Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Side 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 HIOKI FJÖLSVIÐAMÆLAR BMW518 BMW518árg. 1982 tilsölu, ekinn 17.000km. Litur gulsanseraður, litað gler og rafmagnsspeglar. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 22184 og 10520. MV-BUÐIIM Ármúla 26, sími 85052 kl. 2—6. LAUST EMBÆTTS SEM FORSETIÍSLANDS VEITIR Prófessorsembætti í geislalæknisfræöi í læknadeild Háskóla Islands er laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 5. desember 1982. Prófessorinn i geisialæknisfræöi (röntgenfræöi) veitir forstjórn röntgendeild Land- spítalans, sbr. 38 gr. laga nr. 77/1979 um Háskóla Islands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Meö um- sókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuöum og óprentuöum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 3. nóvember 1982. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59. og 61. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Hegranes 29 Garðakaupstað, þingl. eigin Elsu Sigurvins- dóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs, Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Veðdeildar Landsbanka tslands á eigninni sjálfri föstudaginn 12. nóvember 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Meiabraut 57 Seltjarnarnesi, þingl. eign John W. Sewell og Þórodds Skaftasonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 12. nóvember 1982 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 80., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Garða- stræti 17, þingl. eign Tónlistafélagsins, fer fram eftir kröfn Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 11. nóvember 1982, kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Tunguseli 5, þingl. eign Þorvalds Björnsson- ar, fer fram eftir kröfu VeðdeUdar Landsbankans og Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 11. nóvember 1982, kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 81., 86. og 89. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Seljugerði 8, þingl. eign Ölafs S. Björnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn- ar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 11. nóvember 1982, kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 81., 86. og 89. tbi. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Þórsgötu 27, þingl. eign Valdísar Kristjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 11. nóvember 1982, kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nýjar bækur Nýjar bækur stefán Júlíusson Atök oc EINSTAKL” INCAR einstaklingar eftir Stefán Júlíusson Komin er út ný skáldsaga eftir Stefán Júlíusson. Nefnist hún Átök og einstaklingar en undirtitUl er Skáld- saga úr bænum. Fyrir tveimur árum kom út eftir Stefán skáldsagan Stríðandi öfl. I Átökum og einstakling- um er sagt frá sömu persónum og í Stríðandi öflum en þó er þetta sjálf- stæðsaga. Á bókarkápu segir um bókína: „Þetta er í raun saga þriggja fjöl- skyldna og um leiö saga tveggja eða þriggja kynslóöa. Sögumaðurinn rif jar upp atburöi frá kreppuárunum og styrjaldarárunum en jafnframt lítur hann tU átta á líðandi stund. Hann rek- ur átök og árekstra í bænum sem tengjast landsviðburðum, pólitískum vendingum og ástandi í þjóðfélaginu. Burðarás sögunnar er þó lífshlaup aðalpersónanna, viðhorf þeirra tU vandamála, ástir þeirra, gleði og sorg- ir. Þótt sagan gerist að mestu leyti í bænum víkur henni þó vítt og breitt í einstökum atriðum tU Reykjavíkur, Kaupmannahafnar og vestur um haf.” Átök og einstaklingar er 280 blað- síöur, unnin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Utgefandi er Bókaútgáfan Björk. BóluHjálmar Laust mál ísafold Bólu Hjálmar Ritsafn I gær, 2. nóv., 1982, sendi Bókaforlag Isafoldar frá sér endurprentun á Rit- safni Bólu-Hjálmars. Ritsafnið hefur veriö ófáanlegt um alUangt skeið. •■ Verkiö er heildarútgáfa af Bólu- Hjálmari í þremur bindum. Fyrsta tUraunin til heildarútgáfu af Bólu-Hjálmari var gerð á Akureyri 1879. Aö henni stóðu síra Amljótur Olafsson og fleiri. En hún datt niður með upphafinu. Svo kom hin snotra út- gáfa Hannesar Hafsteins 1888 en hún var ekki nema kver. Næst kom útgáfa dr. Jóns Þorkelssonar í tveim bindum, 1915—19, og var merkileg. Þá tók viö útgáfa Finns Sigmundssonar lands- bókavarðar 1949. Hún var í fimm bind- um og tók með óbundið mál Hjálmars. Síðan kom út 1960 sjötta bindið, æviá- grip Hjálmars og ýmsir þættir um hann. Allt ritsafn Hjálmars var endur- prentað og nokkuð aukiö 1965 og kom út í þremur bindum: Ljóðmæli, rímur og laust mál. Finnur Sigmundsson sá um útgáfuna. Er það endurprentun þessarar útgáfu sem forlagið sendir frá sér nú. Ritsafnið (þrjár bækur fallega bundnar) kostar 1.235,- kr. Hélublóm eftir Erlu Hélublóm, ljóöabók eftir skáldkon- unaErlu, erkomin í annarri útgáfu. Það var hinn þekkti bókbindari og bókasafnari Helgi Try ggvason sem gaf bókina út í kreppunni 1937. Ekki mun það hafa þótt búmannlegt fyrirtæki í upphafi, en bókin náði vinsældum og útbreiðslu. Erla er skáldheiti. Höfundur Hélu- blóma hét réttu nafni Guöfinna Þor- steinsdóttir og fæddist að Stjögrastöð- um í Skógum 26. júní 1891. Að henni stóöu góðar bændaættir austanlands og af Mýrum. Skáldgáfa gekk í arf í ætt hennar og var hún m.a. skyld Páli og Jóni Olafssonum. Ævi og kjör Erlu hafa verið svipuð og margra annarra húsmæðra á ís- lenskum sveitaheimilum fyrr og síðar. Hún ólst upp í Krossavík í Vopnafirði frá átta ára aldri og fram til tvítugs. Árið 1917 giftist hún Pétri Valdimar Jóhannessyni frá Syörivík í Vopna- firði. Þau byrjuðu búskap inni í heiði, efnalaus, og eignuöust níu börn. Erla lést árið 1972. Hélublóm var fyrsta bók hennar og hlaut lofsamlega dóma. Hún er nú endurútgefin í 250 eintökum og fæst aðeins í fornbókaversluninni Bókinni, Skólavörðustíg 6. Hélublóm er 160 bls., offsetprentuð í Sólnaprent og kostar kr. 250. ÞIMUTIRS WEBNER NIÉLSeN GUONI KOLBONSSON JðRGEN LÓVGBET O. FL. Þrautir fyrir börn Bókaútgáfan Vaka bryddar enn upp á nýjungum í bókaútgáfunni með bók- inni ÞRAUTIR FYRJR BÖRN. Slíkar þrautabækur hafa verið afar vinsælar' í nágrannalöndunum en þar til núna hafa þær verið næsta sjaldséöar á íslenskum markaöi. Guðni Kolbeins- son þýddi og staðfærði bókina. Þrautir fyrir börn er þriðja bókin í flokki, sem fengið hefur nafnið Tóm- stundabækuraar. Áöur hafa komið út bækurnar 444 gátur, sem varð meðal metsölubókanna fyrir síðustu jól, og Leikir fyrii' alla, sem kom nýlega á markaöinn og hefur fengið góðar við- tökur. Þrautir fyrir böra hefur að geyma hundraö skemmtileg, þroskandi og myndræn viðfangsefni fyrir böm. Sumar þrautirnar eru léttar en aðrar svolítið þyngri. Við val á þrautunum hefur veriö tekið tillit til þess að böm á aldrinum frá 6—12 ára fái hér frí- stundaverkefni við sitt hæfi. En bókin er í raun fyrir böm á öllum aldri. The Postwar Poetry of lceland Ut er komið í Bandaríkjunum stórt safn íslenskra ljóða, í enskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, undir heit- inu The Postwar Poetry of Iceland. Hefur það að geyma um 350 ljóð eftir tæplega 30 skáld. Ljóðin eru ort eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Elstu skáldin era Snorri Hjartarson og Steinn Steinarr, þau yngstu Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurðardóttir. Sigurður ritar alllangan inngang þar sem hann rekur þróun íslenskrar ljóðlistar frá Eddukvæðum til vorra daga. Bókin er gefin út af University of Iowa Press í Bandaríkjunum og er sú áttunda í flokki þýddra ljóðasafna sem nefnist The Iowa Translations Series. Þetta er yfirgripsmesta ljóðasafn sem þýtt hefur verið úr norrænum málum á ensku. Þaö fékk lofsamlegan dóm i timaritinu Scandinavian Review, þar sem sagt er að nákvæmni og gaumgæfni þýðandans sé aödáunar- verð og bókin sé ákaflega vel skrifuð, þýdd ogunnin. The Postwar Poetry of Iceland er til sölu í hérlendum bókabúðum, og einnig er hægt að panta hana frá Iceland Review, pósthólf 93, Reykjavík. 565 GkEUR BÖRGE JENSEN SiGURVEiG JÓNSDOrTlR JÖRGEN CLEVIN * MAKA ^ 555 nýjar og glettnar gátur Bókaútgáfan Vaka hefur sent frá sér nýja gátubók. 555 GÁTUR er uppfull af glettnum og skemmtilegum gátum, eins konar framhald af 444 gátum, sem sló svo rækilega í gegn fyrir síöustu jól. Sigurveig Jónsdóttir þýddi og stað- færöi 555 gátur eins og fyrri gátubók- ina. 555 gátur er fjórða bókin í bóka- flokknum Tómstundabækuraar. Hinar heita Leikir fyrir aila, Þrautir fyrir böra og 444 gátur, og svo er að sjá að bókaflokkurinn hafi sannarlega hitt í mark á íslenska markaðnum. I upphafsútgáfu bókarinnar var val- ið úr nær 30.000 gátum alls staöar aö úr heiminum. Nú hefur íslenskum úrvals- gátum verið bætt í safnið, svo að segja má að úrvalið geti ekki verið meira. Þá prýða frábærar teikningar í hundraðatali bókina, einstaklega líflegar og fullar af gamansemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.