Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 14
14 DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 II vm " ss w !! breyta ii til? SS ss h ss ss w ss ss ss ! hárgreíðslustof a!! ss___-____— Opið laugardaga ki. 9—13.j HELCU JOAKIMS || REYNIMEL 34, SÍMI21732 ^ Alltaf það nýjasta frá Ítalíu FYRIR HERRA IBuxur I Gallabuxur iSkór I Bolir Peysur Bindi Stígvél Æfingagallar AIRPORT Laugavegi 23 021015 „Ef ekki er hægt eO koma kartöflum til neytenda á viðunandi hátt gegnum Grænmetisverslun iand- búnaOarins þá veröur aö leita annarra leiöa." Hvemig fást góðar kartöflur? Grein þessari er ætlaö aö vera smá-innlegg í opinberu umræöu þá er á sér stað um kartöflur og þaö sem þeim viðkemur. Sem kartöflu- ræktandi fylgist ég meö opinberum fréttum og skrifum um kartöflurækt og er vægt til oröa tekið ákaflega óhress. Oft á tíðum trúi ég vart augum eða eyrum þegar ég innbyrði opinbera umfjöllum um blessaðar kartöflum- ar. Sem svokallaður stórræktandi, (þýöir trúlega, ræktar mikið, hvað sem það er), þarf ég að þola að vera rægður og sakaður um aö vera óhæf- ur framleiðandi, eyðileggja kartöfl- urnar með stórvirkum vélum og jafnvel talinn vera að venja þjóðina af því aö borða kartöflur. Mér er kunnugt um aö á meðal forustu- manna bænda er þeirri skoðun haldið fram að hentugra sé að kartöflurækt sé haldið sem hliðarbúgrein og þá gjaman samhliða hefðbundinni land- búnaðargrein, enda vandi þar á ferð- um. Ég er á annarri skoðun og þeirri skoðun hefur eldú enn verið hnekkt af einum eöa neinum meö skynsamleg- um rökum. Ég held að þjóðinni væri illa farið ef það skeði aö kartöflu- neysla drægist saman. Kartaflan er alltof holl og ódýr til að henni sé kastaöáglæ. Sérhæfð bú Það sjá það flestir að blönduð bú í landbúnaði eru á undanhaldi hvað sem hver segir. Sérhæfð bú viröast skila sér betur. Enda verður hver bóndi að vita nokkum veginn hvað hann er að gera. Það segir sig sjálft að í margþættum búskap er það lyfseðill á fangeisun hugans, ef bóndi á nokkurn veginn að vera fær um að sinna arðbæm búi af einhverju viti. Ef bóndi á og verður að vera þannig, þá er ég hættur. Stöldmm aöeins viö. Hver segir aö það eigi að vera þannig? Ekkiég. Stærsti hluti af því sem heyrst hefur og séð hefur verið er gagnrýni á gæði íslensku kartaflnanna. Að gæðum þeirra fari hrakandi, er helst að kenna svokölluðum stórframleið- endum. A fimm árum hef ég kynnst mörgum sem stunda kartöflurækt, bæði eingöngu og sem hlutabúgrein. Gæðin ráðast ekki af stærð búanna. Það er pottþétt. Það skal ég verja hvar sem er og hvenær sem er. Það er ekki víst að öllum landsmönnum sé þaö ljóst að til að framleiða og selja kartöflur þarf að framfylgja lögum frá Alþingi sem segja að Grænmetisverslun landbúnaöaríns hafi einkasölu á kartöflum til þeirra sem borða. Svo er ákveðið kerfi í gangi sem á að sjá um að allt sé í lagi. En svo er bara ekki allt í lagi og Kjallarinn Tryggvi L Skjaldarson fólk. Við n jótum því miður ekki sann- mælis. Það er víða pottur brotinn og er of langt mál að telja upp hér. Er i. raun svo fáránlegt að erfitt er að trúa, að þetta sé ekki leiðindadraum- ur. Það styttir í að það sé komið nógu mikið efni í heila bók sem hægt væri að kasta í jólabókaflóðið. Samstarfs- nefnd um flokkun og meðferö kart- aflna ætti að vera Ijóst að það verður ekki liðið af hálfu svokaUaðra stór- ræktenda að niðurstaða nefndarinn- ar verði svipað rugl og í gUdi hefur verið. Það er Uðin tíð. Framfarir Það er nokkuð ljóst að tU þess að hægt sé að rækta kartöflur af ein- hverju viti hérlendis verður að skapa starfsgreininni viðunandi skUyrði. Það þarf að koma kartöflum til neyt- enda án teljandi skaða. Það þarf að stórauka valfrelsi í verslunum. Það þarf að halda upp Unnulausum áróðri fyrir kartöflum. Reynslan sýnir að ekki veitir af. Framfarir í kartöflurækt hafa verið örar undan- farin ár. Við höfum sérfræðinga sem gera sitt besta til að stuðla að bættri ræktun og meðferð. Hverjum manni ætti að vera ljóst að vélvæðing er og verður ekki um- framleiöendum er kennt um. Það var skipuð nefnd nú í sumar sem er skipuð fuUtrúum bæði fram- leiðenda og neytenda og aUt þar á mUU. Eftir ákveðnum kerfum að sjálfsögöu. Við framleiðendur erum svo óheppnir að fjölmiðlamaður bænda er formaður nefndarinnar. 1 hvert sinn sem hann opnar munninn þá kennir hann stórræktendum um lélega vöru. Og hélt að hann væri á launum hjá mér og taldi víst að hann þegði frekar en að tala um hluti sem hann virðist ekki þekkja. Er til of mikUs ætlast að maðurinn kynni sér það sem hann talar um áður en hann talar? Eða er manninum kannski ekki sjálfrátt? Fólk verður að skUja að svokallað- ir stórræktendur eru ekki fúlmenni sem reyna að troða hvaða drasU sem er í poka og pranga inn á saklaust flúin. Svo einhUða gagnrýni á stór- ræktendur er ekkert annað en óþverri. Auövitað er sjálfsagt að gagnrýna okkur. Það er raunar heil- brigt og veitir aðhald. Hvort rækta eigi kartöflur hérlendis yfirleitt er stórpóUtískt mál. Hvort stunda eigi landbúnað yfirleitt hérlendis má eflaust deila um eins og annað. Eg er þeirrar skoðunnar að framleiða eigi sem mest af matvöru okkar hérlendis. Um leið verður að stuðla að aukinni framleiöni sem aftur á móti leiðir til lækkandi vöruverðs. Ef ekki er hægt að koma kartöflum tU neytenda á viðunandi hátt í gegnum Grænmetis- verslun landbúnaðarins þá verður að leita annarra leiða. Með vinsemd Tryggvi L. Skjaldarson, Þykkvabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.