Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Side 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 Þegar ástin Eðvard Ingólfsson rithöfundur. í Lúxemborg — Pylsuvagninn í Austurstræti borgarflugfarið Hún Anna Hildiþórsdóttir, sem vinnur í versluninni Smáfólk í Austurstræti 17, er boðin í mat á veitingastað Valgeirs Sigurðssonar í Lúxemborg, Cockpit Inn. Pylsuvagn- inn í Austurstræti borgar undir hana flugfariðfram ogtil baka. Anna var svo heppin að eiga miöa þann sem dreginn var út vegna hausthreingemingar pylsuvagnsins. Eins og menn muna, fengu þeir viö- skiptavinir vagnsins, sem notuðu ruslafötumar, afhentan númeraöan miða. Theodóra Þórðardóttir, starfs- maður Flugleiða, afhenti önnu far- seðilinn til Lúxemborgar fyrir nokkru. Þess má geta að Anna hefur aldrei farið út fy rir landsteinana. -KMU. Theodóra Þórðardóttir afhenti önnu Hildiþórsdóttur tH hœgri, farseðilinn ti!Lúxenborgar. DV-mynd: Ragnar Th. Fær f rían mat grípur unglingana Eðvarð Ingólfsson: Birgir og Ásdís. Æskan, 1982. Eðvarð Ingólfsson hefur nú sent frá sér þriðju bók sína. Ber hún nafnið Birgir og Ásdís og er framhald af fyrstu bók höfundar, Gegnum bernskumúrinn, sem kom út 1980, er þósjálfstæðsaga. Aðalpersónur sögunnar em Birgir og Ásdís eins og nafnið gefur til kynna. Þau eru borgarbörn en hef ja sambúð í litlu sjávarþorpi úti á landi vegna óvæntra aðstæðna og eggjun- ar, fyrr en þeim hafði sjálfum dottið í hug. Þar kynnast þau ungum hjónum, Rannveigu og Viðari, sem aðstæður og fjölskylda hafði drifið í hjónaband fyrr en þau sjálf kæröu sig um. Þetta unga fólk á því ýmis- legt sameiginlegt og býr í nágrenni þannig að óhjákvæmilega kynnast þau og svo vill til að Rannveig er æskuást Birgis. Þetta unga fólk eyðir flestum frístundum saman, strákamir stunda fótbolta en stelpurnar sitja heima yfir barni Rannveigar og Viðars, hita kaffi og baka tertur og kleinur. Söguna krydda svo margskonar uppákomur og vandamál og spennan nær hámarki þegar skötuhjúin fara í úti- legu saman tvisvar um sumariö. Fyrst í tjaldi við Bláubrekku en síðan í sumarbústað viö Blávatn. Síöari ferðin endar með ósköpum vegna þess að þá tekur vínið og kyn- hvötin völdin af Birgi og hann rifjar upp gömul kynni með æskuástinni. Nokkuð finnst mér skorta á að lýsingar á sambúð paranna séu raunsannar og víða greinilegt að karlmaður segir frá því að í dag myndi varla nokkur kona láta henda sig að lýsa með velþóknun tveimur heimilum ungs fólks í sömu sögunni þar sem konumar vinna fulla vinnu úti en veröa samt einnig að taka alla ábyrgö á heimilishaldinu, innkaup- um og matseld. Það er líka talsvert íhaldssöm hugmyndafræði sem liggur aö baki lýsingunni á framhjá- haldinu og afleiðingum þess þegar Viðar, hinn kokkálaði, tekur Birgi í karphúsið og yfirgefur síðan konuna, bamið og allt saman. Hann lætur ekki bjóða sér að konan haldi fram- hjá. Ásdís aftur á móti hjúkrar Birgi og fyrirgefur honum. Bestu kaflar bókarinnar em lík- lega þeir sem segja frá daglegu lífi Eðvarð Birgis á vinnustaö í saltverkuninni, karlamir þar eru skemmtilegar persónur. Þeir sem hafa áhuga á fót- bolta þekkja líka sjálfsagt eitthvaö af sjálfum sér í köflunum sem f jalla umhann. Eftir lestur bókarinnar hafa aðal- persónurnar fjórar tekið á sig all- skýra mynd og unglingar hljóta að þekkja eitthvað í þeim a.m.k. þeir unglingar sem lent hafa í barneign- um og sambúöá unga aldri. En bókin hefur ýmsa galla sem ég held að Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir komi í veg fyrir að hún höfði til ungl- inga almennt. Suma þeirra hef ég áður nehit en vil bæta við að málfar er mjög óeðlilegt og samtöl ósann- færandi. Máliö á bókinni í heild er einkennileg blanda af stirölegu bók- máli og slanguryrðum. Bókin Gegnum bernskumúrinn lofaði góðu og las ég því Birgi og Asdísi með nokkurri eftirvæntingu. Eftir þann lestur kemur mér í hug hvort ekki sé ástæða fyrir þennan unga höfund að hægja á sér með út- gáfu og vanda betur til verka, en bækur hans bera það með sér að hann lumar bæði áhugmyndum og tækni, sem gætu dugaö til aö skrifa góða bók, ef hann beitti meiri sjálfs- aga og vandvirkni. HH Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Brengluð heimsmynd handa almenningi Á áttatíu og fimm ára afmæli Blaðamannafélags Islands færði fréttastofa út- arps félaginu svolitla gjöf sem getur verið því minnisstæð í nokkurn tíma. Blaðamannafélagið samanstendur nú af fólki sem hefur lagt fyrir sig fjölmiðlun af ýmsum ástæðum. Sem betur fer er töluverð- ur hluti af meðlimum féiagsins blaöamenn, sem bera nafn meö rentu, og gæta þess að blanda ekki persónulegum skoöunum sinum í f réttaflutning og ekki þeirri upphafn- ingu sem þeir eru haldnir í kjörklef- anum, heldur leitast þeir víð að færa almenningi í landinu réttar og óbrenglaðar fréttir af mönnum og at- burðum. Þá er að finna í Blaða- mannafélaginu fólk, sem þangað hef- ur ratað vegna þess að það leggur fyrir sig f jölmiðlun til að hafa áhrif á heiminn, skapa almenningi heims- mynd í samræmi við einkaskoðanir sínar og reka þau fagnaðarerindi sem því eru nærtækust. Þetta fóik hefur komið óorði á blaðamennsku- starfið um sinn. Það hefur einkum gert sér far um að gera ríkisf jölmiðl- ana að skoðanastassjónum. í samræmi við það hefur frétta- stofa útvarps fært Blaðamannaf lag- inu að gjöf nokkurt umhugsunarefni á áttatíu og fimm ára afmælinu. Lengi hefur kveðið við sá söngur úr þeirri stofnun, að þar væri starfs- krafta vant, og margt af því sem kynni að fara úrskeiðis stafaði af skorti á mannafla. Nú síðast þurfti að ráða þrjá fréttamenn að stofnun- inni. Utvarpsráð brást vel við, minn- ugt söngsins um mannaskortinn. Fréttastofan fékk heimild fyrir sin- um þrem mönnum. Nú bregður hins vegar svo við að fréttastofan áfþakk- ar þriðja manninn, Atla Steinarsson, og segist ekki þurfa á honum að halda. Atli Steinarsson hefur verið biaðamaður nær samfellt í ein þrjá- tíu ár — maður sem kanp margt fyr- ir sér á þeim vettvangi og hvarvetna þótt hinn liðtækasti í fréttaöflun. Hann vann á Morgunblaðinu og síðan á Dagblaðinu og hann er ekki kommúnisti svo vitað sé. I miðjum skorti á mannafla þykir fréttastof- unni ástæða til að afþakka að hann verði ráðinn. Vert er að minnast þess, af því þessi mál eru svona innan og utan á Blaðamannafélaginu, að þegar nú- verandi fréttastjóri fékk embættið, að Jóni Magnússyni látnum, var safnað undirskriftum honum tU stuðnings meðal blaðamanna, en til- efni þeirra undirskrifta var m.a. að koma í veg fyrir að ívar Guðmunds- son yrði gerður að fréttastjóra, hvað viturlegt sem það kann nú að hafa veríð. Blaðamenn stóðu með stéttar- systur sinni og skrifuðu undir áskor- endaskjal henni tU stuðnings. Atli Steinarsson hefur verið starfandi blaðamaður fram undir síðustu daga. Hann er meðiimur í áttatíu og fimm ára gömlu féiagi, sem heldur upp ó afmæU sitt þessa dagana. Aumlngjaskapur félagsins kemur m.a. fram í þvi, að nú safnar enginn undirskriftum innan stéttarinnar tU stuðnings Atla Steinarssyni. Klíku- dótið á fréttastofunni, sem skammt- ar okkur helmsmyndina í ríkisfjöl- miðU dag hvem, fær að fara sinu fram gegn manni sem aldrei hefur sinnt öðm en starfi sinu á blöðum. Margur vUdi eflaust draga tU baka nafn sitt af undirskriftarlistanum gamla tU stuðnings fréttastjóranum i ljósi þess hvemig mál hafa þróast. Og því verður ekki trúað fyrr en tek- ið er á þvi að ekki birtist áskriftar- Usti tU stuðnings Atla Steinarssyni meðal blaðamanna á næstu dögum. Neitun fréttastofunnar að taka við honum er fásinna, heimskulegt póli- tískt gerræði sem fréttastofan á að skammast sín fyrir, því þótt hún sé pólitísk í besta iagi, i skjóli Andrésar Björassonar og VUhjálms frá Brekku, þá getur hún ekki af þeim ástæöum einum afþakkað reyndan mann án þess að bera fyrir sig við- eigandi rök. Gjöf fréttastofu útvarpsins á af- mæU Blaðamannafélags ísiands ætti að verða tU að sýna blaðamönnum i dag í hvaða niðurlægingu stétt þeirra er komin. Vel má vera að henni finn- ist ágætt að fréttastofan hafi pólitísk- an Ut, en blaðamenn á öðrum fjöl- miðlum stundi undirróðursstarfsemi sína við sköpun heimsmyndar handa aimenningi. En þá ætti stéttin að gera sér jafnframt ljóst, að skammt verður að bíða þess að hún njóti ekki virðingar sæmUegra manna, og tU hvers er þá ÖU sjáUsánægjan og hinn „eldhressi” blær á smáfólkinu sem yfirleitt hreykir sér mest af minnstu tUefnunum. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.