Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 22
30
r
GULL
VBOÐIN
GÆLUDÝRAVERSLUN
Í20ÁR
Við höfum breytt, bætt og endurnýjað.
Aðeins þekkt, þraut-
reynd og viðurkennd
vörumerki.
t&^ro«'boð9S
Aðalstrætí 4.(Físchersundí) Talsímí-l 1757
Áskriftarsíminn
ev 27022
py^etraumn
VILTU
OPELINN?
Vertu áskrifandi
strax.
Sendu inn sedil og
þú gœtir orðid
einum Opel Kadett
ríkari 15. nóvember
nk.
Allt
fyrir gluggann
Tilbúnar pífugardínur í eftirfarandi stærðum:
Br.: hæð:
190x 135 kr. 323.00 stk.
190x160 kr. 353.00stk.
250x135 kr. 380.00stk.
250x160 kr. 418.00stk.
Br.: hæð:
315x135 kr. 487.00 stk.
315x160 kr. 530.00 stk.
380x135 kr. 646.00stk.
380x 160 kr. 685.00stk.
Símsvarinn okkar 3 18 70 tekur á móti pöntunum frá fólki úti á landsbyggðinni
eftir kl. 19.00 á kvöldin.
Siðumúla 22 — Tjarnargötu 17,
Sími 31870 Keflavík Sími 2061
DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982.
Bjöm Kristjánsson tók vlð starfi sveitarstjóra Hafnarhrepps 1.
september síðastliðinn.
„Störf sveitar-
stjóra
ákaflega
margvísleg”
— segir Björn Kristjánsson, nýráðinn
sveitarstjóri Hafnarhrepps
Bjöm Kristjánsson tók við starfi
sveitarstjóra Hafnarhrepps 1. septem-
ber síðastliðinn. Blaðamaður og ljós-
myndari DV hittu Bjöm að máli á
dögunum og spjölluðu við hann um
nýjastarfið.
Fyrst var Bjöm beðinn um að segja
frá námi og fyrri störfum. „Eg er
fæddur 1937 á Stöövarfirði. Eg er
gagnfræðingur frá Eiðum og var lengi
sjómaður. Ég fór síðar í land og ’62
varð ég gjaldkeri hjá Kaupfélaginu á
Stöðvarfirði. Því næst varð ég sím-
stöðvarstjóri á Stöðvarfirði 1965 og svo
stöðvarstjóri Pósts og síma 1973. Jafn-
framt var ég oddviti á Stöðvarfirði
1970-1982.”
— Hver vom tildrög þess að þú sótt-
ir um starf sveitarstjóra Hafnar-
hrepps?
„Það var fyrst og fremst vegna þess
að mig langaöi að breyta til. Eg hafði
fengist við sveitarstjómarmál með
öðru og þótti gaman að prófa að vera í
þessu sem aðalstarfi. ”
— Ihverjuerstarfiðfólgið?
„Sveitarstjóri er fyrst og fremst
framkvæmdastjóri hreppsnefndar.
Störf sveitarstjórans eru ákaflega
margvísleg og raunar er ég ekki kom-
inn inn í þau öll. Þaö tekur mikinn tima
aö kynnast aðstæöum. En það er
náttúrlega í mörgu að vasast. Á
vegum hreppsins er vatnsveita, hita-
veita og höfn, auk venjulegs skrifstofu-
halds. Aðalverkefnið í sumar var
varanleg gatnagerð. Hreppsnefnd
hyggst gera átak í varanlegri gatna-
gerö á kjörtímabilinu. Byggð hefur
þanist hér hratt út, en gatnageröin hef-
ur að vissu leyti orðið eftir. En hér búa
15—1600 manns og vitaskuld em fjöl-
mörg önnur mikilvæg mál sem þarf aö
fást viðá svona stómmstað.”
Björn Kristjánsson er 45 ára gamall.
Hann er kvæntur Bryndísi Péturs-
dóttur frá Sandgerði.
ás.
Bókavarðafélag ís-
lands með aðalfund
Aöalfundur Bókavarðafélags Islands
var haldinn í september 1982 í tengsl-
umvið landsfundbókavarða.Aðalmál
fundarins vom lagabreytingar sem
gera félagið aö sambandi bókavarða-
félaga og bókasafna.
Tilgangur sambandsins er: Að efla
íslensk bókasöfn og auka skilning á
hlutverki þeirra í þágu menningar og
upplýsingastarfsemi, að marka stefnu
í málum sem varða bókasafnsstarf-
semi, að efla upplýsingamiðlun meöal
bókasafna og bókavaröa og að koma
fram fyrir hönd íslenskra bókasafna
og bókavarða gagnvart innlendum og
erlendum aðilum. Sambandið ber
áfram heitiö Bókavarðafélag Islands,
en hefur undirheitið „Samband bóka-
varða og bókasafna”. Formaöur
stjómar er Eiríkur Einarsson.
JBH