Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 36
44 DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið sjálfrar. — Leikritið fjallar um konu sem yfirgefur sambýlismann sinn eftir margra ára sambúð, segir Liv. — Hún verður ástfangin á ný en það lendir fljótt í sama farinu með það ástarævintýri og það gamla. Konan heldur þó áfram aö þroskast og loks verður henni ljóst að hún verður að lifa lífinu upp á eigin spýtur og án þess að treysta á einhvem karlmann. — Þetta byrjaði allt meö því að kanadísk sjónvarpsstöð bað mig að skrifa stutt leikrit um ástina. Reynd- ar voru fimm aörar þekktar konur beðnar um að gera þaö sama. Svo fékk ég bréf frá Granada sem vildi fá lengra handrit frá mér eða sem næði klukkustundar sýningartíma. Liv hefur að undanförnu leikið í Ibsen-leikriti í Washington og á Broadway og notaði hún allar frí- stundir sem gáfust til að vinna að handritinu. Hún segist hafa mikinn áhuga á aö snúa sér enn meira aö skriftum en hún vinnur nú einnig að nýrri bók sem á að heita Flóð og fjara. — Bókin fjallar um konur sem ég hef kynnst í Thailandi, Afríku og á Sri Lanka, segir Liv. — Einnig helga ég Ingrid Bergman langan kafla í bókinni. Liv vonast til aö bókin geti komið út á næsta ári en hún kemur út á vegum sömu bókaútgáfu og sjálfs- ævisaga hennar, Breytingin. Liv er þó ekki aldeilis hætt að leika því um þessar mundir er hún aö undirbúa leikför til Ástralíu, en þar mun hún leika í Villiöndinni eftir Ibsen. Norska leikkonan Liv Ullman hef- sjónvarpsstöðina Granada og bygg- ur skrifað leikhandrit fyrir ensku ist það að mestu leyti á ævi hennar Liv Ullman: Vill hafa meiri tima til aðskrifa. Sjónvarpsmynd um ævi Bardot Frakkar hafa nú lokið við þriggja klukkustunda sjónvarpsmynd um ævi Brigitte Bardot og veröur myndin sýnd í þremur hlutum í franska sjónvarpinu í desember. Segist Brigitte hafa samþykkt gerð myndarinnar af því að hún vildi í eitt skipti fyrir öll sýna að hún hefur í rauninni leikhæfileika. — Eg lék í 50 kvikmyndum en fékk aldrei að sýna hvað í mér bjó, segir leikkonan. — Þess vegna hætti ég kvikmyndaleik þegar ég varð fertug. Eg var bara sæta stelpan í öllum þessum myndum og enginn vildi gefa mér tækifæri til að sýna hæfi- leika mína. En þessi mynd um ævi mina verður góð. Enda hef ég æft mig í að leika sjálfa mig allt mitt líf! Brigitte varð nýlega 48 ára og lifir kyrrlátu og heilbrigðu lifi á sveita- Birgitte Bardot varö 48 ára i september en þykir halda fegurð sinni furðanlega vel. setri sínu í Frakklandi. Elskhugar sjást þar varla lengur þar sem kvik- myndastjaman segist hafa fengið nóg af föstu sambandi við karimenn eftir tvö misheppnuð hjónabönd. Hún smakkar varla vín, fer snemma í háttinn og er alltaf komin á fætur fyrir níu á morgnana. — Mér liður alveg stórkostlega vel, segir Brigitte. — Nú skil ég ekki lengur hvemig ég gat eytt mörgum árum af lífi mínu í næturklúbba- skemmtanir og víndrykkju. Annars var þaö Giinter Sachs sem fékk mig út úr þeim vítahring. Mér finnst ég skulda honum mikið, jafnvel þótt hjónaband okkar færi í vaskinn. Brigitte segir einnig að baráttan fyrir betri meðferð á dýmm hafi gefið lífi hennar nýjan tilgang — þó hún fái ekki grænan eyri fyrir hana. Elísabet og Philip sveifluðu pilsunum Elísabet Englandsdrottning og eigin- maður hennar, Philip, mættu nýlega á árlega sekkjarpípuhátið í Edinborg og voru auðvitað bæði tvö klædd pilsum. Þau hjónin má helst ekki vanta á hátíö þessa þar sem Philip er hertogi af Edinborg. Sveifluðu hjónin pilsum sinum ákaft í dansinum og virtust skemmta sér hið besta. Enda sögðu þau í blaðaviötali daginn eftir aö sekkjarpípuhljóð væm einmitt þau unaöslegustu hljóð sem þau gætu hugs- aðsér. Þýskar og f ranskar myndir f sókn á Bandaríkjamarkaði Svo virðist sem franskar og þýskar myndir eigi nú greiðari aögang að Bandaríkjamarkaði en um langt skeið. Á síöustu þremur árum hafa ýmsar þýskar myndir náð svo mikl- um vinsældum aö leita þarf langt aft- ur í tímann til að finna annaö eins. Nægii- að nefna Hjónaband Maríu Braun eftir Fassbinder og Nosferatu eftir Herzog. Og nú síðast hefur myndin Báturinn (Das Boot) eftir Wolfgang Petersen hlotiö miklar vin- sældir. Frakkar hafa að sönnu ekki komist með fætuma þar sem Þjóðverjar hafa haft hælana varðandi vinsældir undanfarin þrjú ár í Bandarikjun- um. En myndin Diva eftir Beineix hefur slegið þar í gegn svo aö um munar og þá jafnt hjá kvikmynda- húsgestum, videospólukaupendum og gagnrýnendum. Þessi mynd hefur raunar ekki verið sýnd í kvikmynda- húsum hér en gengið eitthvað á videomarkaði. Diva er ákaflega sér- stæð mynd, skemmtilegt sambland glæpamyndar og tónlistarmyndar, auk þess sem spilling og markaðs- kerfið fá sinn skammt. Alkunna er að bandariskir gagn- rýnendur eru oft og tíðum duglegir við að benda löndum sinúm á að þeir megi læra mikið af Evrópubúum í kvikmyndagerð. Schlöndorff, Herzog, Fass- binder, Truffaut, Rohner, Tati og fleiri eru yfirleitt meðal þeirra sem komast á toppinn í vali kvik- mynda ársins hjá gagnrýnendum í Bandaríkjunum. Og ekki er ótrúlegt að Beineix fylli þann flokk, því að Diva hefur fengið frábæra dóma. Sem dæmi má nefna að tveir gagn- rýnendur Movies and Video gáfu henni hæstu einkunn, 4 st jömur. Anna Frank skrifaði tvær dagbækur Anna Frank: Föður hennar fannst dagbókin of opinská. Það hefur nú komið í ljós að Anna Frank skrifaði ekki eina dagbók heldur tvær. Anna Frank byrjaði á fyrri dagbókinni 1942, sama ár og hún og fjölskylda hennar varð að leita skjóls í bakhúsi í Amsterdam undan ofsóknum nasista. 1944, nokkrum mánuöum áður en fjöl- skyldan var svikin í hendur Gestapó, endurritaði Anna dagbókina af þvi að henni fannst hún of bamaleg. Fjölskyldan lést öll í útrýmingar- búðum nasista nema faðir hennar, Ottó Frank, og hann sá um útgáfu dagbókar önnu 1947. Felldi hann þá m.a. niður þá kafla í dagbók önnu sem fjölluðu um kynlífsdrauma hennar og reynslu hennar af því að hafa á klæðum í fyrsta sinn. Einnig felldi hann niður kafla sem fjölluðu um deilur önnu og móður hennar, þeim kom illa saman og Anna átti það til að skrifa miður fallega um hana i dagbókina. Gerði hann þetta af tillitssemi við hina látnu fjöl- skyldu sína og auk þess þótti þá ekki jafn sjálfsagt aö skrifa opinskátt um kynlífsdrauma og nú þykir. En nú á sem sagt að gefa út báðar útgáfumar af dagbók önnu ásamt þeirri sem faðir hennar fór yfir. Ot- gefandi er hollenska stríösheimilda- stofnunin og er bókin væntanleg síð- ari hluta ársins 1983. Sjálfsagt verður henni misjafnlega tekið ef dæma má af viöbrögðum foreldra í Virginiu í Bandaríkjunum við hefð- bundnu útgáfunni, en þeir fóru ný- lega fram á að dagbókin yrði tekin af lesefnaskrá grunnskólabama á aldr- inum 12—13 ára þar sem hún væri svo ósiðleg. Skólayfirvöld útiloka ekki þann möguleika að það sé frem- ur gyðingahatur sem hér býr aö baki en umhyggja fyrir siðfræðikcnnd bamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.