Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 35
DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982. « Andlát Hörður Ásgelrsson lést 23. október. Hann fæddist 27. desember 1915, sonur hjónanna Jensínu Eiríksdóttur og As- geirs Guönasonar. Hörður starfaði lengst af sem frystihússtjóri hjá Sigurði Ágústssyni í Stykkishólmi. Eftirlifandi kona hans er Guðmunda Guömundsdóttir og eignuðust þau 1 dóttur. Otför Harðar var gerð frá Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30. Helga Sigurðardóttir lést 23. október. Hún fæddist aö Riftúni í Olfusi 28. febrúar 1912, dóttir hjónanna Siguröar Bjamasonar og Pálínu Guðmundsdótt- ur. Lengst af starfaöi Helga við saumaskap. Eftirlifandi maður Helgu er Guðjón Guðmundsson, þau eignuð- ust 5 böm. Utför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Sesselja Sveinsdóttir, Eskihlið D. Reykjavík, lést 23. október í Landa- koti. Hún var fædd að Torfastöðum í Amessýslu 4. mars 1894. Hún var gift Magnúsi Kristjánssyni garðyrkju- manni. Utför hennar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. nóvem- berkl. 15. Magnús Guðmundsson múrari, Reyni- mel 66, andaðist í öldrunardeild Land- spítalans, Hátúni 10, þann 23. október. Otförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. nóvember kl. 15. Rannveig Sigfúsdóttir, Elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 15. Alexander Geirsson, Ljósafossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 14. Hallgrimur Oddsson fyrrv. útgerða- maður, sem lést á Kanaríeyjum, 21. okt. sl., verður jarösunginn frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Bjöm Stefán Sigmundsson frá As- mundsstöðum, Frakkastíg 12, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Kjartan Bjamason fyrrverandi spari- sjóðsstjóri frá Sigiufirði verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 3. nóvember kl. 15. XQ Bridge Hraðsveitakeppni T.B.K. Hraðsveitakeppni TBK hefst fimmtu- daginn 4. nóv. kl. 19.30. Spilað verður í Domus Medica og stendur keppnin yfir í 4 kvöld. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensen. Þátttaka tilkynnist í síma 78570Guðmundur og 19622 Auðunn. Tilkynningar Kvenfélag Lágafeilssóknar heldur fund í HlégarSi í kvöld, 1. nóvembér kl. 20.30. Allar konur velkomnar. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólanum þrjöjudag- inn 2. nóvember kl. 20.30. Sagt veröur frá starfi Hjálparstofnunar kirkjunnarsi máli og myndum. Mætiö vel og stundvíslega. vStjórnin. Keflvíkingar og Suðurnesjamenn Skákþing Keflavíkur hefst þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20.00 á Víkinni, Hafnargötu 80. Stjórnin. B.P.W. Klúbburinn í Reykjavík heldur fund í Leifsbúð, Hótel Loftleiöum, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20.30. Rædd verða félagsmál og önnur mál. Ema Am- grímsdóttir sagnfræðingur talar um hug- myndir um mannkynbætur á Islandi. Gestir velkomnir. B.P.W. Klúbburinn. Útivistarferðir Þriðjudagskvöldið ki. 20 — Tunglskinsganga og fjörabál með sögn og rómantík. Auðvitað lætur enginn sig vanta. Verð 60 kr., frítt f. böm m. fuilorðnum. Brottför frá BSI, bensín- sölu. Sjáumst. Helgarferð 5.-7. nóv. Haustblót á Snæfellsnesi. Gist á Lýsuhóli. 01- keldusundlaug. Gönguferðir um fjöll og strönd eftir vali. Kjötsúpuveisla og kvöld- vaka. Fararstjóri: Lovísa Christiansen. Heiöursgestur: Hallgrimur Benediktsson. Veislustjóri: OU H. Þórðarson. Allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Farmiðar og uppl. á skrifstofunni, Lækjarg. 6a, sími 14606 (sím- svari). Missið ekki af þessari einstöku ferð. Sjáumst. Dagsferðir sunnudaginn 7. nóv. 1. Kl. 13 Esjuhlíðar — skrautsteinaleit. 2. Kl. 13 Saurbær — Músaraes. Þetta eru hvorutveggja léttar göngur fyrir aUa. Verð 120 kr. og frítt f. böm í fylgd fuUorðinna. Brottförfrá BSI, bensínsölu. Sjáumst. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund, fimmtudagmn 4. nóvember, að HaUveigarstöðum kl. 20.30. Gestur fundarins verður Sigríður Ingólfsdóttir og sýnir hún ýmsar blómaskreytingar. FR félagar Munið spUakvöldið að Seljabraut 54 fimmtu- daginn 4. nóvember kl. 20.30. Mætum stund- víslega. Skemmtinefnd FR deUdar 4. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1983 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austurbergi 5 fyrir 15. nóvember næstkomandi. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F. B. (öldungadeild) á vorönn 1983 skulu berast skrifstofu skólans fyrir sama tima. Staðfesta skal fyrri umsóknir með símskeyti eða símtaU við skrifstofu F.B. sími 75600. Skólameistari. Frá Stórstúku fslands A miðju ári 1981 boðaði forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, nokkra aðila til viðræðu um áfengismálastefnu. Tveir fundir voru haldnir en síðan hafa þeir legið niðri. Stórstúka Islands fagnaði þessu framtaki forsætisráðherra og óskar eindregið eftir því að viðræður verði aftur teknar upp og ákveðin áfengismálastefna af hálfu hins opinbera mörkuð. Stórstúka Islands er elsta og öflugasta bindindisfélag í landinu. Hún gefur út barna- blaðiö Æskuna, útbreiddasta bamablað á Norðurlöndum. Þá rekur Stórstúkan 31 bamastúku með 3 þúsund meðlimum og á sl. sumri gaf Unglingaregla I.O.G.T. út fræðslu- verkefni um áfengi og önnur fíkniefni fyrir nemendur i 10 ára bekkjum grunnskólans. 1981 gekkst Stórstúkan fyrir víðtæku samstarfi félaga og stofnana gegn áfengi og öðrum eiturlyfjum. Samstarf þetta hefur verið nefnt ÁTAK GEGN AFENGI: I umræðum um áfengismálastefnu leggur Stórstúka Islands einkum áherslu á eftirtalin atriði: a) Hömlur á sölu á áfengis í samræmi við ályktun Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. b) Opinberir aðilar hætti vínveitingum á sínum vegum. c) Stöðvuð verði sala á áfengum bjór og öl- og hraðvíngerðarefnum hér á landi. d) Eftirlit með sölu og dreifingu eituriyfja verði stórlega hert og í því sambandi verði sett á laggirnar sameiginleg nefnd frá dóms-, heilbrigðis- og menntamála- ráðuneyti til samræmingar á opinberum aðgerðum. Úthverf íhugun I hinni nýstofnuðu „Miðstöð mannlegra möguleika”, hefjast næstkomandi þriðjudag þann 6. nóvember hóptímar í s.k. Uthverfri íhugun (þ.e. Dynamic Meditatcon). Uthverf íhugun er samfelid röð öflugra og áhrifaríkra æfinga sem framkvæmdar eru við ákveðna tegund af tónlist. Þessar æfingar eru sérstaklega til þess gerðar að veita útrás fyrir ýmsar jakvæðar og neikvæðar tilfinningar sem hafa verið byrgðar inni í lengri og skemmri tíma. Þetta hefur í för meö sér losun á spennu og streitu og ýmsum óróleika. Innritun í hóptimana fer fram á staðnum og geta menn borgað hvort heldur 35 kr. fyrir hvem einstakan tíma eða þá kort sem gildir í 10 skipti sem kostar 250 kr. Fólki er í sjálfs- valdi sett hvaða tíma það sækir og hversu oft í viku svo framarlega sem nóg rými er til staöar í hvert eitt sinn. Frekari upplýsingar má fá í húsakynnum miðstöðvarinnar að Bái ugötu 11 neðstu hæð eða þá í sima 12980/13139. Aðalleiðbeinandi og umsjónarmaður með þessum hóptímum er Hartmann Bragason. Félag íslenskra sérkennara Menntunarmál fanga hafa verið í brennidepli fjölmiðla undanfamar vikur og sýnist sitt hverjum. Félag islenskra sérkennara heldur almennan f und um málið nk. þriöjudagskvöld kl. 20.30 að Hótel Esju, II. hæð. Frummælendur eru: Guðjón Olafsson yfir- kennari. Erlendur Baldursson afbrota- fræðingur. Heimir Pálsson skólameistari. Helgi Gunnarsson forstöðumaður. Jón Bjarman fangaprestur. Jón Thors deildar- stjóri. Rangæingafélagið í Reykjavík Stjórnarskipti urðu á síðasta aðalfundi, 23. sept. Alfreð Ámason formaður baðst undan endurkjöri og sama var að segja um Áma Böðvarsson og Bjöm J. Andrésson. I stað þeirra voru kjörin í stjórn þau Dóra Ingva- dóttir formaöur, Einar Agústsson ritari og Guðlaug Guðjónsdóttir gjaldkeri. Fyrir í stjóm voru Sigríður Einarsdóttir og Guðbjörg Ástgeirsdóttir. Félagslífið er öflugt. Er það ekki síst að þakka Rangæingakórnum sem starfað hefur með blóma undanfarin ár. Æfingar eru viku- lega á mánudagskvöldum, kl. 20.00, aö Skipholti 37. Stjómandi í vetur er Ánna Ingólfsdóttir. Kórar Rangæinga og Skaft- fellinga halda sameiginlega skemmtun í veitingahúsinu Ártúni laugardaginn 27. nóv. nk. Bridgedeild félagsins spilar öll miðvikudagskvöld kl. 19.00. í Domus Medica. Deiidin hefur unnið mörg verðlaun á árinu. Kökubasar kvennadcildar verður 12. des. nk. að Hallveigarstöðum. Frá paradís í Mosfellssveit I nýútkomnu tbi. Húsa & híbýla er sagt frá heimsókn blaðsins til hjónanna i Hvammi, Mosfellssveit. Hvammur fékk í fyrra viður- kenningu Mosfellshrepps fyrir fagurt og snyrtiiegt umhverfi. H&H birtir fjölda lit- mynda frá þessari paradís í Mosfellssveit. Áf öðru efni blaösins að þessu sinni má fyrst nefna sérefnið, sem er um sólbekki og glugga- tjöld. Fróðlegar upplýsingar og margar athyglisverðar hugmyndir að gluggatjöldum. Ailir helstu pöntunarUstamir, sem njóta vinsælda hériendis, eru kynntir. Rakin er saga MávasteUsms frá Bmg & Gröndahl auk þess sem fjaUað er um aöra postulinsfram- leiðslu fyrirtækisms. Sagt er frá í máU og myndum hvemig starfsemi vefnaðarvöra- deildar Sambandsverksmiðjanna á Akureyri fer fram. Gerð er úttekt á húsgagnafram- leiðslu á Norðurlöndum. Og loks má geta uppskriftar að peysu, kynningar á sérkenni- legu veitmgahúsi á Sauðárkróki, gagnrýni á bækur og umfjöUun um þá möguleika sem kvöm gefur í matargerð. Síðast en ekki síst skal getið viðtals við stærsta plakatafram- leiöanda í heimi, forstjóra Scandecor. Hús & híbýU er eUia íslenska sérritið um fjölskylduna og heUniUð. Það kemur út sex sinnum á ári. Utgefandi er SAM-útgáfan. Ritstjóri. Þórarinn Jón Magnússon. Frá Bandalagi háskólamanna Ráð sjálfstætt starfandi háskólamanna efnir til fræðslufundar um nútUna skrifstofubúnað fUnmtudaginn 4. nóvember nk. FundurUm verður í Leifsbúð á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 16. Aður en fundurinn hefst verður sýnrng á ýmiss konar skrifstofubúnaði á fundarstaö. Fundurinn og sýnmgrn er emkum sniðin fyrir þá sem starfa einir eða eru með litlar rekstr- areiningar. A fundinum mun Dr. Kristján Ingvarsson verkfræðingur halda erindi um grundvallar- atriði varðandi tölvunotkun við litlar rekstr- areUimgar. Mun hann einkum fjalla um nota- gildi og val á búnaði, samræmmgu aðferða við rekstur, rekstrareftirlit, skjalavörslu og ritvinnslu. Að loknu errndi Dr. Kristjáns verða um- ræður og fyrirspumir. Aögangur að fundinum er ókeypis og heUnill öllum háskólamönnum. Formaður Ráðs sjálfstætt starfandi háskóiamanna er Jón E. Ragnarsson hrl. Sundfélagið Ægir Aðalfundur sundfélagsms Ægis veröur hald- rnn laugardagUin 6. nóvember 1982 í Þrótt- heUnum við Holtaveg og hefst kl. 14.39. StjómUi Fótaaðgerð á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju fyrir elli- og lífeyrisþega er byrjuð og verður hvern þriðjudag á milli kl. 13 og 16 í vetur (inngangur í norðurálmu kirkjunnar). Upplýsingar og tímapantanir í síma 39965. Samhygð Hefurðu áhuga á að kynnast Samhygð? Kynn- Uigarfundir alla þriðjudaga kl. 20.30 að Ár- múla36 uppi. (GengiðUinfráSelmúla). Félagssamtök og aðrir sem hafa áhuga á að fá kynnmgu til sUi geta hrUigt í sUna 37829 milli kl. 16 og 18 alla virka daga. Millý Mollý Mandý, telpan hennar mömmu Vilbergur Júlíusson skólastjóri þýddi bækurnar. Guömundur og fjölskylda hans í Húsinu á Eyrarbakka um 17 mánaöa skeið. Þá var þessi dagbók skrifuð. Tileftii og innihaldi bókarinnar véröur best lýst með orðum höfundarins sjálfs úr inngangi verksins: „Það var einn síöasta dag ársins 1946 að mér barst í pósti þykk bók í svörtu aiskinni. Hún var komin um hnöttinn þveran, úr annarri heimsálfu, frá Winnipeg. Bókin var hvorki skrifuð né prentuð, nema á öftustu síðu var daga- tal fyrir næsta ár. Pappírinn í henni var rjómagulur, þunnur og þéttur og greinilega góður til að skrifa á hann. Framan á kápuna var nafnið mitt þrykkt með gullnu letri í svart og lungamjúkt leðrið. „Mér er trúlega ætlað að skrifa eitthvað í þessa bók,” hugsaði ég. „Kannski gæti það orðið hústafla eöa svona skýrsla um tilveru mína frá degi til dags jafnharðan og hún þokast fram, ágrip þess sem ég aðhefst, hrafl úr því sem mér dettur í hug, brot af því sem fram við mig kemur. Kannski ætti ég að skrifa drög að hvursdagslífi lítillar fjölskyldu, sem bisar viö að lifa lífi sínu, eins og hitt fólkiðílandinu.” Þannig er ,J)agbók úr Húsinu”. Höfundurinn skrifaði hana fyrir sjálfan sig. Hún birtist hér óbreytt, en fjölmargir þekktir islendingar koma hér við sögu. Bókin er 220 blaðsíður og er þetta 43. bók Guðmundar Daníelssonar. Don Kíkóti frá Mancha eftir Cervantes Saavedra í þýðingu Guðbergs Bergsson- ar Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þriðja bindi Don Kíkóti eftir Cervantes í þýðingu Guð- bergs Bergssonar. Don Kíkóti er eins og kunnugt er einn af risum heimsbókmenntanna og hefur fyrri bindum verksins um hann verið mjög vel tekið, enda allir á einu máli um hve mikill fengur er að eignast það á íslensku í snilld- arþýðingu Guðbergs. Don Kíkóti er eins og vera ber í bókaf lokki AB Orvalsrit heimsbókmenntanna. Þetta þriðja bindi er 212 bls. að stærð og verkið er unnið í Víkings- prenti. Setberg hefur gefið út tvær nýjar bækur um telpuna Millý Mollý Mandý. 1 fyrrahaust komu út tvær fyrstu bæk- umar í þessum flokki, en nú koma út bók nr. 3 sem heitir , JMiilý Mollý Mandý, telpan hennar mömmu” og bóknr.4:,JWillýMollýMandý fær bréf frá Islandi”. Þessar bækur n jóta mikilla vinsælda erlendis og hér heima, því að frásögnin er hlýlegog skemmtileg, skreytt fjölda teikninga. Vilbergur Júlíusson skólastjóri þýddi bækumar. GuómundurDaníelsson Dagbók úr Húsinu eftir Guðmund Daníelsson rithöfund Setberg sendir frá sér þessa dagana nýja bók eftir Guðmund Daníelsson rit- höfund, en hún heitir „Dagbók úr Húsinu”. Fyrir réttum aldarþriðjungi bjó Minningarspjöld Minningarspjöld Mígrensamtakanna eru seld á eftirtöldum stöðum: Blémabúðinni Gríms- bæ, Bókabúðinni Kleppsvegi 150, Félagi ein- stæðra foreldra, hjá Eriu sima 52683, Björgu s. 36871, og hjá Regínu s. 32576. Minningarspjöld Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju fást í bókabúð Böðvars, Blómabúðinni Burkna, bókabúð Olivers Steins og verslun Þórðar Þórðarsonar. Minningarkort Sjálfsbjargar. Reykjavik: Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Garðs Apótek, Sogavegi 108 Verslunin Búðargerði 10 • • Líttunúá!!! Kaupum frímerkjaafklippur. Okkur vantar frímerkjaaf- klippur frá landi þínu. Ef þú átt eitthvað liggjandi eða hefur áhuga á þessu kaupum við. Aflaðu upplýsinga. Við getum einnig þegið heil umslög með frímerkjum, einnig póstkort. Skrifaðu um það sem þú hefur upp á að bjóða og við gerum þér tilboð. L.F. Frimærke-Center Enighedsvej 16 4800 Nykebing F Danmark. Sími 03) 85 40 03.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.