Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Side 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hvatt til lögsóknar á hendur ATVR
—■ vegna heilsutjóns og dauða af völdum tóbaks
„Virðulegir aðilar balda áfram að selja tóbak eins og hverjar aðrar sjáiísagðar lifsnauðsynjar,” — seglr Jenni R. Uia-
son, Borgamesi. Jenni vill láta lögsækja ÁTVR.
Jenni R. Ólason, Borgamesi,
skrifar:
Föstudaginn 29. október síðast-
liðinn flutti sjónvarpið þátt sem
meðal annars fjallaöi um astbest-
mengun og hræðilegar afleiöingar
hennar. Ekki er ástæða til þess að
rifja þær upp hér, en aftur á móti
undirstrika hitt, að bótaréttur
fórnarlambanna hefur verið
rækilega staðfestur fyrir
dómstólum. Sú niðurstaða er nú á
góöri leið með að gera alla helstu
astbestframleiöendur i heiminum
gjaldþrota.
Stjórnandi þáttarins, ögmundur
Jónasson, endaöi útsendinguna með
þvi að sýna á mjög áhrifaríkan hátt
svipað eðli astbests- og tóbaks-
mengunar. Þá rann upp fyrir mér
ljós. Skynsamir og góðviljaðir menn
hafa á liðnum árum sannað og leitast
við aö kynna almenningi skaðsemi
tóbaksreykinga. Ekki hafa menn þó
haft erindi semerfiði.
Astæöur þess eru aö minu mati
einkum tvær. önnur er sú, að sam-
kvæmt reynslu geta aðeins fáir
þeirra sem ánetjast hafa tóbaki
hætt notkun þess. Hin er að
virðulegir aðilar halda áfram að
selja tóbak eins og hverjar aðrar
sjálfsagðar nauðsynjar. Með þessum
hætti er augum og eyrum venjulegs
fólks lokað fyrir öllum viðvörunum.
Baráttan gegn tóbaksreykingum
hefur því fram til þessa reynst
árangurslítil.
1 því efni fer allt á sama veg og í
baráttunni við verðbólguna. Á
meöan menn fást aðeins við að milda
afleiöingar, í staö þess að grafa fyrir
rætur meina, næst enginn árangur
fremur en í sandburðinum sem sagt
er að tíðkast hafi á Kleppi. En er þá
engin leið til úrbóta? Jú, svo
sannarlega, og þar komum við aftur
að hugvekju ögmundar Jónassonar.
Til þess að ná árangri í baráttunni
við heilsutjón og dauða af völdum
tóbaks verður að beina spjótum að
framleiðendum og seljendum
eitursins. Það er grundvallarregla,
að mönnum er skylt að bæta öðrum
það tjón sem þeir kunna að valda
þeim. V aldi einhver manni heilsu-eða
liftjóni er honum því skylt aö bæta
slíkt fébótum og gjaman aö svara til
saka og taka út persónulega refsingu
aö auki.
Það getur því naumast farið milli
mála að þeir sem stunda pyntingar
og morð á fólki með framleiöslu og
sölu á eitri séu ábyrgir gerða sinna
að lögum. Slíkt orkar ekki tvímælis
varðandi vímugjafa og eiturlyf eins
og hass, heróín og fleira af því tagi
sem ekki er dreift hér á vegum
ríkisins.
Það er því tiliaga mín, að
einhverjir þeirra, sem hér á landi
hafa orðið fyrir varanlegu
heilsutjóni af völdum tóbaks-
reykinga, lögsæki Afengis- og
tóbaksverslun ríkisins og krefji hana
um fébætur. Eg trúi ekki, að
óreyndu, að islensk löggjöf tryggi
ekki rétt einstaklingsins eins vel og
bandarísk löggjöf tryggir rétt
þarlendra manna gegn eituráhrifum
astbestsmengunar. Þar fór skriðan
af stað með einni kröfu og varð
gersamlega óstöðvandi. Eins er ég
viss umaðfærigagnvarttóbakinu.
En einstaklingar þurfa uppörvun
og stuðning, jafnvel til þess að sækja
sjálfsagðasta rétt sinn þegar viö
sterk öfl, eins og til dæmis ríkis-
valdið, er að etja. Þið hjá Dag-
blaðinu-Vísi lýsið því yfir nær dag-
lega í auglýsingum, að áhrif blaðsins
séu tvöföld og jafnvel ótrúleg. Ekki
skal dregið í efa að svo sé. En slík
áhrif þarf að virkja i þágu góðs mál-
staðar enn betur en gert hefur
verið. Því heiti ég á ykkur að taka
þetta mál upp og beita nú áhrifunum
við verulega stórbrotið verkefni. Þá
myndu afleiðingamar ekki aðeins
takmarkast við Island, heldur ná til
heimsins alls. Otaldar milljónir
manna myndu með þakklæti og
virðingu minnast þeirra semhrundu
skriðunniaf stað.
Sovéskar sjónvarps-
útsendingar:
Skyldi
þetta
veröa
látið við-
gangast
6575—6218 hringdi:
Við erum einir 40 vinnufélagarnir
sem álítum aö Ríkisútvarpið hafi
einkaleyfi á sjónvarpsrekstri hér.
Það gekk nú ekkert smávegis á, hér
á árunum, þegar hópur 60 manna
krafðist þess að Keflavíkur-
sjónvarpinu yrði lokað — og hafði sitt
fram.
Okkur finnst það því vera all maka-
laust ef líða á útsendingar frá rúss-
neska sjónvarpinu, sbr. fréttir
blaöanna sl. föstudag, t.d. Þjóðviljans.
Skyldiþetta verðalátiðviðgangast?
| GETRAIMN
næst drögum wé um
Dregið 15. nóvember
- SENDU INN SEÐIL -
ÁSKRIFTAR-
SÍMINN ER 27022