Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 37
DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Dansbandið sér um tónlistina íÞórskabarett i vetur. Þórskabarett að hefja göngu sína — Saga Jónsdóttir bætist við kabaretts-tríóið Þórskabarett er farinn af staö einn veturinn enn. Fyrsta sýning kabarettsins var um helgina en í vet- ur verður kabarettinn meö sýningar í Þórscafé föstudags —, laugardags- og sunnudagskvöld. Sérstök dagskrá veröur fy rir hvert kvöld. Þetta er fjóröi veturinn sem Þórs- café býður gestum sínum upp á létta skemmtidagskrá yfir vetrarmánuð- ina en kabarettinn verður í talsvert ööru formi í vetur en verið hefur, bæði hvað varðar efnisval og uppsetningu. Leikstjóri kabarettsins er Gísli Rúnar Jónssón leikari en þeir Jörundur, Laddi og Júlíus sem hing- að til hafa skipað leikhóp kabaretts- ins hafa fengið til liðs við sig leikkon- una Sögu Jónsdóttur. Tónlistin í kabarettinum er eftir Áma Scheving sem jafnframt er út- setjari og hljómsveitarstjóri hljóm- sveitar hússins sem Dansbandið heit- ir. Þeim til aðstoðar við tónlistar- flutning er Þorleifur Gislason saxó- fónleikari. Að loknum kabarettinum sem hefst hvert kvöld klukkan 22.00 verð- ur stiginn dans við undirleik Dans- bandsins og söng önnu Vilhjálms söngkonu. ás. Þórskabaratt-trióinu Jörundi, Júlíusi og Ladda hefur borist liðsauki. Það er Saga Jónsdóttir sem sóð hef- ur tilþessað trióið er úr sögunni en i staðinn kominn kvartett. Kettir við gæslustörf Það er eins gott að hafa góða verði ljósmyndara DV. En það kann að ræða við ókunnuga svona á meðan i síldarsöltunarstöðvum því annars vera að hún hafi verið feimin við að bóndinnhennarvaraöheiman. er hætta á að vissar dýrategundir leggi sér síldina til munns. A Djúpavogi hafa þeir komiö sér upp harðsnúnum stofni katta. Að sögn starfsmanna í síldarvinnslu Búlandstinds var nokkur rottugang- ur við síldarsöltunarstöðina. En þegar læðan sem sést á myndunum fyrir ofan var fengin til gæslustarfa hefur nánast ekkert borið á hinum hvimleiðu sníkjudýrum. Og framtíðin virðist vera trygg þvi ekki alls fyrir löngu f jölgaði í búi hjá kattahjónunum. A DV-mynd Einars Olasonar má sjá kettlingana sem „munu landið erfa” eins og sagt er um ungu kynslóðina. Svo virðist sem læðunni sé ekkert gefið um mynda- töku og blaðaviðtal, í það minnsta var hún lítt ræðin viö blaðamann og Elsti starfskraft- ur Stokksness Er blaðamenn DV voru á ferð um Suðausturland á dögunum komu þeir við í herstöö vamarliðsins á Stokks- nesi. Einungis einn Islendingur er í vamarliði stöðvarinnar. En ekki nóg með það heldur hefur þessi starfs- kraftur verið lengst allra í stöðinni. Er það hin myndarlegasta tík sem Rosie heitir á máli herstöövarmanna. Aö sögn Sigurðar Jónssonar, lögreglu- þjóns í Stokksnesi, er tíkinni tekið sem hverjum öörum starfsmanni en nýtur þó þeirra forréttinda aö hafa eigiö byrgi. Þrátt fyrir upphefð sína í hernum var Rósa hin friðsamlegasta og ekki annað að sjá en hún væri hvers manns hugljúfi í herstöðinni. DV-mynd: Einar Ólason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.