Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Side 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982
Spurningin
Hvernig líkar þér
að láta taka
af þér myndir?
Guðlaug Jónsdóttir afgreiöslumaður:
Það er ekkert þægilegt. Nei, mér er
ekkert illa viö það en heldur ekkert vel.
Eg hef á tilfinningunni að ég myndist
Ula.
Dagbjört Sigurbergsdóttir sölumaður:
Allt í lagi. Eg myndast bara þokka-
lega. Manni bregður bara ef tekið er
óvænt. Þetta er í góðu lagi ef maður
veit þegar á að taka mynd.
Ólafur Pálsson: Mér er illa viö það,
tóm vitleysa. Mér líður samt ekkert
illa fyrir framan myndavél.
Brynjar Kristmundsson skipstjóri: Ef
ég tolli á myndinni þá er þetta allt í
lagi. Svo er gaman að sjá hvemig
maður kemur út. Nei, mér er ekkert
illa við að láta mynda mig.
Unnur Ólafsdóttir veöurfræðingur:
Mér er alveg sama. Ég hugsa aö ég
myndist frekar illa. Nei, það er ekkert
óþægilegt að standa fyrir framan
myndavél.
Guðrún Maríasdóttir húsmóðir: Eg er
litið hrifin af því. Já, mér líður illa að
vera fyrir framan myndavélar, er
óvön því og ég myndast illa. Það er lík-
lega af því að ljósmyndaramir erul
ómögulegir, myndavélamar lélegar og I
bakgrunnurinn ljótur.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Reyðarfjörður.
Uppbygging atvinnulífs á Reyðarfirði
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Eg vil geta þeirra er ég tel hafa
byggt upp atvinnulíf Reyöarfjarðar
undanfarin 60—70 ár. Skal þá fyrst
nefna Þorstein Jónsson kaupfélags-
stjóra, hann var mikill hugsjónarmað-
ur og stór atvinnuveitandi. Það má
segja að hann hafi verið faðir Reyðar-
fjarðar. Sjálfur var hann hörkudug-
legur maöur, oddviti hreppsins í mörg
ár og gegndi ýmsum trúnaöarstörfum
fyrir Reyðarfjörð. Þá er að minnast á
Rolf Johannsen kaupmann sem var
umsvifamikill atvinnurekandi og
mikill athafnamaöur. Hann átti 2
mótorbáta sem hann geröi út á sumrin
heima en frá Hornafirði á veturna.
Allan fisk af þeim lét hann sjálfur
verka, þvo og þurrka. Skaffaði það
mikla atvinnu, sérstaklega fyrir
konur.
Nú, þá er komiö að þeim bræörum
Hallgrími, Gunnari; Valdóri og Jóni
Jónssonum. Þeir voru allir' útgerðar-
menn. Má geta þess að Valdór heitinn
byggði íbúðarhús, sjóhús og bryggju
fyrir sunnan fjörðinn og gerði út 9
tonna bát. Niðjar þessara manna erfðu
þennan dugnað frá feðrum sinum og
eru allir miklir dugnaðar- og afkasta-
menn.
Fyrstan vil ég þar nefna Bóas Jóns-
son skipstjóra sem réöst í það, ásamt
fleirum að kaupa 70 tonna bát, sem
hlaut nafniö Snæfugl. Bóas var
skipstjóri á Snæfugli í mörg ár og var
mikill aflamaður. Þá er að geta um
Jónas, bróðuf hans, skipstjóra, afla-
sælan mann sem margir kannast við.
Reyðfirðingar standa í mikilli þakkar-
skuld við þessa tvo bræður. Nú þá er
eftir að geta þess að Hallgrímur
Jónasson framkvæmdastjóri og Hjalti
Gunnarsson útgerðarmaður hafa nú
keypt togara er heitir einnig Snæfugl,
og reka jafnframt söltunarstöð.
Skapar þetta mikla atvinnu í byggðar-
laginu. Gísli Þórólfsson er einn þess-
ara atorku- og dugnaðarmanna. Hann
byggði hraöfrystihús, keypti nýjan 150
tonna bát ásamt bróður sínum og
mági. En því miður brást heilsa Gísla
og varð þess vegna að selja bátinn. Nú
hefur Gísli byggt síldarsöltunarstöð,
rekur hana og er með 30 manns í vinnu.
Ekki verður skilið við þetta bréf
ööruvísi en að minnast á verkalýðs-
félagið. Kemur mér þá í hug nafni
Björnsson blessaður sem var for-
maður þess í mörg ár og það á
erfiðleikaárum. Eg man það að hann
átti oft í erfiðleikum við atvinnu-
rekendur í samningum en með
prúðmennsku og kurteisi tókst honum
ævinlega að leysa þau mál farsællega,
eins og allt er hann tók sér fyrir
hendur. Eg leyfi mér að færa honum
þakkir fyrir vel unnin störf. Eg held að
ekki sé á neinn hallað þótt ég telji
þessa menn, er ég hef hér nefnt, vera
frumherja atvinnulífs míns heima-
byggðarlags, Reyðarfjarðar.
Það má i leiðinni minnast á þaö að
Reyðfirðingar fengu rafmagn um
haustiö 1930 (vatnsaflsstöð). Má
fullyrða aö hvergi hafi verið eins ódýrt
rafmagn á Austurlandi og þó víöar
væri leitað.
Þá vil ég geta þess að á stríðs-
árunum var 6 þúsund manna setulið í
kauptúni sem hafði 300 íbúa enda sást
þá varla Islendingur. Að sjálfsögðu
var mikil atvinna í sambandi við
herliðið.
þessarra manna væri sonur eða
bróðir. Ekki er ég heldur að tala fyrir
afbrotum. Mér finnast morð, líkams-
meiðingar og kynferðisafbrot
gagnvart börnum hinir hryllilegustu
glæpir sem ég get hugsað mér. En þá
komum við að því hvað þjóðfélagiö
getur gert til þess að sú refsing, sem
þessir menn fá, komi að tilætluðum
notum. Það er að betrumbæta. Það
mætti hugsa sér að dómarar hefðu um
meira að velja en fangelsi og sektir.
Eg held að refsing kæmi að meira
gagni ef fangar yrðu gerðir enn á-
byrgari gerða sinna, t.d. ef gerður væri
út bátur og fangar væru látnir vinna
um borð, leggja síðan upp aflann á
Stokkseyri og á meöan landaö væri
myndu þeir vera vaktaðir af lögreglu.
Fangar væru iátnir borga hvem eyri
aftur af því sem þeir hefðu stolið eða
skemmt fyrir öðrum.
Ég er viss um að fangar fengju
þannig réttlátari og varanlegri
refsingu, þetta gæti átt við um þá sem
eru með stutta dóma. Svo er annaö
mál að sum afbrot er ekki hægt að
bæta með peningum. Það eru alvarleg
afbrot og menn fá langa dóma fyrir.
Þá ætti aukin menntun að geta stuðlað
að því að fangar kæmu betri menn út
að refsitíma loknum. Þeir heföu þá ef
til vill meira sjálfstraust. Við
megum ekki gleyma því að 90% af
föngum eiga við fíkniefnavandamál að
stríða og mjög margir hafa fengið litla
skólagöngu. Þar í liggur sennilega á-
stæðan fyrir ógæfu margra þeirra sem
í fangelsum dvelja. Eg bið fólk að
hugleiða nú hver meö sér þann mikla
vanda, sem steðjar að íslensku
þjóðfélagi, það er aukin neysla á
fíkniefnum. Meö aukinni neyslu fer
innbrotum f jölgandi, líkamsmeiðingar
verða daglegt brauð. Þetta er sú
reynsla, sem aörar þjóöir hafa, og það
er ekkert sem segir að öðruvisi fari
hér, því miður. Þetta er vandamál
okkar allra. Stöndum vörð um íslenskt
æskufólk.
Andrea Þórðardóttir skrifar:
Að undanförnu hefur veriö skrifað
mikið í DV um fanga á Litla-Hrauni
sem sækja skóla á Selfossi. Flestir,
sem hafa skrifaö, lýsa yfir hneysklun
og reiði vegna þess aö fangelsisyfir-
völd skuli voga sér aö mennta saka-
menn á meðal almennra borgara. Mér
finnst þessi skrif vera grimm og ósann-
gjöm og vil ég taka fram nokkur atriði
er skýra það sjónarmið.
Á Litla-Hrauni eru 4 menn sem sitja
inni vegna þess að þeir hafa gerst
brotlegir við lög landsins og upp um þá
hefur komist. Brotin eru misstór, frá
morðum niður í smáþjófnaði. Fang-
arnir eru á ýmsum aldri og með mis-
langa dóma sem fara eftir eöli brota. I
blaðaskrifum eru þessir menn allir
brennimerktir stórglæpamenn, það er
ósanngjamt, þeir em eins misjafnir og
við hin sem emm úti í hinu frjálsa
samfélagi.
1 mínum huga em mun hættulegri
menn úti í þjóðfélaginu heldur en
margir þeirra sem á Litla-Hrauni
sitja. Það þykir ömurlegt að brjótast
inn og stela en sumum þykja skattsvik
bera vott um klókindi. Eg tei að það
gildi það sama um fanga og aöra
menn, það er ekki sama að vera Jón
og séra Jón þótt allir eigi að vera
jafnir fyrir lögunum.
Fangelsi á, samkvæmt lögum, að
vera betrunarstofnun; á að bæta
menn, þó mér sé til efs að fangelsi
bæti nokkum mann. Nú þegar starfs-
menn og stjórn fangelsisins em að
reyna að framkvæma eins og lög mæla
fyrir þá ætlar allt vitlaust að verða. Eg
segi aöeins: þökk fyrir. Forstjóra og
starfsfólki á Litla-Hrauni er vel treyst-
andi til að meta hvað óhætt er að leyfa
föngum og Litla-Hraun er sennilega
eitt af fáum fangelsum í heiminum
þar sem unnið er að mannrækt og gætu
margar þjóðir þar lært af okkur.
Núveitégaðeinhversegir: „Konan
veit ekkert hvað hún er aö segja og
myndi áreiöanlega ekki skrifa svona ef
einhver af hennar nánustu hefði orðið
fyrir óþægindum frá þessum
mönnum”. Eitthvað má vera til í því
en ég segir aftur á móti, þeir sem hafa
skrifað á móti föngum þeir hefðu
heidur ekki skrifaö svona ef einhver
„Fangelsi á, samkvæmt lögum, að vera betrunarstofnun; á að bæta menn þó mér sé til efs að fangelsi bæti nokkurn
mann,” segir Andrea Þórðardóttir.
Enn um menntunarmál fanga á Litla-Hrauni:
Fangelsi á að vera betrunarstof nun