðir: 19—24
Verð kr. 244-257
Teg. 344
Blátt skinn m/hvitri bryddingu
Stærðir: 19-26
Verð kr. 244-257
Teg. 237
Hvitt eða rautt skinn
m/gylltri skreytingu
Stærðir: 19—24
Verð kr. 253 - 265
Kvenmokkasinur
Stærðir: 36-40
Dökkbláar eða dökkgráar úr skinni
Verð kr. 685.
Skóverslun
Helga
Völvufelli 19
Fellagörðum,
sími 74566.
— segir Eyjólfur Sigurðsson, f ormaður Evrópusambands
Kiwanismanna
Islendingar eru atorkusamir á
sviði félagsmála og hafa ýmis sam-
tök, sem stofnað hefur verið til hér á
landi, lagt fram drjúgan skerf til
kknarmála. Ein af díkum samtokum
er Kiwanishreyfingin sem náð hefur
öflugri fótfestu á tslandi þótt enn sé
hrey fingin ung að árum.
I haust tók Eyjólfur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Bókhlöðunnar,
við formennsku i Evrópusambandi
Kiwanishreyfingarinnar, en hann
var kosinn í formannsembættið á
Evrópuþingi Kiwanismanna, sem
haldið var hér á Islandi í sumar. Við
slógum á þráðinn til hans í því skyni
að forvitnast um þetta nýja embætti
hans og hreyfinguna almennt.
... mannbætandi
félagsskapur...
— Eyjólfur , hver er helsti
tilgangur hreyf ingarinnar.
— Helsti tilgangurinn er að
virkja menn til líknar- og hjálpar-
starfa. Einnig tengjast byggðarlög
saman gegnum Kiwanisklúbbana og
menn kynnast innbyrðis.
— Þetta er sem sagt mannbætandi
félagsskapur?
— Já, tvímælalaust!
— Hvað hefur þú starfað lengi með
hreyfingunni?
— Ég var einn af stofnendum
Kiwanis á Islandi árið 1964.
Hreyfingin á uppruna sinn að rekja
til Bandarikjanna en barst svo til
Evrópu 1963 og fékk þar strax góðan
hljómgrunn.
— Hvað eru félagsmenn á Islandi
margir?
— Þeir eru 1200, en alls telur
Evrópusambandið 15.000 félaga.
— Hvemig standa Islendingamir
sig miðað við félagana í Evrópu?
— Ég þori alveg að fullyrða að
miðað við hina frægu höfðatölu eru
klúbbamir á Islandi hvað mikilvirk-
astir af Evrópuklúbbunum.
Vill til að konan
er skilningsrik!
— Er formannsstaðan í Evrópu-
sambandinu umsvifamikið embætti?
— Já, óneitanlega. T.d. hefur hún í
för með sér mikU ferðalög. I Evrópu
era 6 umdæmi Kiwanishreyfingar-
innar og eru þau samansett af mörg-
um þjóðum. Þessi umdæmi verð ég
að heimsækja reglulega og auk þess
fylgja starfinu ýmis fundarhöld,
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Satt að segja verð ég aö reyna aö láta
þetta sitja sem mest á hakanum
fram að áramótum vegna vinnu
minnar hér. Bókhlaðan hefur eina
þrjá útsölustaöi á sinni könnu og eins
og aUir vita eru mestu annimar í
bóksölunni einmitt á haustmánuðun-
um og fram að jólum. Auk þess vor-
um við að kaupa Ægisútgáfuna en
hún verður ásamt Bókhlöðunni með
25 bókatitla í boði á jólamarkaðin-
um.
— Koma aUar þessar annir ekki
hart niðurá heimiUslifinu?
— Nei, þetta bjargast nú bara
furðu vel enda bömin uppkomin. Það
hjálpar líka mikið upp á sakirnar að
konan mín, Sjöfn Olafsdóttir, starfar
sjálf ötuUega að félagsmálum. Hún
er þvi ákaflega skiíningsrik á aUa þá
aukavinnu sem starf mitt í þágu
Kiwanishreyfingarinnar hefur haft í
för með sér. Og tekur því með
jafnaðargeði þótt sú vinna eigi eftir
að aukast til muna í sambandi viö
f ormannsembættið! JÞ
YEAm
RETTA GRIPIÐ