Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982. SKRIFSTOFUSTARF Viljum ráða hið fyrsta skrifstofumann í hálfs- dagsstarf við IBM tölvuskráningu og fleira. Starfsreynsla æskileg. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast skilað fyrir 8. nóvember nk. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavik. Opið laugardaga kl. 9—13. REYNIMEL 34, eru framleiddir j Japan af stærstu högg- deyfaverksmiðju í heimi og eru „orginal" í flestum tegundum japanskra og Volvo bíla Þeir henta einstaklega vel á vegum sem okkar. KYB vökva- og gas-höggdeyfar eru fyrir- liggjandi i allflestar tegundir bíla á mjög hagstæðu verði. KYB höggdeyfar — S/násölubirgðir Þ JÓNSSON&CO Skeifunni 17, simi 84515. ALMENNA VARAHLUTASALAN S.F. Skeifunni 17. Reykjavík. Símar 83240/41 KYB HÖGGDEYFAR Hljómplötur Draumur aldamótabamsins—Magnús Þór o.f I. Dýrt kveðið „Draumur . aldamótabarnsins” heitir ný breiöskífa sem Geimsteinn í Keflavíkinni sendi frá sér fyrir skömmu. Eiginlega er hér sólóplata Magnúsar Þórs Sigmundssonar á ferö- inni og auðvitað á Margrét Jónsdóttir helminginn. Hann er höfundur tón- listarinnar en hún höfundur textanna. Aö auki koma f jölmargir listamenn aðrir við sögu og óþarfi er að geta þeirra allra nema hvað flestir þeirra koma eitthvað við sögu hér á eftir. Sér- staklega er þó vert að benda á hlut Þóris Baldurssonar. Hann útsetur lög- in ásamt Magnúsi og stjórnaði upptöku ásamt honum. Og lék á hljómborð og trommur. Fyrst langar mig til að reifa litillega texta Margrétar enda ekki oft sem íslenskar plötur gefa tilefni til sliks. Titill plötunnar gefur góða hugmynd um textana. I heild eru þeir óður til Is- lendinga sem lifa á hinum óvissa níunda áratug tuttugustu aldar. Hel- sprengjur og önnur óáran gnæfa yfir hugum vorum. Og Margrét virðist eiga létt með að setja saman góöa texta eða öllu fremur ljóð. Hún virðist vera ákafur þjóöemissinni og þarf ekki annað en að nefna ljóðin Island er land- ið þitt og St. Péturs strætið í Köben sem er óður til Jónasar Hallgrímsson- ar. Hún lítur með aðdáun til hinna fornu kappa hér í eina tíð. Og vil ég leyfa mér að skjóta þvi inn hér að ég tel það vera hinn mesta misskilning að allt hafi verið betra eða framtíðin bjartari í þeim „gömlu, góðu dögum”. En nóg um það. Ljóðin eru dýrt og vel kveðin miðað við flest annað sem birt- ist á íslenskum skífum. Tónlist Magnúsar Þórs hefur ávallt haft yfir sér annað yfirbragð heldur en önnur poppmúsík landans. Hann hefur þó aldrei náö að slá almennilega í gegn þrátt fyrir að frá honum hafi komið margir athyglisverðir hlutir. Mér hef- ur alltaf fundist mörg laga hans hafa verið fremur „billeg” eins og danskur- inn segir. Ég nefni sem dæmi Reyni- tréð af þessari plötu. Hins vegar eru önnur lög sem eru þó nokkuð ágeng og vil ég sérstaklega nefna rokkarana Blaðað í Sturlungu og I ríki óttans. En þau eru ekki án galla og á ég þar sér- staklega við söng Magnúsar. Manni viröist sem hann nenni þessu stundum ekki, að hann sé þreyttur. Hinn sterki texti í óðnum til Sturlungu hefði notið sín betur ef til að mynda Pálmi Gunnarsson hefði fengið tækifæri. Hann sannar enn einu sinni að hann er okkar besti söngvari í tveimur fyrstu lögum plötunnar. Og aðrir söngvarar eru þau Jóhann Helgason sem kemur þó lítið við sögu og Ellen Krist jánsdótt- ir. Ellen er með sannkallaða englai'ödd, hún líður létt og átakalaust gegnum lögin sín tvö „eins og silfurtær gígju- hljómur”. En ekki sérlega tilkomu- mikil. Um hljóðfæraleikinn að öðru leyti má nefna góða spretti Tiyggva Hiibner á rafgítarinn og skemmtilegar krúsí- dúllur Þóris á píanóið. Létt og leikandL Utsetningarnar eru góð málamiðlun milli léttpopparans Þórís og hins alvörugefna Magnúsar. Utkoman oft á tíöum fyrirtak. Og í heildina er Draumur aldamóta- bamsins bara þó nokkuð áheyrileg plata. Að visu er hún létt en heldur glettilega lengi í mann. Sérstaklega er gaman að lesa ljóð Margrétar nema hvað leiðindastafsetningarvillur setja nokkurt strikí þann reíkning. Bestu lög: í ríki óttans, Draumur aldamótabamsins. -TT. f fjórða sinn hefur Peter Gabríel nú gefiðut sólóplötu síðan hann hætti sem forsöngvari Genesisflokksins enska fyrir sjö árum. Fjórar plötur á sjö ár- um þykja víst tæplega meðalafköst hjá manni í fullri vinnu en Pétur skiptir minna magn en gæði. Fyrsta plata hans hafði Genesis hljóm en sú næsta kom á óvart, þótti jafnvel nýbylgjuleg, enda var þá ný- bylgjan ný-bylgja. Þriðja platan varð víða vinsæl enda mjög góð. Á henni var nokkur afríkublær og var hluti hennar tileinkaður Steve Biko, sem dó við yfir- heyrslu á lögreglustöð í S-Afríku, og öðrum svörtum þjáningabræðrom hans. Þessum afríkutöktum er fylgt eftir á nýju plötunnL Oft ero textar P.G. umhugsunar- verðir, „þjóðfélagslegir” ef svo má segja og gætu þeir þrýst á margan sáran blettinn í samvisku heimsins — ef hún er þá svo næm að heyra hvað einn tónlistarmaður raular. Þótt plötur Péturs kallist sólóplötur og beri aðeins nafn hans þá stendur hann aldrei einn aö þeim eða gerir allt sjálfur heldur hefur með sér hóp sam- starfsmanna, fræga sem óþekkta, og þiggur stíl þeirra og hugmyndir. Sjálf- ur er hann þó alltaf mest áberandi með sérkennilega rödd og fjölbreytta radd- beitingu auk þess sem hann er aðal- böfundur tónlistarinnar. Síðasta sumar stóð P.G. fyrir hljóm- leikum á Englandi. Þeir nefiidust World of Music Arts and Dance Festival (WOMAN) og tókust vist vel, þó fyrirtækiö allt færí á hausinn fjár- hagslega. Þar komu fram tónlistar- menn ýmissa þjóða, flestir frá A-Asíu, Afríku og S-Ameríku. Frá þessum heimshlutum eru einnig þeir ryþmar sem einkenna þessa nýju plötu. Ýmis ásláttar- og takthljóöfæri eru áberandi og er þéttur ryþminn aðalatriðiö. Raf- hljóðgervlar eru að vanda mikið notað- ir en á snyrtilegan hátt, ekki véirænan einsogoftheyrist. Þessi nýja plata Péturs er ekki létt- meti enda sjá aðrir fyrir nægu fram- boði á því og þó oft megi rugga sér létt eftir ryþmanum útlenda, þá á ég ekki von á því að F.G. —4. verði vinsæl dansplata á diskótekum, enda tæpast ætlun Péturs. Þetta er hins vegar plata sem er vel þess virði að hlustað sé á af athygli sér- staklega fyrir þá sem fylgst hafa með Peter Gabriel síðustu ár. Hún verður ekki, Jjölskylduplatan í ár” með „eitt- hvað fyrir alla” heldur fá hér aðdáend- ur Peter Gabriel og vonandi einhver jir Ðeiri góðan skammt að melta. Sem sagt: Góð plata ef þér finnst Peter Gabriel góður. -Járo Bergþóra Árnadóttir—Bergmál: Lesmálið tryggir náin kynni Hvergeröingurinn Bergþóra Árna- dóttir, vísnavinur og lagasmiður með meiru, sendi nýverið frá sér aðra sóló- plötu sína Bergmál heitir sú en hin fyrri kom út fyrir um fimm árum og hét Eintak. Bergþóra hefur hin síð- ustu ár gert garöinn hvað frægastan meö Vísnavinum og sönghópnum Hálft í hvoru sem komið hefur víða við upp á síðkastiö. Sömuleiðis hefur Bergþóru notið við á nokkrum plötum öðrum á siöustu árum. En nú er málið hennar Bergþóru komið út og það fyrir nokkru. Á plöt- unni eru 15 lög hvorki meira né minna og öll eftir Bergþóru utan eitt sem er eftir Ingunni Bjamadóttur. Textamir eru úr ýmsum áttum, vel flestir eftir eitthvert góðskáldið og má nefna Stein Steinarr (3), Davíð Stefánsson, Hall- dór Laxness, Hannes Pétursson og Tómas Guðmundsson. Þá kemur Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson mjög við sögu á plötunni allri og á meðal annars þrjá texta. Textamir eru því hver öðrum betri og dýrkveðnari. Með plöt- unni fylgir vandaö textablað, hvar textar, söngvarar, hljóðfæraleikarar og saga laganna eru vandlega skráð. Sömuleiðis myndir af þeim sem komu viö sögu. Mættu margir taka sér þetta allt of sjaldgæfa framtak til fyrir- myndar. Fjöldi músíkanta aðstoðar Bergþóru á plötunni og yrði allt of langt mál að telja þá alla upp. Fyrst ber að geta þeirra Flautu-Gisla Helgasonar og Helga Eiríks Kristjánssonar, sem út- sett hafa flest öll lögin og leika einnig á fjölda hljóðfæra, sérstaklega Helgi Eirikur. Af öðrom nöfnum má neftia Ásgeir Þurs Oskarsson, Guðmund djassara Ingólfsson, Olaf Mána Þórar- insson, Björk Tíkarrass Guðmunds- dóttir og fleiri og fleirL Ég held að flestir hafi heyrt einhvem tímann i Bergþóru. Hún hefur dáh’tið sérstaka rödd sem minnir mig stundum á Melaine frá í gamla daga. Hún er fyrirtaks söngvari og ekki síðri lagasmiður. Lögin hennar erú meló- disk og aðlaðandi og falla vel að vönd- uðum textum. Músíkina má eflaust einfaldlega nefna þjóðlagarokk en það segir ekki nema hálfa söguna. Kannski vísnarokk nái því betur. I fyrstu mætti ætla að fimmtán lög í þessum stfl séu einhæfur skammtur ensvoeraUsekkL Utsetningarnar ero fjölbreytilegar, allt frá rokkaranum Sigur sem er til- einkaður Dale Camegiemönnum upp i rólegt holu- og flautulag á borð við Frændi, þegar fiðlan þegir eftir Laxness og svo reggae-Furðuna hans Aðalsteins. Og flest þar á mflli. Hljóð- færaleikur er pottþéttur heitir það víst, hvergi feilnóta enda skárra væri það nú. Það eina sem ég vfldi finna að lögunum er of mikfl notkun á flautun- um hans Gísla. Ekki þar fyrir að hann spilar ágætlega heldur er maður óvanur flautunni og hún veröur leiði- gjöm. Svofinnst mér í þaöminnsta. Bergmál er betri plata en ég bjóst við, eða skemmtilegn skulum við kannski segja og fjölbreyttari. Sér- staklega er ég hrifinn af öllu lesmálinu sem fylgir á textablaði og umslaginu sjálfu. öll sú kynning færir hlustanda miklu nær listamönnunum og skflur hvað þeir eru að fara. Það skyldi þó aldrei vera leyndarmál hjá sumum? Bestu lög: Sigur, Þau gengu tvö og Fráliðnuvori. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.