Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Qupperneq 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
ÞÚSUNDIR FLÝJA
HEIMILISÍN Á
INDLANDIVEGNA
HVASSVIÐRIS
Vitaö er um að minnsta kosti fimm
manns sem farist hafa í hvassviðri
sem gengið hefur yfir vesturströnd
Indlands en þúsundir manna hafa
orðið að yfirgefa heimili sín vegna
óveðursins.
Vindhraði hefur komist allt upp í 200
km/klst og hafa gildustu tré slitnað
upp, þak fokiö af húsum, rafmagns- og
símastaurar brotnað og sitthvað fleira.
I Gujarat-ríki norður af Bombay
hefur veðrið komið harðast niður á
fólki. Ottast er um 1.000 fiskimenn sem
voru á sjó þegar óveðrið skall á. Vitað
er að einhverjir komust til lands þar
sem þeir biðu skipbrot.
Flugvöllurinn í Bombay lokaðist í
gær vegna veðursins en her og floti
hafa verið kvaddir til björgunar- og
hjálparstarfs í Gujarat. Eins og í
óveðrinu í S-Evrópu hafa þessu fylgt
miklar rigningar og víða flætt.
I suðurhluta Bombay var gripið til
þess að flytja um 10 þúsund manns
burt frá heimilum þeirra, sem þóttu
liggja ískyggilega lágt og vera í flóða-
hættu.
Oveður í S-Evrópu
Mannskaðaveöur hefur gengiö yfir
Spán, Frakkland, Sviss, Portúgal,
Marokkó og Tangier um helgina og er
vitað um 25 manns sem farist hafa í
þessum löndum í veðrinu.
Gleggstar fréttir eru af veörinu í
suðurhluta Frakklands, þar sem þök
hafa rifnað af húsum, voldug tré
slitnað upp og bílar f okið um koll eða út
af akbrautum. Rafmagnslinur hafa
slitnaö og eru um 20 þúsund manns í
rafmagnsleysi. Símalínur hafa einnig
sums staðar farið.
Urhellisrigningar hafa verið á
þessum slóðum og í Frakklandi hafa ár
flætt yfir bakka sína, spillt vegum og
járnbrautarteinum, auk þess sem flætt
hefur inn í hús. — 9—11 eru taldir af í
Frakklandi.
8.500 lesta olíuskip hraktist í veðrinu
og strandaði viö Narbonne. Annað olíu-
skip strandaði eftir að það hafði slitnað
upp í höfninni Mohammedia í Marokko
og hafði þó áður losað 60 þúsund lestir
af hráolíu í höfnina til þess að reyna aö
lægja ölduganginn.
Tíð slys hafa orðið á vegfarendum,
hvort sem þeir hafa verið gangandi
eða akandi. Flest vegna foks.
De Cuellar tekur
kvartanir starf s-
f ólks S.þ. til
yfirvegunar
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
hefur skipað nefnd nokkurra deildar-
stjóra og ráðgjafa sinna í aðalstöðvun-
um til þess aö huga að kvörtunum
starfsfólks samtakanna. Vinna var tví-
vegis lögð niöur í aðalstöðvunum í síð-
ustu viku og mótmælaaðgerðir starfs-
manna urðu til þess að fundarstörf
fóru úr skoröum.
De Cuellar hefur lagt fyrir nefndina
að skila sér skýrslu fyrir 27. nóvember,
en fyrir liggur listi sem starfsmanna-
f élagiö hef ur lagt fram með kvörtunar-
efnum sinum. Ber þar hæst óánægja
með að 21 erindreka starfandi hjá
Sameinuðu þjóðunum hefur ekki verið
náð úr pólitískri fangavist hér og þar í
einræðisríkjum. Einnig finnst starfs-
fólkinu mismunun ríkja við embættis-
veitingar eftir þjóöerni og pólitík.
DE LOREAN BER
VIÐ SAKLEYSI
Verjandi bílaframleiöandans, John
De Lorean — sem kærður var fyrir
samsæri um kókaínsmygl — segist
ætla að byggja vörnina á því að réttvís-
innar þjónar hafi freistað skjólstæðing
hans til þess að brjóta lögin.
Slík málsvörn hefur margsinnis dug-
að til þess að ónýta málatilbúnað lög-
gæslunnar í Bandaríkjunum gegn
mönnum sem gengið hafa í gildrur
lögreglunnar.
Ennfremur saka lögfræðingar John
De Lorean saksóknara þess opinbera
um að hafa háð áróðursstríð í f jölmiðl-
um gegn De Lorean.
Bílaframleiðandinn mætti fyrir rétt í
gær, þar sem honum voru birtar
ákærumar á hendur honum, alls níu
talsins. Hann sagöi sig saklausan af
þeim öllum. Hann hefur gengið laus
eftir að lögð var fram 10 milljón doll-
ara trygging fyrir hann.
Ákveðið hefur veriö að málflutning-
urhefjist7. janúar.
Tveir samsærismannanna úr
kókaínsmyglinu, William Hetrick og
starfsmaöur hans, Stephen Arrington,
hlýddu einnig á ákærurnar gegn sér í
gær og héldu sömuleiðis fram sakleysi
sínu. Þeir voru leiddir handjárnaöir
aftur í varðhald en hvorugur hefur get-
að lagt f ram næga tryggingu.
Hvalveiðar: Fjögur riki hafa mótmælt ráðgerðu banni.
Fjögur ríki
mótmæla hval-
veiðibanninu
—90 daga fresturinn rann út4. nóvember
Sovétríkin, Japan, Noregur og Perú
hafa hafnað því að hlíta algjöru banni
viö hvalveiðum til söluvinnslu, sem
ráðgert var að gengi í gildi 1986, eftir
því sem alþjóða hvalveiðiráðið skýrir
frá.
Þessi fjögur ríki voru strax í upphafi
andvíg hugmyndinni sem samþykkt
var meö þrem-fjórðu atkvæða á ráð-
stefnu hvalveiðiráðsins í Brighton í j úlí
síðasta sumar. Aðildarríki hafa 90
daga frest til þess að koma á framfæri
við ráðiö mótmælum sínum við sam-
þykktum þess. Sá frestur rann út 4.
nóvember.
Island, Suður-Kórea og Brazilía, sem
einnig greiddu atkvæði gegn sam-
þykktinni, lögðu ekki fram mótmæli
áður en fresturinn rann út. En þeim
gefst annar 90 daga frestur til endur-
skoðunar á afstöðu sinni, eftir að mót-
mæli hinna komu f ram.
Perú og Chile hafa einnig mótmælt
hvalveiðikvótum sem settir voru á
veiði í þeirra lögsögu.
Þótt þessi ríki hafi sett fram mót-
mæli sín er ekki vitað hvort þau hyggj-
ast halda hvalveiði í stórum stíl áfram
1986 eða hvort þau hafa viljað tryggja
sér nýjan frest til þess að halda öllum
möguleikum opnum enn um hríð.
Alþjóða hvalveiðiráðið getur ekki fylgt
veiðibanni sínu eftir með refsiaðgerð-
um, en Bandaríkjastjórn kann aö
leggja viðskipta- og fiskveiðibann á
þau ríki sem virða bannið að vettugi.
Hvalveiðibannið tekur ekki til eski-
móa eða veiðimannaþjóðfélaga sem
framfærslu sína hafa af veiði hvala og
annarra sjávardýra.
Eftirlit með skipum
skráðum f Honduras
Floti Hondúras hefur tilkynnt að
hann hafi sagt upp skráningu .500
skipa sem sigla undir fána hans án
þess að vera í rauninni frá Hondúr-
as.
Fulltrúi flotans sagði að erlend
skip sem sigla undir fána hans
hefðu orðið uppvís að alls kyns lög-
brotum. Ekki vildi hann þá útskýra
nánar um hvaða lögbrot væri að
ræða.
Hann sagði að ekkert skip fengi
að skrá sig í Hondúras eða nota
fána þess án þess að nákvæm
rannsókn færi áður fram
eigendum skipanna.
á