Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 16
16 DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982. Spurningin Ertu fylgjandi eða and- víg (ur) því að flúor verði settur í drykkjar- vatn? Óskar Gíslason ljósmyndari: Ég er ekki fylgjandi því. Vatnið veröur svo óhollt nema þetta sé þá í svo litlu magni. I Sigríður H. Jónsdóttir, heimavinnandi húsmóðir: Nei, ég vil ekki flúor í vatn. Algjörlega á móti því. Ég held þaö skemmi bara tennurnar. Frú Ingibjörg Skúladóttir: Ég er á móti því. Við drekkum svo mikið vatn, Islendingar, af því við höfum ekki bjór. Við getum svo sem burstað tennurnar upp úr flúorvatni ef viö skolum svo á eftir með hreinu. Guðrún Tryggvadóttir húsmóðir: Ég er andvíg því. Ég vil að fólkið fái aö ráða því sjálft hvort það drekkur flúorblandað vatn eða ekki. Jóna Sigursteinsdóttir húsmóðir: Ég gef bömunum minum alltaf flúor út af tannskemmdum. Já, ég er fylgj- andi því. Jóhanna Oddgeirsdóttir búsmóðir: ' Eindregið á móti því. Ég tel ástæðu- ; laust að vera að menga vatnið. Mér finnst að fólk eigi aö fá að ráða þessu sjálft. 'I Lesendur Lesendur Lesendur „ Vil óg minna áað,, vistmenn " á Litla-Hrauni hafa tii þeirrar tfvalar unnið " — segir iesandi. Vegna skrifa um menntunarmál fanga: Tökum hart J.S. hringdi: Ég er vafalaust ekki einn um að vera orðinn innilega þreyttur á öllu þessu væh um mannréttindi, menntunarmál og hagsmuni afbrota- manna. Það er makalaust að sá hópur manna, sem síst virðir rétt annarra, skuli vera svona einstaklega kröfu- harður um eigin réttindi. Menn, sem hafa kannski virt líf, limi og andlega framtíð annarra nákvæmlega einsk- is, leyfa sér að berja bumbur fyrir eigin mannréttindum. I framhaldi af því vil ég minna á að „vistmenn” á Litla-Hrauni hafa til þeirrar dvalar unniö. Til þess að kóróna allt saman á þrjótum dyn ja nú yfir okkur daglega fréttir af líkamsárásum; kynferðisafbrotum, barsmíöum og þvíliku. Og morð eru ekki fátíð lengur. Því tek ég undir orð þess lesanda sem skrifaði bréf um að tekið sé á afbrotamönnum með silkihönskum. Það er hverju orðisannara. Tökum hart á þrjótum. Höfum í huga hvað þeir hafa af sér gert, ásamt hvað þeir eru líklegir til aö geta gert á ný, áður en við höfum áhyggjur af réttindum þeirra. Þeir brjóta af sér á okkar kostnað og bama okkar. Sættum við okkur viö að gælt sé við þá á okkar kostnað lika? Upphlaupið á Iðnnemasambandsþinginu: Algerlega sök fyrr- verandi stjórnar — og hennar fylgismanna Atburðir á sl. þingi iðnnemasambands íslands hafa verið i deiglunni undanfarið. „Ég tel upplausnina, sem skapaðist á þinginu, vera algerlega sök fyrrverandi stjórnar og hennar fylgismanna," segir Björn Indriðason. Bjöm Indriðason rafiönaðamemi skrifar: Vegna þess sem fram hefur komiö í fjölmiðlum, um upphlaupið á Iðnnema- sambandsþinginu og frestun þess, vil ég taka fram eftirfarandi: Ég tel upplausnina, sem skapaðist á þinginu, vera algerlega sök fyrrverandi stjórn- ar og hennar fylgismanna vegna þess að þeir drógu sig til baka úr kjöri þeg- ar ljóst var að þeirra maður féll í kosningunni um formann. En Harald- ur Kristjánsson var réttkjörinn. Þetta Vegna kjall- aragreinar HaraldsKrist- jánssonar: Karl Isleifsson iðnnemi skrifar: Kjallaragrein Haralds Kristjánsson- ar, í DV 27. þ.m., vakti athygli mína. Fyrirsögnin er: Við hvað eru þeir hræddir? Það er von hann spyrji, hugs- aði ég með mér, eftir aö hafa lesið þessa grein. Haraldur segir fyrrverandi stjóm INSI hafa hleypt upp fundi fyrir sér og sínum mönnum. Þessi fundur, ef fund skyldi kalla, var haldinn í mötuneyti Iðnskólans í Reykjavík — og þvílík della. Fundurinn átti að fjalla um mál- efni INSI, en skilyrðin voru þau að menn spyrðu einskis og gleyptu allt hrátt frá Haraldi. Séð var um að ekki væri nein mæl- endaskrá. Síðan var þama sjálfkjörinn fundarstjóri (ef kjör hans átti sér stað, þá varð enginn var við það). Hlutverk hans var að kynna ræðumemi og sjá um að fundargestir héldu sér saman. I upphafi sagðist Haraldur hafa fengið leyfi aðstoðarskólastjóra fyrir því aö halda fund í 30 mínútur. Fundur- inn stóð í 30 mínútur. Hver leysti fund- inn upp, Haraldur? var bersýnilega skipulagt til þess að skapa vantraust á stjóminni sem kosin var. Síðan halda þeir uppi árásum á stjómina og nýkjörinn formann með ódrengilegum ærumeiðandi hætti sem ég bjóst aldrei við að gæti átt sér stað á þingi sem þessu. Einnig tel ég það lýsa vinnubrögðum þessara manna að þeir skyldu fara fram á það við þingheim að kosin yrði ný stjórn eftir að þingiö var orðiö óstarfhæft og ólöglegt vegna fámennis. Þeim virðist vera sama um Nú áfram hélt Haraldur að trúa mönnum fyrir því, að hann ætlaði sér „að efla INSI” með t.d. kynningu o.fl. og bætti við að fráfarandi stjóm hefði aldrei kynnt sambandið. Skrýtið þótti mér sem sat kynningu á INSI á öllum félagsfundum Skólafélags iðnskóla- nema í Reykjavík. leikreglur þegar þeir ætla að ná mark- miði sínu. Ef svona vinnubrögð væru viðhöfð á Ég get alveg sagt þér, Haraldur Kristjánsson menntaskólanemi, við hvað ég er hræddur. Menn eins og þig, sem ekki standa rétt að málum, hvorki í orði, verki, né formannskjöri í INSI. Viðvíkjandi yfirfyrirsögn á þessum kjallara Haraldar, „Iðnnemasam- öllum stigum þjóðfélagsins væri hér allsherjar upplausn og ringulreið og lýðræöið fótum troðið. bandið dautt eöa lifandi?”, þá minnir hún mig óneitanlega á gamla frasann úr kúrekamyndunum: „Eg skal ná þeim, dauöum eöa lifandi”. Og þykir mér þú ætla, Haraldur að ganga af Iðnnemasambandinu dauðu ef þess þarf með til þess aö tryggja þér for- mannssæti þar. Kjaiiaragrein Haralds KristjánssonarbirtistiDVþann27. þessa mánaðar. „Ég skal ná þeim dauðum eða lifandi”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.