Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 12
12
DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
,Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. . ' . '
■ Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86811.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 1».
Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr.
„Eg fer í fríiö”
í tengslum viö útgáfu bráöabirgöalaganna í haust gaf
ríkisstjórnin út þá yfirlýsingu að jafnframt hygöist hún
leggja fram þrjú fylgifrumvörp um nýtt vísitölukerfi, lág-
launabætur og breytingu á orlofslögum. Þetta var sagt í
ágústmánuði, en nú, í byrjun nóvembermánaðar, bólar
enn ekki á neinum bráðabirgöalögum, og heldur ekki á
nýrri vísitöluviömiðun eöa láglaunabótum.
Hins vegar hafa orlofslögin séö dagsins ljós. Þar er gert
ráö fyrir aö laugardagar veröi ekki taldir meö í orlofi
launafólks. Samkvæmt athugasemdum frumvarpsins
samsvarar lenging orlofsins til liðlega 2% í kaupi hjá
þeim sem minnstan rétt hafa, en um 4% hjá þeim sem
lengri starfsaldur hafa.
Allajafna er óþarfi aö amast viö því þótt kjör launafólks
séu bætt. Venjan hefur hins vegar verið sú að breytingar
á kjörum eru ræddar og umsamdar í kjaraviðræðum
vinnuveitenda og verkalýðs. Sú meginregla hefur veriö
viðurkennd um langan aldur, enda hafa aöilar vinnu-
markaðarins taliö þaö grundvallarréttindi að hafa frelsi
til aö semja um kaup og kjör.
Nú bregður aftur á móti svo viö að kjarabætur eru
ákveönar einhliöa af ríkisstjórn, án minnsta samráös viö
vinnuveitendur, þann aðilann sem veröur aö borga brús-
ann.
En þaö er fleira skrýtið í kýrhausnum. Þaö er annað og
meira sem vekur athygli við þessa breytingu á orlofs-
lögunum.
Flestum lándsmönnum er ljóst að efnahagsþrengingar
steöja aö. Gífurlegur viðskiptahalli, stóraukin skulda-
söfnun, samdráttur í þjóöartekjum. Stjórnarsinnar jafnt
sem stjórnarandstæðingar eru á einu máli um þörf
aðgerða og aðhalds. Við þurfum aö heröa sultarólina
hrópa þeir í taktföstum kór. Fyrir liggur að kaupmáttur
mun dragast saman á næsta ári, lífskjör munu versna,
þjóöarbúið stendur ekki undir sér.
Manni væri næst aö ætla aö undir slíkum kringumstæö-
um þyrftu landsmenn að leggja meira á sig, efla fram-
leiðslu, auka afköst, lengja vinnudaginn. Þegar tekjur
heimilisins duga ekki fyrir útgjöldunum eru viöbrögöin
ofur augljós. Annars vegar aö skera niður útgjöld, hins
vegar að leggja meira á sig í vinnu og tekjuöflun.
Þetta þarf ekki að segja neinum sæmilega skynsömum
manni. Þetta heföi maöur haldið aö yröu einnig viðbrögð
stjórnvalda í landinu þegar kreppir að þjóðarbúinu og
þjóðarframleiöslan dregst saman.
En ríkisstjórnin sem nú situr er engu lík. Vegir hennar
eru órannsakanlegir. Hún gerir allt öfugt viö skynsem-
ina.
Orlofslögin eru gott dæmi þar um. Nú á að binda þaö í
lög aö lengja orlofið, lengja frítímann. Nú er um aö gera
að stytta vinnutímann, að mati blessaðra ráöherranna!
Sú stytting eykur aö sjálfsögöu kostnað atvinnurekstr-
arins, minnkar afköstin, dregur úr framleiöslunni. Hún
gengur í þveröfuga átt viö það yfirlýsta markmið aö fólk
leggi meira á sig, svo þjóðin sameiginlega geti rétt úr
kútnum.
Boðskapurinn er sem sagt sá, mitt í öllu öngþveitinu og
skuldabaslinu og samdrættinum, að lengja fríiö hjá hinni
vinnandi stétt.
Frumvarpið um breytingarnar á orlofslögunum er lýö-
skrum og loddaraleikur, sem við höfum ekki efni á. Það
er skólabókardæmi um hringlandann í landsstjórninni á
þessum síöustu og verstu tímum.
ebs.
Útboð og
opinberar
framkvæmdir
Hiö opinbera, ríki og sveitarfélög,
stendur fyrir margs konar fram-
kvæmdum um land allt. Fram-
kvæmdir þessar eru yfirleitt fjár-
magnaöar með skattfé borgaranna
og miklu máli skiptir aö vel sé meö
þaö fé farið. Hvernig veröur það best
tryggt aö fjármagn hins opinbera
nýtist sem best? Vafalaust erufleiri
en ein leiö til í þeim efnum, en að því
er framkvæmdir snertir hefur
útboðsleiöin veriö talin áhrifaríkust.
Hagkvæmni útboða
Mörg rök styöja þaö að hagkvæmt
sé aö bjóöa opinber verk út á hinum
almenna útboösmarkaöi. Rétt er aö
nefna nokkur. Utboösverk eru aö
ja&iaöi betur undirbúin og fjár-
mögnun þarf að vera tryggö í upp-
hafi. Reynslan sýnir að í samkeppni
milli verktaka verður verkiö
ódýrara en ef viökomandi stofnun
annast sjálf framkvæmdina.
Kjallarinn
Birgir ísl. Gunnarsson
Uppgjör verks verður oft
nákvæmara og auðveldara aö sjá
hvaö úrskeiðis hefur farið ef útboös-
leiðinni er beitt. Stofnanir sem
sjálfar annast miklar framkvæmdir
hafa tilhneigingu til að blása út og er
stærö þeirra þá oft miðuð við fram-
kvæmdatoppa, en mannafli og tæki
nýtast illa þess á milli. Með því aö
nota starfsemi verktaka er tryggður
meiri hreyfanleiki á mannafla og
tækjakosti en ef hver stofnun byggir
sig sjálf upp að þessu leyti.
Hvernig er
framkvæmdin
En hvernig er þessu háttaö hjá
hinum ýmsum stofnunum ríkisins?
Ég hef tvisvar á Alþingi spurt um
útboð á vegum nokkurra stofnana
rikisins og er eftirfarandi byggt á
svörum, sem samgönguráöherra
hefur gefiö. Hjá Vegagerð ríkisins
voru greiðslur til verktaka sem hlut-
fall af heildarframkvæmdum sem
hér segir: 1978 11%. 1979 12%. 1980
TVEIR
POUTÍSKIR
FARAND-
RIDDARAR
Haustiö er litrík árstíð. Lækkandi
sól lokkar fram flesta þá liti sem
náttúran hefur aö geyma — en í lit-
rófi hennar eru allir litir fallegir.
Ekki veröur það sama sagt um hiö
pólitíska litróf á Islandi nú á þessum
fallegu haustdögum. Samhljómur
náttúrunnar er þar ekki til staöar og
sú litrika fegurö sem honum fylgir er
ekki sjáanleg. Nýlega rakst ég á
tvær greinar sem endurspegla ágæt-
lega það pólitíska ábyrgöarleysi og
þaö málefnalega gaspur sem sífeilt
skýtur upp kollinum í íslenskri
stjómmálaumræðu. Eg verö þó að
viðurkenna aö fyrri greinin, sem
fjallaði um „þróttmikla nýjafnaðar-
stefnu”, eftir Vilmund Gylfason, er
ekki algjörlega sneydd pólitískri
hugsun.
Vil'mundur
AUtaf hef ég gaman af því þegar
ungir menn þeysa fram á ritvöUinn
og lýsa því yfir aö nú séu slæmir
tímar fyrir hugmyndafræöi, nú sé
það skynsemin ein sem blífi.
Vilmundur byrjar á því aö lýsa yfir
andláti hugmyndafræðinnar. Tímar
hennar séu Uönir. Henni hafi þegar
skolaö á land ásamt síöustu eftir-
legukindunum. En tilgangur VU-
mundar með því aö jarða alla hug-
KjalEarinn
Þröstur Ólafsson
myndafræöi á einum dagblaösdálki
var aö sjálfsögöu gerö til þess aö
pláss væri fyrir nýja. Og ekki stend-
ur á Vilmundi aö klambra saman
nýrri hugmyndafræöi. Satt aö segja
verður ekki um hana sagt að hún hafi
mjög sterkar útlínur tU aögreiningar
frá hinum sem hann var aö jaröa rétt
á undan. Enda þvælist nafniö á
króanum fyrir föðurnum. Stundum
er heitiö ný jafnaöarstefna, seinna
valddreifingarstefna, eöa einhvers-
konar alvöru-kapitalismi. Nú veröur
að seg ja þaö strax, að þaö er fátt nýtt
og ekkert sem bendir tU sérstaks
jafnaðar í ný-jafnaðarstefnu
Vilmundar. Lausnarorö VUmundar
hljóöa upp á fráhvarf frá svokaUaðri
miöstýringu og endurhvarf til lausna
sem frjálst markaðskerfi og lögmál
f jármagnsins búa tU.
I útfærslu Vilmundar þýöir þetta
„hreint og svikalaust efnahagslif”
og „smáar og frjálsar einingar í
rekstri og félagslífi”. Ekki veit ég
alveg hvað það fyrra þýöir. Hef Ld.
aldrei heyrt taiað um „hreint efna-
hagslif” áöur, eflaust einhver sótt-
hreinsun sem aðeins kratar þekkja.
En hið síðara, smáar og frjálsar
einingar í rekstri og félagslífi, höfum
við í mjög miklum mæli og ég vU
segja í alltof miklum mæli. Einhver
mesti ágalUnn á félagslegum innvið-
um íslenska þjóðfélagsins eru of
smáar og of frjálsar einingar í
rekstri og félagslífi. Þegar ég segi of
frjálsar þá meina ég aö þær séu ekki
nægjanlega tengdar heUdarhags-
munum þjóöfélagsins og geti því
hagaö sér að vUd, jafnvel þvert á
heUdarhagsmuni þess samfélags
sem þær eru hluti af.
Framleiðslueiningar okkar eru of
smáar og veikburða tU þess aö geta