Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Side 1
 Lyf tingamaður á sjúkrahúsi: NEYTTl HORMÓNALYFJA Grunur hefur lengi leikið á því að lyftingamenn noti hormónalyf en ekki fengist áþreifanlegt dæmi um það fyrr en nú. Fyrir skömmu var lyftingamaður lagður inn á sjúkra- hús í Reykjavík. Akveðinn þáttur í veikindum hans varð ekki skýrður fyrr en í ljós kom að hann hafði neytt karlhormónalyfja. Hormónaneyslan sem slík var ekki ástæöan fyrir veik- indum mannsins, heldur kom hún fram við rannsókn. Læknir, sem DV ræddi við vegna r m r málsins, sagðist hafa „sterkan grun um að hér væri ekki um einangraö fyrirbrigði að ræða. ” Karihormónalyf eru á íslenskri lyfjaskrá en aðeins gefin í einstaka tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá iandlækni hefur verið vandlega fylgst með lyfjaútskriftum síðustu árin og ekkert dæmi komiö upp um þannig lyfjagjöf. Flest bendir því til þess að hoimónalyf séu flutt inn á óiöglegan hátt. Engin mál hafa kom- ið upp hjá lögreglu og tollgæslu sem tengjast ofnotkun eða ólöglegum inn- flutningi á hormónalyfjum, eftir því semDVkemst næst. Ástæðan fyrir því að íþróttamenn taka inn hormónalyf er sú að vöðvar stækka og styrkjast. A móti kemur það sem mönnum virðist ekki vera nægjanlega ljóst, ofneysla þeirra getur meðal annars haft í för með sér að karlmenn verða ófrjóir. Eist- un geta orðið óstarfhæf og sæðis- frumur hætt að myndast. Talið er að sá skaði sé varanlegur. Varaformaður Lyftingasambands- ins sagði nýlega í samtali við DV að íslenskir lyftingamenn neyttu ekki karlhormóna, svo hann vissi til. Tók hann skýrt fram að innan íþrótta- hreyfingarinnar væri neysla á slík- um lyfjum stranglega bönnuð. Sjá nánarábls.3 jbh ■ AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 agbla Ályktun krata: Landið verdi eittkjördæmi sjábls.2 Símaraf ýmsumgerðum — sjá neytendasíðu bls.6 Morðingja fagnað — sjá erl. grein bls. 10 • Fjögurríki Sigmar B. með mótmæla næturútvarp hvalveiðibanni — sjá Sandkom — sjá erl. f réttir bls. 9 Mikiö tap hjá Jassvakningu —vegna tónleika Charlie Haden Mikiö tap varð á tónleikum jassist- ans Charlie Haden, sem hélt hér tón- leika í síðasta mánuði á vegum Jass- vakningar. Að sögn Vemharðs Linnet, formanns Jassvakningar, er tapið áætlað á bilinu 90 til 100 þúsund krónur og væri ástæðan að mikið minni aösókn varð aö tónleikunum en reiknaö hafði verið með. Aðgangseyririnn dugði rétt fyrir kaupi hljómsveitarinnar, en það sem eftir stendur af skuldum er að mestu við banka og aðra innlenda aðila. Vemharður sagði að ekkert þýddi að gefast upp heldur yrði að reyna að ná inn þessum peningum með einhverju móti og yrði þaö rætt frekar á aðal- fundi Jassvakningar sem verður næst- komandi laugardag. Á næstunni mun Jassvakning standa fyrir jasskvöldi með helstu jassistum landsins og í des- ember er von á Mississippi Delta Blues Band. ÖEF Charlie Haden reyndlst Jassvakningu dýr. 256. TBL. 72. og 8. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982. Vextirnir hækka og grunnur Seðlabankans hækkar. Þar hefur verið steypt af krafti undanfarið. DVmyndS. DAGBLAÐIÐ — VÍSIR a iMi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.